Dagur - 16.01.1999, Side 18
34 - LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
POPPLÍFIÐ í LANDINU
L. >
FYLGJEHDA-
FJÁRSJÓÐUn
Engum blöðum er um að fletta,
að sú rokkhljómsveit sem mest á
skilið að nefnast risi í fyllstu orðs-
ins merkingu, ROKKRISI, er tví-
mælalaust fjóreykið Metallica.
Með jöfnum og stigmagnandi
hætti á sínum 15 ára ferli hefur
sveitin náð slíkri almannahylli, að
langt út fyrir raðir hins hefð-
bundna rokkaðdáenda hefur náð.
Hinum hörðustu af aðdáendum
hennar og jafnframt þeim sem
haldið hafa tryggð við hana
lengst, hefur reyndar ekki alls
kostar líkað það sem í seinni tíð
hefur komið, með systurplötun-
um tveimur, Load og Re-load, þar
sem þeim finnst harkan og kraft-
urinn vera farin að minnka full
mikið. Eru menn ekki á eitt sáttir
um þetta, en Hetfield, Ulrich,
Newsted og Hammett, hafa hins
vegar ekki látið þessa gagnrýni á
sig fá heldur haldið áfram sínu
striki á sínum forsendum og svar-
að fyrir sig fullum hálsi ef svo
hefur borið undir. Það sýnir sig
líka að þeir eru ennþá á toppnum
og geta þar með Ieyft sér að gera
hlutina eins og þeim sýnist.
Sem eins konar glaðning á 15
ára útgáfuferlinum, gerðu þeir fé-
♦
STELPU - STR AKAPOPP
Sannkölluðu Skvísupoppplata, The boy is mine með Monicu.
Nú á síðustu árum hefur hin nýja
bylgja undir merki R&B verið
býsna ríkjandi hér á Vesturlönd-
um og margar stórstjörnur popps-
ins verið undir því merkinu. Næg-
ir líklega bara að nefna Fugees og
Eryku Badu því til staðfestingar,
hvortveggja gríðarvinsælt. Fleiri
eru, svo auðvitað um hituna og
eiga það flestir sameiginlegt að
vera ungir að árum, oftar en ekki
undir tvítugu. Táningurinn Mon-
ica er þar á meðal. Stúlkan sú er
ekki orðin tvítug, en hefur þó
stóran hluta þessa áratugar verið
poppstjarna. Hún var aðeins 12
ára er hún var uppgötvuð og hef-
ur lengst af gert garðinn frægan
sem annar helmingur dúettsins
Brandie og Monica. Eitthvað hef-
ur slest upp á hjá þeim tveimur
að sagt er, allavega er nýjasta verk
Monica einungis á hennar eigin
nafni, The boy is mine, sem er
hennar önnur plata. Samnefnt lag
var reyndar gríðarvinsælt í íyrra
með þeim báðum, en Monica er
ein á báti á plötunni með sama
nafni. Nú eins og oftast íyrri dag-
inn er þetta eins konar stelpu-
strákapopp og höfðar til fólks á
þessum margfræga táningsaldri
þegar kynin eru að móta sér skoð-
anir hvort á öðru. Monica er bara
hin þokkalegasta söngkona og
platan líklega sömuleiðis hin
dægilegasta. Allavega hefur hún
verið á topp 100 í Bandaríkjunum
um margra mánaða skeið.
Þessir snyrtilegu menn eru án efa meðlimir vinsælustu stórrokksveitar
heims, Metallica.
lagarnir sér lítið fyrir á síðasta ári,
undir Iok þess, að senda frá sér
heila tvöfalda geislaplötu þar sem
einungis voru lög eftir aðra. Sam-
tals 27 upptökur/lög þar af 11
sem voru alveg nýjar af nálinni.
Verður þessi hátíðargjörningur
ekki talinn annað en sannkallað-
ur fjársjóður fyrir fylgjendur
Metallica. Margt er þama hreint
afbragð t.d. fínar útgáfur af Iög-
um á borð við Turn the page frá
Bob Seger, Whiskey in the jar, að
þeim hætti sem thin Lizzy gerði
þetta gamla írska þjóðlag vinsælt
og Thuesday's gone, úr smiðju
Suðurríkjagoðsagnarinnar Lynyrd
Skynyrd. Allt fínar útgáfur með
meiru af þeim sem nýjar eru. EP
platan Garage days revisited, sem
þessi Garage Inc. er hálft í hvoru
nefnd eftir, er svo hérna að finna
einnig í heild, sem og aðrar frá-
bærar túlkanir sem m.a. hafa
áður komið út á B-hliðum þ. á m.
Am I evil frá Diamond head,
syrpa með Motorheadslögurum,
sem þeir gerðu í tilefni af 50 ára
afmæli Lemmy, forsprakka þeirr-
ar fornfrægu járnpönksveitar og
So vvhat?, pönksmíðin fræga og
mjög svo umdeilda frá Anti
nowhere Ieague.
Hvað sem líður skoðunum á
stefnubreytingu piltanna í
Metallica, þá er óhætt að segja
við alla aðdáendur þeirra, gamla
sem nýja, nælið ykkur í gripinn,
ef þið eruð þá ekki búin að þvi.
Nýjustu tíðindi af jöfrunum eru
svo þau, að í apríl ætla þeir að
halda tvenna tónleika í heimahér-
aðinu, San Fransisco, ásamt sin-
fóníuhljómsveitinni þar, sem svo
hugsanlega verða gefnir út síðar.
RRPPSUDA
Þeir eru ófáir tónlistarfræðing-
arnir um heim allan, sem mikið
spá í hvers vegna rappið hefur
reynst svo lífseigt sem raun ber
vitni. Hafa menn ályktað í ýmsa
veru, en tvennslags eru skýring-
arnar, að rappið sé orðið órjúf-
anlegt menningarfyrirbæri am-
erískra blökkumanna og njóti
þannig eindregnar og elífrar
hollustu og að hinir ýmsu boð-
berar rappsins séu einkar lunkn-
ir við að krydda það og auka
blæbrigðin með öðrum tónlistar-
stefnum, eru ekki svo fjarri lagi
auk annarra. Bobby Digital,
einn fjölmargra rappara sem
vekja nú athygli, er kannski ekki
að gera neitt nýtt með plötunni
sinni, Soul survivor, en það að
hann tengist Wu-Tan genginu,
gerir það að verkum að eftir
honum er tekið. Platan hans,
RZA as Bobby Digital, er þó
býsna áhugaverð og á köflum
nokkuð grípandi, sérstaklega þar
sem venjubundnum hljóðfærum
er blandað saman við tölvufor-
ritunina. Þá er þessi plata
kannski meira aðgengileg en
sumt það sem Wu-Tan hafa sent
frá sér. Og svo selst hún víst vel
vestra þessi eins og svo margar
aðrar með köppum sem skapað
hafa sér nafn.
D^wr
POPPFRÉTTIR
Gwen Steffani og hennar fé-
lagar í No doubt verða með
nýja plötu í sumar.
• Kraftpoppsgengið No
doubt, sem svo rækilega
sló í gegn með plötunni
Tragic kingdom og Iögum á
borð við Don’t speak, er nú
væntanlega að hefja upp-
tökur á arftakanum. Var
upphaflega búist við að hin
snoppufríða Gwen Steffani
og félagar myndu hefja
upptökurnar i nóvember
með útgáfu í vor í huga, en
sú áætlun tafðist vegna
meiri afkasta við lagasmíð-
ar. Er nú gert ráð fyrir
plötunni í sumar. Upp-
tökustjóri er Michael
Berndon, sem m.a. hefur
getið sér gott orð fyrir
vinnu með Hole og Marlyn
Manson.
• Líkt og jafnan áður í
byrjun árs eru verðlauna-
hátíðir ýmiskonar og til-
nefningar til þeirra áber-
andi. I byrjun vikunnar
voru t.a.m. amerísku tón-
listarverðlaunin afhent,
þar sem rapparinn og leik-
arinn vinsæli Will Smith
hlaut m.a. þrenn verðlaun.
Tilnefningar til Grammy-
verðlaunana eru einnig
teknar að birtast og er Eric
Clapton t.d. tilnefndur í
„hundraðasta sinn“
• Bresku tónlistarverðlaun-
in, þ.e. tilnefningar til
þeirra, voru sömuleiðis
birtar nú fyrr í vikunni og
standa þar tvö nöfn afger-
andi upp úr. Annars vegar
er það fyrrum súkkulaði-
drengurinn úr Take that,
Robbie WiIIiams, sem
hlaut sex tilnefningar og
hins vegar trip hop goðin
mögnuðu frá Bristol (og Is-
landsvinir) Massive attack,
er hlutu fimm tilnefningar.
• Ofurrokktríóið breska,
Bush, sem m.a. inniheldur
söngvarann Gavin Rose-
bane, kærasta Gwen úr No
doubt til langs tíma, eru
líka í plötuhugleiðingum,
en eru þó heldur lengra
komnir í þeim efnum.
Mun, eftir því sem næst
verður komist, vinnu við
plötuna lokið og er hennar
að vænta í mars. The
scence of things mun grip-
urinn nefnast og verður
þriðja plata Bush.
i