Dagur - 12.01.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 12.01.1999, Blaðsíða 3
t- Xfc^ui- MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU ÞRIÐJVDAGUR 12. JANÚAR 1999 - 19 „Vissulega er þetta sérkennileg sýning og verður afþeim sökum eftirminnileg. Það vargaman að horfa á fyrsta hluta þríleiksins og sjá þau fjöl- skrúðugu leikbrögð sem þar voru í frammi höfð, “ segir Gunnar Stefánsson m.a. Gunnar Stefánsson skrifar um leiklist Leikfélag Reykjavíkur: BÚA SAGA eftir Þór Rögnvaldsson. Leikstjórn og leikmynd: Eyvindur Erlendsson. Búningar: Una Collins. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Tónlist: Pétur Grétarsson. Lýsing: Kári Gíslason. Frumsýnt á Litla sviði Borgar- leikhússins 9. janúar. Það fer ekki á milli mála að Þór Rögn- valdssyni er grimm alvara með Búa sögu sinni, og að sama skapi hefur Eyvindur Erlendsson lagt sína miklu alúð í svið- setninguna, - sýningin er í öllu sem máli skiptir verk hans, líklega eindregnasta leikstjórasýning sem hér hefur lengi sést. Vissulega er þetta sérkennileg sýning og verður af þeim sökum eftirminnileg. Það var gaman að horfa á fyrsta hluta þrí- leiksins og sjá þau fjölskrúðugu leikbrögð sem þar voru í frammi höfð. Heldur dofnaði áhuginn undir hinum leikritun- um tveimur. Því þetta er þríleikur, byggð- ur á Kjalnesinga sögu eins og fram hefur komið í íjölmiðlum. Leikritin heita nöfn- um þriggja aðalpersóna sögunnar fyrir utan Búa: Hið fyrsta Esja, annað Fríður og það þriðja Jökull. Hér er saga Búa Andríðssonar sem sé færð til nútímans og það svo skilmerki- lega að í leikskránni - þar sem texti leiks- ins er allur prentaður að góðum sið Leik- félags Reykjavíkur - er að finna lista um helstu ártöl. Þar má sjá að Esja kemur til íslands í atvinnuleit 1935, Búi Andríðs- son fæðist 1952, hann er bráðger og tek- ur stúdentspróf 1969 ásamt Þorsteini Þorgrímssyni. Þær fjölskyldur hafa eldað grátt silfur af pólitískum sökum og nú verður Þorsteinn dúx þar sem Búi verður að láta sér nægja að vera semidúx! Engin smávegis niðurlæging fyrir Búa, enda er honum fjarri að fyrirgefa. Þorsteinn fell- ur og Esja sendir Búa til Noregs þar sem hann nemur heimspeki hjá merkum pró- fessor í Þrándheimi, verður altekinn af- fræðum Nietszche og tekst hart á við mannúðlegri sjónarmið læriföðurins. Úr uppreisnarsegg í broddborgara Þarna stofnar Búi til barns með Fríði en yfirgefur hana, snýr heim og setur á fót innflutningsfyrirtækið Snorra-Eddu (sjá Atómstöðina!).Jafnframt verður hann prófessor í heimspeki við H. I., einnig þingmaður og ráðherra. I upphafi hafði hann róttækar stjórnmálaskoðanir og rist- ir þá auðvaldinu napurt níð, en þegar heim kemur hefur hann snúið baki við æskuhugsjónunum, rétt eins og hver annar Ieiðtogi 68-hreyfingarinnar, og ger- ist broddborgari, verður þingmaður og ráðherra. I því gervi finnur Jökull sonur hans hann árið 1994. Jökull er nú ungur og uppreisnargjarn - eins og Búi áður - og meðal þess sem hann ásakar Búa grimmilega fyrir er að bera ábyrgð á um- ferðaröngþveitinu á Þingvöllum 17. júní, Búi var nefnilega formaður þjóðhátíðar- nefndar! Ætli áhorfendum hafi ekki helst verið skemmt þegar sú historía kom upp á sviðinu. Mjótt á miUi alvöru og skops Þótt þessi efnisútdráttur sé kannski reyfaralegur og jafnvel spaugilegur skyldu menn sem fyrr segir ekki láta sér sjást yfir alvöruna. Þór Rögnvaldsson er menntað- ur í heimspeki og í öðrum þætti er eink- um að finna miklar kappræður um þau fræði, blandast þar inn f kynjafræði mögnuð - eða eðlishyggja - eins og frá fyrri hluta aldarinnar sem nútíma- femínistar eru vfsir til að fussa að. Og svo eru það sem sagt örlög 68-hreyfíngarinn- ar sem hér búa að baki, uppreisnin gegn kerfínu og síðan aðlögunin að því, hversu menn beygja sig fyrir kapftalismanum sem flestir liggja nú flatir fyrir. Sitthvað er hér svo sem skörulega sagt, en örðugt reyndist að gera þær orðræður lifandi á sviðinu. Bilið milli alvöru og skops veður ósjálfrátt harla mjótt. Ekki bætti leikstíll- inn úr skák, sér í lagi hjá Búa (Þorsteini Bachmann) og Jökli (Birni Inga Hilmars- syni). Þeir leika oftast uppi í hæsta styrk og má undrast hvernig Ieikstjórinn leggur Ieik þeirra upp. Bitnaði það harðast á Þorsteini svo að leikur hans var hreinlega þreytandi á köflum. Rósa Guðný Þórs- dóttir leikur Esju og einnig Fríði, ágæt- lega. Hún hefur bæði myndugleik og um leið einhvern dýpri tón sem gæddi leik hennar Iífi sem hina skorti. Pétur Einars- son leikur Þorgrím og prófessorinn, vel og örugglega í hvívetna. Að öðrum hlut- verkum kvað miklu minna. Valgerður Dan leikur Arndísi konu Þorgríms, Guð- laug Elfsabet Olafsdóttir leikur Helgu sem Búi kvænist. Varð furðu lítið úr því sambandi. Ótaldir eru aðeins Árni Pétur Guðjónsson (Örn stýrimaður). Theódór Júlíusson (Kolfinnur díler) og Sóley Elí- asdóttir (Ólöf hin væna). Að auki eru fá- einir aðrir sem mynda eins konar um- gjörð um hringsviðið, sveipaðir dúkum. Tónlistin átti góðan þátt í sýningunni og búningar eru fjölbreytilegir, - en klæðn- aður Búa í síðasta leikritinu var reyndar nokkuð undarlegur. Sviðið var skemmtilega gert af Ey- vindi. Það var líka fróðlegt að sjá hvernig hann beitti margskonar stíl, frá harmleik til trúðleiks, grímuleik yfír í natúralisma og módeman spuna. Það má því segja að hann leiki á ýmsa strengi í leikstjóminni. Hinn þjóðfélagslegi og heimspekilegi boðskapur verksins snertir hins vegar lítt við áhorfandanum, og ekki fremur þótt maður lesi hátimbraðar skilgreiningar hans í leikskránni með tilvísun í Antí- gónu Sófóldesar. Það er ljóst að höfund- inum er hugmyndaumræðan meira mál en að sýna lifandi samspil fólks á sviðinu. Sinnaskipti Búa sem hann lýsir þar komu alls ekki skýrt fram í framgöngu hans. Fyrir bragðið fellur mikið af verkinu dautt til jarðar. Það getur kunnátta leik- stjórans ekki komið í veg fyrir, en hann á vissulega heiðurinn af þ\a sem vel er um- sýninguna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.