Dagur - 21.11.1998, Síða 7
LAUGAtí'DAGUR 2 1 . ti ö VE MB E'R 1998 -va
MINNINGARGREINAR
Sólveig Elin Pálsdóttir
Sveinit Tómasson
fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Akureyri
Sólveig Elín Pálsdóttirhús-
móðir á Neskaupsstað var
fædd 5. ágúst 1918, d. 18. okt.
1998. Foreldrar hennar voru
hjónin Margrét Árnadóttir
Þorvaldssonar hins merka at-
hafnamanns við Faxaflóa og
Páll Friðriksson stýrimaður og
sjósóknari af hinni alþekktu
sjómannsætt, Bergsætt.
Systkini hennar eru: Friðrik,
vörubílsstjóri, Þorbjörg Ragna,
húsmóðir, Magnús, verslunar-
maður, Arni, kaupmaður,
Helga Fjóla, húsmóðir, Isleif-
ur, kaupmaður og Ragnar,
verkamaður sem öll bjuggu í
Reykjavik og nú eru látin, en á
lífi eru Þóra og Bára húsmæð-
ur á Akranesi.
Sólveig eignaðist frumburð
sinn Margréti Pálfríði f. 1945
með Magnúsi Kristóferssyni.
Er hún aðstoðarstúlka á
sjúkrahúsi í Englandi, gift
Ingibergi Sigurjónssyni og eiga
þau 5 börn. Árið 1946 giftist
Sólveig Ásbirni Tómassyni út-
gerðarmanni á Neskaupsstað
og bjuggu þau þar allan sinn
búskap. Eignuðust þau 4 börn,
þau eru: 1) Pálína, 1. 1948,
sjúkraliði, búsett í Danmörku,
gift Ole Schaarup-Jensen og
eiga þau tvö börn. 2) Ingi
Tómas, f. 1950, búsettur í Sví-
þjóð, húsgagnasmiður en rekur
þar gluggaþvottaíyrirtæki. 3)
Þóra, f. 1952, ritari og list-
förðunarfræðingur, og á eitt
barn með íyrrverandi eigin-
manni sínum Jóhannesi Birni
Lúðvíkssyni. 4) Rannver, f.
1953 og býr að Vonarlandi á
Egilsstöðum. Barnabörn Sól-
veigar eru átta og barnabarna-
börnin Ijögur.
Jarðarför hennar fór fram frá
Norðfjarðarkirkju mánudaginn
26. október.
Horfin er yfir móðuna miklu,
Sólveig Elín móðursystir mín,
sem ætíð var kölluð Solla.
Bernskuheimili hennar var á
Grettisgötu 33 í Reykjavík, þar
fæddist hún yngst systkinanna
10 sem komust til fullorðinsára.
Foreldrarnir og systkinin voru
stór sameinuð íjölskylda. Faðir-
inn var stýrimaður, mikill sjó-
sóknari og duglegur að afla
heimilinu tekna. Móðirin var
heimavinnandi og stóð vörð um
hag heimilisins þar sem alltaf var
rúm fyrir gesti og gangandi.
Hlýja, glaðværð og sú hugsun að
vera sjálfbjarga, var það vega-
nesti sem börnin fengu með sér
út í Iífið. SoIIa bjó hjá foreldrum
sinum og sótti vinnu utan heim-
ilisins. Hún vann m.a. við heim-
ilisstörf og í kexverksmiðjunni
Esju.
Æskuminningar mínar um
heimilið á Grettisgötunni eru
þær að amma, afi og Solla voru
eitt. Mér fannst frænka mín
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen Sverrir Einarsson
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 • Sími 581 3300
kunna allt eins og amma. Hún
var mjög þrifin og vildi alltaf
hafa hreint í kringum sig, bjó til
góðan mat og hafði sérstaka
ánægju af. Skemmtilegar voru
heimsóknir hennar til okkar að
Skarði. Alltaf var hún fljót að sjá
hvernig hún gæti Iétt undir með
mér, hún var sérstaklega dugleg
að baka og kenndi mér ýmislegt
til að létta störfin. Enn þann dag
í dag eru ekki haldin svo jól í
Skarði að ekki séu terturnar eftir
uppskriftunum hennar Sollu á
borðum.
Solla frænka mín var svipfalleg
og góð kona, sem sá alltaf það
góða í fari hvers og eins. Heimili
Ásbjörns og Sollu var í gamla
Lúðvíkshúsi og þangað var ávallt
gott að koma. Bæði voru þau
hjónin mjög gestrisin og gott var
þau heim að sækja. Þess naut
systir mín Margrét, þegar hún
var hjúkrunarkona um tíma á
Neskaupstað. Inni á heimilinu
fann hún þann kærleik og hlýju
sem allir báru hver til annars og
hversu vel allir hugsuðu um
Rannver, litla fatlaða drenginn
þeirra sem yngstur fæddist. Með
trega tóku foreldrarnir þá
ákvörðun að senda hann frá sér
suður og setja hann á vistheimil-
ið Kópavogshæli þegar hann var
7 ára. Vonuðu þau að drengur-
inn fengi þar þá þjálfun sem
myndi styrkja hann líkamlega og
andlega og ekki var hægt að veita
honum heima fyrir. En heim
snéri hann aftur og sl. 14 ár hef-
ur Rannver dvalist á Vonarlandi
á Egilsstöðum. Það var mikill
hamingjudagur í Iífi frænku
minnar þegar hann fékk gott
heimili til að dvelja á nálægt
henni. Eftir það nutu þau mar-
gra góðra stunda saman og átti
hún ekki til orð aðlýsa þeirri
góðu umönnun sem hann fékk
gott heimili til að dvelja á nálægt
henni. Eftir það nutu þau
margra góðra stunda saman og
átti hún ekki til orð að lýsa þeirri
góðu umönnun sem hann nýtur
að Vonarlandi. Viljum við frænd-
fólkið færa, íyrir hennar hönd,
þakklæti okkar til allra sem ann-
ast og hlú að honum.
Solla undi Iífi sfnu vel á Norð-
firði, í samfélagi við góða granna
og venslafólk. Idún var félags-
lynd og starfaði í kvennadeild
slysavarnarfélagsins og með
Sjálfsbjörgu á Neskaupsstað.
Hvar sem hún var og hvert sem
hún fór; vildi hún láta gott af sér
Ieiða. A Norðfirði bjó hún alla
sína búskapartíð og eftir að eig-
inmaður hennar andaðist árið
1980 bjó hún áfram ein í Lúð-
víkshúsi, þar til árið 1993 að hún
flyst á öldrunardeild Ijórðungs-
sjúkrahússins, enda farin að
kröftum eftir Ianga starfsævi.
Þar undi hún hag sfnum vel og
naut áhyggjulauss ævikvölds.
Nú þegar frænka er kvödd
hinstu kveðju, flyt ég þakkir
Margrétar systur minnar og alls
okkar frændfólks fyrir samfylgd-
ina um farinn veg. Megi orð
æskulýðsleiðtogans og mannvin-
arins sr. Friðriks Friðrikssonar
fylgja henni að leiðarlokum:
Svo er endar ógn og striðin,
upp mun renna sigurtíðin,
oss þá kallar heim til hallar
himna Guð, er lúður gjallar.
Megi minning um mæta konu
lifa.
Innilegar samúðarkveðjur til
Barna hennar og fjölskyldna.
Sigrtður Tli. Sæmimdsdóttir,
Sharði á Landi.
Sveinn Tómasson, fyrrverandi
slökkviliðsstjóri á Akureyri,
fæddist 30. júlí 1904 á Bústöð-
um í Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði. Hann Iést síðla
kvölds 7. nóvember sl. á Dval-
arheimilinu Hlíð á Akureyri.
Foreldrar Sveins voru Tómas
Pálsson bóndi á Bústöðum og
kona hans Þórey Sigurlaug
Sveinsdóttir. Systkini Sveins
voru Ólafur, bóndi í Garðs-
horni, kvæntur Stefaníu Jó-
hannesdóttur, Páll, trésmiður
á Akureyri, kvæntur Önnu
Jónsdóttur, Eyþór Helgi, at-
vinnurekandi á Akureyri,
kvæntur Hildi Eiðsdóttur,
Guðmundur, trésmiður á Akur-
eyri, kvæntur Rögnu Kemp,
Böðvar, trésmiður á Akureyri,
kvæntur Kristínu Jóhannes-
dóttur og Anna Þorbjörg, sem
lést á öðru aldursári. Bræður
Sveins eru allir Iátnir. Þann
23. desember 1928 kvæntist
Sveinn eftirlifandi eiginkonu
sinni, Helgu Gunnlaugsdóttur
en hún er fædd 24. maí 1906.
Börn Sveins og Helgu eru
Anna Þórey, fædd 16. septem-
ber 1929, gift Hreini Hreins-
syni, skipstjóra, og eiga þau 5
börn, Gunnlaugur Búi, varð-
stjóri á Slökkvistöð Akureyrar,
fæddur 24. febrúar 1932,
kvæntur Signu H. Hallsdóttur
og eiga þau þrjú börn og
Tómas Heiðar, viðskiptafræð-
ingur, fæddur 13. febrúar
1941, kvæntur Rannveigu Sig-
urðardóttur og eiga þau tvö
börn.
Sveinn ólst upp í Skagafirði
til 18 ára aldurs en þá fluttist
hann til Akureyrar og hóf nám
í járnsmíði og lauk hann
sveinsprófi 1925. Sveinn fékk
meistararéttindi í eldsmíði,
ketil- og plötusmíði og pípu-
Iögnum auk þess Iauk hann
mótoristanámskeiði. Hann
starfaði sem járnsmiður á Ak-
ureyri 1925-1953 og var með
eigin rekstur 1937- 1953.
Sveinn var áhaldavörður
Slökkviliðs Akureyrar 1945-
1953 og varaslökkviliðsstjóri
1953-1958 en þá var hann ráð-
inn slökkviliðsstjóri og gegndi
hann þeirri stöðu þar til hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir
árið 1974.
Sveinn var um hríð í stjórn
Vélstjórafélags Akureyrar og
var formaður Iðnaðarmannafé-
lags Akureyrar 1955-1964.
Hann varð heiðursfélagi Iðn-
aðarmannafélags Akureyrar
1964 og heiðraður af Lands-
sambandi iðnaðarmanna sama
ár. Sveinn var um hríð fyrsti
varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins á Akureyri og sat í
ýmsum nefndum fyrir flokkinn.
Hann var formaður skóla-
nefndar Húsmæðraskólans í
níu ár og einn af stofnendum
Lionsklúbbs Akureyrar. Sveinn
starfaði í Oddfellowreglunni á
Akureyri frá 1945.
Útför Sveins fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju fimmtudaginn
12. nóvember sl.
Með nokkrum orðum langar
okkur bræðurna að kveðja Svein
langafa okkar. Það var á afmælis-
degi langafa 1982 sem mamma
og pabbi fluttu í Laugargötu 3
eða í sama hús og hann og
Iangamma höfðu búið í í rúm 30
ár. Því nutum við þeirra forrétt-
inda að fá að alast upp í návist
þeirra. Við þekkjum varla hvernig
það er að koma heim að tómu
húsi eftir skóla eins og mörg börn
þurfa að gera í dag, því ef
mamma var af einhveijum ástæð-
um ekki heima, gátum við treyst
því að á neðri hæðinni yrði vel
tekið á móti okkur. Það þótti eig-
inlega betra ef enginn var heima
uppi, því þá gátum við farið niður
til langafa og langömmu og feng-
ið rjúkandi kakó, heimbakaða
jólaköku og rúgbrauð, svo ekki sé
minnst á pönnukökurnar. Það
verður að segjast eins og er að
stundum var laumast inn niðri þó
við vissum að einhver væri heima
uppi. Langafi var hreinn snilling-
ur í að baka pönnukökurnar sem
hann rúllaði upp með sykri. Það
var virkilega gott gott að eiga
hann að þegar við héldum upp á
afmælin okkar eða þegar við
þurftum að mæta með brauð á
bekkjarkvöld í skólanum, þá bak-
aði langafi „pönnsur" fyrir okkur.
Ekki þarf að taka fram að alltaf
kláruðust pönnukökurnar, þó nóg
væri eftir af öðru góðgæti.
Margar stundir áttum við með
langafa úti í bílskúr við smíðar
eða einhverja aðra iðju. Það var
með ólíkindum hvað hann gat
nýtt út úr öllum hlutum. Þegar
mamma og pabbi endurnýjuðu
eldhúsið hjá sér var gömlu elda-
vélinni hent út. Áður en eldavél-
in fór á haugana tók langafi hana
í sundur og hirti allt heillegt úr
henni. Stundum þótti okkur nóg
um nýtnina en í dag skiljum við
að þetta var gert í tvennum til-
gangi. Annars vegar var þetta gert
til þess að hafa ofan af fyrir okk-
ur og hins vegar til að kenna okk-
ur að það er betra að hugsa að-
eins áður en gömlum hlutum er
hent. Það sýndi sig síðar að margt
af þvi sem langafi safnaði saman
í skúrinn kom að góðum notum.
Hann hafði aldrei vanist þvi að
hægt væri að stökkva til og kaupa
alla skapaða hluti. Fólk varð að
notast við það sem til var. Við
unga fólkið hefðum gott of þvi að
setja okkur í spor kynslóðarinnar
hans langafa til þess að læra að
meta og þakka hvað við höfum
það gott í dag.
Sveinn langafi var ekki marg-
máll maður, það var helst þegar
hann sagði okkur sögur úr Skaga-
firðinum, þar sem hann ólst upp,
að það lifnaði yfir málbeininu á
honum og oftar en ekki laumaði
langamma einni og einni stöku
inn á milli. Hann sagði okkur
stundum frá ferðalögum frá Bú-
stöðum í Austurdal til Sauðár-
króks eða Akureyrar og þykir okk-
ur ótrúlegt að menn skuli hafa
farið slíkar ferðir fótgangandi
jafnt að sumri sem vetri og litið á
það sem sjálfsagðan hlut.
Við bræður vitum að þó langafi
hafi ekki verið rnikið fyrir ferða-
lög seinni árin þá er sú ferð sem
hann er nú farinn í honum ekki
á móti skapi. Hann mun eiga far-
sæla göngu fyrir höndum.
Góða ferð langafi.
Gunnlaugur Búi og
Olafur Búi.
Elsku afi. Okkur langar til að
kveðja þig með fáeinum orðum.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um þig og ömmu. Sterkasta
minningin um þig er þegar þú
varst með pontuna þína góðu og
slóst úr henni á handabakið okk-
ar og tókst tóbakið upp í nefið
þitt af litlum höndunum okkar.
Þetta fengum við öll barnabörnin
þfn að prófa og sfðar börnin okk-
ar. Við munum hvað þetta kitlaði
og þú hlóst með okkur og bættir
gjarnan við ýmsum fettum og
grettum á góðlega andlitið þitt.
Álltaf var jafngott og yndislegt að
koma til ykkar ömmu í Laugar-
götuna. Þið höfðuð ætíð tfma til
að spjalla við okkur og taka í spil.
Flest þau spil sem við kunnum í
dag kenndir þú okkur ásamt
nokkrum spilagöldrum og köpl-
um. Það var líka frábært að
skreppa til ykkar í frímínútum og
frítímum til að fá sér eitthvað í
gogginn og var þá rúsínuskúffan
ávallt opin. Alltaf var til nýbakað
brauð og þóttu kartöflulumm-
urnar þínar og rúgbrauðið bera
þar af. Skólasystrum okkar
fannst heldur ekkert Ieiðinlegt að
fá að koma með okkur og jafnvel
nokkrar í einu.
Eftir að þú hættir að vinna, tal-
aðir þú stundum um að nú værir
þú búinn með þitt hlutverk og
værir tilbúinn að fá að fara. Þú
varst alltaf viss um að þú færir á
undan bræðrum þínum. En þó
varð raunin önnur. Fyrir u.þ.b.
fjórum árum sagðir þú þetta í
bundnu máli og Iýsir það vel
hversu tilbúinn þú varst.
Þegar ég er uppgefinn
og eytt hef kröftum mínum
langar mig í síðsta sinn
að sofna í faðmi þínum.
Nú síðustu mánuði varst þú
orðinn mikið veikur. Síðustu
skiptin sem við heimsóttum ykk-
ur ömmu á Hlíð svafst þú oftast,
en þegar amma átti afmæli í maí
síðastliðnum þá vaknaðir þú vel.
Þú vissir strax hvaða dagur var og
baðst um að fá að kyssa hana á
ennið og hélst svo áfram að sofa.
Þegar við sátum hjá ömmu
daginn eftir að þú kvaddir fór
amma með þetta ljóð fyrir okkur
og andvarpaði.
Eg man það sem barn að ég
margsinnis lá
og mændi út í þegjandi geiminn.
Og etin get ég verið að spyrja og
spá
hvar sporin mtn liggja yfir
heiminn.
En livar sem þau verða mun
hugurinn minn
við hlið þína margsinnis standa
og vel getur verið t síðasta sinn
ég sofni viðfaðtn þinn t anda.
Þetta segir okkur að amma er
með hugann hjá þér enda á hún
margar minningarnar eftir 70 ára
hjónaband. Við huggum okkur
við það að þú ert nú kominn
þangað sem hugur þinn stefndi
og vitum að þér Iíður vel núna.
Við söknum þín sárt og eitt sjö
ára Iangafabarnið þitt sagði: „Það
segja allir að afa Iíði vel núna, en
af hverju líður okkur þá öllum
svona illa?“ Og ríljum við láta
það verða orð okkar líka.
Hvíl í friði elsku afi.
Halla og Helga.
allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/