Dagur - 19.01.1999, Side 3
Ik^iir
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÍAR 1999 - 3
FRÉTTIR
Laun verkafólks fyr-
ir neðan hættnmork
Ekki eru allir sammála því að laun þingmanna séu alltoflág. Myndin er frá
mótmælafundi í Reykjavík eftir umdeildar kjarabætur þingmanna.
Verkalýðsforingj ar
segja að ef laun jjing-
mairna séu hættulega
lág séu laun verka-
fólks í gjörgæslu.
„Það má til sanns vegar færa að
grunnlaun þingmanna eru ekk-
ert sérstaklega há miðað við þá
ábyrgð sem þeir hafa. En ef
teknir eru allir póstarnir sem
þeir fá ofan á þingfararkaupið þá
eru þeir komnir með ágætis
laun. Og ef laun þeirra eru
hættulega Iág þá eru laun verka-
fólks komin í hreina gjörgæslu,"
segir Aðalsteinn Baldursson, for-
maður Verkalýðsfélags Húsavík-
ur.
Olafur G. Einarsson, forseti
Alþingis, sagði í samtali við Dag
sl. laugardag að Iaun alþingis-
manna væru orðin hættulega
lág. Hann sagði jafnframt að
þingmenn þyrftu að hafa bak til
þola álag sem því fylgir að hækka
launin jafnvel þótt verkalýðsfor-
ingjar efni til útifunda vegna
þess.
„Eg vildi óska þess að þing-
menn sem tala um að þeirra laun
séu hættulega lág, velti aðeins
fyrir sér stöðu þess fólks sem
vinnur fullan vinnudag í ábyrgð-
arstöðum en fær ekki nema 70
til 90 þúsund krónur í laun á
mánuði," segir Aðalsteinn. Hann
segir að hópar verkafólks sitji
alltaf eftir. Þeir séu ekki í að-
stöðu til að skammta sér laun né
að þrýsta á með sama hætti og
sumir hópar sem hafi klifrað upp
launastigann á bakinu á verka-
lýðshreyfingunni frá því síðustu
kjarasamningar voru gerðir.
Margt að miða við
„Ef að laun þingmanna eru
hættulega lág eru þá ekki laun
verkafólks, sem eru á milli 70 til
90 þúsund krónur, hreinlega al-
veg út úr kortinu og fyrir neðan
hættumörkin. Þegar þingmenn
segja sín Iaun of lág þá fer það
bara eftir því við hvað þeir miða.
Gæti þá ekki verið að viðmiðun-
arhópar þeirra séu of háir. Og ég
spyr, hvað ef þeir miða við verka-
fólk,“ sagði Björn Grétar Sveins-
son, formaður Verkamannasam-
bandsins.
Hann var spurður hvort verka-
lýðshreyfingin muni ekki taka
mið af Iaunahækkun þingmanna
þegar farið verður að móta kjara-
kröfurnar í haust?
„Það er nú að verða svo margt
sem við verðum að taka mið af
næsta haust þegar kröfurnar
verða mótaðar," sagði Björn
Grétar. - s.DÓR
Þótt bankastjórar Landsbankans
séu hættir fylgja jepparnir þeim.
Keyptu
bankastjóra-
jeppana
Fyrrum bankastjórar Lands-
bankans, Björgtin Vilmundar-
son, Sverrir Hermannsson og
Halldór Guðbjarnason, fóru
formlega af launaskrá Lands-
bankans um áramótin, eftir að
hafa fengið átta mánaða laun og
keypt jeppana sem þeir höfðu til
afnota frá bankanum.
Bankastjórarnir fengu átta-
mánaðalaunin reyndar útborguð
fljótlega eftir að þeir gengu út sl.
vor. A þeim tímapunkti bauðst
þeim einnig að nota áfram jeppa
þá sem þeir höfðu frá bankan-
um og kaupa þá samkvæmt
mati. Að sögn Helga S. Guð-
mundssonar bankaráðsfor-
manns nýttu bankastjórarnir sér
fljótlega að kaupa bifreiðarnar
og var verðmat bílasala lagt til
grundvallar við ákvörðun kaup-
verðsins. — FÞG
Kjörkassiim geymd-
ur hjá sýsliunamii
Taining í prófkjöri
framsóknarmanna í
Reykjavík nk.
fimmtudag. Kjörgögn
sótt í pósthúsið.
Fjölgaði um eitt þús-
und mainis í ílokkn
um.
Kjörkassinn í prófkjöri fram-
sóknarmanna í Reykjavík hefur
verið komið fyrir í geymslu hjá
embætti sýslumanns. Þar verður
hann þar til talning atkvæða fer
fram nk. fimmtudag. Um hádeg-
ið daginn áður verða sótt á póst-
húsið þau kjörgögn sem þar
bíða. Kosningu í prófkjörinu
lauk síðdegis sl. föstudag. Það
hafði þá staðið yfir frá mánudegi
í sömu viku.
Ekki vitað uin liniikra
Egill Heiðar Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Framsóknarflokks-
ins, sagðist í gær ekki vita hversu
margir greiddu atkvæði í próf-
kjörinu, enda var um póstat-
kvæðagreiðslu að ræða. Ekkert
yfirlit hafi verið tekið saman um
þau kjörgögn sem fólk kom með
á skrifstofu flokksins auk þess að
einhver íjöldi kjörgagna bíður
hjá póstinum.
Hann segist aðeins hafa frétt
um einn einstakling sem fékk
kjörgögn án þess að vita til þess
að hann væri f flokknum. Hins
vegar hafa engin slík mál komið
til kasta skrifstofu flokksins,
enda ekki annað vitað en fram-
kvæmd prófkjörsíns hafi verið
hnökralaus. Hann minnir einnig
Sigrún Sturludóttir greiðir atkvæði í prófkjöri Framsóknar í Reykjavík og
Egill Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri flokksins, fylgist með. Talið verður
á fimmtudag en þangað til geymir sýslumaðurinn kjörkassann.
á að þátttaka í prófkjörinu var
bundin við flokksbundna fram-
sóknarmenn sem jafnframt urðu
að staðfesta það með skriflegri
yfirlýsingu. I aðdraganda próf-
kjörsins fjölgaði framsóknar-
mönnum í borginni um eitt þús-
und og eru þeir því um 2600 eða
rúmlega það.
Eftirvænting
Nokkur eftirvænting ríkir meðal
framsóknarmanna í borginni um
niðurstöður prófkjörsins. Báðir
þingmenn flokksins í kjördæm-
inu, þeir Finnur Ingólfsson iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra og
Ólafur Orn Haraldsson formað-
ur umhverfisnefndar Alþingis,
sóttust eftir áframhaldandi um-
boði til að skipa fyrsta og annað
sætið. Fyrir prófkjörið var einna
helst talið að Alfreð Þorsteins-
son, borgarfulltrúi og formaður
veitustofnana borgarinnar, gæti
sett eitthvert strik í þann reikn-
ing. — GRH
Lægri útgjöld atiiiumleysistryggmg-
arsióðs
Útgjöld atvinnuleysistryggingarsjóðs voru um 2,5 milljarðar króna á
síðasta ári og eru það um 600 millljóna króna lægri útgjöld en árið
1997. Þar af var um 2,1 milljarður beinar greiðslur til atvinnulausra
á móti nærri 2,8 milljörðum árið áður.
Fimm hundraðasti fundur stjórnar atvinnuleysistryggingarsjóðs var
haldinn í gær. I tilefni tímamótanna og vegna þess að þau ber upp á
fyrstu daga árs aldraðra var Landssambandi eldri borgara afhentur
Ijárstyrkur í lok fundarins. Styrknum á að verja í úrræði til að styrkja
stöðu eldra fólks á vinnumarkaði.
Nýtt einkennismerki ferðaþjónustu
Nýstofnuð samtök ferðaþjónust-
unnar, SAF, hafa Iátið hanna ein-
kennismerki sitt. Efnt var til sam-
keppni um merkið meðal nemenda
í grafískri hönnun í Mynd- og
handíðaskólanum og bárust 35 til-
lögur frá 18 nemendum.
Stjórn samtakanna ákvað að velja
merki sem Sigurður Ólafsson
hannaði. „I merki hans er vísað til
ýmissa þátta sem einkenna náttúru
og þjóðhætti á Islandi og má lesa
það á marga vegu,“ segir í fréttatil- Sigurður Ólafsson verðlaunahafi og
kynningu stjórnarinnar. Steinn Logi Björnsson, stjórnarfor-
Sigurður hlaut í verðlaun flug- maður samtaka ferðaþjónustunnar,
miða fyrir tvo að eigin vali með með verðlaunamerkið á milli sín.
Flugleiðum. -----;------------
Siðlausar hækkanir
Skatta- og gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga í landinu undanfarið ýta
ekki undir gerð nýs langtímasamnings í kjaramálum fyrir almennt
verkafólk, segir efnislega í nýlegri ályktun stjórnar Dagsbrúnar-Fram-
sóknar.
„Með þessum aðgerðum er í mörgum tilvikum svipt burtu öllum
launahækkunum um áramótin sem samið var um á vormánuðum
1997," segir m.a. í ályktun stjórnarinnar. Enn fremur að „sveitarfélög-
in hafa hins vegar samið við ýmsa sérhópa um umframhækknir sem
vitað var að ekki var innistæða fyrir. Við höfum ítrekað varað við þess-
ari stefnu opinberra aðila sem leiðir til aukins ójöfnuðar í launamál-
um.“
Stjórnin segir einnig að „forsvarsmenn sveitarfélaganna hafa með
þessum siðlausu hækkunum sýnt að þeir virða ekki markmið gerðra
kjarasamninga."