Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Vægðarlaus alþýðudómstóll Anna Dóra Antonsdóttir: Gefur út sjálf til að tefja ekki bókina á göngunni milli útgefenda. Hún erað sendafrá sér tværbæk- ur, gefuraðra útsjálfenfékk út- gefanda að bamabók sem hún skrifaði. Voðaskotið ersaga af glæp - eins konarvamarræða af- komanda aðalpersónunnar. Anna Dóra Antonsdóttir rannsakaði 160 ára gamalt sakamál og telur sig hafa dregið sannleikann ffam í dagsljósið. „Eg hef lengi haft áhuga á þessari sögu. Eg heyrði hana sem krakki og það hefur lengi blund- að í mér að fara betur ofan í hana,“ segir Anna Dóra um það hvernig hún kom að sögunni um glæpinn á Upsum. Hún er fædd og uppalin á Dalvík og er afkomandi einnar aðalpersónunnar í sögunni. „Eg hafði aldrei tíma til eins eða neins en svo fékk ég tækifæri til að sinna þessu. Eg gaf mér bara tíma, börnin komin upp og tíminn orðinn rýmri.“ Anna Dóra segir einnig hafa skipt miklu máli að hún býr nú í Reykjavík því þær heimildir sem hún þurfti á að halda eru að mestu geymdar á Þjóðskjalasafni og handritadeild Lands- bókasafns. Trú heimildnm - Hvers konar bók er Voðaskotið? Sagn- jfæði? Skdldskapur? „Þetta er ekki hrein og klár fræðibók en hinsvegar er ég mjög trú heimildum. Það má alveg segja það en ég náttúrlega skálda til að gera þetta Iæsilegra og glæða söguna dálitlu lífi.“ Anna Dóra segist hafa verið með bók- ina á prjónunum í tvö ár en hefur ekki setið yfir henni eingöngu. „Eg var til dæmis að skrifa barnabók sem heitir „Hefurðu farið á hestbak?" og er að koma út núna fyrir jólin hjá Æskunni. Þetta er það fyrsta sem kemur út eftir mig frum- samið en ég hef fengist við þýðingar og skriftir. Eru ekki flestir sem eru að byrja að skrifa búnir að skrifa nokkuð lengi fyr- ir skúffuna?" - Þií gefur Voðaskotið út sjúlf? „Eg gef Jressa bók út sjálf og það er tals- vert mál. Eg er óþekktur höfundur og það þýðir ansi mikil hlaup á milli bókaútgef- enda. Eg kynntist því í sambandi við bama- bókina sem ég fékk þó loks útgefanda að. En ég sá fram á að þama yrði seinkun hjá mér um ár eða meira ef ég færi að hlaupa á milli og ég nennti því ekki. Eg ákvað því að gefa hana bara út sjálf." - Hvað fannst þér erfiðast? „Erfiðast er að byggja upp söguna þannig að eitthvert vit yrði í henni. Það var erfiðast að komast niður á byggingar- stílinn, ef við getum orðað það þannig." Vamaxræða afkomanda - Aðeins um söguna sjálfa? „Sagan byrjar á því að vinnukona á Upsum deyr af byssuskoti. Það veit eng- inn hvað hefur gerst en svo kemst sá kvittur á kreik að Hans Baldvinsson hafi verið valdur að þessu - hafi haldið á byss- unni og skotið hana. Þetta fer í rannsókn vegna þess að faðir stúlkunnar kærir mál- ið. Málið varð mjög umfangsmikið í dómabókum, mildar yfirheyrslur en aldrei felldur neinn dómur.“ - Ertu þama að skrifa varnarræðu fyrir forföður þinn? „I og með en þetta er bara svo skemmtilegt viðfangsefni. Þetta snertir mig ekki Iengur, komið í fjórða eða fimmta lið.“ - Og finnur þú þann seka... eða má ekki segjafrá þvt? „Við skulum segja að ég dragi sann- leikann fram í dagsljósið." Þann sannleika verða þeir sem vilja að finna með því að lesa bókina. - Hi Magrímaferðir nútímans SVOJMA ER LIFIÐ skrifar © Hér á árum áður voru píla- grímaferðir erfiðar og tóku langan tíma. Menn voru burtu árum saman, sultu heilu hungri og alveg óvíst hvort þeir kæmu aftur heim. Með tilkomu tækninnar hef- ur þetta heldur en ekki breyst, því Vatikanið hefur sett upp vefsíðu http:/www.vatica.va - þar sem meðal annars má sjá og heyra Jóhannes Pál páfa fara með messu á sunnudögum. Einnig er að finna á síðunni Páfabréf og aðrar ritsmíðar Páfa, ásamt fréttaþjónustu Vatíkansins. Sömuleiðis er á síðunni að finna ýmislegt um þau söfn, sem eru í Vatíkan- ríkinu og þykja ákaflega merkileg. Og svo er heil síða um aldamótafagnað kaþólsku kirkjunnar árið 2000. Og allt er þetta á mörgum tungumál- um, ensku, þýsku, ítölsku, frönsku, spænsku. Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. ða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Húsráð Þegar ferskar jurtir hafa verið tíndar, er gott að frysta þær og þá er auðvelt að mylja þær niður frosnar. Setjið jurtirnar í plastpoka og rúllið nokkrum sinnum yfir með kökukefli. Ef færa á þvottavél eða annað þungt, er það auðveldara ef nokkrum dropum af uppþvottalegi er sprautað undir fæturna á tækjunum. Dýfið endum skóreima í glært naglalakk til að koma í veg fyr- ir að endarnir rakni. Þegar verið er að skera lauk, er gott að hafa blautt dagblað nærri, það dregur í sig Iyktina. Litlir nælonpokar eru góðir til að setja í fræ og annað sem fuglum kemur vel. Þá er hægt að hengja upp og fuglarnir kroppa úr þeim. Klippið framan af fingri á gúmmívettlingi og látið efst á kúst- skaftið. Það kemur í veg fyrir að kústurinn renni til þegar hann stendur upp við vegg. ■ HVAD ER Á SEYÐI? MÓTUN LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS Félag um Listasháskóla Islands efnir til umræðufundar um mótun Lisataháskóla íslands. Fundurinn verður hald- inn í Norræna húsinu næstkomandi mánudagskvöld 23. nóvember kl. 20.30. Frummælendur verða Páll Skúlason háskólarektor, Gunnar J. Arnason listheimspekingur og nýráðinn rektor Listaháskólans Hjálmar H. Ragnarsson. Fundinum er ætlað að byija að safna í hugmyndapott fyr- ir skólann og ef undirtektir verða góðar, er gert ráð fyrir að framhald verði á þessum fundum. Mætum og hjálpum til við mótun Listaháskóla á íslandi. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Afbrot á Islandi Helgi Gunnlaugsson, dósent við Félagsvís- indadeild Háskóla Islands, mun kynna væntanlega bók sína um afbrot á Islandi í boði Félagsfræðingafélags íslands. Kynn- ingin fer fram í stofu 201 í Odda, húsi Fé- lagsvísinda- og Viðskipta og hagfræðideilda Háskóla Islands, fimmtudaginn 19. nóvem- ber kl. 20.30. Ritlistarhópur Kópavogs Upplestur á vegum Ritlistarhóps Kópavogs verður haldinn í Gerðarsafni í dag 19. nóv. kl. 17-18. Ragnar Ingi Aðalsteinsson les úr nýrri ljóðabók sinni, Jörð. Aðgangur ókeyp- is og allir velkomnir. Tónleikaröð Kaffileikhússins I kvöld eru þriðju tónleikarnir í tónleikaröð Kaffileikhússins. Þar koma fram Unun, Fræbblarnir og Rúnar Júlíusson. Tónleik- arnir heljast kl. 21 og er miðaverð kr. 800. Ljósið í myrkrinu I kvöld kl. 21 opna Ragnheiður Olafsdóttir og Aðalsteinn Gunnarsson sýningu á list- munum í Gallerí Hár og List að Strand- götu 39, Hf. Verkin eru unnin með bland- aðri tækni og er inntak þeirra allra „ljósið í myrkrinu". Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og 14-18 um helgar. Ævi og list í Hafharborg Hf. Yfirlitssýningu Sigurjóns Ólafssonar mynd- listarmanns stendur nú yfir í Hafharborg. í tengslum við sýninguna verða tónleikar á sunnudaginn 22. nóvember kl. 20.30 þar sem fram koma Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu- leikari, Junah Chung lágfiðluleikari og Sig- urður Halldórsson sellóleikari. Breiðfirðingafélagið Kántrý-kvöld í kvöld kl. 20 í Breiðfirðinga- búð. Kántrýkóngur suðursins skemmtír. Fitl í Hinu Húsinu Utgáfutónleikar hljómsveitarinnar Fitl verður í kvöld á Geysi-kakóbar kl. 20.30. Fitl gaf nýlega út geislaplötuna „Undur“ en þeir sem mæta með diskinn á tónleikana fá ókeypis inn. LANDIÐ Gítar Islancio á Dalvík Tríóið Gítar Islancio heldur tvenna tón- leika á Norðurlandi. Tríóið skipa Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson. Þeir spila á Dalvík fimmtudag- inn 19. nóv. kl. 21.30 á Café Menningu. Tónleikar á Egilsstöðum Aðrir tónleikar Tónlistarskólans á Egils- stöðum á þessu misseri verða í Egilsstaða- kirkju föstudagskvöldið 20. nóvember kl. 20.00. Efnisskráin er blönduð söng og hljóðfæraslætti. Aðgangur er ókeypis. Jólastemmning á Akureyri Norðurpóll, jólaþorpið á Akureyri verður opnað á föstudaginn kl. 15.00 þegar jóla- sveinar safnast saman á Ráðhústorgi. Kveikt verður á jólatré allra barna kl. 17.00. Þar með er hafín dagskrá á Norður- pólnum sem mun standa fram til jóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.