Dagur - 05.01.1999, Page 5

Dagur - 05.01.1999, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR S. JANÚAR 19 9 9 - 21 VMpir LÍFIÐ í LANDINU Samferða í Sj aliarni „Við kynntumst fyrir um tveim- ur árum fyrir utan skemmti- staðinn Uppann við Ráðhústorg hér á Akureyri og í framhaldinu urðum við svo samferða á ball í Sjallanum. Það má kannski segja að við séum ennþá á því balli," segir Elías Kristjánsson á Akureyri. Þann 20. júní í sumar gaf séra Svavar A. Jónsson, prestur á Akureyri, þau Elías og Asdísi Smáradóttur saman í heilagt hjónaband við hátíðlega athöfn í Akureyrarkirkju. Asdís er Akureyringur í húð og hár, en Elías hefur víða búið á landinu; svo sem á Selfossi, í Stykkishólmi og í Reykjavík, en síðustu níu árin á Akureyri þar sem hann kveðst kunna vel við sig. „Eg er búinn að skjóta rót- um hérna og síðan erum við líka búin að kaupa okkur þessa fínu íbúð hér við Oddeyrargöt- una,“ segir Elías, sem er BA í sálarfræði, starfar sem Iíkams- ræktarþjálfari í World Class á Akureyri en Asdís er starfstúlka á leikskólanum Flúðum. „Nei, við erum ekki búin að framleiða neitt ennþá,“ segir hann að- spurður um erfingja. „Það kom ekkert annað til greina en að fá séra Svavar til að gefa okkur saman. Hann er okkar prestur í okkar sókn. Og síðan æfir hann líka á stöðinni hjá mér,“ segir Eh'as. Að athöfn lokinni var haldin 70 til 80 manna veisla í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þangað sem gestir víða að mættu, þeir lengst að komnu frá Danmörku og Noregi. -SBS. Guðný Ólöf og Guðjón Gefin voru saman í heilagt hjónaband í Seljakirkju þann 20. júní síðastliðinn, af séra Sveinbirni Einari Reynissyni, þau Guðný Ólöf Reimarsdóttir og Guðjón Jónsson. Þau eru til heimilis að Hrefnugötu 1 í Reykjavík. (Barna- og fjöl- skylduljósmyndir, Gunnar Leif- ur Jónasson.) Sigríður Helga og Þórður Gefin voru saman í heilagt hjónaband þann 13. júní síðast- Iiðinn, af séra Valgeir Astráðs- syni, þau Sigríður Helga Hjart- ardóttir og Þórður Jónsson. Þau eru til heimilis að Flúðaseli 65 í Reykjavík. (Barna- og Ijöl- skylduljósmyndir, Gunnar Leif- ur Jónasson.) „Það kom ekkert annað til greina en að fá séra Svavar til að gefa okkur saman," segir Elías Kristjánsson, ásamt eiginkonu sinni, Ásdísi Smáradóttur, en þau voru gefin saman fyrr í sumar. mynd: Þór Gísla. Hjólið endalausa rnUar SVOJMA ER LIFID Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Nú eru áramótin afstaðin. Árið 1998 horfið í aldanna skaut og árið 1999 kviknað. Þessi tímamót minna á hringrás lífsins. Rás aldanna eru eins og kóralrif sem hleðst upp. Hið nýja hvílir á því gamla sem áður var og myndar grunninn. Það er tíska við áramót að velta fyrir sér hvað árið mun bera í skauti sér. Þá fara spámenn og völvur ýmiskonar á kreik. Gamall hollenskur heimsendaspámaður spáði miklum svipting- um á þessu ári, en forsætisráðherrann okkar var bjartsýnn á árið í sínu áramótaávarpi. Einn spáir flutningi hæstarréttar til Laugarvatns og annar spáir því að aldraðir verði áberandi á ár- inu, enda árið ár aldraðra. Æskan hefur átt sitt ár, trén og gróðurinn sitt en nú er komið að gaiiila fólkinu. Þetta ár sem er nýhafið er kosningaár og gamlir stjórnmála- menn hverfa til nýrra starfa en rýma um Ieið fyrir nýju fólki. Eða gamlir stjórnamálamenn endurholdgast á sínum gamla vetvangi. Eftir átveislu jólanna hafa margir bætt á sig holdi og í þeim skilningi endurholdgast. Þannig hleðst upp nýtt efni á grunni gamals. Ur konungshöll Bretaveldis berast þær fréttir að ástkona krónprinsins sé flutt inn til síns heittelskaða og er þá lokið ein- um kafla í þeirri ástarsögu og annar tekur við. Nú er spurning- in hvernig verður framhaldið af þessari ástarsögu aldarinnar. Endar hún eins og allar góðar sögur af þessari tegund með því að þau skötu- hjuin tari saman upp að altarinu og Camilla Parker Bow- Ies verði krýnd. Nú er bara að sjá hvort þjóð prinsins tek- ur ástkonuna í sátt. Hjólið ei- lífa heldur áfram að rúlla efnið endurnýjar sig í sífellu. Nýtt ár er hafið með nýjum vænt- ingum og vonum. Hringrás lífs- ins heldur áfram. ■ HVAÐ ER Á SEYÐI? LIFANDI DRAUGAR OFSÆKJA VESTUR-ÍSLENDINGA í hádeginu í dag verður fundur í Þjóðarhókhlöð- unni. Vigfús Geirdal talar um rannsóknir sínar á Vestur-Islendingum og nefnist fýrirlesturinn, „ Lifandi draugar ofsækja Vestur-Islendinga." Fundurinn er hluti af fyr- irlestraröð Sagnfræðinga- félagsins sem nefnd hef- ur verið: „Hvað er félags- saga?“. Fundurinn er á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðunni og hefst klukkan 12.00. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Félag eldri borgara í Reykjavk, Þorraseli Opið í Þorraseli frá kl. 13.00 til 17.00. Leikfimi ld. 12.30, handavinna kl. 13.30. Spilað alkort kl. 13.30. Kaffi og meðlæti frá kl. 15.00 til 16.00 Félag eldri borgara í Reykjavk, Ásgarði Handavinna frá kl. 09.00, silkimálun, og á morgun miðvikudag á sama tíma al- menn handavinna og perlusaumur í um- sjón Kristínar Hjaltadóttur. Námskeið fyrir strengjaleikara Hjónin Almita og Roland Vamos verða í dag og næstu daga með námskeið fyrir strengjaleikara í húsnæði Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Það stendur yfir frá kl. 10.00 til 17.00. Námskeiðið er opið áheyrendum. Kaffe Fassett í Hafnarborg Kaffe Fassett er vafalaust einn af vinsæl- ustu textilhönnuðum heimsins í dag. Einstakt hugmyndaflug og ótrúlega djörf litameðferð eru höfuð einkenni verka hans. Sýningin mun opna 8. janúar og standa til 8. febrúar. í tengslum við sýn- inguna í Hafnarborg mun Kaffe Fassett halda fyrirlestur um verk sín og sýna lit- skyggnur í Háskólabíói, í sal 2, kl. 14.00 laugardaginn 9. janúar. Barna- og unglingastarf í Árbæjarkirkju Á nýju ári byrjar barna- og unglingastarf af fullum krafti sunnudaginn 10. janúar með sunnudagaskólanum kl. 13.00. Unglingastarfið er starfrækt í þremur deildum í vetur, unglingar fæddir 1985 funda á sunnudögum ld. 20.00 - 22.00, 1984 á mánudögum kl. 20.00 - 22.00, 1983 og eldri á sunnudagskvöldum kl. 20.30 - 22.00. Ýmislegt er í deiglunni varðandi starfið sem hressum krökkum gæti þótt áhugavert. Ekki má gleyma starfi með 7-9 ára börnum á mánudög- um kl. 16.00 - 17.00 og 10 - 12 ára einnig á mánudögum kl. 17.00 - 18.00 í kirkjunni og í Ártúnsskóla á miðvikudög- umld. 16.30- 17.30.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.