Dagur - 03.12.1998, Qupperneq 1
V
í
f ;
„Við mæðgurnar höfðum það gott og okkur gekk vel að aðlagast mannlífinu í Englandi. Enda minnumst við dvalar-
innar þar með ánægju þó svo stór hluti hennar hafi markast af erfiðleikum vegna sjúkleika míns, “ segir Andrína
Jónsdóttir. mynd: pjetur.
Samfélagið erkalt.
Grafískur hönnuður í
fullu starfifær erfiðan
sjúkdóm „síþreytu“ og
verður óvinnufær. Fólk
snýrsérbara undan og
vill helst ekki vita af
vandamálunum, þau
eru „tabú“.
Ororkubæturnar duga Andrínu
Jónsdóttur rétt til að tóra, síþreyt-
an kemur í veg fyrir að hún geti
unnið hefðbundna vinnu en ef
ekkert breytist missir hún heimili
sitt og dætra sinna tveggja.
I velferðarþjóðfélaginu Islandi
er fjöldi fólks sem þiggur smán-
arlaun í formi örorkustyrkja eða
atvinnuleysisbóta og er gert að
Iifa mánuðinn á upphæðum sem
forstjóri eða bankastjóri fer með
á einum degi í utanlandsferð.
Andrína Guðrún Jónsdóttir vann
eins og svo margir Islendingar
langan vinnudag og hélt heimili
með stúlkunum sínum tveim.
„Mér voru allir vegir færir, „segir
hún, „ og það var ekkert ómögu-
legt. Eg ákvað að fara í nám er-
lendis til að nema fræði Rudolfs
Steiner, því ég hef alla tíð haft
áhuga á uppeldismálum.11
Stöðugt þreytt og veik
I fyrstu gekk allt vel en skömmu
eftir komuna út, fékk Andrína
flensu og svo hveija pestina á
fætur annarri. I fyrstu hélt hún
að þetta væri hara óheppni.
Henni batnaði nefnilega ekki.
Einbeitingarörðugleikar tóku að
gera vart víð sig, daglegt líf varð
vandkvæðum bundið vegna
þreytu og verkja víða um lík-
amann. „En skólanum Iauk ég,“
segir Andrína og brosir.
Þegar heim var komið mætti
henni kalt umhverfi og ómann-
eskjulegt. Sjúkdómseinkennin
voru mörg og sum óljós. Enginn
kannaðist við að sjúkdómurinn
síþreyta væri annað og meira en
ímyndunarveiki konu sem væri
búin að leggja heldur hart að sér.
„En svo hitti ég Sverri Bergmann
og hann er engill," segir Andrína
ákveðin. „Hann greindi mig með
síþreytu og kom því til leiðar að
örorkan mældist 75%. Og nú
stend ég frammi fyrir því að
missa íbúðina, því ég get ekki
með nokkru móti greitt af henni
og séð fyrir mér og stelpunum á
45 þús. króna örorkubótum og
meðlagi." Þarna er greinilega
komið við kviku, því Andrína
kemst við og segir svo: „Fyrir-
gefðu, ekki það að ég ætli að
kvarta en mér finnst vanta svo
mikið upp á kærleik fólks og
samkennd og er stundum að
velta því fyrir mér hvort ástæða
þess að svo mörgum er haldið
niðri fjárhagslega, geti verið sú
að þá geta aðrir upphafið sig.
Horft til lítilmagnans og hreykt
sér af fínu húsunum sínum, háu
laununum og flottu fötunum. Því
það er nefnilega erfitt að vera
stór, ef maður getur ekki borið
sig saman við annan minni.“
Erfíðleikar „tabú“
Abyrgðin er samfélagsins og það
er ekki hægt að segja að samfé-
lagið beri hana með reisn.
Andrína vill bjarga sér sjálf, vill
vinna að því sem hún hefur getu
til en kerfið er ósveigjanlegt.
Enda er það ekki síður kuldi og
afskiptaleysi umheimsins en lág-
ar tekjurnar sem hafa valdið
Andrínu vonbrigðum. „Fólk vill
ekki kannast við að eitthvað geti
verið að. Það vill helst loka á
vandamál annarra, hvort sem
þau varða heilsu eða fjármál og
þetta verður einskonar „tabú“.
Þegar maður biður um aðstoð
mætir maður fordómum. Auðvit-
að hafa ýmsir stutt við mig, að-
stoðað mig og hlustað og verið til
staðar í gegnum tíðina. En fólk á
samt erfitt með að horfast í augu
við veikindin og fátæktina.11
Mamma, elskarðu mig ekki?
Dætur Andrínu eru að komast til
manns þrátt fyrir erfiðleikana
sem á undan eru gengnir og
Andrína er hreykin af þeim. „Sú
yngri kenndi mér dýrmæta lexíu
þegar hún var smástelpa því hún
tók uppá því að stoppa allt í einu.
Eg var ákveðin í að láta hana ekki
ráða og komast upp með þetta en
ég tók ekki eftir því sem hún var
að segja. Sem var einfaldlega:
Mamma, elskar þú mig ekkií Eg
bara hélt mínu striki og með því
sagði ég henni skýrt og greinilega
að hún skipti mig minna máli en
erindið sem ég var að reka. Einn
daginn áttaði ég mig svo á því
hvað barnið var að segja. Sagði
henni að ég elskaði hana og að
hún skipti máli. Eg hægði sem
sagt á ferðinni. Það dugði.“
Þrátt fyrir veikindi og erfið-
leika, daglega súrefnismeðferð,
dýr vítamín og læknisaðstoð, ber
Andrína höfuðið hátt. „Leitin að
gleðinni og hamingjunni er ekki í
hjóminu. En ég gef aldrei upp
vonina, vonina um að mér batni
og geti tekið þátt í lífinu á jafn-
réttisgrundvelli," segir þessi
kjarkmikla kona sem á lítið af
veraldlegum eigum en mikinn
kjark og dug. -VS
-
Hlustaðu dalvöru hljómgæði
CDC-471
Heimabíóhljómtæki
• 2X40W eða 4X40W • RMS-Dolby pro logic magnari
• Stafrænt tengi fyrir minidisk • 3ja diska geislaspilari
• Útvarp með 20 stöðva minni
• RDS-tvöfalt segulband • Fimm hátalarar fylgja.
CDC-421
• 2X20W • RMS-Surround
• 3ja diska geislaspilari
• Útvarp með 20 stöðva minni
• RDS-tvöfalt segulband • Surround
hátalarar fylgja.
CDC5H
Heimabíóhljómtæki
• 2X100W eða 4X50W «RMS
• Dolby prologic magnari • Stafrænt tengi
fyrir minidisk • 3ja diska geislaspilari
• Utvarp með 20 stöðva minni
• RDS-tvöfalt segulband • Fimm hátalarar fylgja.
-cUn li liV'lfl bOftl O.H I.UJ.IU £i..l fcVl lillA l
+
{ U)> / j H > <4, ot \
(. l l*