Dagur - 27.11.1998, Side 3

Dagur - 27.11.1998, Side 3
FÖSTUDAGVR 27. NÓVEMBER 1 9 98 - 3 Dagur. FRÉTTIR Verður bílstjórum bannað að nota far- síma i bílum sínum nema með hand- frjálsum búnaði? Vitiabanna farsíma íbíliun Starfshópur dómsmálaráðherra um notkun farsíma \ið akstur leggur til að bannað verði með lögum að nota farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar. Oku- mönnum verði þó gefinn aðlög- unartími og notkunin refsilaus fyrsta árið eftir gildistöku lag- anna. Ljóst er að með þessu myndast dijúgur markaður með handfrjálsan búnað og leggur starfshópurinn til að slíkur bún- aður verði án tolls og vörugjalds. Starfshópurinn hafði sérstakar áhyggjur af farsímanotkun ungra ökumanna, en tölur frá Lands- símanum og Tali sýna að mesta aukningin á farsímanotkun á sér stað meðal ungs fólks - sem fyrir er hættulegasti hópurinn meðal ökumanna, þ.e. 17-20 ára öku- menn. Fjöldi notenda farsíma hefur á skömmum tíma vaxið æv- intýralega og eru GSM-notendur nú um 67 þúsund og NMT-not- endur um 26 þúsund. — FÞG Staða Garðars var vandlega ígrunduð Formaður Arkitekta- félagsins vísar á sam- keppnisreglur uin hæfi Garðars Ilall dórssonar, fymun húsameistara, vegna hönnunarútboðs Leifsstöðvar. „Það er alltaf alvörumál þegar upp kemur óánægja innan fé- lagsins. En stjórnin tók enga skyndiákvörðun í september þeg- ar hún komst að þeirri niður- stöðu að engar athugasemdir væru gerðar við þátttöku Garð- ars Halldórssonar í útboðinu. Þá lá hins vegar ekki fyrir hverjir myndu skipa dómnefndina. Við höfum enga vitneskju um tengsl Garðars við dómnefndarmenn, en ef í ljós kemur að einhverjir þeirra og Garðar eru nátengdir fjárhagslega eða að skyldleika er hægt að vísa beint í samkeppnis- reglur félagsins," segir Guð- mundur Gunnarsson, formaður Arkitektafélags Islands, í samtali við Dag. Arkitektar deila um þátt fyrrverandi húsameistara í fyrirhuguðu útboði á hönnun- inni á stærri Leifsstöð. Eins og blaðið greindi frá í gær er óánægja meðal arkitekta með að Garðar Halldórsson, fyrrum húsameistari ríkisins, fái að taka þátt í hönnunarútboði vegna stækkunar Leifsstöðvar. Guð- mundur tekur fram að ekkert liggi fyrir um þátttöku Garðars og bendir á að tillögum verði skilað með nafnleynd, þannig að dómnefnd sér bara númer en ekki nafn. „Það má ekki gleyma því að þetta er samkeppni og Garðar ekki búinn að fá verkefn- ið. Stjórn félagsins ígrundaði stöðu Garðars vandlega til að meta hvort hann hefði óeðlilegt forskot á þátttakendur á EES- svæðinu, ekki bara innanlands, og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Eg \il síðan taka það fram að þótt dómnefndin kunni að hafa fengið eitthvað af fyrirspurnum þá hefur á vett- vangi félagsins aðeins borist ein munnleg fyrirspurn og ein skrif- leg athugasemd," segir Guð- mundur. Hann segir aðspurður að af- hending á teikningum af núver- andi byggingu á tölvutæki formi skipti litlu máli fyrir samkeppn- ina. „Það er búið að afhenda nauðsynlegar teikningar eins og tíðkast. Best hefði þó verið að út- bjóðendur tryggðu að allir fengju þær á tölvutæku formi til að forðast tortryggni," segir Guð- mundur. — FÞG Vífllfell verður selt en ekkert br evti st Coca-Cola Nordic Beverages A/S í Dan- mörku kaupir verk- smiðju og framleiðslu VífílfeUs. „Það verða engar merkjanlegar breytingar á rekstrinum í kjölfar eigendaskiptanna," sagði Þor- steinn M. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Vífilfells. En eig- endur Vífilfells ehf. hafa undir- ritað viljayfirlýsingu um sölu á öllum hlutabréfum í félaginu til Coca-Cola Nordic Beverages A/S (CCNB) í Danmörku, sem þar með eignast alla framleiðslu- starfsemi Vífilfells og þar með talda verksmiðju þess í Reykja- vík. Framkvæmdastjórinn neitaði því að salan hefði nokkuð með það að gera að framleiðsluleyfi verksmiðjunnar á Coca-Cola rennur út í lok næsta árs. En það væri stefna Coca-Cola að eiga þá aðila sem átappa fyrir þá. Sala Frá blaðamannafundi þar sem sala Vífilfells var kynnt mynd: pjetur hefði verið til tals í nokkur ár en nú hafi boðist góðir samningar. Aformað er að ganga frá samn- ingnum í ársbyrjun 1999, en ekkert verður gefið upp um fjár- hagsleg atriði hans. Aðaleigandi fyrirtækisins, Pétur Björnsson, mun sitja áfram í stjórn Vífilfells eftir fyrirhuguð eigendaskipti og Þorsteinn M. Jónsson áfram stýra Coca-Cola starfseminni á Islandi. CCNB er í meirihlutaeigu Carlsberg A/S í Danmörku, sem á 51%, og Coca-Cola Company í Bandaríkjunum, sem á 49% í fyrirtækinu. CCNB á nú Coca- Cola verksmiðjur á öllum hinum Norðurlöndunum. - HEl Féfletti fjölmargar konur Hæstiréttur hefur dæmt 54 ára karlmann, Stefán Jón Sigurðs- son, í tveggja ára óskilorðsbund- ið fangelsi vegna afar Ijölbreytts safns fjársvikabrota, þar sem hann virðist hafa sérhæft sig í því að féfletta konur - með fádæma góðum árangri. Hæstiréttur þyngdi 15 mánaða dóm undir- réttar, þótt tekið hefði verið tillit til seinagangs við meðferð máls- ins. Ákæruliðirnir gegn Stefáni Jóni voru alls 29 vegna atvika á tímabilinu 1991-94, en hann var sakfelldur fyrir 20 þeirra. Um var að ræða fjársvik og kerfisbundn- ar blekkingar gagnvart 12 ein- staklingum, sem lítt eða ekkert þekktust innbyrðis. Fjölmörg skuldabréf og víxlar koma við sögu og heildarupphæð svikanna nemur tugmilljónum króna. Minnst 36 vitni komu að málinu. Hæstiréttur tók tillit til þess að brot Stefáns Jóns væru stórfelld og beindust gegn mörgum ein- staklingum. Hann hafði átta sinnum áður verið dæmdur fýrir brot á hegningarlögum og þar af eitt sinn í fjögurra mánaða fang- elsi. Við meðferð málsins kom fram að útibústjóri Islandsbanka í Garðabæ hefði, án árangurs, varað eitt fórnarlambanna við ákærða. — fþg Kjördæmisþingi frestað imi viku Kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi sem vera átti á sunnudaginn hefur verið frestað til Iaugardagsins 5. desember. Svo virðist sem sunnlenskir sjálfstæðismenn séu mjög kirkjuræknir og leist mörgum illa á fundahöld fyrsta sunnudag í aðventu. Sigurður Einarsson, formaður kjördæmisráðs, segir að það hafi komið óskir víða að um að færa þingið yfir á laugardag og sú hafi orðið niðurstað- an. Kjördæmisþingið tekur afstöðu til þess hvort efnt verður til próf- kjörs eða stillt upp á lista flokksins fyrir kosningar í vor. Líldegast þykir að haldið verði prófkjör í janúar og þar munu nokkrir bítast um „örugg“ sæti, þar á meðal Árni Johnsen, alþingismaður, Drífa Hjart- ardóttir, varaþingmaður, Kjartan Olafsson, framkvæmdastjóri, og Olafur Björnsson, lögmaður. Þingmöimiun boðið í leikhús Fulltrúar bandalags íslenskra leikfélaga færðu þingmönnum í gær að gjöf skírteini sem gefur þeim frían aðgang að leiksýningum aðildarfélaganna á nýbyrjuðu léikári. I yfirlýs- ingu sagði að tilgangurinn væri að vekja at- hygli á þróttmiklu starfi áhugaleikfélaga en segja megi að „hvert einasta bæjarfélag og hver útnári landsins eigi sér áhugaleikfélag." Þingmenn eru þessa dagana að fjalla um frumvarp til nýrra leiklistarfélaga og vildu fulltrúar leikfélaganna brýna fyrir þeim að gæta hagsmuna áhugaleikhússins. Rúmar 15 milljónir til Geðhjálpar Kiwanishreyfingin færði Geðhjálp í gær risaá- vísun upp á rúmar 15 milljónir króna, sem er ágóðinn af sölu K-lykilsins í byrjun október. Georg Þór Kristjánsson, umdæmisstjóri, af- henti Pétri Haukssyni, formanni Geðhjálpar, söfnunarféð í nýju húsi Geðhjálpar að Tún- götu 7. Það húsnæði gaf ríkið samtökunum Georg Þór Kristjánsson, nýlega og Kiwanis safnaði fyrir nauðsynlegum umdæmisstjóri Kiwanis, l'reytingum. Forráðamenn Geðhjálpar vonast afhendir Pétri Haukssyni, ti! að hægt sé að Oytja starfsemina í eigið hús- formanni Geðhjálpar, næ^* fyrir jnl- söfnunarféð.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.