Dagur - 16.01.1999, Page 11
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 - 27
Maftar
UMSJÓN:
PJETUR ST.
ARASON
Sá semferðast uin
heiminn kemst ekki
hjá því að verða var við
mikinnfjölda Austur-
lenskra veitingastaða.
Réttjyrir ofan Hlemm
íReykjavík erBan-
Thai veitingahúsið,
það stendurvið Lauga-
veg 130. Tómas
Boonchang hefurrekið
það í átta áreða frá því
íjanúarl992.Á
tímabili voru þrjú tæ-
lensk veitingahús í
Reykjavík en núna er
Tómas einn um hit-
una.
Ban-Thai veitingastaðurinn er á
tveimur hæðum, þegar maður
kemur inn af götunni kemur
maður inní lítinn veitingasal en
á efri hæð veitingastaðarins er
salur sem getur tekið 40 manns
í sæti og segir Tómas að sé til-
valinn fyrir veislur, fjölskyldur
eða hópa.
„Verðið á matnum hefur ekki
hækkað neitt á þessum árum
sem eru liðin síðan ég opnaði
hérna, en hráefnið hefur hækk-
að.“ Tómas segir þó að sam-
keppnin hafi aukist. Það séu
komnir skyndibitastaðir sem
selji mat útúr húsi, mat sem fólk
borðar annars staðar en á stöð-
unum sjálfum.
Tómas segist vilja vanda til
verka, hann selji sig dýrar en
skyndibitastaðirnir sem selji tæ-
lenskan mat. Hann segist til
dæmis ekki skera niður kjöt eða
grænmeti nema rétt áður en
hann þurfi að nota það. Því allir
viti jú að grænmeti sé fljótt að
þorna upp og skemmast eftir að
það er skorið niður. Hann segist
elda allt jafnóðum, sérstaklega
fyrir viðskiptavininn. ,;Stundum
sé ég að fólk er að flýta sér þeg-
ar það kemur hingað, þá segi því
hvað það tekur tekur Iangan
tíma að elda hvern rétt. Það er
munur á skyndibitastöðum og
þessum stað, hráefnið sem ég
kaupi er annað en hráefnið sem
skyndibitastaðirnir nota. Eg sel
mig dýrara en þeir og það hlýtur
að vera munur á matnum," segir
Tómas.
Hver fjölskylda hefur sitt
eigið krydd
Ban-Thai veitingahúsið er fjöl-
skyldufyrirtæki. „Það er bara
fjölskyldan sem vinnur hérna og
ég vil vanda til verka, þess vegna
vil ég ekki hafa of margt fólk. A
efri hæðinni voru sæti fyrir
fimmtíu en það var of þröngt.
Þú veist að þegar maður þarf að
flýta sér þá gerir maður hlutina
ekki eins vel. Konan mín eldar
hjá mér, við viljum ekki hafa það
öðruvísi. Það hefur fólk komið
hérna inná staðinn til þess að
vinna hjá mér, en það er alltaf
einhver úr fjölskyldunni sem
eldar.“
I Tælandi er það siður að hver
íjölskylda blandar sjálf sitt eigið
krydd. Þannig er bragðið af
matnum mjög mismunandi eftir
heimilum, því að kryddið er ekki
eins. Matargerðin er því per-
sónulegri. Tómas segir þó að
yngra fólkið vilji frekar kaupa
tilbúin krydd útí búð en eldra
fólkið blandi sín eigin krydd.
Hann segist fá krydd beint frá
Tælandi en sumt blandi hann
sjálfur.
Hann segir tælenskan mat
vera líkari indverskum en kín-
verskum. Þó tælenskur matur sé
oft sterkt krydd-
aður þá sé hann
öðruvísi sterkur
en sá indverski.
Tómas segir vera
mun á kryddinu
eftir því hvaðan
það komi og tek-
ur sem dæmi að
Matsamum-
kryddið sé mis-
munandi eftir því
hvort það komi
frá Tælandi eða
Indlandi. Tæ-
lenskt Matsamum sé öðruvísi en
indverskt Matsamum.
„Eg get ekki sagt að okkar
matur sé veikari en sá indverski
ég held að þetta sé svipað. Okk-
ar matur er þó öðruvísi sterkur.
Ég vara fólk stundum við þegar
það er að spytja um sterk krydd-
aðan mat, því ég vil að fólk sé
ánægt með matinn hjá mér og
komi aftur og aftur. Súrsæti
maturinn okkar er öðruvísi en sá
kínverski, ef þú borðar hann oft
þá finnurðu muninn. Ef maður
borðar súrstætt
sjaldan, tvisvar,
þrisvar finnst
honum hann
vera að borða
sama matinn, en
sá sam borðar
súrsætan mat
oft finnur mun-
• _ «
ínn.
Mtniur á mat-
argerð Asíbúa
Það er sama
hvort það er
matur vín eða tónlist, því oftar
sem þessa er notið þá þroskast
smekkurinn. Tómas segir al-
gengt að Vesturlandabúar sjái
ekki mikinn mun á asískri mat-
argerð. Þetta sé eins og með
„Stundum séégað
fólk erað flýta sér
þegarþað kemur
hingað,þá segi því
hvað það tekurlang-
an tíma að elda hvem
rétt. “
Tómas og Dúna Boonchang sem reka veitingahúsiö Ban-Thai við Laugaveg.
kynþættina. íslendingar sjái það
á fasi fólks og útliti hvort þeir
komi frá Ameríku, Englandi,
Þýskalandi eða Noregi. Þeir sjái
hinsvegar engan mun á
Víetnömum, Tælendingum eða
Kínverjum. Eins sé þetta með
matargerðina en mikill munur
sé á matargerð þessara þjóða, en
fyrir Vesturlandabúum er þetta
svipað. Þó að auðvitað sé sumt
svipað.
Tómas segir Tælendinga
leggja mikið í sína matargerð,
þeir verja löngum tíma í eldhús-
inu. Uppskriftin sem hann
laumaði að okkur er hins vegar
einföld. „Fólk langar stundum
að elda sjálft, þetta eru ekki
flóknar uppskriftir, það er ekki
erfitt að elda þessa rétti,“ segir
Tómas.
Uppskriftirnar eru miðaðar við
að hægt sé að nálgast efnið í
réttina í næstu búð, þó má
benda á að í Reykjavík og á
stærri stöðum á landsbyggðinni
er hægt að nálgast flest efnin
sem notuð eru í tælenska matar-
gerð. Tómas eftirlét okkur upp-
skrift að Karrí-kjúklingi í sætri
jarðhnetusósu.
Pha - Naeng Kai
(Hentar þremur til fjórum)
Efni:
400 grömm kjúklingur,
skorin í teninga
3 tsk. rautt karrý mauk
eða Pha - naeng karrýmauk
2 bollar kókoshnetumjólk
'A bolli ristaðar jarðhnetur
2'A tsk. fiskisósa
'A tsk. salt
3 tsk. sykur
1 rauður chili sneyddur
mjög þunnt
6 fersk eða þurrkuð Iime lauf
Aðferð:
1) Hitið, yfir meðlhita, einn
bolla af kókoshnetumjólk á
pönnu þangað til olían kemur
á yfirborðið, bætið karrýinu
saman við og Ieyfið suðunni
að koma upp, hrærið stans-
Iaust.
2) Setjið kjúklinginn samanvið,
setjið annan bolla af kókos-
hnetumjólk samanvið og Iátið
sjóða í fimm mfnútur.
3) Blandið afganginum af inni-
haldinu, fyrir utan lime lauf-
in, saman f skál. Meðan að
kjúklingurinn sýður.
4) Hellið úr skálinni á pönnuna
og leyfið því að sjóða í fimm
mínútur. Hrærið vel. Bætið
lime laufunum samanvið og
takið af hellunni.
5) Berið fram með hrísgrjónum.