Dagur - 06.01.1999, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
VEÐUR
MEINHORIMIÐ
• Nú þegar jóla-
flóðið er á enda
runnið þykir
meinhyrningi
rétt að rifja upp
sorgarsögu úr
jólastressinu og
kvarta aðeins.
• Lítil börn
þurfa oft fyrir-
varalaust á kló-
settið, hvort
sem það er í
verslunum eða
annars staðar.
Meinhyrningur
var rétt fyrir jól
í versluninni
BestSeller á
Laugavegi í
Reykjavík að
kaupa efnivið í
stóran og mjúk-
an jólapakka
þegar lítil stúlka
þurfti skyndi-
lega á klósettið
og gat ekki beð-
ið. Svar af-
greiðslu-
stúlkunnar var:
„Við megum
ekki leyfa nein-
um að fara á
klósettið. Getiði
ekki farið á
Hlemm eða í
Sautján..."
• Meinhyrning-
ur spyr: Hvers
lags þjónusta er
þetta í neyðar-
tilviki hjá vand-
aðri magasín-
verslun sem
verslar jafnt
með barnaföt
sem föt fyrir
unglinga og
fullorðna? Það
er ekki einu
sinni hægt að
leyfa krakka að
komast á kló-
settið í bráðatil-
viki!!!
FOLKSINS
„Landinn hefur mígrút ástæðna bæði listrænar og samfélagslegar, til þess að leggja leið sína á
Pétur Gaut Akureyrar. Sýningin ersigur fyriralla aðstandendur." mynd: gs
Pétur Gautur
í heitum höndum
FINNUR MAGNUS GUNNLAUGSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI GILFÉLAGSINS
SKRIFAR
Strandgötu 31, 600, Akureyri
Þverholti 14,105 Reykjavík
Sími umsjónarmanns
lesendasíðu:
460 6122
Netfang: ritstjori@dagur.is
Símbréf: 460 6171/551 6270
Óskað er eftir að bréf til
blaðsins séu að jafnaði hálf til
ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200
tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt
til að stytta lengri bréf.
I upphafi sýningar Leikfélags Akureyrar
er sýningu á verki Ibsens, Pétri Gauti,
gefinn mjög sérstakur tónn með því að
sviðið í Samkomuhúsinu er gert að
kassa sem hægt er að kíkja inn i, á verk
meistarans. Styst er frá að segja að í
þessum kassa tekst allt vel. Verkið, leik-
stjórnin og lýsingin. Vandinn við upp-
setningu á ferðalagi Péturs Gauts um
lífið er sá að afmarka ferðalagið við svið-
ið. Þessvegna er best að búa til kassa og
setja ferðalagið þar inn í.
Þetta er í sviðsetningu Sveins Einars-
sonar gert með beinum línum í hví-
vetna, litir sýningarinnar hreinlega af-
markaðir og leikur leikaranna þar í. Það
er augljóst, að treyst er á frumkvæði og
frammistöðu leikara í þessari uppsetn-
ingu. Metnaður traust og innsæi Ieik-
stjórans hefur náð til þeirra og þeir gefa
sig flestir af öllu afli í þessa sýningu.
Veikar hliðar þeirra, hvers og eins, eru
sniðnar af, í þágu verksins, og það er á
valdi Jakobs Þórs Einarssonar að bera
sýninguna fram til sigurs. Rödd hans er
að upplagi nokkuð veikburða en er
hjálpað, eins og englar kæmu af himn-
um ofan, og, að neðan. Drjúgust í þeirri
hálp eru leikararnir Þráinn Karlsson og
Sunna Borg, sem bæði þekkja Sam-
komuhúsið gjörla og vita, sennilega fyrir
lífstíð, hvernig hantera á Samkomuhús-
ið í framsögn og framburði. Nær allir
leikaranna sem fluttu dásamlega þýð-
ingu Heiga Hálfdánarsonar náðu að
skila textanum svo vel, að furðu gegnir.
Enn betri var sviðsframkoma þeirra,
sem í anda íslenskrar nútíma-leikhús-
hefðar stefna í átt að þeirri „fimleika-
stefnu“ sem hér á landi slær
enn í gegn, hverja sýningu á
fætur annarri. Það er því ný-
stárlegt að sjá á sviði hjá LA,
að leikhús orðsins fær enn
skjól á íslandi, svo gott, að
málfar persónanna í öllu
sínu víðfeðmi flengir þeim til
áhorfandans um leið og það
besta úr „fimleikaleikhúsinu"
er nýtt. Sviðsrýmið er gjör-
nýtt og kunnugleg minni í
túlkun djöfulsskapar og dýrð-
ar, jafnvel úr leikferli ýmissa
eldri leikaranna í sýningunni
ná verðskuldaðri endur-
komu.
Leikararnir ráða taktinum
Leiklistin liggur meðal annars í lyginni.
Það er rétt. En blekking er annað en
lygi. Tæknin við hvorutveggja, lygina og
blekkinguna felst í því að sýna fram á
sannleikann. Að minnsta kosti sannleik-
ann um leikhúsið. Sannleikurinn er sá
að Pétur Gautur á sviði LA er þokkafull
sýning á geðveikislega góðu verki.
Söngurinn í sýningunni er veikburða á
kostnað leikarans sem syngur. Tónlist
Griegs er gert lágt undir höfði í útsetn-
ingu Guðna Franzsonar en þar nær
svokölluð nútímaútsetning á henni þó
að seyða fram hina „hjárænulegu“ tóna
tyrkneskrar menningar sem Ibsen virðist
ekki hafa notið. Þar tekst vel að gera
hátt undir höfði vestrænum lágkúru-
hætti Péturs Gauts. Sviðsskiptingar í
kassanum ganga fullkomlega upp, nema
þegar tónlistin kemur í spilið. Þar fellur
harmoníkan í það að verða grísk og
norsk í bland og ekki víst hvort gerður er
nauðsynlegur greinarmunur þar á tyrk-
nesku og grísku, svo áhorfandinn finni
skilin, sem rækileg eru í leik og mynd
kassans.
Þetta kemur þó alls ekki að sök, því
greinilegt er að leikararnir ráða takti
sýningarinnar. Heldur færi betur að
hraða honum á kostnað ástar Péturs á
móður sinni, en það er kannske svo ljúft
þema að leikarar nenni ekld að sleppa
því, eða minnka áherslu á það? Nenna
áhorfendur því? Hvert barn hlýtur að
átta sig á því í upphafi sýningarinnar á
Pétri Gauti hjá LA, að barn hefur til-
hneigingu til að elska móður sína. Þar
með eru skilaboðin komin, og þarf ekki
að endurtaka í sífellu, þó mikils sé von.
Verkið um Pétur Gaut snýst ekki aðeins
um móðurást. Hann er margvíslegt og
fjölþætt grín, og gott að heyra kurrinn í
eigin brjósti þegar að sjálfsblekkingunni
kemur.
Lífsgöngu Péturs tekst frábærlega að
sýna; hann er gerður sammannlegur
þannig að bæði konur og karlar glotta
við tönn. Kynjum og kynjamun eru gerð
skil, ofanjarðar og neðan. Það er leiklist
á heimsmælikvarða. Við þá sögu koma
„fórnardýr" leiklistarinnar eins og Há-
kon Waage, Sveinn, krakkarnir í sýning-
unni og leikmyndahönnuðurinn „frú“
Brevik. Hún gefur sýningunni ibsenskan
nútfmablæ. Búningar Huldu Kristínar
eru skotheldari en pappinn í kauphöll-
um Lundúna, Berlínar og Reykjavíkur.
Lausnir til eftirbreytni. Landinn hefur
mígrút ástæðna bæði listrænar og sam-
félagslegar, til þess að leggja leið sína á
Pétur Gaut Akureyrar.
Sýningin er sigur fyrir alla aðstand-
endur.
Veðrið í dag...
Suðaustan kaldi með slyddu og sums staðar snjókomu
suðvestan- og vestanlands en annars staðar verður breyti-
leg átt, víðast gola og úrkomulaust. Léttskýjað verður all
víða um landið austanvert. Frost á bilinu 3 til 8 stig norð-
an- og austantil en annars hiti um eða yfir frostmarki.
Reykjavík
Akureyri
SA3 ANA3 A2 SSV3 A3
SA4 A3 VSV3 S2
Stykkishólmur
°c Mið Fim Fös Lau
SA3 A3 SA3 SV3 SA3
SSA3 A3 SSA3 S3
Egilsstaðir
0-
-5-
-10
°c Mið Fim Fös Lau mm_
51 1 ------- -------- (“15
10
- 5
0
0-
-5-
A3 ANA4 ASA4 SSV4 A4
SA4 A3 SV3 S2
Bolungarvík
°c Mið Fim Fös Lau mm_
5 -J ---------- ---------- (“15
NNA1 ANA4 NA4 VNV1 N2
ASA3 NA4 NNA3 VNV2
Kirkjubæjarklaustur
°c Mið Fim Fös Lau mm
-10
- 5
-10
- 5
ANA3 NA3 ASA3 S3 ANA3
A2 ANA4 SA3 A2
ASA3 ANA3 NA3 VNV2 A2
A2 NA3 NA1 NNV1
Blönduós
Stórhöfði
ASA1 ANA1 SA1 SSV2 ASA1
SSA2 A2 SSA2 S2
SA6 ANA5 NA3 VSV3 ASA3
ASA4 ANA3 VNV4 VNV2
Veðurhorfiir næstu daga
Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á
hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu
en vindáttir og vindstig eru tilgreind iýrir neðan.
Færð á vegiun
Allir helstu þjóóvegir landsins eru færir, en hálka er viða á
heiðum og fjallvegum á Vesturlandi, Vestijörðum,
Norðurlandi og Austurlandi. Hálka og hálkublettir eru í
Árnessýslu og Vestur-SkaftafeHssýslu.