Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 7
ÞRIDJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 - 23 LÍFIÐ í LANDINU VEÐUR FÓLKSIHIS Jólin nærri eyðilögð Sú ferð sem hér er sagt frá mun hafa verið farin árið 1956 eða þar um bil. Ferðalangarnir vorum við Örn bróðir minn. A þeim árum var það gert okkur systkinunum til skemmtunar og sjálfsagt ekki síður mömmu til léttis, að leyfa okkur að eyða hluta af jólafríinu hjá ömmu og afa f Mosfellssveitinni. I þessum ferð- um var ekki minnst um vert að farið var með okk- ur f skoðunarferðir til höfuðborgarinnar, þar sem jólin voru farin að gera boð á undan sér. Jólasvein- arnir voru komnir í glugga Rammagerðarinnar, og ef við vorum heppin stóðum \ið á Austurvelli þeg- ar þar var kveikt á jólatrénu stóra. Ekki var þessi tiltekna orlofsferð neitt frábrugð- in öðrum, en líklega varð hún lengri en til stóð í upphafi, því ég man að amma var að álasa sjálfri sér fyrir að láta okkur ekki fara deginum fyrr, þeg- ar hún sendi okkur af stað í Selfossrútunni og komið var hið versta veður og færi. En við vorum hreint ekkert leið yfir veðrinu, við vorum á heim- leið og jólin á næstu grösum, varla meira en fjórir eða fimm dagar eftir. Kölófært Rútan varð að fara Krísuvíkurleiðina af því heiðin var ófær og gat alveg eins orðið það til vors. Svo lengi sem áfram var haldið var allt í lagi, við þurft- ; um bara að komast á Selfoss nógu tfmanlega til ■ að ná mjólkurbílnum áður en hann legði af stað upp í Hrepp. En þetta átti eftir að fara öðruvísi en ætlað var, og snúast á versta veg. Hvort rútan varð of sein til að ná mjólkurbílnum, eða að hann fór ekki af stað vegna ófærðar man ég ekki, en þegar við komum ! inn-á ferðaskrifstofuna á Selfossi, þar sem Bjartur sat og talaði látlaust í talstöðina, gaf hann sér rétt tíma til að skjóta því að okkur eins og ekkert væri sjálfsagðara, að það væri allt kolófært og við kæm- umst ekki heim fyrr en á morgun.-----Á morgun! Eg man ekki mörg verri áföll sem ég hef orðið fyrir um dagana. Hvað áttum við að gera hér til j morguns? Selfoss var í okkar augum aðeins áningarstaður, til að skipta um farkost, eða komast á klósett á leiðinni til Reykjavíkur, eða til ömmu og afa á Hulduhólum. Við þekktum hérna ekki nokkurn mann og höfðum aldrei orðið þess vör að neinn hér vildi þekkja okkur, og það var greinilega gefið í skyn að við ættum ekki að setjast að á þessari ferðaskrifstofu. Það var nú í öðru að snúast en að stússa kringum krakka. Komið í hús Bjartur í Selfossradíó var á þessum árum frægast- ur allra Selfossbúa, að minnsta kosti sá eini sem við þekktum með nafni. Það var hann sem við heyrðum í útvarpinu heima tala við mjólkurbíl- stjórana um færðina eða ófærðina. Hvort Baldur væri fastur á Húsatóftaholtinu, eða hvort hann hefði heyrt í Brynka Björns. Líklega væri hann úti að moka því hann svaraði ekki kalli. Galtafells- mýrin var oft slæm og Sandlækjarholtið grábölv- að. Okkur fannst að Bjartur hefði það í hendi sér hvort bílstjórarnir eyddu nóttinni mokandi í skafli, eða kæmust með einhverju móti til bæja. En það dugði ekki til, hann gat ekkert gert fyrir okkur. Eftir einhverjar vöflur kom til okk- ar fólk, sem við vissum jú að voru sveitungar okkar, en við þekktum þau ekki neitt. Maðurinn var lítill og hét Stebbi í Götu, en konan hans hét Gústa og það var vont að skilja hvað hún sagði, - samt var hún ekki útlensk. Þau sögðu okkur að við ættum að koma með þeim í hús. Við gátum lítið haft á móti því og Iétum þau fara með okkur í ókunnugt hús hinum megin við ána. Ekki þekkti ég fólkið þarna, það voru hjón og gömul kona, ein stelpa minni en ég og tveir strákar eldri. Strákarnir höfðu að vísu verið í sveit uppi í Hrepp og Örn þá leikið sér stundum með öðrum þeirra, en þá höfðu þeir yfirleitt haft mig útund- an, svo þessi félagsskapur var ekki til að gleðja mig. Eg man ekki að neitt markvert gerðist það sem eftir var dagsins, strákarnir lánuðu okkur rúmin sín, sem voru í litlu herbergi uppi á lofti. Við fórum held ég bara snemma að sofa um kvöldið, en fullorðna fólkið var að spila niðri. Guð minn - af hverju? Næsta morgun kvöddum við og héldum niður á ferðaskrifstofu. Ekki varð sú för til fagnaðar, ófærðin var sú sama og enginn mjólkurbíll myndi leggja í hann í dag. Guð minn - af hverju gerir þú þetta? Jólin eru alveg að koma heima í Garði og við sitj- um hér föst. Á ferðaskrifstofunni, þar sem aldrei koma jól. Eg gekk út á tröppurnar, hallaði mér út- yfir handriðið og tárin hrundu ofaní snjóinn fyrir neðan. En ekki gat ég látið eftir mér að grenja há- stöfum, ég var ekkert smábarn lengur og þarna var fullt af ókunnugu fólki. Svo ég harkaði af mér. Eftir nokkra umhugsun fóru Stebbi og Gústa með okkur aftur yfir ána, til sama staðar og áður, ekki held ég að sú endurkoma hafi vakið fögnuð inn- fæddra. Mér heyrðist einhver kvarta yfir því að það væri ömurlegt að sofa fleiri nætur á gólfinu hjá ömmu, og svo var einhver afmælisveisla á góðri leið með að fara út um þúfur. Eg hélt mig að mestu uppi í herberginu og las, Örn var bara hinn kátasti úti að leika sér með strákunum. Það munaði um árið sem hann var yngri en ég, að hann hafði ekki vit til að gera sér grein fyrir alvöru málsins. Mér fannst stelpan ekkert skemmtileg og hún braut stól í frekjukasti. Maðurinn Iét okkur af- skiptalaus, en konan var góð. Fullorðna fólkið var alltaf að spila og hlæja, meira að segja Stebbi og Gústa hlógu. Samt vissi ég að þau áttu mörg lítil börn heima í Götu. Var þeim alveg sama þó þau væru þar alein á jólunum? Hver átti að skreyta? Það gerði dálitla glætu í myrkrið að við fréttum að pabbi og Jói í Hvammi væru að koma á Hvammsjeppanum að sækja okkur, en þeir festu hann austur í Flóa og urðu að ganga þaðan. Þeir komu sér í gistingu í öðru húsi, en við vorum áfram þar sem við vorum komin. Svo ástandið var litlu betra en fyrr, ef ekki verra. Nú var mamma ein heima með smástrákana þrjá. Það yrðu ekki mikil jól þar, hver átti að skreyta jólatréð þegar pabbi var hér og við ekki einu sinni hjá honum? Svona liðu nú tvær nætur og dagur á milli. Áreiðanlega fengum við vel að borða, en ekki man ég neitt um það og gæti best trúað að ég hafi verið lystarlítil. Strákarnir léku sér úti í þessum óláns snjó, ég las og stelpan var að kíkja á mig öðru hvoru, en félagsskapur hennar freistaði mín ekki frekar en áður. Enginn virtist hafa áhyggjur, nema þá helst út af þessari afmælisveislu sem við vorum í þann veginn að eyðileggja. Á Þorláksmessumorgun komu boð um að reynt yrði að fara af stað með mjólkurbíl. Við tókum okkur saman og yfirgáfum svo húsið á árbakkanum öðru sinni - ég óskaði þess í hljóði að þar kæmi ég aldrei oftar. Á ferðaskrifstofunni hittum við pabba og Jóa og gerði það útlitið strax bjartara. Síðan var lagt af stað og áfram haldið alla leið. Ekkert man ég frá þessu ferðalagi nema að Hvammsjeppinn var skilinn eftir þar sem hann sat fastur. Hvernig áttum við nú að komast í kirkj- una á jóladag? En ég man að það var logn og stjörnubjartur himinn, þegar \ið gengum úr Kvíadalnum yfir Litlu-Laxá ísilagða á Þorláksmessukvöld. Nú stóð sjálfsagt afmælisveislan sem hæst á Selfossi. Átta árum seinna var ég gift öðrum stráknum, og hér er alltaf afmælisveisla á Þorláksmessu. Jólakveðja frá Helgu R. Einarsdóttur, Rauðholti. Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf tll blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. l[VTlv7 mm % Mn Veðrið í dag... Austlæg átt, vlða kaldi. Él, cinkum við suður- og austur- ströndina, en úrkomulaust inn til landsins á Norðurlandi. Hiti í kringiun frostmark við ströndina, en vægt frost i iiuisveitum. fflti 4 til 2 stig Reykjavík Akureyrí C Mið Fim Fös Lau mm_ Fim Fös Lau mm XX / > -15 5- nu - 5 - 0 -5- -10- 1 ■ 981 ■— ANA3 NNA5 ANA3 ASA3 NA3 ANA4 NNA3 A3 ANA3 Stykkishólmur Egilsstaðir °g Mið 0 -5- Fim Fös -10 ANA4 NA7 NA6 NA6 NA6 Bolungarvik Lau m1^ -10 5 0 NA4 ANA5 ANA4 °j? Mið Fim Fös '■I o- -5 -10 ANA4 NNA4 NNA3 ANA2 NA2 ANA2 N2 ANA2 ANA2 Lau mm --------f-20 15 -10 Kirkjubæjarklaustur c Mið Fim Fös Lau mn! 5 -J-- ' ----H ® ANA4 NA5 NA4 NA3 ANA3 ANA4 NA4 ANA2 NA2 ANA3 NNA5 A3 ANA3 ANA3 ANA3 NA3 ASA2 ANA2 Blönduós Stórhöfði 5 —MlsL— fos Lau mm^ -10- ANA2 NA3 NA2 ANA1 ANA2 ANA4 NA4 A2 ANA1 -10 ANA9 NNA7 ANA7 A7 A6 ANA10 NA6 ASA8 ANA7 10 - 5 0 Veðiirhorfur næstu daga Ltnuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súlnritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á vegum Nokkur éljagangur er við Suðurströndina og á norðan- og austanverðu landinu. Á Vestfjöróum er skafrenningur á Gemlufallsheiði, Hálfdán og Kleifaheiði. Hálka er á flestum vegum, en að öðru leyti góð vetrarfærð. SEXTÍU OG Sex NORÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.