Dagur - 17.12.1998, Side 4
20-FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
Uggiur
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
/
Utsmognir vargar Siglúsar
„Þeir hafa náttúrlega vomað yfir mér siðan í æsku, svifu sjálfsagt inn í hausinn á mér og settust að um svipað leyti og
munurinn á réttu og röngu, góðu og illu, “ segir Sigfús Bjartmarsson um varga íslands.
Vargatal Sigfúsar
Bjartmarssonar er ein
athyglisverðasta hókin
á markaðnum um
þessijól, en þarsegir
Sigfús á sinn sérstæða
háttsögu íslenskra
varga.
- Af hverju langaði þig til að gera
vörgum skil t hók?
„Þeir hafa náttúrlega vomað
yfir mér síðan í æsku, svifu sjálf-
sagt inn í hausinn á mér og sett-
ust að um svipað leyti og mun-
urinn á réttu og röngu, góðu og
illu. Þeir voru hið illa í náttúr-
unni, óargadýrin sem herjuðu á
þá friðsömu og góðu og það var
því krossferðarígildi að herja á
þá til varnar kolíunni og öndun-
um, smáfuglunum og Iömbun-
um. Og þeir voru líka djöfullega
snjallir og útsmognir. Trúlega
fyrir mér svona raðmorðingja-
ígildi. Seinna fór ég svo að fá
áhuga á samhengi þeirra í nátt-
úrunni og svo hlutskipti þeirra í
sögunni. Nú og svo fannst mér
kominn tími á að Iýsa þessu út
frá öðrum sjónarhornum en
mannlegu, og þá einnig án þess
að manngera skepnurnar eins og
íslensk dýrasagnahefð gerir, og
grænfriðungar reyndar líka.“
Það sem sannara reynist
- Þií ert ekki eingöngu að snúa á
haus rómantískri sýn á náttúruna
er það, sýna hana sem grimma og
siðlausa en ekki háleita og göf-
uga?
„Eg vil bara hafa það sem
sannara reynist. Þessi róman-
tíska sýn er sögulega ung. Sam-
kvæmt gömlum ferðalýsingum
sáu menn náttúruna áður fyrr út
frá nytsemdarsjónarmiði ekki
ólíkt og dýrin. Búsæld var falleg,
fallegt í fjörðum þegar fiskaðist,
sólarupprásin boðaði hlýju og
dagsljós, en sólarlagið kulda og
myrkur. Nú og auðn var ömur-
Ieg, hrikaleiki óhugnanlegur.
Siðleysi er að sjálfsögðu bara
mannleg hugmynd. I náttúrunni
étur einfaldlega hver annan eftir
getu og lyst, grimmd fer eftir
eðli og þörfum. Sumstaðar reyni
ég líka að sýna hlutina út frá
skynjun og heilastarfsemi skepn-
anna sjálfra þó þekking manna á
henni sé að vísu enn æði glopp-
ótt.“
- Hversvegna notarðu ekki
söguþráð til aðfleyta lesandanum
áfram, ertu ekki á þvt' að hver
bók eigi að segja sögu?
„Ja, söguþráður getur verið
með ýmsu móti. Það fer ýmsum
sögum fram í þessu og sumt er
beinlínis með þræði líkum og í
smásögum, og svo eru þarna ör-
sögur. Annað líkist kannski frek-
ar einskonar ævisögu í brotum,
enn öðrum er fylgt í einn ár-
hring við sína endalausu ætis-
leit. Svo er bókin öll með sínum
hætti drög að samskiptasögu
varga og manna hér í landinu,
partar úr 1100 ára vargastríði
plús nokkur brot úr sögu gjör-
eyðingarstríðsins á hendur nátt-
úrunni án þess að þetta sé svo
sem mikill heimsósóma ópus.“
Dragúldin funmaurabrand-
arahræ
- Það hefur komið sterkt fram í
viðtölum þessi jólin langþreyta á
þvt' að hækur taki ofan við að
vera skemmtilegar. Aðeins þær
alvarlegu njóti virðingar. Hefur
þú kannski aðra sýn á
skemmtigildi bókmennta?
„Eg hef bara gaman af því sem
mér finnst gott og góður húmor
er að sjálfsögðu þar á meðal.
Það er nú svo einfalt. En það er
auðvitað visst vandamál að mörg
fyndnin nýtur sín betur munn-
lega, er háð stað og stund,
stemmningu og svo framvegis.
Brandarinn er í eðli sínu
einnota. Þessvegna er annar
lestur á brandarabók líkt og að
koma í líkhús, bara kuldahlátur-
inn í húsverðinum og bergmálið
tómt. Verst er þó þegar fyndnin
verður að áráttu eða fíkn. Eg hef
afar takmarkaða þolinmæði
gagnvart skorti á sjálfsgagnrýni
og er ansi fljótur að hætta að
vorkenna slíkum mönnnum
brjóstumkennanlegan angistar-
rembinginn við að þykja fyndnir
í hverri málsgrein, ef ekki Iínu.
Nýlegt dæmi um þetta er 101
Reykjavík, ýmislegt innanum í
þeirri bók reyndar, en ég er ör-
ugglega ekki einn um það að
leggja ekki í þá ömurlegu raun
að þvælast aftur í gegnum þann
Ianghund hnjótandi um dragúld-
in fimmaurabrandarahræin í
hveiju skrefi. Fyrir mér verður
fyndni einfaldlega eins og annað
að hafa innihald sem einhverju
skiptir. Sé bara verið að draga
dár fæ ég tómahljóð í sálina.
Mér finnst líka svona almennt
að besta húmorinn sé að finna í
bókum sem eru alvarlegar á yfir-
borðinu. Nú veit ég að sjálf-
sögðu ekki hvort fólk muni
hlæja yfir þessu Vargatali mínu
en frá minni hendi er fullt af
húmor í því. Yfirlesarinn fann
hins vegar ekki nema einn
brandara, sem ég ákvað reyndar
að gefa líf.“
- Þú lýkur Vargatalinu á
manninum. Er hann yfirvargur
jarðarinnar?
„Já hann hefur eins og allir
vita lengi gengið fram í því eins
og skynlaus skepna að eyða líf-
ríkinu. En þessi þáttur fjallar þó
bara um þá ófrægðu tegund
veiðimanninn, það er að segja
sæmilega siðlegt og hófsamt af-
brigði af honum sem er að mínu
viti ekki háskaleg skepna. Alveg
eðlileg skepna í náttúrunni,
nokkuð sem ekki verður til
dæmis sagt um meirihluta AI-
þingis, stjórnarmenn Landsvirkj-
unar eða öfgafólk í dýravernd.“
BÆKHR
Vísindi aldar
innar
Undur verald-
ar er nýút-
kominn bók
sem hefur að
geyma greina- l«'*<
safn um
raunvísindi
fyrir almenn-
ing. Grein-
arnar eru
byggðar á
fyTÍrlestrum
sem haldnir voru á vegum
Raunvísindadeildar Háskóla
Islands 1997. Tilgangurinn
var að kynna almenningi við-
fangsefni og aðferðir raunvís-
inda og ýmis furðuverk í nátt-
úru- og stærðfræði í máli og
myndum.
Níu raunvísindamenn rita
um fræði sín í bókinni. Þeir
eru Gunnlaugur Björnsson
stjarneðlisfræðingur, Sigurð-
ur Steinþórsson jarðfræðing-
ur, Páll Hersteinsson líffræð-
ingur, Þorsteinn J. Halldórs-
son eðlisfræðingur, Már
Björgvinsson efnafræðingur,
Kristján Leóson eðlisfræðing-
ur, Hjálmtýr Hafsteinsson
tölvunarfræðingur, Reynir Ax-
elsson stærðfræðingur og
Þorsteinn Vilhjálmsson eðlis-
fræðingur, sem er ritstjóri
bókarinnar. Otgefandi er
Heimskringla.
Æskuslóðir í
Hafnarfirði
Bókaútgáfan
Rauðskinna hefur
gefið út bókina Af
kunnum æsku-
slóðum. Viðtöl
við valinkunna
Hafnfirðinga eft-
ir Jón Kr. Gunn-
arsson. Þar segja
fimm Hafnfirð-
ingar frá uppvexti sínum,
samferðamönnum og um-
hverfi.
Þeir sem segja frá eru Níels
Árnason, fyrrverandi bíó-
stjóri, Stefán Gunnlaugsson,
fyrrum bæjarstjóri, Jón M.
Guðmundsson, rafvirkja-
meistari, Fjóla Pálsdóttir,
húsfreyja og Kristinn Guð-
jónsson, húsgagnasmíða-
meistari í Dvergi.
Ljlíft Og gott
„Maður er kannski ekki á nýjasta
jeppanum en það er allavega nóg
að gera. Svo er ég að spila með
Rússibönunum," segir Einar
Kristján Einarsson gítarleikari,
sem nýlega sendi frá sér sína
fyrstu geislaplötu í klassískum gít-
arleik.
AIls eru sjö gítarverk á þessari
nýju plötu sem í heild skiptast í
fimmtán Iög. Það helgast m.a. af
því að tónsmíð hennar Karólínu
Eiríksdóttir sem hún samdi fyrir
Einar og hann frumflutti í Skál-
holti hér um árið, skiptist í fjóra hluta
og þá er svíta í e-moll eftir Baqh í sex
hlutum. Það er skemmst frá þvi að segja
að leikur Einars á þessari plötu er firna-
góður. Það á í sjálfu sér ekki að koma á
óvart fyrir þá sem hlustað hafa á kapp-
ann í gegnum tíðina. Það er hins vegar
meira undrunarefni af hverju hann hef-
ur ekki fyrr gefið út plötu, því hann hef-
ur flest það til að bera sem einkennir
góðan túlkanda og flytjanda í klassísk-
um gítarleik.
Rómantískt
Platan sem hljóðrituð var í
Laugarneskirkju undir stjórn
Jóns Skugga byrjar á „Tilbrigði
um stef eftir Mozart opus 9“,
sem er úr Töfraflautunni eftir
Fernando Sor. Einar fer í gegn-
um það verk með glæsibrag.
Síðan koma tvö verk eftir
Agustin Barrios, „Vals opus 8
númer 4“ og „Una limosna por
el Amor di Dios“, sem halda
hlustandunum vel við efnið.
Þvínæst rennir Einar sér í gegn-
um tónsmíðina hennar Karólínu. Þetta
verk er í Ijórum hlutum. Byrjar á rólegu
nótunum en síðan færist meira Qör í
leikinn þar sem leikið er á gítarinn með
miklum tilþrifum. Rómantíkin tekur
síðan öll völd í verkum Francisco Tar-
rega, „Capricho Arabe“ og Recuerdos de
la Alhambra", en það síðastnefnda er
með betri lögunum á plötunni. Þar fer
saman hraður en þýður gítarleikur þar
sem suðrænn blóðhiti kemur vel til
skila. Endahnútinn á þessari ljúfu og
MENNINGAR
VAKTIN
Eirtar Kristján
Einarsson gít-
arleikari sýnir
það og sannar
á nýju geisla-
plötu sinni að
hann erí
fremstu röð
klassískra gít-
arleikara.
tf.
góðu plötu slær Einar síðan með „Svítu
í e-moll“ eftir J.S. Bach, sem er í fimm
hlutum. Þar sýnir hann svo ekki verður
um villst að hann er í fremstu röð klass-
ískra gítarleikara landsins.
Eiguleg plata
Þarna er því um ræða mjög svo eigulega
plötu sem unnendur góðrar tónlistar
ættu að kappkosta að eiga í sínu safni til
hlustunar. Þá er plötukápan mjög vel
heppnuð, enda prýðir hana málverk eft-
ir Elfas B. Halldórsson. Jafnframt hefur
Jón Skuggi unnið gott verk með hljóð-
ritun plötunnar, þar sem Laugarnes-
kirkja sannar það enn og aftur að hún
er kjörinn staður til hljóðritunar. I það
minnsta er hljómurinn á plötunni mjög
góður.