Dagur - 12.01.1999, Blaðsíða 5
ÞRIDJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 - 21
LÍFIÐ í LANDINU
Maður ársins
er húsmóðir
Anna Gísladóttir ásamt börnum sínum.
Amu Gísladóttirí
Bjömskoti á Skeiðum
Sunnlendingur ársins.
„Hún errosalega dugíeg
og á tvo stráka í hjóla-
stól, “ var rökstuðningur
þeirra sem völdu Önnu.
„Eg kýs Onnu Gísladóttur,"
sagði rödd í símanum. „Hver er
það,“ spyr sá sem varð fyrir svör-
um. „Hún er rosalega dugleg og
á tvo stráka í hjólastól." Þannig
byrjaði nafn Onnu Gísladóttur í
Björnskoti á Skeiðum að berast
inn á Iistann yfir val á „Sunn-
lendingi ársins", sem Utvarp
Suðurlands og Dagskráin stóðu
fyrir í lok ársins. Anna kleif Iist-
ann hægt og örugglega og náði
efsta sætinu með glans.
Hagsmunir bamanna ganga
fyrir
Anna og maður hennar Olafur
Ingi Sigurmundsson eiga fjögur
börn. Elst er dóttirin María Osk
á sautjánda ári og svo synirnir
Guðbjörn Már 14 ára, Rúnar
Geir sem varð 11 ára 2. janúar
og loks Ólafur Dagur sem er 9
ára síðan í desember. Yngstu
synirnir eru með vöðvarýrnun og
komnir í hjólastóla. Anna er
flutt með börnin á Selfoss, en
Óli sér enn um búskapinn. Þau
halda því tvö heimili eins og
stendur. „Veikindi strákanna
hafa ágerst og þeir þoldu ekki
allan þennan akstur í skóla og
sjúkraþjálfun. Því flytjum við á
Selfoss, sem við gerum í sam-
ráði við Iækna á Greiningarstöð
ríkisins. Það var ekki orðið um
aðra kosti að ræða, að þeirra
mati. Oli Dagur er kominn með
beinþynningu og brotnar af Iitlu
hnjaski. Hagsmunir barnanna
ganga fyrir og þetta er gert fyrir
þau,“ segir Anna - og hún held-
ur áfram:
„Það vildi svo vel til að stuttu
eftir að við ákváðum þetta, losn-
aði íbúð frá Öryrkjabandalaginu
sem við Ieigjum nú. Hún er með
aðstöðu fyrir hjólastóla. Við
fluttum hingað 18. desember og
krökkunum líkar öllum vel. Við
ætluðum ekkert að flytja úr
sveitinni. Það er Iíka meira en
að segja það að fara þaðan, því
þar er allt i senn heimili okkar,
atvinna og eigið fyrirtæki. María
Ósk er byrjuð í Fjölbrautaskól-
anum hér og nú fara strákarnir
allir í Sólvallaskóla. Við fluttum
lögheimilið hingað, enda verður
það að fara saman vegna þeirrar
félagslegu þjónustu sem
drengirnir þurfa að fá. Við feng-
um samt góða þjónustu á Skeið-
unum og ég er mjög ánægð með
skólann þar.“
„Þeir taka þessu með þolin-
mæði“
„Það sást í raun strax að eitt-
hvað var að drengjunum, en það
kom ekki í Ijós fyrr en seinna
hvað það var,“ segir Anna. „Þeir
voru báðir farnir að ganga en
eru komnir í hjólastól fyrir
nokkrum árum síðan. Sjúkdóm-
urinn virðist ganga hraðar yfir
þann yngri og beinþynning hans
er eitthvað sem við bjuggumst
ekki við. Þessi tegund af vöðva-
rýrnun er ekki þekkt og við höf-
um því því ekki vitað og vitum
ekki enn hvernig sjúkdómurinn
mun þróast. Það er þó ljóst að
hverju stefnir. En það liggur fyr-
ir okkur öllum hinum líka að
enda á góðum stað.“
- Hvernig taka drengirnir
veikindum sínum?
„Þeir vita af þeim og hversu al-
varleg þau eru. En við lifum fyrir
Iíðandi stund og þeir njóta Iífsins
eins og önnur böm. Þeir eru af-
skaplega meðfærilegir og eru ekki
að kvarta og kveina undan veik-
indum sínum. Þeir eru líka ekkert
hvekktir á læknum og taka þessu
með mikilli þolinmæði. Eg veit
ekki hvemig ég færi að ef þeir
væru ekki svona duglegir. Þeir eru
afskaplega ólíkir en um leið mjög
samrýmdir."
Hvatning fyrir fólk í svipuð-
umsponun
„Strákunum hefur gengið vel í
skóla," segir Anna. „Þeir geta
ennþá skrifað og hafa bara
nokkuð góða rithönd og finnst
raunar skemmtilegra að hand-
skrifa en að nota tölvu. Þeir
þurfa þó að nota tölvu við lengri
stíla og ritgerðir. Aðrir krakkar
öfunda þá að eiga hvor sína tölv-
una, en þeir vilja frekar leika sér
í playmó.“
„Eg hélt að það væri verið að
grínast þegar mér var sagt að ég
væri á Iistanum yfir Sunnlend-
ing ársins og á uppleið þar. Svo
kveikti ég á útvarpinu og komst
að því að þetta var satt. Mér
finnst ég ekki hafa verið að gera
neitt sérstakt, lífið er bara
svona,“ segir Anna Gísladóttir.
„Eg vona að kjör mitt verði
hvatning fyrir fólk sem stendur í
svipuðum sporum. Nú verð ég
alveg inni á heimilinu og get
sinnt börnunum eingöngu, en
þarf ekki að fara í fjós og sinna
öðrum bústörfum. Það er mikill
kostur fyrir krakka að hafa móð-
ur sína heima og það virðist
strax gefa drengjunum meiri ör-
yggiskennd. Konur eru líka
menn og það er ágætt að maður
ársins á Suðurlandi sé valinn
fyrir það að vera húsmóðir." FIA
Aldamótavandinn
svom
ER LIFSÐ
Pjetun St.
Arason
skrifar
Pjetur
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Pjetur svarar í
símann kl. 9-12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Árið 2000
markar tíma-
mót í heims-
sögunni. Það
vefst fyrir
mörgum hvort
þetta ár sé
síðasta árið á
þessari öld
eða það fyrsta
á nýrri öld.
Vilhjálmur II
keisari, sem
var við völd í
Þýskalandi
um síðustu
aldamót sendi
út keisaralega
tilskipun um
að árið 1901
yrði alda-
mótaár.
Þessar breytingar eru ekkert vandamál fyrir stóran hluta
mannkyns sem þekkir ekki árið 2000. Múslimar miða tímatal
sitt við opinberun spámannsins Múhameðs, þannig að fyrir
þeim eru um tuttugu ár þangað til fjórtánda öldin rennur sitt
skeið á enda. Árið 2000 halda kristnir menn uppá það að 2000
ár verða frá fæðingu Jesús Krists. Fyrir tölvufólki eru þessir
hlutir alveg skýrir. Þeirra aldamót verða um næstu áramót því
þá breytast allir fjórir tölustafirnir í ári. Ekki bara tveir síðustu
eins og verið hefur til þessa.
Þeir sem halda því fram að aldamótin 2000 verði ekki fyrr
en árið 2001 rennur upp benda á að þegar menn telji byiji þeir
ekki á núlli heldur einum og endi á tölunni 10. Hin keisaralega
tilskipun Vilhjálms II gekk útfrá þessu og í Reykjavík var hald-
ið uppá síðustu aldamót árið 1901.
Vilhjálmur II keisari Þýskaiands ásamt sonum sínum.
Dag lengir
Lesandi hringdi og sagðist hafa Iesið það í einhverju dagblað-
anna að daginn væri að stytta. Það er auðvitað tóm firra því 22.
desember voru vetrarsólstöður og uppúr því fer daginn að
lengja. Eins og kemur fram í Dagbókinni okkar lengist dagur-
inn um 5 mínútur en þegar fer að vora lengist hann meira og í
mars eru þetta 7 mfnútur. Samkvæmt upplýsingum frá Veður-
stofu íslands mun þetta eiga sér stjarnfræðilegar skýringar. Það
er möndulhalli jarðarinnar sem ræður sólarganginum og hann
breytist hraðar þegar líða tekur á árið.
■ HVAD ER Á SEYBI?
FISKUR, EIGNIR OG RÉTTLÆTI
Iiannes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor í stjórnmálafræði, held-
ur fyrirlestur í boði Hollvinasam-
taka Háskóla Islands laugardaginn
16. janúar nk. í Gyllta salnur á
Hótel Borg og hefst hann kl.
15.00.
Fyrirlesturinn nefnist „Fiskur,
eignir og réttlæti“. Þar mun
Hannes Hólmsteinn fyrst ræða
um og svara gagnrýni Þorsteins
Gylfasonar heimspekiprófessors á
kenningar lagaprófessoranna Sig-
urðar Líndals og Þorgeirs Orlygs-
sonar um eðli veiðiheimilda og
túlkun þjóðareignarákvæðislaga
um stjórn fiskveiða. Kenningarnar
hefur Þorsteinn settr fram í bók-
inni „Réttlæti og ranglæti". Sér-
staklega verður rætt um þá spurn-
ingu, hvort upphafleg úthlutun
veiðiheimilda hafi verið ranglát,
einsog Þorsteinn heldur fram.
Síðan mun Hannes Hólmsteinn ræða nýgengin dóm Hæstaréttar um að úthlut-
un veiðileyfa stríði gegn jafnræðisreglu og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.
Að fyrirlestrinum loknum verða fyrirspurnir og umræður.
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Félag eldri borgara, Ásgarði, Glæsibæ
Skák klukkan 13.00 í dag, allt skáká-
hugafólk velkomið. Kaffistofan er opin
frá kl. 10.00 til 1.3.00. Námskeið Bjarna
Ingvarssonar í framsögn hefst þriðjudag-
inn 19. janúar, upplýsingar á skrifstofu
félags eldri borgara í Glæsibæ.
Félag eldri borgara, Þorraseli
Opið í dag frá 1.3.00 til 17.00. Spilað al-
kort frá kl. 13.30 á sama tíma verður
boðið uppá handavinnu í umsjón Krist-
ínar Hjaltadóttur. Kaffi og meðlæti frá
Idukkan 15.00 til 16.00. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara, Gullsmára, Kópa-
vogi
Frístundahópurinn Hana-nú og Félag
eldriborgara í Kópavogi kynna starfsemi
sína í dag ld. 14.00 í Gullsmára, félags-
heimili eldri borgara. Heitt verður á
könnunni og boðið verður uppá heima-
bakað meðlæti gegn vægu verði.
Sólarkaffi Isfirðingafélagsins
Að venju gengst Isfirðingafélagið í
Reykjavík fyrir sólrisuhátið „Sólarkaff-
inu“, sem að þessu sinni verður haldið á
Broadway, Hótel Islandi. Hófið verður
föstudagskvöldið 22. janúar og hefst kl.
20.30 með rjúkandi heitu kaffi og
rjómapönnukökum að hefðbundnum ís-
firskum sið en í kjölfarið fylgir hátíðar-
dagskrá. Hátíðarávarp flytur Magnús Jó-
hannesson, ráðuneytisstjóri, mörg
skemmtiatriði verða í boði m.a. syngur
Bergþór Pálsson óperusöngvari. Dans-
leikur til kl. 3 e.m. Forsala aðgöngumiða
verður laugardaginn 15. janúar á Hótel
Islandi kl. 14-16, auk þess verða miða og
borðapantanir teknar niður í síma 568-
7111 dagana 17-22. janúar kl. 13-17.
Greiðslukortaþjónusta.