Dagur - 19.01.1999, Síða 5
p <' e i nii/M .* v miaMunnuit
ÞRIÐJUDAGVR 19. JANÚAR 1 999 - S
FRÉTTIR
L
Hermann var ekki
á móti gyðingiim
Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson: Ég heyrði föður minn
aldrei tala illa um gyðinga, þótt það komi mér ekki á óvart að hann vildi
hafa hreinan norrænan stofn á ísiandi áfram.
Hermann Jónasson
var áhugamaður um
hreinan kynstofn á ís-
landi og reiknaði ekki
með að gyðingar festu
rætur hér á landi.
„Eg hef hvergi sagt að Hermann
Jónasson beri ábyrgð á brottvikn-
ingu gyðinga frá Islandi. Ein
hjón og einn maður voru send
frá íslandi 1938-39 með bréfleg-
um skilaboðum til lögregluyfir-
valda í Kaupmannahöfn að ef
dönsk yfirvöld ætluðu að senda
þau áfram til Þýskalands myndu
íslensk yfirvöld borga fyrir það.
Ég efast um að Hermann hafi
komið nærri því orðalagi og þetta
tiltekna fólk var ekki sent í opinn
dauðann,“ segir Vilhjálmur Orn
Vilhjálmsson, fornleifafræðingur
í Kaupmannahöfn, sem undan-
farið hefur ritað greinar í dönsk
tímarit. Hann hefur bent á
hvernig dönsk yfirv'öld sendu
flóttagyðinga óumbeðið aftur til
Þýskalands og að Hermann Jón-
asson, forsætis- og dómsmála-
ráðherra, hafi viljað kynhreint
Island.
Stefna Dana var að loka
landamærunum
„Fólk verður að átta sig á því að
þetta var viðhorf sem ríkti um
alla Evrópu. Það má ekki heldur
gleyma því að Island var enn í
ríkjasambandi við Dani og utan-
ríkisstefnan í þeirra höndum - og
stefna þeirra var að loka landa-
mærum sínum. Islendingar
beygðu sig undir þessa hörðu
stefnu," segir Vilhjámur og varar
við því að einblína á þátt Her-
manns.
„Það liggur fyrir í dagbók send-
irráðsritarans C. A. C. Brun, sem
hitti Hermann í kvöldverðarboði
árið 1937, að Hermann hefði
samþykkt að fresta brottför gyð-
ingaljölskyldu úr landi en jafn-
framt sagt að ísland hefði hingað
til verið norrænt land og myndi
vera það áfram og þess vegna
myndu þeir gyðingar sem væru í
landinu fara úr landi síðar.
Fjöldinn allur af íslenskum emb-
ættismönnum var á sömu skoð-
un, menn úr öllum stjórnmála-
flokkum. Menn hafa viljað
kenna Framsóknarflokknum um
andgyðingalega stefnu umfram
aðra, en ég hef ekkert fundið
sem réttlætir slíka fullyrðingu,"
segir Vilhjálmur.
Vildi halda kynstofninuin
hreinum
„Vilhjálmur sagði að faðir minn
hefði sagt að gyðingar sem væru
hér á landi ættu um síðir að fara
úr landi, af því hann hefði viljað
halda kynstofninum hreinum,
en alls ekki að faðir minn hefði
sent þá úr landi. Ég heyrði föð-
ur minn aldrei tala illa um gyð-
inga, þótt það komi mér ekki á
óvart að hann vildi hafa hreinan
norrænan stofn á Islandi
áfram," segir Steingrímur Her-
mannsson aðspurður um málið.
Steingrímur segir að þvert á
móti hefðu borist hlýjar kveðjur
frá gyðingafjö 1 sky 1 du m, þar sem
þakkað var fyrir stuðning sem
Hermann veitti þeim, þegar
Bretar sendu Þjóðverja í burtu
frá Islandi við hernámið.
„Hann beitti sér fyrir því að að
minnsta kosti einhveijir þeirra
komu aftur. En hann dáðist
mjög að fornritum og fornís-
lendingum og taldi það kost að
stofninn væri hreinn. Ég held
að það hafi alls ekki beinst að
gyðingum frekar en öðrum. Því
er t.d. ekki að leyna að hann
samdi við Roosevelt um amer-
íska varnarliðið og óskaði eftir
því að það væru hvítir menn og
það var sett í samninginn. Ég
veit að faðir minn var ekki mót-
fallinn gyðingum, heldur fyrst
og fremst áhugamaður um að
viðhalda öllu sem fslenskt og
norrænt taldist," segir Stein-
grímur. -FÞG
Steingrímur J. Sigfússon mun að
líkindum leiða Vinstra-grænt fram-
boð á Norðurlandi eystra.
Stofna
kiördæma-
félög
Kjördæmisfélag Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs var
formlega stofnað á Norðurlandi
eystra á KEA á sunnudagskvöld-
ið. Kosin var stjórn félagsins og
formaður hennar kosin Kristín
Sigfúsdóttir á Akureyri. Stjórnin
mun jafnframt starfa sem upp-
stillingarnefnd. Talið er víst að
Steingrímur J. Sigfússon verði í
fyrsta sæti listans, Arni Steinar
Jóhannsson í öðru en kona verði
fengin til að skipa það þriðja.
Arni segir að menn telji sig finna
mikinn meðbyr þessa dagana
eins og fundarsóknin á sunnu-
dag bæri vitni um.
Það vakti athygli að meðal
fundargesta, sem voru um 60
manns, voru margar stuðnings-
konur Kvennalistans. Því hefur
verið haldið fram að reynt hafi
verið að fá Sigrúnu Stefánsdótt-
ur til að sækjast eftir þriðja sæti
á Iistanum en það hefur ekki
fengist staðfest.
Nevðarhandbók
fyrir skólastjóra
Fjórir héraðsdómarar skipaðir
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja eftirtalda í stöðu héraðs-
dómara til 30. júní árið 2001 skv. heimild í 41. gr. dómstólalaga: Ing-
veldur Einarsdóttir, lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis, Ragn-
heiður Bragadóttir, aðstoðarmaður hæstaréttardómara, Júlfus B. Ge-
orgsson, settur héraðsdómari, Þorgerður Erlendsdóttir, settur héraðs-
dómari.
Spáir 2,5-3% verðbólgu
Nokkuð hefur borið á misskilningi þess efnis að spá Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins (FBA) um vísitölu neysluverðs í janúar hafi ver-
ið verðbólguspá bankans fyrir árið 1999 í heild, en það er rangt seg-
ir í yfirlýsingu frá bankanum. Spáin birtist 12. janúar og hljóðaði upp
á 0,38-0,44% hækkun vísitölunnar frá því í desember, sem umreikn-
að á ársgrundvöll jafngildir 4,67-5,35% verðbólgu. „Vegna mikilla
sveiflna milli mánaðargilda vísitölu neysluverðs er nauðsynlegt að
horfa yfir lengra tímabil þegar verðbólga á árinu er metin, eins og
komið hefur fram í umfjöllun FBA á opinberum vettvangi. Sam-
kvæmt ársspá FBA mun verðlag hækka um 2,5-3% á milli áranna
1998-1999.
Sigríður opnax kosniugaskrifstofu
Sigríour Jóhannesaóttir alþingismaður opnaði um
helgina kosningaskrifstofu vegna prófkjörs samfylk-
ingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Skrifstofan er að
Hafnargötu 54 í Keflavík í Reykjanesbæ og verður
opin fyrst um sinn frá 20:30 til 22 virka daga og 14
til 16 laugardaga. I prófkjörinu sækist Sigríður eftir
öðru sætinu á framboðslista samfylkingarinnar í
kjördæminu.
Skýrar reglux við
neyðarástandi og
brottvísun nemenda.
Skólastjórar sáttir.
Reglugerð í endur-
skoðun um aga og
brottvísanir.
„Skólastjórnandi hefur þetta þrí-
skipta vald, þ.e. rannsóknar-,
framkvæmda- og dómsvald.
Menn þurfa því að gæta þess að
stíga varlega niður,“ segir Arthur
Morthens, forstöðumaður þjón-
ustusviðs hjá Fræðslumiðstöð
Reykjavíkurborgar.
1 lok vikunnar mun starfshóp-
ur á vegum Fræðslumiðstöðvar
ganga frá aðgerðaplani eða
handbók fyrir skólastjórnendur.
Þar verða settar skýrar reglur um
það hvernig standa eigi að brott-
vísun nemenda úr skólum meira
en í einn dag og þegar neyðará-
stand kemur upp sem ógnar ör-
yggi starfsfólks og nemenda, eins
og gerðist í Hagaskóla í ársbyrj-
un. Drögin voru kynnt skóla-
stjórnendum í sl. viku.
Norðqarðarhöfn með mestan aíla
Norðfjarðarhöfn var mesta löndunarhöfn landsins á árinu 1998 en
þangað bárust nærri 187 þúsund tonn fyrstu 11 mánuði ársins. Þctta
er annað árið í röð sem Norðfirðingar hampa þessum „titli“ og þarf
það ekki að koma á óvart, þar sem skip Síldarvinnslunnar eru með
einn stærsta loðnukvóta landsins auk þess sem kolmunnaveiði og
vinnsla jókst veruk ga hjá fyrirtækinu á síðasta ári. -GG
Lög og réttur
Arthur Morthens segir að aðalat-
riðin í drögum að aðgerðaplani
skólastjórnenda séu þau er lúta
að ákvæðum bæði stjórnsýslu- og
grunnskólalaga þegar mál sem
þessi koma upp. Þar kemur fram
að ef um lagabrot sé að ræða, þá
Foreldrar barna í Hagaskóla fjölmenntu á fund á dögunum þar sem mjög
var rætt um agamál en verið er að semja skýrar reglur um hvernig bregð-
ast eigi við agabrotum nemenda.
skal þegar í stað leita til lögreglu
og óska eftir opinberri rannsókn.
Þegar brottvísun nemenda á í
hlut sé mikilvægt að gæta
ákvæða stjórnsýslulaga. Sérstak-
lega sé bent á jafnræðisreglu
stjórnsýslulaga í 11. grein um að
ekki megi mismuna nemendum
og 12. grein laganna um að gæta
skuli hófs í beitingu viðurlaga við
agabrotum og andmælaréttinn í
13. gr. lagana. I 21. og 22. grein
sömu laga séu ákvæði um rétt
foreldra á rökstuðningi \ið fram-
kvæmd skólastjórnenda. I drög-
unum kemur einnig fram að ef
skólastjóri telur sig ekki geta
tryggt öryggi nemenda og starfs-
fólks, þá hefur hann heimild til
þess að loka skólanum um
stundarsakir á meðan verið sé að
upplýsa viðkomandi mál.
Reglugerð í endurskoðun
Arthur Morthens segist ekki
hafa orðið var við annað en að
skólastjórnendur séu almennt
sáttir við þessi drög og þá ekki
síst með það að fá skýrari reglur
um þessi atriði. Það sé bæði
gagnlegt og nauðsynlegt. Þess
utan hafa skólastjórnendur kom-
ið með ábendingar um ýmis at-
riði. Þá sé starfshópur á vegum
menntamálaráðuneytisins að
vinna að endurskoðun á reglu-
gerð um aga og brottvísanir í
skólum. -GRH