Dagur - 03.12.1998, Síða 2
18 —FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 19 9 8
LÍFIÐ í LANDINU
■ SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SiGURDÓR
SIGURDÓRSSON
Sigurður G.
Tómasson.
„Ég held að
vinstra fólk viti
varla sjálft hvaða
flokksbrotum það
tilheyri og því
varla von að ég
viti slíkt þegar þú
spyrð mig um
vinstri hreyfing-
una ...“
Einar Oddur
Kristjánsson
alþingismaður
í spumingu Dags.
Hver er þessi Össur?
Eftirfarandi saga var sögð í Alþingishúsinu
ekki alls fyrir löngu: Ljón, snigill og flóðhestur
voru að metast á um hver þeirra væri mestur.
„Ég er mestur, ég er konungur dýranna,11 sagði
ljónið. „Nei, ég er mestur,“ sagði snigillinn.
„Ég er sterkastur allra, því ég get borið húsið
mitt á bakinu." „Hvaða rugl er þetta,“ sagði
flóðhesturinn. „Auðvitað er ég mestur, ég er
flóðhestur, stóri flóðhesturinn." En þar sem
þeir gátu ekki komið sér saman um þetta
ákváðu þeir að leita til Lykla-Péturs um úr-
skurð. Ljónið fór fyrst og koma til baka bros-
andi: „Hann staðfesti að ég væri konungur
dýranna," sagði ljónið. Snigillinn fór næstur
og kom fljótt til baka. „Hann staðfesti að ég
væri sterkastur," sagði snigillinn. Flóðhestur-
inn fór síðastur inn. Honum dvaldist lengi hjá
Pétri. Loks kom hann út grátandi. „Hvað er
að, hvað sagði Pétur?“ spurðu hinir. „Strákar,"
svaraði flóðhesturinn snöktandi, „hver er hann
þessi Ossur Skarphéðinsson?"
Kominn er hann frá Kúbu
Sigurður G. Tómasson, fyrrum dagskrárstjóri
Rásar 2, er gamall skólabróðir Hjálmars Jóns-
sonar alþingismanns og ortust þeir gjarnan á í
skóla. A dögunum hafði Sigurður orð á því við
Hjálmar að andinn væri hættur að koma yfir
sig. Sigurður fór í vikuferð til Kúbu á dögun-
um. Hann varð fyrir því óláni að fá í magann
og ferðin því hálf ónýt. Þegar hann kom heim
kom andinn yfir hann og hann sendi Hjálmari
þessa vísu:
Kominn er hannfrá Kúhn
rneð kynlega gerlasúpu,
fésiðfölt eins og næpa
ferleg er þessi....bölvuð þvæla sem þeir eru
alltafað birta t blöðunum.
Tímans tönn
Sigurður hitti svo Hjálmar á dögunum og
spurði á hvaða leið samstarfsflokkur hans í
ríkisstjórn væri því hann hefði heyrt heilbrigð-
isráðherra segja að hún yrði að vera „í takt við
tímans tönn.“ Þá svaraði Hjálmar Jónsson:
Ráðherrann í amstri og önn,
á sig lætur gervið.
Heggur eins og tímans tönn
taktfast t sjúkrakerfið.
Ólyginn sagði
I Vestra, óháðu vikublaði á Vestfjörðum, segir
að Akureyringar þurfi á einhverju öðru en há-
skóla að halda til að læra einföldustu vinnu-
brögð. Hafið þið t.d. heyrt um Akureyringinn
sem beðinn var að færa togara til f höfninni?
Hann fór og sótti Musso-jeppa útgerðarinnar
og reyndi svo að draga dallinn í gang!!
Sigrún endur-
hannaði ísienska
þjóðbúninginn fyr-
ir um aldarfjórð-
ungi og hafa ís-
lenskar fegurðar-
drottningar notað
hann nánast jafn-
lengi sem þjóð-
búning landsins.
Þótt hún sé reglu-
lega beðin um
þjóðbúninga þá
segist hún ekki
eiga neina lengur
til en nú hefur
hún hins vegar út-
fært þjóðbúninga
á dúkkur sem sjá
má á sýningunni í
Listhúsi Úfeigs.
mynd: pjetur.
Harmoní og sampil
Sigrún er í miðju kafi að fægja
silfurborðbúnaðinn fyrir næstu
veislu en leggur það verk fúslega
frá sér til að segja eilítið frá sýn-
ingunni á sínum óvanalegu lista-
verkum, höldum, veggskreyting-
um, batík-lampaskermum og
fleiru. Þetta er önnur sýning Sig-
rúnar hér á landi, sem býr stóran
hluta ársins í Svíþjóð, síðan hún
lagði niður verslun sína og sýn-
ingaraðstöðu í rauða bárujárns-
húsinu við hliðina á Alþingishús-
inu sem hefur verið gert upp og
hýsir nú skrifstofur þingmanna.
Sigrún hefur alls ekki látið deig-
an síga þótt aðstaðan við Kirkju-
strætið sé ekki lengur hennar. Er
nýkomin frá Bandaríkjunum þar sem haldin var
stór sýning á verkum hennar í þinghúsinu á
Capitolhæð í Washington. Sú sýning fer bráð-
lega til New York en eins og er vinnur Sigrún að
pöntun frá Húsavíkurkirkju.
Ljóta myndin
Tildrög þessa sýningahalds í Bandaríkjunum
voru þau að til hennar kom forstjóri safns í
Seattle sem var að safna saman sænskum lista-
mönnum. Hann bauð henni að koma með sýn-
ingu en ætlaði svo að draga boðið til baka því
Sigrún er ekki sænsk. „En ég gaf mig ekki. Fór
og sýndi sem Islendingur og það var upphaf
þessarar sýningarferðar um Bandaríkin. Én þá
hafði ég unnið mynd, sprautandi eldgos, sem
mér fannst svo forkastanlega ljót að ég fór og
hengdi hana upp inn á háalofti hjá mér þegar ég
var búin. En svo þegar kom að því að velja á
sýninguna þá var ekki hægt að
komast hjá því að vera með þetta
ljóta teppi, það er búið að vera
úti um allt,“ segir Sigrún og yppir
öxlum. „En ég er nú farin að
venjast því...“
Listagildið í lireyfilistiimi
Eldgosamyndin er fjarri góðu
gamni á sýningunni í Listhúsi
Ofeigs. Áður en við tiplum niður
Skólavörðustíginn til að kíkja á
sýninguna, hún með fallegan,
íburðarmikinn hatt á höfði og
gyllta inniskó á fótum sem óneit-
anlega glöddu augað í skamm-
degisrigningunni, útskýrir hún
sýningarhaldið hér: „Það eru svo
margir sem óska eftir að kaupa lampaskermana.
Ég legg náttúrulega hug minn allan í að sýna
þessu umhyggju og það er eins og það virki á
fólkið. Ég hef líka fengið Ijölmargar upphring-
ingar og hrós frá fólki fyrir glerskreytingu sem
ég gerði fyrir vélasalinn á Nesjavöllum um ferð
gufunnar uppeftir jarðskorpunni. Fólki líður vel
með hlutunum mínum og það gleður mig alveg
óskaplega mikið."
En auk höklanna og batíkverkanna sýnir Sig-
rún nú þjóðbúninga sem hún hefur hannað á
dúkkur. „Mynstur er alveg eins og músík. Ef
maður fer ekki eftir grundvallarreglunum, þá
verður lagið falskt. Þetta verður að vera harm-
oní og samspil og það er það sem ég er að fá
fram með búningunum. Ég er að skapa nokkurs
konar hreyfilist. Listagildið kemur fram í
hreyfilistinni." LÓA
Sigrún Jónsdóttir,
kirkjulistakona, erá
landinu til að halda
jól og sýningu í List-
húsi Ófeigs sem lýk-
urþann 9.desember.
SPJALL
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
Sá sem sýslar við eld hlýtur að brenna
sig. Brunasárin köllum við reynslu.
Erích Kiistner
Þetta gerðist 3. desember
• 1685 var gyðingum bannað að setjast
að í Stokkhólmi.
• 1941 fórst togarinn Sviði frá Hafnar-
firði út af Snæfellsnesi með 25 manna
áhöfn.
• 1947 var leikritið Sporvagninn Girnd
eftir Tennessee Williams frumsýnt í
Bandaríkjunum.
• 1967 -gerði suðurafríski skurðlæknirinn
Christian Barnard fyrstu hjartaígræðsl-
una.
• 1984 létust 2000 manns þegar eitraðar
loftegundir bárust út í andrúmsloftið í
Bhopal á Indlandi.
Þau fæddust 3. desember
• 1857 fæddist pólski rithöfundurinn
Joseph Conrad.
• 1883 fæddist austurríska tónskáldið
Anton von Webern.
• 1895 fæddist í Bretlandi sálfræðingur-
inn Anna Freud, dóttir Sigmunds.
• 1903 fæddist þýsk-bandaríski stærð-
fræðingurinn John von Neumann.
• 1911 fæddíst ítalska tónskáldið Nino
Rota.
• 1922 fæddist sænski kvikmyndatöku-
maðurinn Sven Nykvist.
• 1930 fæddist franski kvikmyndagerðar-
maðurinn Jean-Luc Godard.
Vísa dagsins
Olafur Ragnar Grímsson forseti Islands
hefur heldur dregið úr veitingu Fálkorðu.
Auðunn Bragi Sveinsson kvað þess vegna.
Ólafur er öðlingur
allir drengnum hossa.
Hann er ekki örlátur
um of á fálkakrossa.
Afmælisbam dagsins
Norðmenn hafa gaman af að rífast
um fleira en Leif og Snorra. Til
dæmis rífast þeir sumir hverjir
óspart við Dani um það hvort
Ludvig Holberg (1684-1754) hafi
verið norskur eða danskur. Hol-
berg var fæddur í Björgvin í Nor-
egi, en bjó í Danmörku þar sem
hann skrifaði öll sín leikrit og ljóð
ásamt sögu Danmerkur og ritgerð-
um um ýmis efni. A þeim tíma var
sama tungumálið talað í Noregi og
Danmörku.
7-9-13!
Tveir gamlir kunningjar hittast í matsaln-
um á elliheimilinu, eins og þeir gera
reyndar á hverjum degi.
„Jæja, félagi, er minnið nokkuð farið að
bila hjá þér,“ segir annar.
„Nei, ekki ennþá," svarar hinn, en bætir
snarlega við „sjö, níu, þrettán" og bankar í
borðið til öryggis: „Vonum bara það besta.“
Síðan líða tvær til þrjár mínútur, og þá
segir hann stundarhátt: „Hvernig er þetta,
ætlar enginn að fara til dyra?“
Veffang dagsins
The Últimate Science Fiction Web Guide,
kallast þetta vefsetur og virðist við fyrstu
sýn býsna nálægt því að standa undir
nafni: www'.magicdragon.com/Ultimate
SF/SF-Index.html