Dagur - 16.01.1999, Side 20
36- LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1998
RAÐAUGLYSINGAR
A T V I N N A
Ríkistollstjóri auglýsir laust starf við
tollendurskoðun
Embætti ríkistollstjóra starfar samkvæmt lögum nr.
55/1987 og fer í umboði fjármálaráðherra með
yfirstjórn tollheimtu og tolleftirlits.
Starfið felur meðal annars í sór:
• Eftirlit með framkvæmd tollstjóraembættanna á toll-
afgreiðslum vegna inn- og útflutnings.
• Miðlun upplýsinga til starfsmanna tollsins, við-
skiptalífsins og almennings um tollskýrslugerð og
tollafgreiðsluhætti.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af tollamál-
um og hafi menntun á verslunar- og/eða viðskipta-
sviði. Einnig er starfsreynsla á þessu sviði mikils
metin.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra
starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda
að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins nr. 70/1996.
Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, skulu berast ríkistollstjóraemb-
ættinu, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, eigi síðaren
31. janúar 1999.
Áætlað er að ráða í starfið frá og með 1. mars nk.
eða samkvæmt samkomulagi.
Frekari upplýsingar veita Jóhann Ólafsson, starfs-
mannastjóri, og Matthías Berg Stefánsson, deildar-
stjóri endurskoðunardeildar, í síma 560 0500.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Reykjavík, 7. janúar 1999,
ríkistollstjóri.
Slökkvistöð
Akureyrar
Vegna fjölgunar á vakt eru lausar til umsóknar fjórar stöð-
ur slökkviliðsmanna hjá Slökkviliði Akureyrar. Starfið felst
í vaktavinnu vegna slökkvi- og sjúkraflutningaþjónustu,
auk ýmissa starfa sem þessu tvennu fylgir. Útkallsskylda
er utan vinnutíma.
Einnig vantar menn til sumarafleysinga á tímabilinu maí til
september 1999.
Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sbr.
reglugerð um réttindi, menntun og skyldur slökkviliðs-
manna og samþykkt fyrir Slökkvilið Akureyrar. Helstu
atriði þeirra eru:
- Vera á aldrinum 20-28 ára, reglusamir og háttvísir.
- Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heil-
brigði, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera
ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd.
- Hafa iðnmenntun, sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna
eða sambærilega menntun og reynslu.
- Hafa ökuréttindi til að stjórna a) vörubifreið og
b) leigubifreið.
- Hafa góða almenna þekkingu, þ.m.t. nokkra tungumála-
kunnáttu og gott vald á íslenskri réttritun.
Laun samkvæmt kjarasamningi Landssambands slökkvi-
liðsmanna eða STAK og launanefndar sveitarfélaganna.
Upplýsingar um starfið gefa slökkviliðsstjórar á slökkvi-
stöðinni, Árstíg 2, en upplýsingar um kaup og kjör gefur
starfsmannastjóri í síma 462 1000.
Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar Akureyrar-
bæjar, Geislagötu 9, en þar fást einnig umsóknareyðu-
blöð, ásamt úrdráttum úr reglugerð um menntun, réttindi
og skyldur slökkviliðsmanna og samþykkt fyrir Slökkvilið
Akureyrar.
Umsóknarfrestur er til 29.01. 1999
Starfsmannastjóri.
A
KÓPAVOGSBÆR
Lausar stöður
við leikskóla
Marbakki v/Marbakkabraut, sími 564 1112
100% staða leikskólakennara.
Á Marbakka er unnið eftir hugmyndafræði þar sern
áhersla er lögð á skapandi starf og skapandi hugsun.
Upplýsingar gefa leikskólastjórar, Svana Kristinsdóttir
og Þórdís G. Magnúsdóttir.
Dalur v/Funalind, sími 554 5740
Tvær 100% stöður leikskólakennara. Til greina kem-
ur að skipta þeim í hlutastöður. í Dal er sérstök
áhersla lögð á samskipti og unnið með hugtökin virð-
ingu, ábyrgð og sjálfstæði. Upplýsingar gefur leik-
skólastjóri, Sóley Gyða Jörundsdóttir.
Arnarsmári v/ Arnarsmára, sími 564 5380.
100% staða leikskólakennara.
100% staða matráðs.
í Arnarsmára er áhersla lögð á frumkvæði, vináttu og
gleði.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Brynja Björk Krist-
jánsdóttir.
Athygli er vakin á því, að fáist ekki leikskólakennarar í
stöðurnar verða ráðnir aðrir með uppeldismenntun
eða leiðbeinendur, ófaglærðir starfsmenn.
Ennfremur gefa upplýsingar leikskólafulltrúi, Sesselja
Hauksdóttir, og leikskólaráðgjafi, Gerður Guðmunds-
dóttir, í síma 554 1988.
Starfsmannastjóri
Starf tækniteiknara
á Tæknideild
Laust er til umsóknar starf tækniteiknara á tækni-
deild Akureyrabæjar
í starfinu felst m.a. gerð og viðhald grunnkorta,
mæliblaða, vinnuteikninga af götum og holræsum
og vinna við gerð útboðsgagna. Nær öll þessi
vinna er unnin með aðstoð tölvu. Einnig tilheyrir
starfinu varðveisla og uppröðun teikninga, almenn
afgreiðsla og skrifstofustörf. Æskilegt er að um-
sækjandi hafi reynslu af tölvunotkun við teiknistörf,
ritvinnslu og skýrslugerð.Laun skv. kjarasamningi
STAK og Launanefndar Sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið gefur Gunnar H. Jóhann-
esson deildarverkfræðingur og upplýsingar um
kaup og kjör veitir starfsmannadeild. Síminn er
462-1000.
Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 á eyðublöðum sem
þar fást.
Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 1999
Starfsmannastjóri
Eiginn herra!
Frjáls vinnutími. Ótakmörkuð umsvif á heims-
vísu, þess vegna.
Einstakt tækifæri.
Upplýsingar gefur Díana í síma 897-6304.
Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf á
vegum verkefnisstjórnar bókhalds- og upplýsinga-
kerfisins AGRESSO hjá Reykjavíkurborg.
Meginverkefnin eru:
• Aðstoð við þróun þeirra möguleika sem
AGRESSO býður upp á.
• Innleiðsla og uppsetning nýrra kerfishluta í sam-
vinnu við söluaðila.
• Aðstoð við notendur kerfisins.
• Upplýsingagjöf og ýmiskonar bókhaldsuppgjör.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á viðskiptasviði eða sambæri-
leg menntun.
• Reynsla og þekking á bókhaldi, bókhaldskerfum
og tölvuvinnslu.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknum skal skilað til borgarbókhalds Ráðhúsi
Reykjavíkur eigi síðar en 29. janúar nk.
Nánari upplýsingar veitir Snorri Snorrason borgar-
bókhaldi í síma 563-2000 eða í tölvupósti
snorrisn@rvk.is.
Reykjavíkurborg
borgarbókhald
Sálfræðingur
Skólaskrifstofa Vesturlandsumdæmis sem
hefur aðsetur í Borgarnesi óskar eftir að ráða
sálfræðing til starfa
Skrifstofan annast greiningar- og ráðgjafarþjónustu við
fjórtán grunnskóla og þrettán leikskóla á Vesturlandi;
nánar tiltekið fyrir öll sveitarfélög í
Vesturlandskjördæmi önnur en Akraneskaupstað og
auk þess Reykhólahrepp í Austur-Barðastrandarsýslu.
Ráðningarkjör eru í samræmi við kjarasamning
Launanefndar sveitarfélaga og Sálfræðingafélags
islands.
Nánari upplýsingar gefur Snorri Þorsteinsson,
forstöðumaður, sima 437 1480 eða 437 1526.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1999.
Sjálfsbjörg
landssamband
fatlaðra
Sjálfsbiörg er landssamband hreyfihamlaðra með 17 aðildarfélög um
land allt. Hlutverk þess er m.a. að vinna að fullkominni þátttöku og
jafnrétti hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra í þjóðfélaginu.
Félagsmálafulltrúi
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, óskar eftir að
ráða félagsmálafulltrúa í 1/2 starf. Helstu verkefni
félagsmálafulltrúans er úthlutun svokallaðra P-merkja
fyrir hreyfihamlaða, upplýsingasöfnun um málefni
fatlaðra og kynning á réttindamálum þeirra á opinber-
um vettvangi, fyrirgreiðsla og ráðgjöf við félagsmenn,
yfirumsjón með félagsstarfi unglinga, námskeiðahald
og tengsl við aðildarfélög Sjálfsbjargar um land allt
auk annarra tilfallandi verkefna.
Menntun á sviði félagsvísinda er æskileg eða mikil
reynsla af félagsstörfum. Umsóknir skal senda Sjálfs-
björg, landssambandi fatlaðra, Hátúni 12, 105
Reykjavík, merktar „félagsmálafulltrúi'1 fyrir 23. janúar
nk. Einnig má senda umsóknir í tölvupósti til:
mottaka@sjalfsbjorg.is.
Upplýsingar veita Sigurður Einarsson og Rannveig
María Þorsteinsdóttir í síma 552 9133.