Dagur - 06.01.1999, Page 4

Dagur - 06.01.1999, Page 4
20-MIÐVIKUDAGVR G. JANVAR 19 9 9 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Forsetamir ogtíminn Áramótaávarp forseta ís- lands var helgað sárs- aukafullri persónulegri reynslu frá liðnu ári. For- setinn er ekki aðeins að þróa embættið og sam- band þess við þjóðina frekar í þá átt sem Vigdís Finnbogadóttir hóf, held- ur er hann sjálfur að vaxa og þroskast sem persóna. Kannski var þetta tæki- færi nú um áramótin hið fyrsta sem birti forseta sem eldri, vitrari og þroskaðri mann en þjóðin þekkti. Hann er breyttur og við vitum hvers vegna. Olafur Ragnar Gríms- son hefur endanlega kastað hempu stríðsherrans. Eins og við var að búast af manni í hans stöðu við þetta tækifæri reis forseti ofar persónulegri reynslu. Af henni má draga lærdóm sem er algildur: sóum ekki tíma vorum, hann líður hraðar en okkur uggir, alltof fljótt munum við komast að raun um að þær stundir sem skipta okkur raunverulegu máli hafa verið of fáar. Hinar of margar, sem helgaðar eru sókn eftir vindi. Tíminn er skammtaður. Hann er of dýrmætur til að sóa í annað en það sem máli skiptir. Vigdís talar A sömu strengi sló Vigdís Finnbogadóttir í áhugaverðu viðtali í Fréttauka á Iaugar- degi á Rás 1. Hún kom auðvitað úr allt annarri átt en núverandi forseti. En þem- að var það sama: glíman við að skilja að hismi og hjóm, rækta garð. Gerum við það ekki mun tíminn dæma okkur. Sem „velgjörðarsendiherra" á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur Vigdís fengið það hlutverk að vekja athygli á og sporna gegn því að ótal tungur minnihlutahópa tapist á næstu áratugum. Þetta er ekki bara menningarleg forvarsla og minja- geymd. Vigdís talaði um að í tungumál- inu lifðu sagnir og minningar fólks sem ætti sjálfsmynd og sjálfsstyrk undir. Að varðveita tungumál er því ekki fræðileg íþrótt heldur pólitísk nauðsyn. Með því að menning hrynur og sjálfsmynd hópa, flosna þeir upp, lifa rótlausu og firrtu lífi, reynast fúsari að taka til vopna en lifðu þeir í sátt við sögu sína. Vigdís tengdi þessa hugsun okkur sjálf- um: umgengni við náttúruna og Iandið. Siðlega háttu. Hvernig mun tíminn dæma verk sem byggjast á skammtfma- gróða, fortíðarhugsun? Heyerdal Fyrir einhveija tilviljun kom viðtalið við Vigdfsi beint ofan í spjall við Thor Heyer- dal sem hér dvaldi um jólin í boði Ólafs Ragnars. Heyerdal hefur verið umdeild- ur fyrir kenningar sínar. En innlegg hans nú er að draga saman helstu heimildir um ferðir hvítra manna til Ameríku. (Við tölum EKKI um Iandafundi lengur.) Þær siglingar vill hann tengja við aðrar ferðir forfeðra okkar frá Miðjarðarhafslöndum, og rekja þeirra arleifð enn aftar í tíma til dularfullra ferðalanga með hvítt hörund og blá augu sem fundist hafa smurðir í innlöndum Kína. Heyerdal biður okkur að skoða allar þessar ferðir í stóru heims- sögulegu ljósi, sem hann telur að hafi skinið fyrst í Æserbæjdan. Frá þeim stað komu æsir, segir hann, norrænir guðir sem Heimskringla Snorra greinir frá. Frá þeim stað komum við, fyrir árþúsundum, þegar íshellan lyfti oki sínu af norður- slóð. Heyerdal minnti okkur á að maðurinn er á langri ferð, hún hófst fyrir löngu, og sér ekki íyrir enda á. Hún spannar ris og hnig ótal „heimsvelda“. TímLnn enn Þankar Vigdísar, Ólafs Ragnars og Heyer- dals rötuðu með ýmsum hætti í einn far- veg, sem birtir okkur þversögn: Tíminn er endalaus, en við fáum hvert um sig svo lítið að við megum engan tíma missa. Stórveldi og menningarheimar koma og fara. Veldi okkar, sem nú ráðum, okkar sem veitum forystumönnum Vesturlanda umboð til að ráða ráðum heimsins, mun undan láta. Kristnir menn (lítill minni- hluti heimsbyggðar) héldu jólaföstu há- tíðlega með því að ausa eldi og eimyrju vopna sinna á eitthvert fátækasta og hrjáðasta fólk veraldar - í írak. Þeirri her- för stjórnaði maður sem meirihluti heimsbyggðar telur siðlausan skrípakarl. Og hvað sem hæðast má að vöruskorti á Kúbu þá hafði Kastró rétt fyrir sér á 40 ára byltingarafmælinu: hin ráðandi öfl heimsins hafa breytt honum í spilavíti. Heilu hagkerfin, ríki og þjóðir, eru á fórn- arstalli fjárglæframanna heimskapítal- isma; þeir fara ránshendi um heimili sveltandi og hijáðar alþýðu, allt frá Suð- ur-Ameríku til Austur-Asíu og ræna Iífs- björginni. Við erum fólkið sem ræður ferð manns- ins í heiminum í dag. Hvernig verður tími okkar dæmdur? Lendur hugans Ólafur Ragnar hafði lög að mæla: öldin sem er að líða hefur fært okkur meiri tæknigetu en allar aðrar aldir samanlagð- ar. En til hvers? Bæta hag, lifa í öryggi, njóta lista í hlýjum húsum, ferðast milli landa og finna angan blóma, lækna sjúka og strá dauða yfir sveltandi börn, ræna fátæku ekkjuna og nauðga móður jörð. Tækni höfum við aflað til að taka vald guðs og skapa manninn í eigin mynd. Eða má af jörðinni. Þessi himinhrópandi þversögn er sköp- uð af einu afli: mannshuganum. Leið okkar inn í nýja öld verður leiðin inn á lendur hugans, því þar býr Iausnin. UMBUÐfl- LflUST Stefán Jón Hafstein skrifar Vigdís og Ólafur Ragnar: maðurinn er á hættulegri ferð. Baklá s og tilfinningar Ást, tryggð, stríð og sársauki. Ævi- sögur tveggja íslenskra kvenna hafa verið eftirminnilegar síðustu ár fyrir ýmissa hluta sakir, ekki síst vegna þess að þessar konur hafa á efri árum ákveðið að koma fram og greina frá reynslu sinni í stríðinu en ekki síður vegna þess að þar opinbera þær tilfinningar sfnar þó ef til vill sé það á óbein- an hátt. Náðuga frúin í Ruzemberok, ævisaga Laufeyjar Einarsdóttur, eftir Jónas Jónasson, útvarps- mann og rithöfund, kom út fyrir jólin. Náðuga frúin segir frá hjónabandi sínu og raunum í Tékkóslóvakíu í seinni heimsstyijöldinni. Þar skín í gegn til- hlökkun ungra hjóna vegna sameigin- legrar framtíðar þegar nágranninn kærir eiginmann Laufeyjar, hann er fangelsað- ur og myrtur. Sjálf var Laufey dæmd í fangabúðir í eitt og hálft ár. I bókarlokin segir Laufey frá sam- MENNINGAR VAKTIN kvæmi í Reykjavík eftir stríð þar sem hún greindi frá reynslu sinni í Tékkóslóvakíu. Þá sagði tónlistarmaður. „Iss, það er ekk- ert að marka það sem þessi taugaveiklaða kerling segir!“ Það sama kemur fram í bók Ástu Sigurbrandsdóttur Peltola, Hin hljóðu tár> sem kom út fyrir nokkrum árum. Þar segir Ásta frá ferðum sínum og störfum um stríðshrjáða Evrópu, ást með þýskum hermanni og hjóna- bandi sínu í Finnlandi. Ásta seg- ir einnig frá því þegar hún kom til hins nýríka Islands eftir stríð. „Eg hafði kvatt þjóðina í atvinnuleysi og efnahagskreppu fyrir stríð, búið við vöruskort í Danmörku og Þýskalandi á stríðsárunum og þakkað Guði fyrir að komast lífs af úr hörmungum stríðs- ins.[...] En mitt í þessum auðæfum var ég utanveltu. Eins og áhorfandi sem skildi ekki hvað um var að vera á svið- Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar Ásta Sigurbrands- dóttir Peltola og Laufey Einarsdóttir - vekja til um- hugsunar um hlut- skipti kvenna í og eftir stríðið. inu. í huga mér féllu sprengjurnar á hverri nóttu og ég hrökk upp rennsveitt og skjálfandi.þ..] Margir báru það á mig að ég segði ekki satt frá“... Þessar ævisögur vekja lesandann til umhugsunar um tvennt. Báðar eiga kon- urnar það sameiginlegt að hafa hrokkið í baklás og lítið talað um reynslu sína í stríðinu vegna ríkidæmis og skilnings- leysis Islendinga eftir stríð. Ekkert nýtt að vísu en athyglisvert engu að síður. Hins vegar eru tilfinningamar sem þess- ar konur fjalla um á opinskáan hátt, ástina sem aldrei fékk fullnægju og tryggðina sem nær út yfír gröf og dauða. I kjölfarinu vakna margar spurningar um tilfínninga- mál. Hefur tryggðin breyst miðað við það sem var? Því miður er ekki hægt að fara út í slíkar vangaveltur hér, aðeins bent á að full ástæða er til að velta tilfinningamál- um fyrir sér og vera óhræddur við að fjalla um þau opinberlega.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.