Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 2
18"-° TIM'NTTWD'A'&UR 1 9 ."ATÓVEIffREjr 1 9 9 8 LÍFIÐ í LANDINU ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDOR SIGURDÓRSSON Össur Skarphéðinsson. Ritstjóramii Því er haldið fram að andstæðingar samfylk- ingarinnar hyggi gott til glóðarinnar ef þeir Svavar Gestsson og Össur Skarphéðinsson skipa tvö efstu sætin á lista hennar í Reykja- vík. Þeir segjast muni benda fólki á að þarna fari engir kratar heldur tveir kommar því þarna sé um að ræða tvo fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans. En í gerbreyttum pólitískum heimi er hætt við að slík ábending muni missa marks nema hjá elstu kjósendunum. Heilbrigðisráðherra Árni M. Mathiesen sagði í sjónvarpsviðtali eft- ir frækinn sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi að hann teldi eðlilegt að Reyknesingar fái ráðherra í næstu ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn eigi aðild að. Enda þótt Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, kæmi í sjónvarp skömmu síðar og segði að enginn gæti gert kröfur til ráðherra- dóms í Sjálfstæðisflokknum eru gárungar farn- ir að gera því skóna að Arni M. Mathiesen verði næsti heilbrigðisráðherra. Þeir segja það mátulegt á hinar óstýrilátu heilbrigðisstéttir að fá dýralækni sem heilbrigðisráðherra í stað hjúkrunarfræðings. „Lyktin af kosn- ingafleskinu leynir sér ekki.“ Jón Sigurðsson, fyrrum Jámblendi- forstjóri, um Sól- skinsfrumvarpið. Munurinn Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins spurði annan þingmann flokksins hvort hann vissi hver væri munurinn á Drottni allsherjar og Davíð Oddssyni? Sá sem spurður var svaraði neitandi. Munurinn er sá, sagði hinn, að Drottinn heldur ekki að hann sé Davíð Odds- son. Pissað í skálina Það gat auðvitað ekki farið hjá því að hagyrð- ingar, og þá ekki síst á Alþingi, færu í gang þegar hinar einstöku kynhlutverkamyndir birt- ust af ráðherrum og þingmönnum. Að vísu bentu menn á að Guðný Guðbjörnsdóttir vissi ekki mikið um hegðun karlmanna fyrir framan pissuskál, svona dags daglega. Þeir styðji ekki báðum höndum fyrir ofan skálina eins og hún gerir á myndinni, fyrr en þeir eru orðnir svo ofurölvi að þeir standa ekki í fæturna og sem betur fer gerist slíkt ekki oft. En vísurnar sem hér fara á eftir orti Hjálmar Jónsson í tilefni myndbirtinganna: Kynhlutverk getum nú gripið að vali, góður er Páll með nálina. Óléttur Grímur gengur um sali og Guðný pissar í skálina Karlmennskan hlýtur harðan dóm hrynja goðin afstalli. Davtð gengur t gelluskóm og Grímur er kominn aðfalli. jy^ur Mjög eru höfund- ar misvirkir og sjálfsagt fáir sem á einu og sama árinu gefa út sex bækur, en sú er raunin með Ragn- ar Inga Aðal- steinsson. Með mörg jám í eldiiium Hann erkennari að mennt en Ijóðskáld í hvergi lengur og er alveg stór- kostlegt að við skulum hafa varð- veitt það í 1100 ár.“ „Svo kenndi ég upp úr vösun- um í mörg ár, var að búa til Þegar líður að hausti skellur jafnan á hið hefðbundna jóla- bókaflóð, sem veldur því að fæst- ar bækur sjást, heldur verða hluti af flóðinu. Mjög eru höfundar hjarta sínu. Ragnarlngi misvirkir og sjálfsagt fáir sem á.,, . , „ _ kennsluefni jafnóðum og ljósrita einu og sama árinu gefa út sex AOalStefflSSOn nejUTgej- 0g vegna þess tók ég til við að bækur, en sú er raunin með rú iit marríarhmhnr nrí nr gera kennslubækurnar. Ég kenni Ragnar Inga Aðalsteinsson. íflafgtir Og t / fsiensku Qg f september gaf ég út Ragnar er kennari að mennt og ÍafnVÍÓWálióðformið bókina Gullvör, sem er málfræði aðalstarfi og hluti bóka þeirra ^ * J J sem hann skrifar eru einmitt $Cm SkáldskapfflU. VÍllll kennslubækur. „Þetta er nú búið að vera með skrautlegra móti,“ segir hann og hlær við. „Það eru ekki öll ár svona. En ég hef und- anfarin þrjú ár verið á starfslaun- um hjá Launasjóði rithöfunda, sex mánuði hvert ár og hefur sá tími nýst mér afar vel, fyrst og fremst við skáldskap, en þess á milli er gott að skrifa eins og eina og eina kennslubók í bland.“ Ragnar segir ljóð vera sitt aðal- áhugamál og hafa fengist við ljóðagerð lengi eða frá átta ára aldri. „I nóvember kom út ljóðabók- in Jörð og svo er á næstunni von á litlu kveri sem inniheldur eitt kvæði, aðventuljóð og er það gefið út til styrktar Krísuvíkursamtökunum," segir Ragnar. „Þetta ljóðform sem við notum hérlendis, stuðlar og höfuðstafir, það þekkist ursvo kennslubækur fyrir efri bekki grunnskólans og sama dag og hún kom út kom bókin Týndi bekkurinnn út, en það er kennslubók í ritun og staf- , setningu, sniðin fyrir 10. bekk SVOna l hjaverkum, enda grunnskólans og fornámsbekki framhaldsskólans.“ Ragnar hefur líka gefíð út bókina Ljóð í tíunda, sem er kennslubók í bragfræði og ljóðlist fyrir 10. bekk grunnskóla, sniðin fyrir þarfir nemenda sem eru að búa sig undir samræmd próf og Gunnlaugs sögu Orms- tungu, lestrarútgáfu með ítarleg- um orðskýringum. Ragnar segist vera heillaður af leikritaforminu en því miður ekki hafa tíma til að sinna því sem skyldi. „Við eigum svo mikið af fyrsta flokks leikurum hér og íslenskt leikhús er á heims- mælikvarða," segir hann. „Ég er búinn að vera með leikrit í smíðum um tíma og vonast til að geta lokið því og gefíð það út innan tíðar.“ -VS hvíld að því að skrifa þærsegirhann. SPJALL ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Hvers vegna setjum við ekki upp mun- aðarleysingjahæli við hliðina á elli- heimilunum? Það líður ekki á löngu áður en sá sem er í ruggustól er kom- inn með einhvem lítinn í kjöltuna. Cloris Leachman Þetta gerðist 19.nóv. • 1763 var Hóladómkirkja vígð. • 1910 hófst bylting í Mexíkó. • 1945 hófust réttarhöld yfir 24 þýskum nasistaleiðtogum í Núrnberg. • 1952 hófust sýndarréttarhöld yfir 14 kommúnistum í Prag. • 1959 tók Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks við völdum und- ir forystu Olafs Thors. • 1977 ávarpaði Anvar Sadat Egypta- landsforseti ísraelska þingið. Þan fæddust 19. nóv. • 1770 fæddist íslensk-danski mynd- höggvarinn Bertel Thorvaldsen. • 1833 fæddist þýski heimspekingurinn Wilhelm Dilthey. • 1839 fæddist þýski iðnjöfurinn Emil von Skoda. • 1888 fæddist kúbverski skákmeistarinn José Raúl Capablanca. • 1899 fæddist bandaríski rithöfundur- inn Allen Tate. • 1909 fæddist Peter F. Drucker, rithöf- undur og ráðgjafi. • 1938 fæddist bandaríski Ijölmiðlakóng- urinn Ted Turner. Vísa dagsins Auðunn Bragi kom með þessa vísu sem hann kallar götumynd: Einn ég leit þar ungling titi t golunni með videoband og vindling. - Ilvuð var svo á spólunni? Afmælisbam dagsins „Faðir minn var dýrfingur. Ég er það ekki,“ sagði Indira Gandhi ein- hverju sinni, en faðir hennar var Jawaharlal Nehru, fyrsti forsætis- ráðherra Indlands. Sjálf var Indira forsætisráðherra á Indlandi 1966- 77 og 1980-84. Hún féll lyrir morðingja hendi 31. október 1984. Sonur hennar Rajiv Gandhi tók þá við forsætisráðherrastólnum, en hann féll einnig lyrir morðingja árið 1991. Hraðarenþú...! Tveir Islendingar, borgarbúi og sveitamað- ur, eru saman á ferðalagi í Afríku. Skyndi- lega birtist Ijón á vegi: þeirra, í nokkurra metra fjarlægð, og stárir á þá hungruðum augum. Sveitamaðurinn beygir sig þá nið- ur til að herða reimarnar, og er snöggur að. „Hva, heldurðu að þú getir hlaupið hraðar en Ijónið,“ spyr borgarbúinn háðs- lega. „Nei, en ábyggilega hraðar en þú,“ segir sveitamaðurinn og er roldnn af stað. Veffang dagsins Skyldi einhver vilja sjá (splunkunýja) mynd frá Rio de Janeiro í Brasilíu þá er stöðugt nýja mynd að sjá á Netinu á slóðinni http://liveinrio.iis.com.br/cgi- bin/today.exe

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.