Dagur - 17.12.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 17.12.1998, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. desember 1998 Ritsafn Þorsteins frá Hamri, eins merkasta skálds íslend- inga á þessari öld, ermeðal jólabókanna í ár, „Þetta er heildarútgáfa að því leyti að þarna má heita að sé allt sem ég hef samið og sett á bók á 40 ára höfundarferli,11 seg- ir Þorsteinn frá Hamri um nýútkomið rit- safn. „Tvær bækur sem ég sendi frá mér eru þarna þó ekki. Hin fyrri er Skuldaskil, fróðleiksþættir sem upphaflega birtust í blöðum, meira og minna unnir upp úr prentuðu efni án sjálfstæðrar úrvinnslu. Hin er Ætternisstapi og átján vermenn, úrval úr útvarpsþáttum, gefin út 1987, meginmálið yfirleitt úr prentuðum ritum, þótt það væri tengt saman og matreitt ým- islega af mér. Hvorug þessara bóka átti heima í þessu safni. En þarna eru sem sagt ljóðabækur mínar allar þrettán, og þrjár skáldsögur sem mér finnst ágætt að fá á prent aftur. Þeim var vel tekið á sín- um tíma. Þær hefur reyndar ekki borið hátt í umræðunni síðan, en þó finn ég fyr- ir þeim í undiröldunni. Svo er þarna heimildaþátturinn um Hallgrím smala, sem kom út 1990.“ - Hefur ekki hvarflaö að þér að skrifa fjórðu skúldsöguna? „Það hefur ekki freistað mín, hvað sem verða kann. Eg á þó ekki von á þvf eins og sakir standa." - Hefur eitthvert umfjöllunarefni heillað þig öðru fremur? „Það sem eftir mig liggur ætti að vitna best um það. Ætli það sé ekki maðurinn, mannlífið, með sínum ýmsu blæbrigðum samkvæmt tímaskeiðum og tíðaranda." - Lestu eldri verk þtn? „Eg hugsa ekki mikið um minar eldri bækur dags daglega en við ýmis tækifæri hef ég þurft að rifja þær upp. Vegna út- gáfu þessa ritsafns las ég að sjálfsögðu bækur mínar vel og vandlega yfir. A stöku stað fannst mér að mér bæri siðferðileg skylda til að bæta úr skák, þar sem forðum hefur skort á þolinmæði. Þetta á einkum við um fyrstu tvær Ijóðabækur mínar. Ur þeim hef ég fellt nokkuð, lagfært annað lítillega og fært í það horf sem mér þótti líklegt að orðið hefði við agnarlítið nánari yfirvegun á sínum tíma. I seinni bókunum hef ég einungis hnikað til orðum á örfáum stöðum, en raunar nánast endurkveðið ein Ijögur Ijóð. Sama málið gegnir um skáldsögurnar, þar hef ég endurskoðað ýmislegt smávegis. Þessar lagfæringar eiga sér gamla sögu margar hverjar, sumar eru lítið yngri en fyrsta prentgerð. Á einum stað í Ijóði vík ég meira að segja til horfs sem er eldra en gerð þess í frumprentun; fannst það betra, svona eftir á að hyggja.“ - Heldurðu að það sé reyndin að með tímanum verði stíll skálda agaðri og þau notist viðfærri orð? „Eg geri ráð fyrir að það sé misjafnt en líkast til er sú raunin um sjálfan mig. Eg hygg að með aldrinum hafi ég hneigst til agaðri vinnubragða. Annars dæma aðrir um það. En agi þarf ekki endilega að hafa í för með sér færri orð.“ - Er eitthvað öðru fremur sem hefur mót- að þig sem skáld? „Ef ég færi að nefna eitthvað tvennt eða þrennt sem stæðist þá væri ég að Ijúga með þögninni um svo ótal margt annað. Einhvern veginn fór það bara svo að skáldskapurinn tók að draga mig að sér kornungan. Og svo fór sem fór. En „mað- urinn í Iandinu, landið í manninum" eins og Jóhannes úr Kötlum kvað, eiga þarna örugglega hlut að máli, svo eitthvað sé nefnt, og þá í víðara samhengi en þessi orð ein saman tjá. Eg á aldrei gott með að fjölyrða um skáldskap minn.“ - KB ■ 39300r) SHARR VCM300SM • Tveggja hausa • Árs minni • 8 liða • Scart tengi • Aliar aðgerðir á skjá islenskur leiðarvísir SHARR VCM51SM ’ Fjögura hausa * Árs minni * Myndvaki * 8 liöa 2xscart tengi * SP/LP * Allar aðgerðir á skjá ' Sjálfvirkur hreinsi- þúnaður íslenskur leiðarvísir * Fjögura hausa * Árs minni * Myndvaki * 8 liða * 2xscart tengi * Nicam Sterfó SP/LP • Ntsc afspilun Allar aðgerðir á skjá Sjálfvirkur hreinsi- búnaður * íslenskur leiðarvísir wmrmrmm ii/i ■immumNf.mut Æ Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Umboösmemn um land ai/í Umboðsmenn: Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi. Vestfirölr: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafver, Bolungarvík. Straumur, (safiröi. Noröurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA, Lónsbakka. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lóniö Þórshöfn. Austuriand: Kaupfólag Vopnfiröinga.Vopnafiröi. Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kaupfólag Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. Vólsmiðja Hornafjaröar, Höfn Hornafiröi. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.