Dagur - 16.01.1999, Page 9

Dagur - 16.01.1999, Page 9
LAUGARDAGUR 1 6. JANÚ AR 19 99 - 25 Magnús Bjarnfreðsson: „Ég held að menn segi ekkert við því þó að foringi hafi einhvern tímann orðið drukkinn Einar Karl Haraldsson: Lúðvík Jósepsson hafnaði ráðherrastóli „meðal annars með þeim rökum að hann nennti ekki að vera almennur ráðherra." Gunnar Helgi Kristinsson: Raun- verulegur leiðtogi hlýtur að hafa einhverja pólitíska sýn, einhver markmið sem honum tekst að fylkja fólki um og vinna að. gera eitthvað sjálfur. Hins vegar er leiðtogi sem sækist ekki eftir því að vera leið- togi heldur er „náttúrulegur leiðtogi" fjöldans vegna þess að hann getur skapað þá jákvæðu ímynd að fjöldinn ráði sér sjálf- ur. Birna telur þann leiðtoga skástan. „Það er einstaklingur sem þorir að vera á móti því að valdi sé beitt í samskiptum manna og er á móti þessum oft á tíðum sjálfskipuðu leiðtogum. Það er hið eina jákvæða sem ég get séð, leiðtoginn sem vill ekki vera leiðtogi.“ „Don’t follow Leadcrs“ Mörður Árnason er á svipaðri línu og Birna þó að hann gangi kannski ekki jafn langt. Hann vitnar í Bob Dylan sem söng „Don’t follow Leaders" og kveðst meta mest leiðtoga sem líta „Haraldur harðráði sagði um Gissur Isleifsson að hann gæti orðið margir menn; víkingafor- ingi, konungur og biskup. Þetta Iýsti mannkostum Gissurar, sem varð fyrsti biskup í Skálholti og einn af fyrstu leiðtogum Islend- inga. Það rætist misjafnlega úr mannkostum manna og auðvitað skipta aðstæðurnar máli, sjálfur tíminn getur haft úrslitaáhrif á það hvort litið er á mann sem leiðtoga eða kverúlant. Oft finnst mönnum að leiðtogi á einu sviði geti líka verið leiðtogi á öðrum sviðum en þó er það ekki þannig í öllum tilvikum. Margir menn sem hafa markað spor í vísindum eða Iistum hefðu orðið gjörsamlega kol- ómögulegir stjórnmálamenn. Sjá menn Picasso fyrir sér sem for- seta Katalóníu? Nei, en hann var ótvírætt leiðtogi í listalífinu," segir Mörður. Leita í geislabrotin Magnús Bjarnfreðsson telur að það sé visst samband á milli vinsælda og styrkleika Ieiðtoga. Vinsæll foringi geti verið sterkur leiðtogi en foringi, sem er óvin- sæll til lengdar, verður aldrei sterkur. „Þessar vinsældir mega ekki sveiflast til og frá eftir því hvort foringinn er að hlaupa á eftir einhverjum straumum, sem hann heidur að afli sér vinsælda. Leiðtoginn verður að vera mað- ur sem heldur vinsældum. Sá leiðtogi er sterkur. Það fylgir líka sterkum leiðtogum að það eru ekki allir sammála þeim,“ segir Magnús. „Eg held að vinsældir þessara sjálfskipuðu og ánægðu leiðtoga stafi af tilhneigingu fólks til að leita í geislabrotin og molana sem geta hrotið af borðum vald- hafanna. Það hefur ekkert með eftir því hvers eðlis trú fólks á leiðtoganum er,“ svarar Gunnar Helgi. Magnús telur hins vegar að þetta fari eftir því hvernig leið- togarnir bregðast við, hvort þeir láta króa sig af eða viðurkenna mistökin bara „og þar með búið,“ segir hann og hugsar sig dálítið um áður en hann bætir við að það sé líklegast einstakl- ingsbundið hvort mannlegir brestir geti styrkt lýðhylli leið- toganna með því að vera al- menningi efniviður í skemmti- sögur. Þarna skipti auðvitað máli um hvers konar mannlega bresti er að ræða, hvort það er vín- hneigð, framhjáhald, þjófnaður eða ofbeldi. Framhjáhald virðist til dæmis ekki há Clinton mikið í vinsældum. „Ég held að menn segi ekkert við því þó að foringi hafi ein- hvern tímann orðið drukkinn en fari hann að „skandalisera" mik- ið með víni getur mönnum orðið nóg boðið. Eg hef ekki orðið var við að þetta hafi háð mönnum í vinsældum. Það er verra ef menn eru teknir fullir við að keyra og valda slysi,“ segir Magnús. - Er ekki stundum sagt að það hjálpi mönnum að vera á milli tannanna áfólki? „Það er tvennt til. Leiðtogar þurfa náttúrulega að vera í sviðsljósinu en ef þeir eru of mikið í sviðsljósinu fær fólk leið á þeim. Stjórnmálamenn verða að feta ákveðna jafnvægislist í því efni," svarar Gunnar Helgi og telur að stjórnmálamenn séu sér að einhveiju leyti meðvitaðir um þetta. Clinton með kvenlegan stíl Stundum er talað um karllegan og kvenlegan stjórnunarstíl. leiðtogi erharni? rkan leiðtoga í lýðræðisríki, einhvem sem hefurfram- ýn að raunvemleika. Sterkan leiðtoga hefurskortí bað hefur sérstaklega háðAlþýðuflokknum. Nú þegar hljóta menn því að veltafyrir sérhvað geri mann að yamfreðsson, EinarKarlHaraldsson, Bima Þórðar- f Jón G. Hauksson leitast við að svara þessari spum- vera eða að hafa verið sterkustu leiðtoga íslendinga. mynd, ofbeldi eða efnahagslegu eða pólitísku forræði," segir Birna og nefnir sem dæmi Pino- chet og Pol Pot. „Þeir hafa líka þótt miklir leiðtogar sem hafa beitt hinu efnahagslega og pólit- íska valdi eins og Churchill, Kennedy, Davíð og fleiri," heldur hún áfram og bendir á það sem hættu að tilvist leiðtogans deyfi vilja og möguleika fjöldans til að megi á sem fremsta meðal jafn- ingja, þá sem telji sig vera í bandalagi við fylgismenn sína - ekki í stjórnunarstöðu gagnvart þeim. Hann telur uppskriftina að sterkum leiðtoga vera þá að að kunna að hlusta og hafa þar með ákveðinn sveigjanleika, festu og framsýni. Leiðtoginn þarf að vera skrefinu á undan sínu fólki. verðleika að gera,“ segir Birna gagnrýnin og bendir á að vald sé mjög spillandi. „Hvort sem menn viðurkenna það opinber- Iega eða ekki þá er öllum óhollt að sitja lengi í valdastóli. Menn geta farið inn með fróman vilja að Iáta gott af sér leiða en eftir nokkurn tíma eru menn yfirleitt ekki tilbúnir að hverfa úr valda- stöðunni af sjálfsdáðum." Sögttr styrki lýöhyUina? - Leiðtogar eru manneskjur eins og aðrir. Fyrirgefst sterkum leið- togum meira en öðrum? Eða hjálpar það þeim hversu breyskir þeir geta verið? „Eg held að sá sem er sterkur leiðtogi sé það vegna þess að hann hefur sýnt sig geta fram- leitt eitthvað fyrir þá sem á hon- um hafa trú. Ef hann hefur framleitt eitthvað fyrirgefst hon- um einföld mistök vegna þess að fólk metur það þannig að eitt feilspor er lítið hjá hinu. Það fer Kvenlegi stjórnunarstíllinn er mýkri og sveigjanlegri, meira í samræmi við aðstæður nútímans þar sem sjónvarpið færir leiðtog- ana nær almenningi. Karllegi stjórnunarstíllinn telst hins veg- ari harðari og kaldari með fyrir- skipunum frekar en samstarfi, klipptur og skorinn. Flestir eru sammála um að kvenkyns leið- togar hafa ekkert frekar kvenleg- an stjórnunarstíl en karlar, um það sé Margrét Thatcher gott dæmi, og þvi er karllegur stjórn- unarstíll engin forsenda þess að viðkomandi teljist sterkur leið- togi. Þannig telur Mörður til dæmis að Bill Clinton banda- ríkjaforseti hafi kvenlegan stjórnunarstíl en sé jafnframt sterkur leiðtogi. „Hann reynir að ná samstöðu í sínum hópi án þess að fórna of miklu. Honum virðist takast vel upp í því.“ Einar Olgeirsson: „Dáður leiðtogi og sveigjanlegri stjórnmálamaður en Brynjólfur Bjarnason, sem var hinn leiðtogi flokksins.“ Hörður Sigurgestsson: „Kraftur, þekking, menntun og eldmóður hafa gert hann að einum mesta leiðtoga atvinnulífsins. Hann hermir ekki hugsunarlaust eftir öðrum og hann á auðvelt með að fá fólk til að vinna fyrir sig.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: „Kvennalistinn dó eiginlega þegar Ingibjörg Sólrún fór I borgarpólitík- ina. Hún verður að teljast sterkur leiðtogi á svipaðan hátt og Davíð.“ „Mér finnst borgarstjórinn núverandi vera orðin býsna sæl í valdi sínu.“ „Hlustar á fólkið I kringum sig og reynir að ná sætti með öllum.“ „Sterk sem borgarstjóri." Jón Sigurðsson: „Ég held að við vanmetum ennþá Jón Sigurðsson sem leiðtoga. Ég held að án leið- togahæfileika Jóns Sigurðssonar hefði sjálfstæðisbaráttan aldrei gengið upp. Hann hlustaði, stikaði út stefnuna, var fljótur að átta sig á breyttum aðstæðum. Sýndi sveigjan- leika og festu í réttum hlutföllum." Brynjólfur Bjarnason: „Hinn leiðtogi Alþýðubandalagsins var Brynjólfur Bjarnason. Hann var stífari en Einar Olgeirsson og þess vegna kannski dáðari. Brynjólfur hafði meiri persónutöfra en Einar. Aðrir sem komust á blað: Jón Baldvin Hannibalsson, Olafur Ragnar Grímsson, Sigurður Nordal og Kristinn E. Andrésson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.