Dagur - 16.01.1999, Qupperneq 6
22 - LAU G A R DAGU R 16. JANÚAR 1999
rD^tr
LÍFIÐ í LANDINU
Heiðrún Jónsdóttir starfsmannastjóri og Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir markaðsstjóri. Hvorug þeirra segist líta sérstakiega á sig sem konu í æðstu stjórn KEA. Störfþeirra markist miklu fremur af
faglegum metnaði fyrir hönd félagsins og starfsmanna. myndir: brink
Þæreru
fyrstu
konumar
til að taka
sæti í
fram-
kvæmdastjóm Kaupfé-
lags Eyfirðinga, KEA.
RagnheiðurBjörk Guð-
mundsdóttir er mark-
aðsstjóri ogHeiðrún
Jónsdóttir erstaifs-
mannastjóri. Báðar
komu þær til starfa
hjáfélaginu í septem-
berá liðnu ári. í viðtali
ræða þærum sjálfa
sig, KEA, Bifröst, pólit-
íkina ogAkureyri.
Ragnheiður Björk er uppalin á
Suðureyri við Súgandafjörð en
bjó í Reykjavík í 15 ár áður en
hún kom til Akureyrar. Hún tók
stúdentspróf frá Verslunarskól-
anum en þegar hún var þrítug
fór hún í rekstrarfræðinám á
Bifröst og útskrifaðist þaðan fyr-
ir átta árum. „Eg gerði þar loka-
ritgerð um Olís ásamt félögum
mínum og það varð til þess að
mér var boðin vinna hjá fyrir-
tækinu og þar starfaði ég þang-
að til ég kom hingað," segir
Ragnheiður Björk.
Heiðrún er Þingeyingur með
stóru Þ-i. „Já, ég er hógvær eins
og aðrir Húsvíkingar," segir hún
og brosir. Hún er fædd og uppal-
in á Húsavík, fór á Bifröst þegar
hún var 16 ára, en þá var Sam-
vinnuskólinn á menntaskólastigi,
tók síðan tvö ár í Verslunarskól-
anum og útskrifaðist þaðan með
stúdentspróf. Þá starfaði hún í
einn vetur sem au-pair í Þýska-
landi en kom svo heim og nam
lögfræði í fimm ár, útskrifaðist
vorið 1995. I þijú ár starfaði hún
sem héraðsdómslögmaður á Lög-
mannsstofu Akureyrar.
Óvænt breyting
- Hvað varð til þess að þið skipt-
uð um starfsvettvang?
„Mér bauðst þetta starf,“ svar-
ar Ragnheiður Björk. Hún hafði
ekki hugsað sér að flytja til Ak-
ureyrar og var ekki í leit að öðru
starfi þegar tækifærið bauðst.
„Þegar mér bauðst starfið sagði
ég nei takk en síðan var því fylgt
ágætlega eftir, mér var boðið að
koma í heimsókn og kynna mér
hvað þetta fæli í sér. Mér leist
mjög vel á allar aðstæður og
hafði reyndar mjög fljótlega séð
eftir því að hafa afþakkað starfið
í upphafi. Eg sá að það voru
miklar breytingar í vændum hjá
fyrirtækinu og hér var ungur og
sprækur maður tekinn við sem
kaupfélagsstjóri. Það er mjög
spennandi að fá tækifæri til að
taka þátt í þeim breytingum sem
í vændum eru.“
Heiðrún var ekki orðin leið á
lögmannsstarfinu og ekki í leit
að öðru starfi. Hún fór í barns-
burðarleyfi um áramótin 1997-
1998 og ákvað síðan að taka
hliðarspor: „Mér finnst mjög
spennandi tímar framundan hjá
KEA, það eru miklar breytingar
þannig að ég ákvað að prófa að
taka smá hliðarspor, öðlast
reynslu á stjórnunarsviði og
kynnast viðskiptaheiminum bet-
ur,“ segir Heiðrún. „Mér Iíkaði
mjög vel í lögfræðinni. Eg tel
einnig að reynslan sem ég hef
fengið í gegnum lögmannsstörf-
in muni nýtast mér vel í þessu
nýja starfi. I starfi starfsmanna-
stjóra koma upp mörg álitaefni
um réttindi og skyldur starfs-
manna og þá getur lagaþekking
verið nauðsynleg. I báðum störf-
unum reynir mikið á mannleg
samskipti og oft þarf að taka á
viðkvæmum málum."
Kaupfélagið var keppinaut-
nrlnn
- Eruð þið samvinnumanneskj-
ur? Eruð þið kaupfélagskonur?
Heiðrún segist hlynnt sam-
vinnuhugsjóninni sem slíkri,
hún sé góð og gild og alls ekki
úrelt. „Aftur á móti gefur sam-
vinnufélagsformið fyrirtækjum
ekki nægjanlega möguleika á að
fá viðbótar fjármagn inn í rekst-
urinn á sama hátt og hlutafé-
Iagsformið býður upp á. Það
hefur sýnt sig á undanförnum
árum að þetta rekstrarform hef-
ur ekki hentað sérstaklega vel
hér á landi. Mín persónulega
skoðun er að það þurfi að breyta
rekstrarforminu til að ná betri
árangri en auðvitað dugar það
eitt og sér ekki.“
- Þannig yrði kaupfélagið að
minnsta kosti meira lifandi og
reksturinn skilvirkari?
„í raun og veru bara betur
undir það búið að taka þátt í
samkeppni," svarar Heiðrún.
Ragnheiður Björk tekur undir
skoðun Heiðrúnar á samvinnu-
hugsjóninni. „En varðandi það
að vera kaupfélagsmanneskja þá
er ég nú ekki alin upp sem slík.
Pabbi var með verslun á Suður-
eyri við Súgandafjörð frá því ég
man eftir mér og kaupfélagið var
hinu megin við götuna. Eg eign-
aðist fyrsta búðarsloppinn tólf
ára gömul og stóð þarna fyrir
innan borð í öllum skólafríum.
Þannig að það var mjög Ij'arri
mér að fara á Bifröst með það í
huga að hann væri samvinnu-
skóli. En síðan þegar ég fór að
horfa hlutlaust á málið og skoða
hvaða menntun var í boði þá var
það eitthvað sem var ekki hægt
að hafna,“ segir Ragnheiður
Björk en hún var f fyrsta árgangi
nemenda eftir að skólinn varð
Samvinnuháskólinn á Bifröst.
Þafer brosa báðar að tilhugsun-
inni úm samvinnumanneskjuna
í sjálfum sér. „Af mínum skóla-
félögum á Bifröst var ég talin
ólíklegust til að fara til starfa hjá
samvinnuhreyfingunni," segir
Heiðrún, „og Ragnheiður Björk
bar sama titil í sínum árgangi
þannig að enginn veit sína æv-
ina fýrr en öll er.“
„En af því að þú spurðir um
þetta," bætir Ragnheiður Björk
við. „Eftir að hafa verið hér í
Ijóra mánuði þá finn ég ekki
mikinn mun á því að hafa starf-
að hjá hlutafélagi áður og sam-
vinnufélagi í dag. Þegar maður
er komin á vinnustaðinn þá
snýst þetta um arðbæran rekst-
ur...“ Og setninguna klára þær
saman: „Hagsmuni félagsins,
góða samstarfsmenn og að ná
árangri."
Faglegur metnaður í
fyrirrúmi
- Eruð þið konur á framabraut,
hvað sem það merkir nú?
„Eg heyri aldrei talað um karla
á frambraut,“ svarar Ragnheiður
Björk, „þannig að ég hef ekki
tengt þessa hugmynd við mig
heldur. Eg lít á mig sem góðan
starfskraft sem hefur áhuga á að
taka þátt í þeirri starfsemi sem
hér er. Eina skiptið sem kven-eitt-
hvað hefur náð yfirhöndinni hjá
mér í þessum málum var þegar ég
var á Bifröst. Þá komst ég að því
að það hafði engin kona verið for-
maður skólafélagsins í áttatíu ára
sögu skólans og það var mjög
verðugt vígi að fella. Sérstaklega
af því að ég hafði verið yfirlýstur
krati Iíka þá var þetta mildl áskor-
un. Eg fór í þessa kosningabar-
áttu og hafði það og held að
hvorki félagsstarfíð né skólinn
hafi liðið fyrir það. Að öðru leyti
Iít ég ekki á þetta út frá kynferði."
„Eg er í raun og veru ekkert
upptekin af því hvort ég er kona
eða ekki og lít alls ekki á mig
sem konu á framabraut," segir
Heiðrún. „Þó við séum fyrstu
konurnar í framkvæmdastjórn
KEA þá finnst mér það ekki
skipta máli. Það sem skiptir mig
máli er að nýta hæfileika mína,
menntun, reynslu og orku í það
sem ég er að gera.“
- Þið eruð semsagt ekkert sér-
staklega meðvitaðar um það að
þið eruð konur í stjómunarstöð-
um og íframkvæmdastjóm KEA?