Dagur - 21.01.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 21.01.1999, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 X^tr FRÉTTIR Stöðvist afgreiðsia á kreditkortum eiga tölvurnar hjá Kreditkortum hf. eða Vísa ísiand hlut að máii, en efþað eru debetkort megi rekja það til tölvukerfis bankanna. Verði allt stopp á öll kort, þá mæti álykta að það sé annað hvort búnaður fyrirtækisins sjálfs eða símakerfið sem hefur ofhitnað. í dag, fLmmtudag, verður talið í prófkj öri framóknarmanna í Rcykjavík og er spennan nú kom- in í hámark. Fjöhnargir flokks- menn telja sig hafa reiknað nokkurn veginn út hvemig niður- staðan verði og virðast nokkuð margir gera ráð fyrir að Alfreð Þorsteinsson muni velta Ólafi Emi Haraldssyni úr öðm sætinu og þá alveg niður í 4.-5. sæti. Segja sömu menn að Jónína Bjartmarz hafi náð 3. sætfnu. í pottinum rninna meim þó á að enn á eftir að tclja cn era sam- mála um að ckki sé óeðlilcgt að búast við kærumál- um.... Greiðsliikem „frjósa“ ekki vegna álagsins Margháttaðar skýringar geta verið fyrir því þegar greiðslukerfi „frjósa“ í búðum, bonkum eða ann- ars staðar. Almannarómur segir óvenju marga og óvenju oft hafa lent í því að „kerfið fraus“ um lengri og skemmri tíma þegar þeir stóðu; við afgreiðslukass- ann í búðinni sinni, í bankanum sín- um eða t.d. flugstöðinni, á álagspunkt- um fyrir síðustu jól og áramót. En af hveiju „frýs“ kerfið og hvar „frýs“ það? Er kannski verið að veita meira álagi á eitthvert eða einhver kerfi en þau taka við með góðu móti? „Nei, síður en svo. Og fyrir hönd okkar fyrirtækis get ég sagt það, að afgreiðsla okkar gekk að óskum á þessu milda álagstímabili núna fyrir jól og áramót," svaraði FRÉT TA VIÐTALIÐ Helgi Steingrímsson, forstjóri Reikni- stofu bankanna, sem sagði einstaka tilvik geta komið upp en kannaðist ekki við nein slík vandkvæði á þeim tímapunktum sem Dagur nefndi til dæmis um Ianga „frostkafla". Getur „frosið“ viða.... „Það er kannski eðlilegt að fólk hugsi sem svo að það hljóti að vera banka- kerfið sem ræður ekki við álagið. En það er ekki svo einfalt að það sé hægt að rekja alla slíka hluti til okkar,“ sagði Helgi. Astæðnanna geti verið víða að leita. í fyrsta lagi geti það verið tölvu- búnaður viðkomandi fyrirtækis sem ekki ræður við álagið undir ákveðnum kringumstæðum. I öðru lagi símakerf- ið. Það ástand hafi t.d. komið upp að símstöðvar á ákveðnum stöðum hafi ekki annað því álagi sem ákveðnir annatoppar frá verslunum hafi skapað. I þriðja lagi tölvurnar í stóru kredit- kortafyrirtækjunum. I íjórða lagi kerfi bankanna sjálfra, sem stundum séu undir gríðarlegu álagi og svo auðvitað búnaður Reiknistofunnar. Náið samráð.... Helgi segir það eitthvað af þessu eða ákveðið samspil af þessu sem átt geti hlut að máli þegar eitthvert kerfið „frýs“. Stöðvist t.d. afgreiðsla á kredit- kortum eigi tölvurnar hjá Kreditkort- um hf. eða Vísa Island hlut að máli, en ef það eru debetkort megi rekja það til tölvukerfis bankanna. Verði allt stopp á öll kort, þá mætti álykta að það sé annað hvort búnaður fyrirtækisins sjálfs eða símakerfið sem hefur ofhitn- að. „Að sjálfsögðu er náið samráð og samvinna milli fyrirtækjanna, banka- kerfisins og símans og reynt að sjá þannig um að kerfi á öllum þessum stöðum anni því álagi sem hægt er að búast við,“ sagði Helgi. - HEI Það styttist í hrinu aðalfunda helstu fyrirtækja landsins. Hjá Eimskip verður aðalfundur vænt- anlega í marsbyrjun og em nú uppi hávaðasamar hvislingar um mannabrcytingar á toppi fyrir- tækisins og dótturfélagsins Flug- leiða. Það hefur reyndar lengi ver- ----- iðhvíslaðaðSigurðurHelgasonog Einar Sigurðsson hjá Fluglciðum cigi að vikja og breyti hótelsala og bókhaldsgaldrar cngu þar um. En nú er fullyrt að sjálfur vcrðlaunahaf- inn Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips og stjómarformaður Flugleiða, mmii „fara í sérverk- efni“. Viljhm til þessa er ckki síst rakinn til Sjóvár-Al- meimra, einhvers stærsta hluthafans í Eimskip og til „Loftleiðaarmsins" í Flugleiðum. Samkvæmtþessum sögusögnum verður eftirmaður Harðar sjálfur Engey- ingurinn Benedikt Sveinsson.... Hörður Sigurgestsson. Pottverjum hefur orðið tíðrætt um að helstu stjömur málverkafölsunarmálsins hafi orðið fyrir skemmdar- vcrkum og hótunum, hinn ákærði Pétur Þór Gmmars- son, veijandi hans Björgvin Þorstcinsson og vitiúð Jónas Freydal Þorsteinsson í Kaupmannaliöfn. Lög- fræðingurinn í pottinum var var hins vegar orðiim svo uppfuUur af „fölsunarhugtakinu" að hann var fullur efasemda um að rispumar á bifreiö Jónasar Freydals (“Falsari" og „Nasisti'j væm „ekta" - það væri miima mál að falsa svona rispur en heilu mál- verkin.... Sveitarfélög fái hlutdeild í óbeinum sköttum VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson stjómarformaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga Félagsmálaráðherra undirbýr skipan nefndar til að endur- skoða tekjustofna sveitarfé- laga. Aukin verkefni á sviðifé- lagsþjónustu, húsnæðis- og umhverfismála án sérstakra tekjustofna. Stöðva verður skuldasöfnun sveitarfélaga. Fásinna hjá VSÍ. - Eru sutn sveitarfélög á fullri ferð til ósjálfstæðis ífjármálum eins og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, heldurfram? „Það er auðvitað fásinna að halda þessu fram. Það hefur aftur á móti ekki verið neitt launungarmál að ákveðin sveitarfélög hafa átt við fjárhagslega örðugleika að stríða en önnur eru þokkalega stödd. Það hefur hinsvegar dregið úr skuldasöfnun margra sveitarfélaga og að því leyti hefur orðið veruleg breyting til batnaðar, þótt enn eigi og verði að gera betur. Við Þórar- inn V. erum sammála um það að sveitarfé- lögin verði að stöðva sína skuldasöfnun vegna þess að hún getur ekki gengið til langframa. Það segir sig sjálft. Það gilda sömu Iögmál um sveitarfélög eins og um heimili, fyrirtæki og ríkissjóð. Enda geri ég nákvæmlega sömu kröfur til fjármála- stjórnar sveitarfélaga og ég geri til sjálfs mín. Hinsvegar er alveg ljóst að það eru sí- fellt gerðar auknar kröfur til sveitarfélaga." - Eins og hverjar? „Á undanförnum árum hefur kostnaður þeirra aukist verulega t.d. vegna fram- kvæmda í umhverfismálum og umhverfis- verndarmálum allskonar, hvort sem það eru fráveitu- eða sorphirðumál. Þá hafa sveitarfélögin ekki verið að fá neina sér- staka tekjustofna þar á móti eins og t.d. vegna grunnskólans. Þetta sama hefur ver- ið að eiga sér stað í félagsþjónustu sveitar- félaga. Þar hefur bæði kostnaður og kröfur verið að aukast smá saman án þess að sveitarfélögin hafi fengið sérstaka og til- tekna viðbótar tekjustofna vegna þessara þátta. Þetta hefur líka verið að gerast í hús- næðismálunum, þ.e. í þessu félagslega eignarhúsnæðiskerfi og félagslega leigu- íbúðakerfi. Þar hafa sveitarfélögin verið að setja sig í ákveðnar skuldbindingar. Það eru einkanlega þessir þrír þættir sem ráða þessari skuldasöfnun sveitarfélaga fyrir utan átak þeirra gegn atvinnuleysinu á ár- unum 1992-1994.“ - Hvað er til ráða? „Vegna þessa flutti ég tillögu á síðasta fulltrúaráðsfundi sem var samþykkt sam- hljóða. Þar er þeim tilmælum beint til fé- lagsmálaráðherra og Qármálaráðherra að skipuð verði nefnd fulltrúa ríkis og sveitar- félaga sem taki til endurskoðunar tekju- stofna sveitarfélaga með það að markmiði að efla og breikka tekjustofna þeirra. Nefndinni er sérstaklega ætlað að leggja fram tillögur sem miða að því að tekju- stofnar sveitarfélaga séu f samræmi við þau verkefni sem þeim er lögskylt að sinna. Við endurskoðunina skal að því stefnt að sveit- arfélögin hafí sjálfstæða tekjustofna, hafi sjálfsforræði um nýtingu þeirra og verk- efnaskipting ríkis og sveitarfélaga verði sem skýrust. Jafnframt lýsir fundurinn yfír stuðningi við tillögu íjármálaráðherra um að komið verði á auknu og formlegu sam- starfi ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál með það að markmiði að treysta afkomu ríkis og sveitarfélaga.“ - Hvað með framhaldið? „Eg veit að félagsmálaráðherra hefur í undirbúningi að skipa þessa nefnd til að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga. Þeir voru síðast endurskoðaðir 1989, eða fyrir tíu árum síðan. Mér finnst vel koma til greina að sveitarfélögin fái kannski ein- hverja hlutdeild í þessum óbeinu sköttum. Ég er ekki með neinar ákveðnar tillögur í þessum efnum en tel mjög brýnt að þetta verði skoðað." -GRH I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.