Dagur - 05.01.1999, Page 8
Orkuveita Reykjavíkur tekur til starfa 1. janúar 1999.
Orkuveitan er nýtt afl í sögu orkuvæöingar á íslandi, til orðið við sameiningu
Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Markmiðið með sameiningunni er að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri og betri
árangri í orkuöflun, dreifingu og sölu á heitu vatni og rafmagni í ffamtíðinni,
sem og í enn betri þjónustu við viðskiptavini.
Starfsfólk Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur þakkar viðskiptavinum
ánægjulegt samstarf á liðnum árum og horfir björtum augum til samstarfsins
í framtíðinni undir nýju merki Orkuveitu Reykjavíkur.
Orkuveita
Reykjavíkur
Suöurlandsbraut 34 • Pósthólf 8260 • 128 Reykjavík ■ Sími 585 6000 • Fax 581 4485 • www.or.is
I