Dagur - 27.11.1998, Qupperneq 1
8 1. og 82. árgangur - 225. tölublað
Verð í lausasölu 150 kr.
íslendingur kærir
danskt haréræði
^UBUJfl Y*
^SUBUJflY*
«SUBUJflY*
Sigurður Gizurarson.
VUlbætur
fyrir of-
soknir
Sigurður Gizurarson, fyrrum
sýslumaður á Akranesi, hefur
höfðað tvö skaðabótamál gegn
íslenska ríkinu og krafist millj-
óna króna skaðabóta vegna þess
sem hann nefnir aðför Þorsteins
Pálssonar dómsmálaráðherra að
starfsheiðri sínum.
„Eg höfða þessi mál vegna
þeirra ofsókna sem dómsmála-
ráðherra stóð leynt og ljóst fyrir
á hendur mér árum saman,“ seg-
ir Sigurður í samtali við Dag.
Annað skaðabótamálið er vegna
ÞÞÞ-málsins svokallaða, þar
sem dómsmálaráðuneytið
áminnti Sigurð og vill Sigurður
auk skaðabóta fá áminninguna
ógilta. Hitt málið er vegna
ákvörðunar Þorsteins um að
flytja Sigurð til, gera hann að
sýslumanni á Hólmavík.
„I báðum málum var um aðför
að starfsheiðri mínum að ræða. I
ÞÞÞ-málinu var útbúinn úr-
skurður um áminningu sem ég
tel að standist ekki og vil fá
ógildan. Hvað Hólmavík varðar
þá eru allir sammála um að emb-
ættið þar er svo miklu minna eft-
irsóknarvert en hitt embættið og
það var hrein meingerð við mig,“
segir Sigurður. — FÞG
Ótrygga
rafmagniö
búið
Landsvirkjun hefur tilkynnt al-
menningsveitum að afhendingu
á svokölluðu ótryggu rafmagni
til kaupenda verði hætt 3. des-
ember næstkomandi. Fyrirtækið
hafði áður hækkað verð á
ótryggu rafmagni en það ekki
dugað til að draga nógu mikið úr
spurn eftir því. Þá hefur stór-
iðjunotendum verið tilkynnt að
afgangsorka til þeirra verði skert
eftir áramótin með sama hætti
og verið hefur í haust.
Rosalegt að lenda í
barsniíöiun, svívirö-
ingiun og fangavist út
af engu, segir 23 ára
námsmaður í Álaborg.
Tómur bensínbrúsi
gerði allt vitlaust.
23 ára námsmaður frá Akureyri
var fyrir skömmu beittur ótrú-
legu harðræði af dönsku lögregl-
unni í Alaborg. Maðurinn, Páll
Tómas Finnsson, er búsettur í
Alaborg og var hann barinn,
fangelsaður og ákærður án sýni-
legrar ástæðu ef marka má frá-
sögn hans. Réttað verður í mál-
inu eftir helgi en í kjölfarið
hyggst Páll Tómas stefna dönsku
lögreglunni.
„Það er rosalegt að lenda í
þessu og ég er búinn að fara aft-
ur og aftur yfir það í huganum
hvort ég hafi einhvers staðar gert
eitthvað vitlaust. Eg hef alltaf
komist að sömu niðurstöðu. Þótt
við verðum dæmdir þá erum við
með allt okkar á hreinu og mað-
ur verður þá bara að sætta sig við
að lenda gegn kerfinu á þennan
hátt. Eg á yfir
höfði mér sekt,
en félagi minn
gæti endað í
fangelsi vegna
málsins. Eg hef
hins vegar fengið
mikinn stuðning.
Foreldrar mínir
hyggjast verða
viðstödd réttar-
höldin og danskir
fjölmiðlar hafa
sýnt málinu
áhuga,“ segir Páll
Tómas. Páll
Tómas er sonur
hjónanna Finns
Birgissonar arki-
tekts og Sigur-
bjargar Pálsdótt-
ur.
Fundu bensínbrúsa
Tildrög málsins eru þau að Páll
Tómas, sem nemur við háskóla í
Alaborg, fór út að skemmta sér
með fjórum dönskum vinum sín-
um. I miðbæ Alaborgar rakst eitt
þeirra á tóman bensínbrúsa og
tók hann með af
rælni. I helsta
skemmtistaða-
hverfi borgar-
innar fóru tveir
inn á veitinga-
stað en Páll
Tómas og vinur
hans voru með
brúsann utan-
húss. Þá bar að
tvo einkennis-
klædda lög-
reglumenn sem
spurðu spurn-
inga vegna brús-
ans. Þriðja fé-
lagann bar þá
aftur að og vissi
hann ekki að
um ræddi lög-
reglumenn. Hann ldappaði öðr-
um lögreglumanninum á bakið
og varð það til þess að lögreglu-
maðurinn brást ókvæða við.
Kastaði félaganum í jörðina og
leiddi handjárnaðan í burtu.
„Það er rosalegt að lenda I þessu
og ég er búinn að fara aftur og
afturyfir það í huganum hvort ég
hafi einhvers staðar gert eitthvað
vitlaust, “ segir Páll Tómas.
Páll Tómas reyndi að breyta
afstöðu þeirra og fylgdi löggun-
um eftir að óupplýstu svæði, þar
sem lögreglan hafði lagt bíl sín-
um. Páll Tómas hélt áfram að
spyrja spurninga, en skyndilega
réðist annar lögreglumaðurinn
að honum og lamdi hann með
kylfunni sex sinnum þannig að
hann marðist allur. I kjölfarið var
hann handjárnaður og fékk að
dúsa í fangageymslu eina nótt.
Stangast á
Vinur Páls Tómasar hefur verið
kærður fyrir ofbeldi gegn lög-
reglu en Islendingnum hefur
verið stefnt fyrir að hindra lög-
reglu í störfum sínum. Fram-
burður lögreglumannanna
stangast í meginatriðum á við
frásögn Páls Tómasar og segir
hann þá fara með tómar lygar.
Engin vitni urðu að árásinni á
Pál Tómas og því stendur orð
gegn orði.
Páll segist aldrei hafa komist í
kast við lögin fyrr en ýmsar vafa-
samar sögur fari af óeinkennis-
ldæddum löggum í Alaborg. — BÞ
Augu lag-
annasja
leugra
Öryggismyndavélakerfi lögregl-
unnar í miðborg Reykjavíkur var
formlega tekið í notkun í gær eft-
ir að Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri hafði ræst kerfið.
Sjö myndavélar eru nú á lykil-
stöðum í miðborginni en sú átt-
unda bætist við von bráðar.
Pétur Sveinbjarnarson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarfélags
Reykjavíkur, afhenti Böðvari
Bragasyni lögreglustjóra kerfið
til starfrækslu áður en borgar-
stjóri ræsti kerfið.
„Þetta öryggismyndavélakerfi
hefur geysilega þýðingu fyrir lög-
regluna," segir Jónas Jón Halls-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í
samtali við Dag. „Bæði frá örygg-
islegu sjónarmiði þeirra sem
starfa þarna á svæðinu og síðan
vegna uppljóstrunar mála, þar
sem þetta getur létt okkur verk-
in.“ - FÞG
Böðvar Bragason lögreglustjóri og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í stjórnstöð Lögreglunnar í Reykjavík
en þaðan er nýju öryggismyndavélakerfi stýrt. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn aðstoðar Ingibjörgu en á
bak við hann stendur Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Reykjavíkur. mynd: hilmar
li ^fo^EROtlE crrrm
sNALT
1 í ‘ifátindur $ ánægjwmar »í ÞIG?