Dagur - 03.12.1998, Page 7
Xfc^MT
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
Það gleymist gjarnan að með hinum lágu bótaupphæðum er ekki aðeins verið að lítilsvirða öryrkjann, heldur einnig
börn hans.
Afléttum aðskflnað-
arstefnuimi
Dagurfatlaðra erí
dag. Hérfara á eftir
kaflar úr ávarpi Ör-
yrkjabandalags ís-
lands í tilefni dagsins.
Vart þarf að fara mörgum orðum
um að þeim öryrkja sem einung-
is getur reitt sig á bætur al-
mannatrygginga er í reynd hald-
ið frá eðlilegri þátttöku í mann-
Iífinu. Hann má kallast góður ef
hann þarf ekki að leita á náðir
hjálparstofnana, en tölur sýna
að rúmur helmingur skjólstæð-
inga Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar og Rauða krossins eru öryrkj-
ar - fólk sem vegna fötlunar og
veikinda hefur ekki til hnífs og
skeiðar.
Aðskilnaðaxstefna á grund-
velli fötlunar
Til viðbótar við þessar Iágu bæt-
ur er hér á landi beitt ýmsum
stjórnvaldsaðgerðum sem
sporna gegn atvinnuþátttöku ör-
yrkja, menntun og tjölskyldulífi.
Hér er fyrst og fremst um að
ræða jaðarskatta og tekjuteng-
ingar sem gagnvart öryrkjum ná
út fyrir öll réttlætis- og skyn-
semismörk. Má í því sambandi
minna á að bæði prestastefna og
umboðsmaður fatlaðra hjá Sam-
einuðu þjóðunum hafa gagnrýnt
það að hér á landi skuli tekju-
trygging öryrkja háð tekjum
maka þeirra, gagnstætt því sem
viðgengst um atvinnuleysisbæt-
ur og aðrar tryggingabætur. Það
vekur þvf óneitanlega nokkra
furðu að á sama tíma og stjórn-
málamenn hafa hvað mestar
áhyggjur af stöðu fjölskyldunnar
og háum jaðarsköttum skuli þeir
ekki hefjast handa þar sem gróf-
legast er grafið undan fjölskyld-
um og jaðarskattar koma harð-
ast niður.
Hér er með öðrum orðum um
aðskilnaðarstefnu að ræða - að-
skilnaðarstefnu sem grundvöll-
úð er á fötlun.
Siðferðisbrestur ráðamanna
Öryrkjabandalag Islands hefur
vakið athygli á því að á síðustu 5
árum hafa örorkulífeyrir og
tekjutrygging einungis hækkað
um þriðjung þess sem Iágmarks-
laun hafa hækkað á sama tíma.
Öryrkjabandalagið hefur einnig
vakið athygli á því að ekkert ná-
grannaríkja okkar ver eins litlu
broti þjóðartekna sinna til ör-
yrkja og umhugsunarvert hvort
ekki sé löngu orðið tímabært að
bandalagið kynni þessa þjóð-
arsmán fyrir helstu samstarfs-
ríkjum okkar á vettvangi Norð-
urlandanna og Evrópu, kynni
þetta að minnsta kosti fyrir
þeim erlendu gestum og blaða-
mönnum sem hingað koma.
Gjá milli þings og þjóðar
Það gleymist gjarnan að með
hinum Iágu bótaupphæðum er
ekki aðeins verið að lítilsvirða
öryrkjann, heldur einnig börn
hans. Þeim gengur misvel að
skilja að fátæktin sem þeim er
gert að búa við á rætur að rekja
til fötlunar móður eða föður,
hvað þá að þau geti skilið þann
hug sem býr að baki hinum lágu
bótum - hugsunarhátt þeirra
manna sem gera börnum ókleift
að taka þátt í félags- og tóm-
stundastarfi með jafnöldrum
sínum, fara með þeim £ ferðalög,
læra á hljóðfæri, æfa íþróttir
o.s.frv.
Hvort heldur okkur líkar það
betur eða verr verðum við að
horfast í augu við þá staðreynd
að framganga íslenskra ráða-
manna í málefnum öryrkja end-
urspeglar ekki aðeins alvarlegan
siðferðisbrest, heldur er hún
óhagkvæm og skammsýn - sáir
fræjum fordóma og grefur und-
an þeim síðferðisgildum sem við
viljum gjarnan trúa að hér hafi
verið höfð að leiðarljósi í bráð-
um þúsund ár.
Nýlega birti Félagsvísinda-
stofnun Háskólans niðurstöður
umfangsmestu könnunar sem
gerð hefur verið á viðhorfum Is-
lendinga til velferðarmála. Ein-
hver afdráttarlausasta niður-
staða þeirrar könnunar var sú að
yfirgnæfandi meirihluti þjóðar-
innar er búinn að fá nóg af þvf
hvernig farið er með öryrkja í
þessu ríka landi. Yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar vill að
tryggingabætur öryrkja verði
hækkaðar. Þetta gengur þvert á
þá forgangsröðun sem ráða-
menn hafa fylgt og sýnir að hér
hefur almenningur orðið fyrri til
að átta sig á hve röng og siðlaus
stefna stjórnvalda er í málefnum
öryrkja. Sú gjá sem þarna er
staðfest milli þings og þjóðar
sýnir að meðal hins óbreytta al-
mennings er að verða hugarfars-
breyting, að daunillt loft for-
dómanna er þar á verulegu und-
anhaldi.
Áskorun til Alþingis
Um leið og Öryrkjabandalag Is-
lands þakkar þeim fjölmörgu að-
ilum, kirkjunnar mönnum, land-
lækni, fjölmiðlum og almenn-
ingi, þann stuðning sem auð-
fundinn hefur verið á síðustu
vikum, skorar bandalagið á Al-
þingi að aflétta því neyðará-
standi sem ríkir í tryggingamál-
um öryrkja og búa svo um hnúta
að bætur dragist aldrei aftur úr
þróun launavísitölu.
Bandalagið skorar á Alþingi að
viðurkenna hina margvíslegu
sérstöðu öryrkja með því að
hækka grunnlífeyri sérstaklega
og mest hjá þeim sem verða fyrir
varanlegri örorku á æskuárum.
Hafa ber í huga að hér er um að
ræða fólk sem ekki hefur átt
þess kost að ávinna sér lífeyris-
sjóðsrétt, eignast húsnæði og
njóta þeirra launa og Iífsfylling-
ar sem heilbrigðri starfsævi fylg-
ir. Þvert á móti hefur það, oft
frá unglingsaldri, búið við
þrengstu fjárhagsskorður sem
þekkjast og borið margvíslegan
kostnað af fötlun sinni.
Að síðustu skorar Öryrkja-
bandalag Islands á stjórnvöld til
að afnema þegar í stað skerð-
ingu bóta vegna tekna maka og
létta til muna jaðarsköttum af
því fólki sem harðast verður fyr-
ir þeim.
Baráttan gegn aðskilnaðar-
stefnu íslenskra stjórnvalda er
hvorki kjarabarátta né mannúð-
arbarátta. Hún er mannréttinda-
barátta.
Veðrið í dag...
Norðan gola eða kaldi en stinningskaldi austast í fyrstu. É1
við norðausturströndina fram eftir degi, en annars léttir
til víðast hvar. Frost um allt land.
mti 7 tn o stig
Reykjavík
Akureyrí
Lau Sun Mán
9 Fös Lau Sun Mán mm
-----------------------------15
—^ \ -15 10- -10 =•
" 5 -5- - 0 -10- wm uM
S2 SA3 SA4 ASA5 SSA3
SSA2 SA4 SSA3 S3
SSV2 S2 S3 SA3 S3
SV3 S3 SSA3 SSA3
Stykkishólmur
Egilsstaðir
- /— L 1.
SSV3 SA4 SA4 A4 SSA3
S3 SSA4 SSA4 SA3
°9 Fös Lau Sun Mán mm
m -r--------—----------------------
5-
o-
-5-
-10
Bolungarvík
Fös Lau Sun Mán mm
aoir
SV3 S3 S2 ANA3 NNA3
SV3 S4 SSA3 NA5
15
-10
5
0
VSV2 NA1 SSV3 S3 SSA2
V2 S3 SSV3 S3
Kirkjubæjarklaustur
9 Fös Lau Sun Mán mm
m
N / ji ■1
SSV2 VNV2 SSA2 SA3 NA2
NV2 SA2 SSA2 SSV2
Blönduós
Stórhöfði
:9 Fös Lau Sun Mán mm_
1M ■ ■
!9 Fös Lau Sun Mán mm
10-1------ -------- -------- -------h15
SSV2 SSV2 S3 A2 SSV2
SSV2 S2 SSA2 ASA1
SSV3 SA3 SSA6 ASA8 A4
VNV2 SA5 SSA4 SV6
Veðurhorfur næstu daga
Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á
hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tínia úrkomu
en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan.
Færð á vegum
Nokkur hálka er á Hellisheiði, í Þrengslum og á vegum í
Ámessýslu. Á vestanverðu landinu er snjóföl á flestum
vegum á Snæfellsnesi og norður yfir Holtavörðuheiði.
Skafrenningur er á Fróðárheiði og mjög hvasst. Á
Vestfjörðum er víða snjókoma á heiðum, ófært er um
Hrafnseyrarheiði og þungfært á Dynjandisheiði. Hálka er á
öðrum leiðuni og skafrenningur og hálka á Kletthálsi. Á
norðanverðu landinu er hálka á Mývatns og
Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Athygli er vakin á
að Veðurstofan spáir versnandi veðri á Norðurlandi.