Dagur - 16.01.1999, Page 19

Dagur - 16.01.1999, Page 19
 LAUGAKDAGVR 16. JANÚAR 1999 - 3S LÍFIÐ 1 LANDINU Fyrír austan. Mynd þessi er úr í litlu sjávar- piássi austur á fjörðum, en þar hafa menn róðið lífróður síðustu daga til þess að bjarga atvinnulífi staðarins. Búlandstindur hf. hefur ákveðið að hætta þar starfsemi, en nú virð- ast heimamenn reyndar vera búnir að bjarga málunum fyrir horn. Hver erþessi staður? Ólátaskólar. Mikið hefur gengið á í grunn- skólum Reykjavíkur á fyrstu skóladögum ný- byrjaðs árs og þessi mynd var tekin í einum skólanum, þar sem óeinkennisklæddar iöggur hafa staðið vaktina svo aiit fari vel fram. Einmitt í þeim skóla sem myndin var tekin í hefur ástandið verið sýnu verst. Hver er þessi skóli? Hnattfarinn. Á fyrsta degi nýbyrjaðs árs lagði bandarískur milljónamæringur upp í hnattferð héðan frá landi og mun á næstu þremur árum hafa viðkomu í öllu heimsins álfum og kynna sér þar mannlíf og náttúru- far sem hann mun og segja frá á bandarísk- um sjónvarpsstöðvum. Hvað heitir þessi ferðalangur og hvaðan aflandinu lagði hann upp í ferðalag sitt? íþróttamaðurínn. Sá kappi serm hér sést á mynd var á dögunum útnefndur fþróttamað- ur KA. Hvað heitir hann og á hvaða íþrótta- móti erlendis náði hann afbragðsgóðum ár- angri á dögunum? Leiðin austur. Sem betur fer er veður sjaldnast jafn snæiduvitiaust einsog var sl. þriðjudag þegar mönnum voru allar bjargir bannaðar til þess að komast austur fyrir fjalll. Bæði Hellisheiði og Þrengsli lokuð. Hve langt er frá Reykjavík og austur á Sel- foss og hve iangt úr Reykjavík og í Þorláks- höfn um Þrengsli? 1. Hverjir voru hinir upp- haflegu Fjölnismenn? 2. Hvaða sveit landsins er lýst með eftirfarandi hætti? Þjórsá og Hvítá afmarka sveitina í austri og vestri. I norðri Stóra- Laxá og Sandlækjarós, í suðri Merkurlaut í Merkurhrauni. Sveitin er að mestu sléttlend, en Vörðufell setur þó sterk- an svip á Iandslag. I austan og sunnanverðri sveitinni er hraun er kallast Þjórsárhraun. 3. Hann var fæddur á Höfðaströnd í Skagafirði á 3. áratug aldarinnar, en fór ungur suður til Reykjavíkur þar sem hann lauk stúdents- og síðar Iögfræði- prófi. Hann gerðist umsvifamikill kaup- sýslumaður og verslunarhættir hans eru sagðir hafa valdið straumhvörfum í lífs- kjörum almennings. Maðurinn sem hér er spurt um lést 1991. Hver var hann? 4. Hvert var útgerðarfyrirtækið sem árið 1924 keypti eignir á Hjalteyri við Eyja- fjörð og reisti þar 1937 síldarverk- smiðju, sem þá var talin hin stærsta í Evrópu? 5. „Þú komst í hlaðið í hvítum hesti. / Þú komst með vor í augum þér. / Eg söng og fagnaði góðum gesti, / og gaf þér hjartað í bijósti mér.“ Hver orti svo? 6. Yfir hvaða svæði á landinu nær Engi- hlíðarhreppur? 7. Hvað heitir það strýtumyndaða fjall, sem lengi hefur verið einskonar ein- kennistákn Reykjaness? 8. Hvaða ráðherraembættum gegndi Ragn- hildur Helgadóttir í ráðherratíð sinni frá 1983 til 1987, þ.e. í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar? 9. Hvar á landinu er Orlygshöfn? 10. Spurt er um gróinn verslunarstað á landsbyggðinni. Bæjarstæðið er fagurt og bærinn skartar fallegum, vel hirtum, gömlum húsum frá 19. öld. Höfnin er sérstök af náttúrunnar hendi og bærinn er mikið sóttur af ferðamönnum sem gjarnan fara í sjóferðir og skoða eyjar, fugla og dýralíf. A stað þessum er kaþ- ólskt nunnuklaustur. Hver er staðurinn? LAWD OG ÞJÓD Vm V \ Sigurður Bogi Sævarsson skrifar Svör: •ijjæij uinssacj paui jsáj ja uias luijoqsppjájs ia ■() ] •ijpfupi uinuæq b ia iec[ uias jeuossjejo spSg ujesefuipq iiiÁj uuungejs 13 injsejqqaci -igpyeq e uui iiuiXaijs uias iec| ijegeA ega qiA uuni8 13 8o piofjsqaijeg uepiaAuejn 8o -ueuuns piA ia ujpqs8X|io-6 •luuiuipfjs in ioj uossuiu^ijeH JPO ua euiuiofjs i uui uioq uossjeg uuiojsioq 8o uinuis umjjæ -quis suisqqo|jsipæjsqefq iciiaqpei npn -isqpiq ijqundeuiij unacj p us ‘euoqpeisi -gSuqpaq ijjæquia qia qoj unq leSacj S86f sjsneq [ij pecj iba 8o £861 Quoa pnpuXui ieA uipfjsspjji ppæiuin iac[ bij euaqpei -e[euiejuu3ui iba iijjopeSpH inp|iqu8ey8 •n[sXssujeAeunH-mjsny i jepeSueg iijá jæu inddaiqiepqqiSug-p •OAS IJIO UI3S UOSSUPJ3JS QIACQ IBA gBcJ'S •npupuoAS jeuunpjXqs -joQ[-sioqj nSis i iba uias ‘qq injjnpjaAyj-j, ■dneqSen J uossupf luqej-g ■uinpio umssacj Qsui jsXj 13 njsÁsssuiy i iddsiqepisqq'j •uos -spunuiæs seuipjL 8o uossinjsj mjjofuXig ‘uosejsjo peiuoyj ‘uossuijiSjjen seuof-j •ujoqsqejiocj J mjsne 13 *unj j£ 8o ssoqsg p injsne nis -unj * •oppf j nuijpuieiejsioui eqsjACUipueqq eudQ 9 jjoS qecj 15138 uinunSop e uias uossjisj -JOcj giequiayy iijisq issscj mpeuiejjpicjj * •uinjjOASuicj eij eujs pioj j ddn ip8ej uiss uejjjeuq imjæij issscj iijisq sisSog uqf ijpqseSeH * •qjASjepgisig * Fluguveiðar aö vetri (100) Tékkamir veiða vel Fyrir nokkrum misserum tóku að berast fregnir af „tékknesku“ að- ferðinni í erlendum tímaritum um fluguveiðar. Sagt er að Tékkarnir sópi til sín verðlaunum og athygli á alþjóðlegum mótum þar sem keppt er í fluguveiðum. Hér er ekki mælt með þ\d að gera fluguveiðar að keppnisgrein. En árangur Tékkanna er eftirtekt- arverður, því þeir nota sérstaka að- ferð við veiðar á urriða, bleikju, harra og öðrum tegundum sem heiðra ár þeirra. FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar Þrjár í röð Fyrir það fyrsta eru nymfurnar þeirra sér- stakar. Ég mun tala um þær síðar, ég held nefnilega að aðferðin sé mikilvægari en útlit flugnanna. Læt mér nægja að segja þetta: þær eru oftast dökk-tvílitar (skipt um miðju) á bognum krók, #8-12, vel þyngdar, bakið er með döklditaðri plast- ræmu eftir endilöngu og koparvír vafið yfir. Einfalt. Ég held að við ættum að nota okkar eigin ágætu púpur og nymfur - með þessari aðferð. Þeir veiða með þrjár á taumi. Fyrir straumvatn Þessi aðferð mun henta vel á tiltölulega straumhörðum stöðum, vatnið þarf ekki að vera dýpra en í mjóalegg, en má alveg taka manni í Iæri. Kjörin að- ferð víða á Is- landi. Sjálfur hef ég ekki prófað að gagni. Og skammast mín hálfpartinn fyrir. Málið er að mér leiðist svo að veiða með „dropper" - tveim- ur flugum á taumi. Hvað þá þremur. En þetta skulum við samt prófa næsta sum- ar: Níu til tíu feta stöng er nauðsynleg. (Tékkarnir nota rúm 10 fet.) Taumurinn er jafn langur stönginni, 8-10 pund að styrk efst. A hann eru hnýttar þrjár nymf- ur, vel þyngdar. „Kúpur“ (púpur með kúluhaus) eru kjörnar að mínu mati. Bil- ið milli þeirra er haft 50 sentimetrar. Tvær efri flugnanna eru hnýttar við tauminn með hefðbundnu lagi (íærið það af öðrum en mér), og dingla frá aðal- taumi í 10 sentimetra fjarlægð. Taumurinn grennist Ifaman við efstu flugu, fer niður í 6-4 pund, eftir því hvað menn treysta sér til. Ég myndi ekki bjóða urriða neitt minna en 6 pund. Þar sem taumur og lína mætast þarf að vera eitthvað sem augað getur fylgt. Mál- ið er einfaldlega það að maður þarf að geta fylgt línunuenda eftir með augum til að sjá naumar tökur. Vegna þess að nymf- urnar eru þyngdar svo vel er ekki víst að venjulegur tökuvari (strike indicator) fljóti. En að mínu mati nægir hann vel eigi að síður, hann gegnir hlutverki sínu þótt hann sökkvi örlítið, þ\i færið er alltaf stutt. Svo má nota skært garn og hnýta smá stubb á línuna. Þetta er sem sagt heilmikil útgerð. En þar rneð má segja að vandamálum okkar sé lokið. Veiðin Köstin eru stutt. Þau eru eiginlega engin. Veiðimaðurinn velur sér góðan stað, steina sem gott væri að láta sökkva bak- við, eða streng sem fellur fallega fram. Hann dregur út svo sem einn metra af línu fram af stönginni og er það allt og sumt. Nú eru úti þrjú fet af línu og 10 fet af taumi. Þessu vippar maður upp fyrir sig í strauminn - upp og aðeins út á við. Þessar fá að kynnast tékknesku aðferðinni í vori Nymfurnar sökkva hratt niður að botni og koma á fleygiferð í átt til manns. Ekki er ástæða til að taka inn slaka, heldur horfa bara fast á tökuvarann eða annað sem notað er til að gefa til kynna hvernig lín- an hreyfist. Um leið og vart verð- ur við kipp, hik eða rás út úr straumi þarf að bregða við. Það gerir maður með að lyfta stöng- inni snöggt, en frá upphafi heldur maður þannig að höndin sem heldur um stöngina notar einn fingur til að klemma línuna fasta. Hin höndin er Iaus. Taki ekki fiskur strax kemur línan niður til móts við veiðimanninn undan straumi; hann lyftir stönginni örlítið til að taka inn slaka og fylgja nymfunum vel eftir þegar þær færast nær. Þegar flugurnar þyrlast niður fyrir hann Iætur veiðimaðurinn stangaroddinn fylgja á eftir og vísa niður á við aftur án þess að taka í. Línan réttir svo úr sér; ef engin taka er á því augna- bliki má undirbúa næsta kast. Kast tvö er aftur upp, en aðeins meira þvert en fyrst. Þessu næst kemur ef til vill þriðja kastið, sem er enn meira þvert en hin fyrri. Þannig skárar maður strenginn fyrir framan sig áður en maður tekur 2-3 skref niður og heldur áfram með mismunandi „köstum“ uppfyrir sig. Aldrei nein bakköst. Bara vippa þessu rétt uppfyrir sig og passa að lína og taumur leggist fram, fylgjast síð- an vel með, Iáta stangaroddinnn fylgja nymfunum eftir meðan þær koma skrallandi niður með straumi. Sáraein- falt. Hvert er „trixið“? Nymfumar eru þungar, þær fara rakleiðis niður og berast fyjáislega með straumi eins og æti þar sem fiskurinn Iiggur. Hann þarf ekki að elta fluguna. Bilið á milli flugnanna tryggir mismunandi dýpt í vatni, hámarkskynningu með lágmarks- fyrirhöfn. Tékkarnir láta því nægja eitt rennsli á hvem punkt, eru fljótir að kasta einu sinni til þrisvar þar sem þeir standa og færa sig fljótt neðar til að flugurnar finni „nýja“ fiska. Ábendingar Rek flugnanna á að vera fyjálst. Veiði- maðurinn á að bregða við um Ieið og lín- an hagar sér afbrigðilega. Hann á að vera sérstaklega vel á varðbergi þegar flugum- ar eru komnar vel niður fyrir hann og straumurinn lætur þær „sveiflast" að landi. Þetta er hin vel þekkta dauða- stund. Ef flugurnar eru komnar alveg niður fyrir veiðimanninn og Iiggja beint án þess að taka hafi fengist, borgar sig að gefa smá kipp áður en þær eru rifnar upp í næsta kast. Þessi erting kveikir oft í fiski sem hefur elt. Þyngsta flugan á að vera í miðjunni. Ekki spyrja mig hvers vegna. En það virkar. Kosturmn? Kosturinn er að mínu mati að aðferðin hvetur mann til að lesa vatn í staðinn fyr- ir að þrusa bara út og vona það besta. Ekkert gerir til þótt veður sé vont og blási, maður er ekki að kasta. Og yfirferð- in er mikil: maður kannar mikið vatn á stuttum tíma. Og svo er þetta mjög ár- angursrík aðferð. Það segja allir sem prófað hafa. Svo nú er bara að bíðar vors! i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.