Dagur - 12.01.1999, Blaðsíða 4
20-ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 19 9 9
М^wr
BRÉF TIL KOLLU
Elsku Kolla.
Þegar ég var Iítil var ég
stundum send í sveit á
sumrin. Ymist norður í
land til frænda eða þá til
kunningjafólks í Borgar-
firði. Þó svo að allir væru
afskaplega góðir við mig,
var ég svo illa haldin af
heimþrá, að ég straukjafn-
harðan. Fór rakleitt heim -
heim til mömmu. Skelfing gat ég verið háð
henni mömmu. Eg bókstaflega hékk í pils-
faldinum á henni; vildi aldrei frá henni víkja.
Eg man ekki, hvenær þessi móðurþrá eltist
af mér. Líklega ekki fyrr en ég horfði á eftir
mömmu í gröfina, og ég var orðin fullorðin
kona, margra barna móðir.
Þetta var sár tilfinning, hamslaus og
nístandi.
Núna um jólin eftir öll þessi ár fann ég
aftur þennan óstjórnlega sársauka í brjóst-
inu. I fyrsta skipti - eftir heilt ár í útlöndum
- fékk ég heimþrá.
Búin að missa af jólimiun
Auðvitað var ég staðráðin í að halda íslenzk
jól hér í Ameríkunni. Allt skyldi vera eins og
heima. Guðsorðið, rjúpurnar og gjafirnar. A
aðfangadag var ég komin snemma á fætur,
búin að steikja rjúpurnar og setja þær í pott-
inn fyrir hádegi. Súrsæta angan af heimalög-
uðu rauðkáli lagði um allt húsið. Hrísgrjóna-
búðingurinn var kominn inn í ísskáp. Seinna
um daginn ætlaði ég að sjóða kartöflur,
brúna þær og laga sósuna. Hver mínúta
skipulögð. AUt skyldi komið á borðið, áður
en hátíðin gengi í garð klukkan sex.
Eg hafði engan tíma til að klæða mig, var
enn í náttbuxunum undir gömlum sumar-
kjól, sem ég nota í eldhúsinu. Atti eftir að
fara í sturtu, finna eitthvað tíl að fara í og
mála á mér varirnar. Fólkið mitt var allt á
þönum. Sumir voru farnir í bæinn til að
kaupa seinustu jólagjafirnar, aðrir voru uppi
á lofti að pakka inn. Einhver var að Iáta
renna í bað. Allir skyldu vera hreinir og
stroknir á aðfangadagskvöld. Þetta var svo
spennandi. Börnin voru óróleg, eins og gefur
að skilja.
Eg ætlaði að fara að skera bringurnar frá
beinunum, þegar síminn hringdi. „Gleðilega
hátíð, mamma mín.“ Drottinn minn dýri.
Þetta var Glúmur. Hann var að hringja frá
íslandi. Ég var búin að gleyma því. Það var
auðvitað fyrir löngu búið að hringja inn jólin
heima. Þau voru öll búin að hlusta á prest-
inn í útvarpinu, syngja jólasálmana, búin að
borða jólasteikina, og búin að taka upp pakk-
ana, meira að segja. Ég sem hafði ætlað að
halda íslenzk jól, syngja í takt við þjóð mína,
gera allt eins og heima. Þess í stað stóð ég
hér í ókunnri barg, ótilhöfð í náttbuxum og
sumarkjól, kartöflurnar enn ekki komnar í
pottinn og kjötið enn á beinunum. Búin að
missa af jólunum. Hamslaus heimþrá. Heim,
heim, heim.
Fyndni á jóladag
Ekki tók skárra við daginn eftir. Við ákváðum
að fara í messu. Dómkirkjan í Washington er
tíu sinnum stærri en Hallgrímskirkja. Ekki
ósvipaður byggingarstíll, nema hvað þessi
kirkja er ómáluð. Biskupakirkja. A veggjum
hengu grænar greinar. Litur þeirra fór vel við
gráan steininn.
Ég hef sjaldan séð svona margt fólk sam-
ankomið. Hvert sæti var skipað. Haus við
haus. Heilt haf. Sumir voru í sfnu fínasta
skarti eins og við, aðrir í gallabuxum og peys-
„Gamlaárskvöld er
eins og leikrit, sem
er fært upp aftur og
aftur á hverju ári í
sömu ieikgerð. Nýir
leikendur bætast bara
í hópinn. Leikmyndin
breytist með tíðar-
andanum. Um mið-
nætti nær verkið há-
punkti. Kirkjukiukk-
urnar hringja inn nýtt
ár, og það er skálað í
kampavíni. Þvílík
víma. Þvílík sorg og
þvílík gleði. Við syrgj-
um gamla árið, fögn-
um því nýja. - Þetta
fór allt fram hjá mér
að þessu sinni."
Hamslaus
heimþrá
um. Það er bara svona í Ameríku. Það voru
auðvitað engin sæti laus. Við fikruðum okk-
ur inn eftir kirkjugólfinu, nær altarinu.
Skimuðum til beggja átta. „Þarna eru tvö
sæti laus,“ sagði Snæfríður dóttir mín. Jón
Baldvin hélt á Mörtu dóttur hennar. Sætin
voru innarlega á bekk, reyndar tveir stólar.
Sá þriðji var þakinn yfirhöfnum, úlpum og
frökkum, húfum og treflum. „Er þessi stóll
laus,“ spurði ég nærstadda. „Nei,“ var svarað
um hæl. „Þessi stóll er fyrir fatlaðan bróður
minn, sem er rétt ókominn." „Fyrirgefið,“
sagði ég. „Þá stend ég bara hér fyrir aftan.“
Hin voru þegar setzt.
Þá leit maðurinn upp - sá sem átti fatlaðan
bróður - horfði í augun á mér, og sagði:
„Nei, annars, ég var bara að grínast. Þú mátt
fá þennan stól.“ Allir fóru að hlæja. Þeim
fannst maðurinn fyndinn. Og það á sjálfan
jóladaginn. En það er bara svona í Ameríku.
Mér fannst hálfþartinn, að ég væri aftur
búin að missa af jólunum. Heim, heim,
heim.
Lcikrit fer úrskeiðis
Æ, svo voru það sjálf áramótin, Kolla mín.
Hvað mig Iangaði heim. Það kann greinilega
enginn að halda hátíð eins og Islendingar.
Heima tekst okkur að blanda saman til-
hlökkun, hátíðleik, dramatískri spennu og
gleði.
Gamlaárskvöld er eins og Ieikrit, sem er
fært upp aftur og aftur á hverju ári í sömu
leikgerð. Nýir leikendur bætast bara í hóp-
inn. Leikmyndin breytist með tíðarandanum.
Um miðnætti nær verkið hápunkti. Kirkju-
klukkurnar hringja inn nýtt ár, og það er
skálað í kampavíni. Þvílík víma. Þvílík sorg,
og þvílík gleði. Við syrgjum gamla árið, fögn-
um því nýja. - Þetta fór allt fram hjá mér að
þessu sinni.
Að vísu vorum við með vinum, uppáklædd
í smoking og rauðum kjól, en Ameríka er
bara svona. Flestir voru í gallabuxum og
peysum. Það var ekkert syrgt, og engu fagn-
að. Kampavínið gleymdist inni í ísskáp, og
klukkan fimm mínútur yfir tólf voru allir
farnir. Attu sjálfsagt langan veg að fara.
Leikritið fór úrskeiðis. Það reis aldrei, náði
aldrei hápunkti. Rann bara út í sandinn.
Daginn eftir var vinnudagur, útsölur í
hverri búð!
Islenzka leikritið komst aldrei á svið, og
þess vegna missti ég af áramótunum líka.
Nístandi heimþrá. Heim, heim, heim.
En svona eftir á að hyggja, hvernig væri að
færa upp nýtt leikrit í nýju landi?
Reyni það næst.
Gleðilegt ár, elskan.
Þín Bryndís
■menningar I
LÍFIfl
Raddir sló
ígetfn
Markaourinn er óútreiknan-
legur og þeir hafa sennilega
klórað sér á skallann hjá Jap-
is þegar í ljós kom að fremur
ólíkleg söluvara, gamlar upp-
tökur á íslenskum kvæða-
mönnum sem gefnar voru út
á geisladisknum Raddir,
rokseldist (svona miðað við
efnið) og er búin að fara í yfir
1000 eintökum. Til saman-
burðar má geta þess að ein
helsta rokksveit landsins,
Unun, hefur ekki selst nema
í um 800 eintökum. As-
mundur Jónsson í Japis segir
söluna hafa verið „öðruvísi"
en oft áður og nefnir t.a.m.
að klassískar plötur eins og
Jórunn Viðar, Pétur Jónasson
gítarleikari og Sverrir Guð-
jónsson kontratenór hafi ver-
ið að seljast í um 6-800 ein-
tökum og sé það heldur meiri
sala á klassík en undanfarin
ár. „Ég held bara að ungling-
arnir hafi keypt meira af er-
lendum diskum en oft áður.
Það var engin svona sprengja
eins og var í kringum
Quarashi í fyrra,“ segir Asi og
telur að tölvuleikir og fleiri
íslenskir titlar sem dreifi söl-
unni valdi þar nokkru um.
M.a.s. söluhæsta poppplatan
hjá Japis, Botnleðja, seldist
bara í um 1500 eintökum
sem er fjórum sinnum minna
en fór af Quarashi í fyrra.
Botnleðja heldur þó senni-
lega áfram að seljast enda var
hún valin plata ársins af
mörgum gagnrýnendum...
Viltu læra að
búa tilbíó?
Nýtt námskeið í kvikmynda-
gerð er að hefjast hjá Kvik-
myndaskóla Islands þann 1.
febrúar og stendur það til 27.
mars. Bæði verða þar dag- og
kvöldhópar þannig að dag-
vinnufólk ætti Iíka að komast
að, en kennt er Ijórum sinn-
um í viku og á Iaugardögum.
Innritun verður dagana 25.
og 26. janúar kl. 14-16 og
kostar námskeiðið 120.000
kr. Og þetta er ekkert mála-
myndanámskeið - ýmsir út-
skrifaðir nemendur hafa
fengið vinnu við kvikmynda-
gerð og/eða styrki úr Kvik-
myndasjóði Islands að námi
loknu...
Lóa
Akfisardóttir
Frískleg fréttastofa
Ég skemmti mér ekki
ýkja mikið yfir Ara-
mótaskaupi sjónvarpsins
sem var með allra bragð-
daufasta móti. Það var
fréttastofa Stöðvar 2 sem
sá um skemmtunina á
gamlárskvöld með frétta-
annáli sínum sem oft var
óborganlega fyndinn.
Þama var kostulegt
faðmlag Davíðs og Hall-
dórs sem skotið var inn í
umfjöllun á sérlega
hnyttinn hátt og lygaþvælur
MEninnniGAR
VAKTini
Kolbrún
Bergþorsdottir
skrifar
Clintons komust einkar
vel til skila og er þá ein-
ungis tvennt talið upp
af því fjölmarga sem
gladdi.
Fréttamennirnir
höfðu samið handrit
þar sem léttleiki og
áreynslulaus fyndni var
í fyrirrúmi og þar var
líka rúm fyrir skoðanir
og niðurstöður. Tónlist-
in sem Ieikin var undir
var skemmtilega valin
og klippingar voru sérlega hug-
myndaríkar. Með fullri virðingu
íyrir fréttastofu Ríkissjónvarps
þá efast ég um að hún geti
geislað á þennan hátt jafnvel
þótt henni væri leyft það.
Arið 1998 átti sínar harmsög-
ur og fréttastofunni tókst mjög
auðveldlega að skipta um tón
og gera dramatíkinni skil á
áhrifamikinn hátt. Þar var mjög
smekklega unnið. Þegar upp
var staðið hafði fréttastofan
skilað af sér sérlega upplýsandi
þætti sem var jafnframt hin
besta skemmtun. Maður fékk á
tilfinninguna að þarna væri við
stjórnvöl hópur fólks sem hefði
gaman af vinnunni sinni.
Ég er mikill aðdáandi frétta-
stofu Stöðvar 2 sem er djörf og
óhrædd í fréttamennsku sinni.
Hún er líka skemmtileg, eins og
hún sannaði á gamlárskvöld. Ég
vona að hún haldi áfram að
gera upp næstu ár með jafn eft-
irminnilegum og skemmtilegum
hætti og hún gerði þetta síðasta
kvöld ársins 1998.
„Ég er mikill aðdáandi fréttastofu
Stöðvar 2 sem er djörf og óhrædd
í fréttamennsku sinni. Hún er líka
skemmtileg, eins og hún sannaði á
gamlárskvöld."