Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 4
20-ÞRIÐJUDAGUR 29. nESEMBER 1998 MJ:\MMGARUJ1J) I IANDINU Brúðuheimilið Þjóðleikhúsið: BRÚÐUHEIMILI eftir Henrik Ibsen. Þýðing: Sveinn Einarsson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsd. Búningar: Þórunn og Margrét Sigurðard. Lýsing: Björn B. Guðmundsson. Lrumsýnt á Stóra sviðinu 26. desember. Stefán Baldursson þjóðleik- hússtjóri vill gjaman sjálfur sem leikstjóri glíma við hinn norska skáldjöfur, - hann setti Villiöndina á svið í hitteðfýrra, Brúðu- heimili kemur nú. Sýningin á Villiöndinni varð vinsæl á sínum tíma enda mikið spilað upp á „skemmtileg- heit“ verksins, án þess að djúpt væri kafað í hina dramatísku hugsun skáldsins. Þar var fremur svamlað á yfirborði. Svipað má segja um þessa uppfærslu Stefáns á Brúðuheimili. Hún er ásjáleg en gloppótt og því grunnfær um ýmsa hluti. En Brúðuheimili er að því Ieyti meiri „stjörnuleikur" en ViIIiöndin, að sýningin á mikið undir því komið að hafa góða leikkonu í hlutverk Nóru. Elva Ósk Ólafsdóttir er kannski ekki sú stórleikkona sem fær kalt vatn til að hríslast niður bak áhorfandans. En hún hefur ýmislegt til brunns að bera, skilar Nóru af þokka, skýr- leik og öryggi innan ramma sýningarinnar, og raunar með fullum sóma. Þetta er rétt að undirstrika. Kvenfrelsi ræðui ekki of miklu Spurningin um „erindi" Brúðuheimilis til okkar nú á tímum hefur oft komið upp á teninginn síðustu áratugi í kjölfar hinnar nýrri kvennabaráttu. Ég er nokkurn veginn viss um að sú bylgja hefur fremur orðið til að slæva hinn dramatíska brodd verksins en hitt, einfalda það í vitund manna. Það liggur svo beint við að leika Brúðuheimili sem ein- skært kvenfrelsisverk og gera Þorvald Helm- er í senn að kúgara og hlægilegri karlrembu, enda mátti heyra nokkra kvennahlátra í leik- húsinu þegar Þorvaldur í lokin, á brókinni, talar fagurlega um hina dýrmætu eign sína, eiginkonuna sem hann þurfi að vernda og hlynna að af því að hún þekki ekki þjóðfélag- ið, hún sé nú orðin í senn afkvæmi hans og eiginkona. Svona túlkun liggur sem sagt beint við, líklega enn frekar ef leikstjórinn er kvenkyns. Man ég þó ekki uppsetningu Brí- etar Héðinsdóttur frá 1973 svo vel að ég megi koma með samanburð, og sýningu Asu Hlínar Svavarsdóttur 1994 sá ég ekki. Stefán leikstjóri hefur sagt að hann vilji ekki láta kvenfrelsissjónarmiðið ráða of miklu, þetta verk Qalli almennt um þær hlut- verkaviðjar sem bæði hjónin séu föst í. Það er reyndar gamalgróin afstaða, sem hefur stoð í orðum skáldsins sjálfs, að hann líti svo á að Brúðuheimili sé um frelsi einstaklings- ins til að lifa í samræmi við eðli sitt. Með því skrifar um leiklist Elva Ósk er í limaburði; sviðsframkomu og máli glæsileg Nóra. Hana skortir að vísu nokkuð á léttleikann og tarantelladansinn hefði þurft að vera stórum magnaðri, En vaxandi örvæntingu Nóru sýnir Eiva Ósk vel og þegar til úrslita dregur undir lokin leikur hún afreisn. móti hlýtur athyglin að beinast að Þorvaldi Helmer, og reyndar öðrum persónum líka, þótt Nóra sé í forgrunni. Helmer er mjög veikur hlekkur í þessari sýningu. Sá maður sem Baltasar Kormákur sýndi á sviðinu var sviplítill, að vísu fríður maður sem öðlast auðveldlega hylli kvenna, en hann var gjör- sneyddur afli þess karlveldis sem Nóra á í höggi við. Það hlýtur hann að hafa enda þótt hann reynist lítilmenni þegar honum er ógn- að. Leikur Baltasars var blæbrigðasnauður en lagaðist heidur þegar á leið. - Hinn mað- urinn á heimilinu, Rank Iæknir með ástina á Nóru og dauðann í sál sinni, er Iíka alls ófullnægjandi og sviplítill í meðförum Þrast- ar Leó Gunnarssonar. Fyrir bragðið verður hin erótíska spenna í samspili þeirra Nóru úti. Pálmi góður Aftur á móti eru Krogstad og Kristín Linde, Pálmi Gestsson og Edda Heiðrún Backman, prýðileg. Eg hef ekki séð Pálma betri um langt skeið. Hann náði að persónugera hinar myrku hugsanir Krogstads og skapa kaldan gust á sviðinu. Samleikur hans og Elvu Oskar annars vegar og Eddu Heiðrúnar hins vegar var góður. Edda Heiðrún var líka hið besta valin í sitt hlutverk. Ibsen setur, sem oft endranær upp dæmi um samlíf í hrein- skiptni andspænis blekkingaleiknum. En Iífsfylling Kristínar, hinnar raunsæju konu, byggist á sjálfsfórn, tökum eftir því. Svo boð- skapur einstaklingshyggjunnar er ekki ein- hlítur hjá skáldinu. Elva Ósk er í limaburði, sviðsframkomu og máli glæsileg Nóra. Hana skortir að vísu nokkuð á léttleikann þar sem hún tístir sem lævirki fyrir eiginmanninn, og tarantella- dansinn hefði þurft að vera stórum magn- aðri, - þar er við leikstjórnina að sakast. En vaxandi örvæntingu Nóru sýnir Elva Ósk vel og þegar til úrslita dregur undir Ioldn leikur hún af reisn. Af leikendum eru aðeins ótaldar Anna María barnfóstra (Margrét Guðmundsdóttir) og Helena stofustúlka (Halldóra Björnsdótt- ir), smáhlutverk sem var smekkvíslega skilað. Skortir dýptina Sviðsmyndin er stílfærð, óþarflega nakin að mér fannst. Leikið er áfram sviði í hálfhring, væntanlega til að skapa nálægð við áhorf- endur. Ljósabeiting var góð, Ijós og skuggar undirstrikuðu vel stemmninguna einkum í þeim atriðum þar sem Krogstad talar við Nóru, hlut í því eiga búningarnir, svartur frakki Krogstads andspænis hvítum kjól Nóru. Yfirleitt voru búningar vel við hæfi, nema hvað Rank var óþarflega sportlegur. Hvers vegna hrífur þessi sýning mann ekki meir en hún gerir, eins margslungið snilldar- verk og hér er á ferðinni? Hana skortir herslumuninn, - dýptina. Það á hún sam- merkt ýmsum nýrri sýningum á klassískum verkum. Þegar Ibsen skrifaði Brúðuheimili var tekist á um boðskap hans í samfélaginu af öllum kröftum svo það nötraði. Þá skipti það máli sem skáldin sögðu. Sú tíð er ekki uppi núna. Við lifum á öld kaldlyndis og kæruleysis. Þess vegna vantar lífsháskann í sýningu Brúðuheimilis. ___AJogjur BÆKUÍr Tíu káf ir kettlingar Tíu kátir kettlingar heitir harðspjaldabók sem gefin er út af Myndabókaútgáfunni í Reykjavík. I upphafi eru þeir tíu, en á hverri síðu er einn kettlingur úr leik eins og lýst er í ljóði sem fylgir myndun- negra- strákum og eru mynd- irnar falleg- ar og Iíflegar. Þórarinn Eldjárn íslenskaði bókina en myndirnar eru eftir Ray Cresswell og ljóðin eftir Edith Jentner. Bókin er gefin út í samvinnu við Pestalozzi- Verlag í Þýskalandi. Fjölskyldur Bókaútgáfan Haraldur fkorni hefur gefið út Iitabók sem kallast fjölskyldur og segir frá í máli og myndum allskonar fjölskyldugerðum. Fjölskyldur geta verið fámennar eða fjöl- mennar, hávaxnar eða lág- vaxnar, barnfáar eða barn- margar, foreldrarnir raðgiftir eða einhleypir, samkynhneigð- ir, vinnusamir, glaðir, þreyttir og svo geta verið til staðar gæludýr, ömmur, frænkur og frændur. Flöfundurinn Michael Will- hoite er vel þekktur í Banda- ríkjunum fyrir bækur sínar, Daddy’s roommate, Daddy’s wedding og nýtur fyrrri bókin þeirrar sérstöðu að vera ein mest bannaða og brennda bók Bandaríkjanna á þessum áratug vegna þess að hún sýnir samkynhneigða sem eðlilegt fólk er lifir hvers- dagslegu lífi. Bókin er 32 síð- ur og hentar börnum á aldr- inum 4-8 ára. um. Bók- in er að sumu leyti lík 10 litl- um Náttúran í Firöinuin Ljósið í hrauninu, er bók sem kynnt er sem myndbrot úr menningarsögu Hafnarfjarðar. Uppistaða bókarinanr eru ljósmyndir eftir Lárus Karl, en þar er einnig að finna gamlar myndir úr sögu bæjarins. Texta skrifaði Þóra Kristín Ás- geirsdóttir og er hann annars vegar á íslensku og ensku og hins vegar á íslensku og þýsku. V____________________________> Jafnaðarmaðuiinn Bruce Jólahvíld mín hófst kvöldið sem ég setti Armageddon 'í tækið og horfði á Bruce Willis bjarga heiminum frá tor- tímingu. Eg hafði gefið mér myndbandið í jóla- gjöf því ég bjó að þeirri staðföstu vissu að enginn annar myndi verða til þess. Á fyrsta korteri mynd- arinnar féll brot úr loft- steini á jörðina og háhýsi sprungu í loft upp og þúsundir saklausra borgara létu Iífið meðan ánægjubros færðist yfir andlit mitt. Svo mætti Bruce Willis á svæðið reffilegur, hrár karlmaður og sæluandvarp leið frá vörum mínum. Af því að ég er næm kona varð mór auðvitað snemma ljóst að bak við hrjúft yfirborðið sló gott og viðkvæmt hjarta. Skelin opnaðist á lokamínútunum þeg- ar Bruce sagði: „I love you“ við einkadóttur sína. Það var hjart- næm stund og ég táraðist með dótturinni. Síðan fór Bruce að bjarga heiminum. Eg þori ekki að segja að þessar lokamínútur hafi verið menn- ingarlegur hápunktur á jólafríi mínu en óneitanlega var þetta hrífandi stund. Ég er nefnilega veik fyrir ekta karlmönnum. En það er eins og þeir séu bara til í bíómyndum. Sennilega er það þess vegna sem ég er ógift. En síðan ég horfði á myndina hef ég reynt að fitja upp á um- ræðum um hana við réttlætis- sinnaða vini mína. En það er eins og þeir hafi ekki alveg „fattað" myndina, og því hafa þeir að mfnu mati ekki réttan skilning á fórnarlund Bruce. Þetta voru ekki einu samskipti okkar Bruce um jólin því ég fylgdist með honum bjarga litl- um einhverfum dreng frá ill- mennum í Mercury Rising. Enn kom í ljós að bak við hrjúft yfirborð leyndist sannur mannvinur sem starfaði í anda jafnaðarstefnunnar og kom lít- ilmagnanum til aðstoðar. Bruce er og verður í mínum flokki. MENNINGAR VAKTIN „Skelin opnaðist á lokamínútunum þegar Bruce sagði: „I love you" við einkadóttur sína. Það var hjart- næm stund og ég táraðist með dótturinni. Síðan fór Bruce að bjarga heiminum.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.