Dagur - 21.01.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 21.01.1999, Blaðsíða 12
12-FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 EcrcArbíé S 462 3500 Hinir síungu sprellikarlnr, Jack Lemmon og Walter Matthau fara ó kostum i léttrí og sprenghlægilegri gamanmynd um þó félaga Felix og Oscar sem hafa ekki hist í 30 ár en nú þurfa þeir að ferðast saman i brúðkaup barna sinna. Sumar deilur standast timans tönn. Fimmtud. kl. 21. aan D I G I T A L STÆRÐIN SKIPTIR EKKI MALI! - Smáir hermenn - STORMYND Fimmtud. kl. 23. CHRIS TUCKER The íastest hands in the Em t v&rsus the bíggest moltih irt the West. rushhour _*?u 'Æ mmvMMMMwm váim mmwmmm i MT'íMhE -W\ III Einn stærsti smellur ársins. Þeir Jackie Chan & Chris Tucker eru frábærir í þessari grinspennu sem fór beint á topp bandaríska listans. Fimmtud. kl. 21 og 23. □□LdolbyJ D I G I T A L MEET JOE BLACK FÖSTUDACINN 22. JANÚAR ÍÞRÓTTIR L ro^tr Michael Jordan ásamt Phi! Jackson, fyrrum þjálfara sínum hjá Chicago Bulls. Michaels Jordans vída sárt saknað KðrfiLknattleikssmll- ingsins Michaels Jor- dans, sem tilkynnti heimshyggðinni í síð- ustu viku að hann væri hættur í boltan- um, er víða sárt sakn- að. Ekki aðeins í Bandaríkjunum, held- ur einnig víða um heim, þar sem hróður hans hefur borist. Sjálfur Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, lýsti einna fyrst- ur manna opinberlega yfir mild- um söknuði og sagði að Jordan væri sá íþróttamaður í heimin- um, sem hefði yfir að ráða hvað mestum hæfileikum, í hugsun, á líkama og sál. „Hann hefur ekki aðeins líkamlega getu til að gera hlutina, heldur gerir hann hluti sem enginn annar getur gert, eins og ekkert annað væri sjálf- sagðara. Eg hvet alla íþrótta- áhugamenn til að sætta sig við orðinn hlut og taka gleði sína fljótt aftur, því auðvitað verður áfram körfubolti eftir Jordan, þó við söknum hans mikið,“ sagði forsetinn. Aðrir þekktir einstaklingar í Bandaríkjunum hafa einnig látið hafa ýmislegt eftir sér og sagði Larry Bird, þjálfari Indiana Pacers, til dæmis að það væri sárt fyrir alla að sjá á eftir mesta körfuknattleikssnillingi allra tfma. „Það kemur að þessari stundu hjá öllum körfuknatt- leiksmönnum og eflaust hefur Jordan fundist að hans tími til að hætta væri kominn," sagði Bird. „En við hlökkum öll til að sjá hann aftur í mars þegar hann hættir við að hætta og mætir aft- ur til leiks með Bulls,“ bætti Larry Bird við í gríni. „Körfuboltinn, stuðnings- mennirnir, leikmennirnir, þjálf- ararnir, bandaríska þjóðin og öll sagan eru að missa það besta sem íþróttirnar hafa nokkurn tíma eignast. Hann hefur haft mest áhrif allra lifandi íþrótta- manna f allri sögu íþróttanna í heiminum, þegar litið er til þeirr- ar ánægju og gleði, sem hann veitti okkur með Ieik sínum og framkomu," sagði Pat Riley, þjálfari Miami. „Ég mun segja barnabörnun- um mínum að ég hafi upplifað það að leika gegn Michael Jord- an. Eg mun sakna þessara frá- bæru hreyfinga og háloftafim- leika, sem hann einn var fær um að framkvæma á leikvellinum," sagði Shaquille O’Neal, leikmað- ur Los Angeles Lakers. „Við Larry Bird hrifum fólk með leik okkar á vellinum. Svo kom Michael og hreif það með sér í loftinu,“ sagði Macic John- son, fyrrum leikmaður Lakers. Og margir fleiri hafa tekið í sama streng, með tárin í augun- um. Mildll missir fyrir BuIIs Þeir sem þó missa hvað mest eru án efa sjálfir meistarar Chicago Bulls, sem sitja nú eftir í sárum. Eigendur liðsins sýndu fádæma grunnhyggni, eftir síðasta leik- tímabil, þegar kom að ráðningu þjálfara og sitja nú eftir með sárt ennið og með besta félagslið heims til margra ára í rjúkandi rúst. Hefðu menn þar á bæ stað- ið rétt að málum og beitt sér fyr- ir því að halda saman meistara- liðinu og endurráða Phil Jackson, þjálfara, þá er ekki víst að Jordan væri hættur. En Jordan hafði áður lýst því yfir að ef Jackson hætti að þjálfa, þá væri hann hættur og hann hefði ekki áhuga á að leika með öðru liði. En eigendur liðsins skelltu skollaeyrum við þessari yfirlýs- ingu Jordans og því fór sem fór. Nú hafa þeir ekki aðeins misst Jordan, því nýlega gerði Scottie Pippen fimm ára samning við Houston Rockets og byijar að leika með liðinu þegar NBA-deil- in hefst í febrúar. Dennis Rodm- an hefur einnig látið í það skína að hann muni ekki leika körfu- bolta í vetur, en menn taka hann þó ekki alveg trúanlegan. Það verður eflaust erfitt verk- efni sem bíður nýja þjálfarans, Tim Floyd, hjá Bulls við að byggja upp nýtt lið, en keppnin í NBA-deiIdinni hefst 5. febrúar. Bulls mun fyrir þann tíma leika tvo æfingaleiki við Indiana Pacers, sem fara fram 24. janúar og 1. febrúar, og verður spenn- andi að sjá árangurinn úr þeim leikjum, eftir þessar breytingar hjá liðinu og án þeirra lordans og Pippens. Nýr leikmaðiir tiJ Þórs Körfuknattleikslið Þórs frá Akur- eyri hefur fengið nýjan banda- rískan leikmann í lið sitt. Hann heitir Daniel Spillers og er ekki ókunnur hér á landi, því hann lék með Keflvíkingum undir lok sl. keppnistímabils. Forveri hans hjá Þór, Lorenzo Orr, var Iátinn taka pokann sinn eftir slaka frammi- stöðu í fyrstu Ieikjum Þórs á nýju ári. Einnig átti hann við smá meiðsl að stríða. „Við vonum að sjálfsögðu að Spillers eigi eftir að styrkja lið okkar. Hann er mikill frákastari og sterkur varnarmaður. Hann þótti standa sig mjög vel með Keflvíkingum sl. vetur og sagður drengur góður í allri framkomu. Hann kemur til Akureyrar í dag þannig að hann mætir á fyrstu æfingu hjá okkur strax í kvöld," sagði Agúst Guðmundsson, þjálf- ari Þórsara. Fyrsti leikur Þórsara með nýjan útlending innanborðs verður nk. föstudagskvöld en þá taka þeir á móti sterku liði Njarðvíkinga. Leíkurinn fer fram í íþróttahöll- ini i klukkan 20.30. - GS Urslit hand- boltaleik iaí gærkvöld ÍR-ÍBV 25:24 Stjarnan-Haukar 28:25 FH-HK 24:24 Selfoss-KA 32:27 Grótta/KR-Fram 20:21 Valur-UMFA 25:28

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.