Dagur - 19.01.1999, Side 1

Dagur - 19.01.1999, Side 1
i 1 Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524 Verð ílausasölu 150 kr. 82. og 83. árgangur - 11. tölublað Engin sátt um að hætta við virkjanir { ^ pét, Formaður Framsókn- arfLokksins væntir niðurstöðu í viðræð- um við Norsk Hydro um mitt ár. Sátt um virkjimarmálin á Austurlandi geti ekki falist í því „að hætta við allt saman“. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist tilbúinn að taka þátt í að skapa sem mesta sátt um virkjunarmál á Austfjörðum - en „sú sátt getur hins vegar ekki gengið út á að hætta við allt sam- an“. Halldór útilokar ekki að Fljóts- dalsvirkjun fari í „lögformlegt umhverfismat" en það ráðist af gangi viðræðna við Norsk Hydro: „Ef frestun á sér stað á þeim fyr- irætlunum, eða samningar takast ekki, skapast áreiðanlega nægilegt svigrúm til þess,“ segir Halldór. Hann boðar að niður- staða fáist í viðræðurnar við Norsk Hydro „um mitt ár“. Nýjar leiðir „Eg hef lengi talað um nýjar Ieið- ir í virkjanamál- um, ef til virkjun- ar kemur og það er verið að vinna að þeim hér í ráðuneytinu," segir Finnur Ing- ólfsson iðnaðar- ráðherra. „Sá möguleiki kann að vera fyrir hendi að hægt sé að nýta sömu árnar með öðrum hætti heldur en þeim hagkvæm- asta og ódýrasta. Kostnaðurinn verður þá eitt- hvað meiri og munurinn frá hagkvæmasta kost- inum væri það gjald sem við vær- um að greiða fyrir náttúruvernd- ina. Þetta tel ég að menn eigi að fara í að skoða og er hér með í undirbúningi," segir Finnur. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra: Vill taka þátt í að skapa sem mesta sátt um virkjunarmál á Aust- fjörðum. Dýrari virkjimarkostir „Auðvitaö hafa menn hjá Lands- virkjun alltaf verið með það í huga að virkjanir raski sem allra minnstu í náttúrunni," segir Þor- steinn Hilmars- son, upplýsinga- fulltrúi Lands- virkjunar. „I þessu sambandi má nefna að nú til dags tala menn um göng fyrir vatnið og til samanburðar má nefna Blönduvirkjun sem er með skurði fram eftir heiðinni. Við höfum líka verið að skoða þá möguleika ef _________menn ætla að nýta vatn í efri Þjórsá, að reyna að forðast lón sem vatni upp í Þjórsárverin með því að taka vatn úr farveginum ofar. Þetta er það sem við erum að vinna að og við erum alltaf að leita leiða til að lágmarka um- hverfisröskun." Þorsteinn segir að ef menn vilji byggja Fljótsdalsvirkjun án þess að drekkja Eyjabökkum sé möguleiki á að virkja Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fljótsdal sam- an. Með því móti sé hægt að nýta miðlunarrými fyrir Jökulsá á Fljótsdal við Kárahnjúka. Þá verði mun minna lón við Eyja- bakka og raunar fyrir neðan þá. Stífla yrði neðar en hingað til hefur verið gert ráð fyrir. „Þetta er dýrari kostur þó ekki væri í öðru en því að þarna afsegja menn orkuframleiðslu sem sam- svarar Blönduvirkjun og dregur líka úr möguleikum um nýtingu á hraununum. Þetta er hins veg- ar möguleiki sem við höfum bent á. Hann hefur þann ókost að þetta er ekki hægt að gera nema virkja fyrst Jökulsá á Brú. Það er hins vegar svo stór virkjun að hún yrði ekki byggð nema að fyr- ir hendi væri stór orkukaupandi. I kjölfarið væri svo hægt að byggja miklu nettari virkjun í Fljótsdal," sagði Þorsteinn. - S.DÓR Sjá einnig bls. 7. Verðlags- eftirlinð aðbyrja „Fólk er mjög illt yfir þessum þjónustugjaldshækkunum," segir Halldór Björnsson, formaður hjá hinu sameinaða stéttarfélagi, Dagsbrún, Framsókn, Sókn og Félagi starfsfólks í veitingahúsum. Eftir hálfan mánuð tekur til starfa verðlagseftirlit verkalýðsfé- laga á stór-höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Neytendasamtökin. Samtökin útvega húsnæði og sér- fræðiaðstoð en verkalýðsfélögin greiða starfsmanni Iaun. Talið er að kostnaðarhlutdeild þeirra sé um 3,5 milljónir króna. Eftirlitinu er ætlað að veita opinberum sem óopinberum fyrirtækjum og stofn- unum aðhald með því að upplýsa almenning um verðlagsbreytingar hjá þeim. Hins vegar verður ekki lögð eins mikil áhersla og áður á matvörumarkaðinn, enda talið að samkeppnin þar gefi besta að- haldið. - GRH >*' <#*■*?**' *ir Friðrik Steingrímsson, bóndi í Birkihlfð í Ljósavatnsskarði, varð fyrir miklu eignatjóni í snjóflóði um helgina. Sjá miðopnu um afleiðingar illviðrisins og viðtal við Friðrik á bis. 19. - mynd: brink Pétur Blöndal: Lífeyrisaukinn hag- stæður fyrir iaunþega en dýr fyrir fyrirtækin, lífeyrissjóðina og skatt- kerfið. Dvrtojg flóMð kerfi „Þeir sem eru „neyslufíklar", geta ekki átt 10.000-kall í vasan- um án þess að eyða honum eiga endilega að fara í þennan sparn- að. Hann kemur líka um 15-20% verðmeiri út heldur en það sem þú sparar á eigin spýtur, þannig að ég mundi ráðleggja allflestum að gera þetta,“ svaraði Pétur Blöndal, alþingismaður og trygg- ingastærðfræðingur, um nýja líf- eyrissparnaðinn. Það sem hann segist hins vegar hafa mest á móti þessum sparnaði sé hvað hann sé óskaplega dýr og kosti fyrirtækin, lífeyrissjóðina og skattinn gríðarlega vinnu og vesen. „Þetta verður alveg yndis- lega dýrt og flókið kerfi,“ segir Pétur. Sérstaklega segir hann að þessi 0,2% muni kosta fyrirtækin meira en það sem verið er að spara. „Mín reynsla er sú að það kosti kringum 500 krónur að möndla með hverja færslu í bók- haldi, en fyrir venjulegt fólk á 100 til 150 þúsund króna mán- aðarlaunum þýðir þessi 0,2% sparnaður 200 til 300 krónur á mánuði.“ Dýr spamaður Það versta sé kannski, að ekki verði lengur hægt að stemma tryggingagjaldið af á auðveldan hátt sem ákveðið hlutfall af launasummu fyrirtækisins, því sumir starfsmenn spari og aðrir ekki. Það verði því að fara ofan í einstakar færslur. „Skatturinn mun því hafa mikinn ama af þessu, sem auðvitað kostar sitt.“ Pétur bendir á að fyrirtækin þurfí að senda hveija greiðslu til viðkomandi lífeyrissjóðs, sem síðan þurfi að halda utan um hvern einasta sjóðfélaga. Allt verði þetta því óskaplega dýrt fyr- ir 25 til 65 þúsund króna sparn- að á ári hjá meðaljóninum. wtmttwioe express EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 BLAÐ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.