Dagur - 21.01.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 21.01.1999, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 21.janúar 1999 82. og 83. árgangur- 13. tölublað Verð ílausasölu 150 kr. BLAÐ Jóhanna Sigurðardóttir segir að verið sé að búa tii kerfi biðraða og pólitískra betlistafa. „Stefnir í neyðarástand“ „Það sem Iíka er alvarlegt í þessu er leigumarkaðurinn, þar sem stefnir í neyðarástand. Hjá Reykjavíkurborg eru 700 manns á biðlista eftir Ieiguíbúðum, hvar af áætlað er að 210 manns hafi bæst við vegna þessarar nýju lög- gjafar. Og þetta er fyrir utan 260 manna biðlista hjá Öryrkjabanda- laginu og 200 námsmenn. Við Páll Pétursson segir ekkert óeðli- legt að mörg sveitarfélög standi utan kerfis. erum því með 1.100 til 1.200 einstaklinga og fjölskyldur í Reykjavík á biðlista eftir leigu- húsnæði og um 1.500 á landinu öllu. Þó er áætlað að byggja að- eins 120 leiguíbúðir á landinu öllu á næsta ári. Og í Reykjavík losna aðeins um 100 leiguíbúðir á ári, þannig að það tekur mörg ár að leysa vandann." Jóhanna segir að Alþingi hljóti að taka á þessu máli. „Enda er komið f Ijós að stór hluti fjöl- skyldna, sem fengi ekki úrlausn sinna mála, yrði á götunni, sér- staklega að því er varðar leiguí- búðakerfið. Þeir munu brenna sig á þessu fyrr en seinna.“ Pressan á suð-vesturhommu Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði það ekki hafa komið á óvart að á annað hundrað ætla að standa utan við nýja viðbótar- lánakerfið á þessu ári. „Þau ætla auðvitað ekkert að standa utan við það til frambúðar. Heldur telja þau sig ekki þurfa á íbúðum að halda á næstunni." Páll bend- ir á að félagslegar íbúðir séu ekki til staðar í nærri öllum minni sveitarfélaganna. En í hér um bil öllum öðrum sveitarfélögum á Iandsbyggðinni sé fjöldi félags- legra íbúða, sums staðar of marg- ar, sem margar hverjar standi auðar. „Pressan á þetta félagslega kerfi er fyrst og fremst hérna á suð-vesturhorninu þar sem fólk- inu fjölgar," sagði félagsmálaráð- herra. - HEl Linda Samúelsdóttir, bóndi að Tungu. Samkomulag hafði náðst um vatnslögn Norðuráls yfir land hennar, en samkomulaginu á að rifta vegna vanefnda stóriðjufyrir- tækisins. Bóndinn telur Norð- urálhafa svfkið sig Stjórn umhverfissamtakanna Sólar í Hvalfirði hefur óskað eft- ir fundi með stjórnendum Norð- uráls vegna þess sem samtökin kalla brot stóriðjulyrirtækisins á viljayfirlýsingu milli þess og Lindu Samúelsdóttur, bónda að Tungu í Svínadal. Linda og sam- tökin telja að fyrirtækið hafi svik- ið samkomulag sem gert var í tengslum við að Norðurál þarf að fara með vatnslögn yfir land Tungu til að sækja sér vatn úr Laxá í Leirársveit. Sól hefur jafnframt þungar áhyggjur af „gríðarlegri mengun" á vinnusvæði starfsmanna Norð- uráls og tíðum vinnuslysum. Krefst Sól þess að tölulegum upplýsingum um staðreyndir mála verði komið til skila og ger- ir kröfu til þess að stjórnvöld tryggi að mengunarvarnir og að- búnaður starfsmanna sé eins og best verður á kosið. Tungumálið snýst að sögn Ólafs M. Magnússonar í Sól um bætur til handa Tungufólkinu vegna rasksins af völdum vatns- lagnar Norðuráls. „Þeir ætluðu í fyrstu ekkert að tala við bónd- ann, sem ákvað þá að höfða skaðabótamál. Úr varð munnlegt samkomulag í votta viðurvist um ákveðna greiðslu og tók Norð- urál að sér allan málskostnað. Nú hefur komið í ljós að stjórn- endur Norðuráls túlka máls- kostnað þröngt en vilja skilja bóndann eftir með lögfræði- kostnað upp á 200 þúsund krón- ur. Það er illskiljanlegt miðað við anda þess samkomulags sem gert var,“ segir Ólafur. — FÞG Nýsköpunarverðlaun forseta Islands voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum I gær. Verðlaunin komu í hlut Hörpu Birgisdóttur fyrir verkefni sem hún hefur unnið að um fokgirni og bindieiginleika foksands. Verkefnið sner- ist um að prufa einfaldar aðferðir til að sá melfræi. Á myndinni má sjá Hörpu taka við verðlaunum úr hendi Úlafs Ragnars Grímssonar. - mynd: pjetur Saiiia liði ábák við tjöldin Baráttan um varaformannsemb- ættið í Sjálfstæðisflokknum er sögð komin í fullan gang þótt enn sem komið er hafi enginn lýst opinberlega áhuga á starfinu. Nýr varaformaður verður valinn á landsfundi flokksins sem hefst 8. mars nk. en þar verða vel á annað þúsund fulltrúar. Landssamband sjálfstæðis- kvenna hefur skorað á Sólveigu Pétursdóttur að gefa kost á sér sem varaformaður og hún er að íhuga málið alvarlega. Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra eru báðir sagðir vera að kanna stuðning sinn í flokknum. Að lík- indum ræðst ekki fyrr en skömmu fyrir landsfund hverjir gefa kost á sér og jafnvel ekki fyrr en á fundinum sjálfum. Fjallað er um varaformannskjörið í frétta- skýringu bls. 8-9. Nýtt biðraðakerfi og neyðarástand á leigu- markaðnum, segir Jó- hanna Sigurðardóttir en Páll Pétursson seg- ir þörfina fyrst og fremst hér syðra. „Þetta kerfi gengur ekki upp. Mér sýnst það vera að koma fram, sem við spáðum þegar þetta var knúið í gegn, að verið sé að koma upp pólitísku skömmtunarkerfi, þar sem fólk þarf að vera með betlistaf við dyr bæjarstjórna til að fá íbúð. Nýju biðraðakerfi sem ekki sér fyrir endann á,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir, alþingis- maður og fyrrv. félagsmálaráð- herra, um það að einungis 15 af 124 sveitarfélögum landsins ætla að taka þátt í nýja félagslega íbúðalánakerfinu. Að sveitarfé- lögin fara ekki inn í þetta kerfi segir hún m.a. skýrast af því að til þess þurfi þau að borga framlag, 5% viðbótarlánsins, í varasjóð til að mæta útlánatöpum. „Biðradir og betli- stafir íbúdalána66 WORLDW/DE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 ÍVenjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMKMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 ÞREFALDUR 1. VINNINGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.