Dagur - 03.12.1998, Page 5
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 - 21
X^HT
LÍFIÐ í LANDINU
Farand-
skugginn
rokkar
Rúnar Júlíusson Iætur ekki deig-
an síga frekar en fyrri daginn. I
það minnsta er nýjasta geisla-
plata kappans, Farandskugginn,
með því betra sem hann hefur
sent frá sér um dagana og er þó
af mörgu að taka á glæsilegum
ferli hans í rokksögu landans.
Með þvlbetra
Sem fyrr eru þrettán lög á nýju
plötunni, en Rúnar hefur löng-
um haft dálæti á þeirri tölu,
enda sjálfur fæddur 13. apríl
1945. Þessi plata er að mörgu
leyti rokkaðri en fyrri skífur, auk
þess sem allur söngur og hljóð-
færaleikur er með því betra sem
heyrst hefur úr Upptökuheimili
Geimsteins í Keflavík. Fyrir utan
eigin texta og lagasmíðar nýtur
Rúnar aðstoðar manna eins og
Kristjáns Hreinssonar, Sverris
Stormskers að ógleymdum gítar-
snillingnum Trygga Húbner og
Asgeiri Oskarssyni trommuleik-
ara. Þá gleður það trúlega ein-
hverja að gamall samstarfsmaður
Rúnars til margra ára, Gunnar
Þórðarson leikur á gítar í tveim-
ur lögum. Hinsvegar á Jóhann
Arelíuz Ijóð við eitt besta Iag
plötunnar, „Glær mjólk úr glös-
um himins“ svo ekki sé minnst á
Iagið „Kerfinu að kenna“ við
texta Bjartmars Guðlaugssonar.
Þá er „Sagan af brauðinu dýra“
við texta Kristjáns Hreinssonar
gull af eir.
Margbreytileg
Einn helsti kostur plötunnar er
hversu lögin eru margbreytileg,
eða allt frá ljúfum ballöðum til
harðra rokklaga. Þar nýtur Rún-
ar reynslu sinnar sem einn lífs-
seigasti rokkari landsins og er
enn í fullu fjöri. Enda er heiti
plötunnar, Farandskugginn, með
vísan tii fyrstu hljómsveitarinnar
sem Rúnar spilaði með, sjálfum
Skuggum frá Keflavrk. -GRH
Vissir þú...
SVOJMA
ERUHÐ
Yigdís
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Vigdís svarar í
1. Vissir þú að afmælissöng-
urinn er sá söngur sem oft-
ast er sunginn í heiminum?
Á spönsku er sagt Cump-
leanos Feliz og á frönsku er
það Bon Anniversaire.
2. Hann Trevor Baines frá
Wright eyju hélt stóra af-
mælisveislu árið 1989 og
bauð 10 þús. manns til
hennar. Það hefur sjálfsagt
heyrst hátt í gestunum þeg-
ar þeir sungu afmælissöng-
inn.
3. Á Internetinu eru notuð
ýmis orðatiltæki eða
tölvutiltæki og eitt þeirra er
LOL sem þýðir á góðri ís-
lensku „Laughed out loud“
eða hlegið hástöfum og er
gjarnan notað þegar fólk er
að lýsa tilfinningum sínum
í bréfum eða á irkinu.
4. Meðal fíll í Afríku vegur
um fimm tonn og er
þyngsta landspendýr sem
vitað er um. Og í Afríku
eru flestir fílar heims, um
það bil 760 þúsund. En á
Indlandi eru þeir aðeins
um 20 þús.
5. Tóm Boeing 747 þota er
nokkuð þung líka, vegur
álíka og 67 afríkufílar.
Mesta furða að hægt sé að
koma þeim á loft svona yf-
irleitt.
6. í Japan vinna börn mikla
heimavinnu, sennilega þá
mestu í heimi. Meðal-
heimavinna þeirra er um
níu tímar á viku á meðan
bandarísk börn vinna um
sex tíma heima á viku.
Hvað skyldu íslensk börn
nota Iangan tíma í heima-
vinnuna sína?
sfmann ld. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
;ða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Svar vegna svefntraflana
I tilefni af svari mínu vegna svefntruflana í síðustu viku,
hringdi hjúkrunarkona sem vildi bæta um betur. Hún vakti á
því athygli að ekki væri ólíklegt að maðurinn þjáðist af
kæfisvefni og vaknaði þess vegna oft yfir nóttina því svefinn
truflaðist við öndunarerfiðleikana. Þetta er auðvitað hárrétt og
gott að fá slíkar ábendingar frá fagfólki. Þannig að verði fólk
vart við svefntruflanir er rétt að kanna hvort um kæfisvefn sé að
ræða. Eg þigg með þökkum ábendingar á öllum sviðum og dálk-
urinn er opinn þeim sem vilja fá svör við einhverju eða koma
upplýsingum á framfæri.
■ HVAD ER Á SEYÐI?
SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA
Söngsveitin Fílharmónía heldur sína árlegu
aðventutónleika í Langholtskirkju sunnudag-
inn 6. desember kl. 20.30. Einsöngvari með
kórnum verður Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran.
Á þessum tónleikum nýtur kórinn fulltingis
kammersveitar og er Rut Ingólfsdóttir fiðlu-
leikari konsertmeistari hennar og stjórnandi er
Bernharður Wilkinson. Flutt verður hátíðar-
tónlist af ýmsu tagi jóla- og aðventulög sem
koma fólki í jólastemningu. Miðasala er hjá kórfélögum, bókabúðinni Kilju við
Háaleitisbraut, Mál og menningu Laugavegi og við innganginn.
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Félag eldri borgara Þorraseli
Opið í Þorraseli í dag frá kl. 13-17. Kaffi
og meðlæti frá kl. 15-16. Laugardaginn
5. des. verður harmonikuball kl. 14-17.
Ólafur B. Ólafsson leikur.
Félag eldri borgara Ásgarði
Bridge tvímenningur spilaður kl. 13.
Bingó í kvöld kl. 19.45, góðir vinningar.
Ferðir Guðríðar
Einleikurinn „Ferðir Guðríðar" eftir
Brynju Benediktsdóttur verður sýndur i
Skemmtihúsinu Laufásvegi 22, laugar-
dagskvöldið 5. desember kl. 20. Síðasta
sýning fyrir jól.
Sinfóníuhljómsveit Islands
Tónleikar í Háskólabíói í kvöld 3. desem-
ber kl. 20. Hljómsveitarstjóri Stephen
Mosko, Einleikarar Unnur Sveinbjarnar-
dóttir og Einar Jóhannesson. Á efnisskrá
er Sinfónía nr. 3 eftir Robert Schumann,
Konsert fyrir víólu, klarinett og hljóm-
sveit eftir Atla Heimi Sveinsson.
FAAS
Félag áhugafólks og aðstandenda
Alzheimersjúklinga og annarra minnis-
sjúkra heldur aðventufund í kvöld, 3.12.
í safnaðarheimili Langholtskirkju. Húsið
opnað kl. 20 en fundur verður settur kl.
20.30.
Kaffileikhúsið
Jólabókatónaflóð í Kaffileikhúsinu. Jagú-
ar, Stjömukisi og höfundar frá Máli og
Menningu umbreyta fimmtudagstónleik-
um Kaffileikhússins sem verða að alls-
heijar „Jólabókatónaflóði11.
Atvinnulíf 21. aldar
Ingi Rúnar Eðvarðsson lektor við Há-
skólann á Akureyri heldur íyrirlestur um
atvinnulif 21. aldar í boði Félagsfræð-
ingafélags íslands. Fyrirlesturinn verður
haldinn í Odda, stofu 201 ld. 20.30 í
kvöld.
Félag kennara á eftirlaunum
í kvöld er kóræfing kl. 16 í Kennarahús-
inu við Laufásveg. Laugardaginn 5. des.
verður skemmtifundur FKE (jólafundur)
U. 14.
LANDIÐ
Kvennakórinn í Rangárvallasýslu
Kvennakórinn Ljósbrá í Rangárvallasýslu
verður með sína árlegu aðventutónleika í
Hvoli, Hvolsvelli, laugardaginn 5. des-
ember kl. 16.
Jólatónleikar í Freyvangi
Tónlistarskóli Eyjafjarðar heldur tónleika
í Freyvangi sunnudaginn 6. desember ld.
20.30. Þar munu nemendur söngdeildar
flytja fjölbreytta efnisskrá. Píanóundir-
leik annast Dóróthea Dagný Tómasdóttir
og söngkennari er Þuríður Baldursdóttir.