Dagur - 21.01.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 21.01.1999, Blaðsíða 7
 FIMMTUDAGUR 21. JAtiÚAR 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Er verið að níðast á fiskverkafóUd? „í starfi mínu sem sjúkraþjálfari hjá Vinnueftirliti ríkisins hefég rannsakað líkamleg óþægindi fiskvinnslufólks. Niðurstöður rannsóknanna sýna að á hverju ári finna um 70 - 80% fiskvinnslukvenna til óþæginda frá öxlum, hálsi og baki, “ segir Hulda m.a. í grein sinni. Margt bendir til þess að fjöldi kvenna hætti störfum í fisk- vinnslu fyrr en ella vegna líkam- legra óþæginda. Niðurstöður rannsókna hér á landi benda eindregið til þess. Eg tel mikil- vægt að benda á þessa staðreynd í tilefni af umræðum hér í Degi að undanförnu, þar sem því var m.a. haldið fram að níðst sé á fiskverkafólki með Iágum laun- um. Full ástæða er til að bæta laun verkafólks en ekki er síður mikilvægt að skoða vinnuskipu- lag í fiskvinnslu. I starfi mínu sem sjúkraþjálf- ari hjá Vinnueftirliti ríkisins hef ég rannsakað líkamleg óþægindi fiskvinnslufólks. Niðurstöður rannsóknanna sýna að á hverju ári finna um 70 - 80% fisk- vinnslukvenna til óþæginda frá öxlum, hálsi og baki. Til saman- burðar má nefna að hliðstæðar erlendar rannsóknir sýna að 25 - 50% kvenna í ýmsum störfum finna til slíkra óþæginda. Rann- sókn mín sýndi líka að þær kon- ur sem hætta störfum í fisk- vinnslu segjast hafa meiri óþæg- indi en hinar sem halda áfram að vinna. Það er því mjög líklegt að líkamleg óþægindi séu ein ástæða þess að konur hætti í fískvinnslu. Rannsóknir í rannsóknunum kom fram að árið 1987 höfðu 80% fiskvinnslu- kvenna unnið lengur en 3 ár í fiskvinnslu. Þá var mikil þensla í þjóðfélaginu og næga atvinnu að fá. Árið 1993 höfðu einungis 60% fiskvinnslukvenna unnið lengur en 3 ár, þrátt íyrir verulegt atvinnuleysi í landinu, ekki síst meðal ófaglærðra kvenna. Þetta kom mér á óvart en þessi þróun bendir til að þeim fækki stöðugt sem gera fiskvinnslustörf að ævi- starfi sínu. Það ætti að vera áhyggjuefni að mikilvægasta út- flutningsgrein Islendinga skuli ekki vera samkeppnisfær við aðr- ar greinar um vinnuafl. Ég tel að orsakir óþægindanna og flótta fiskvinnslukvenna úr störfum megi að verulegu leyti rekja til vinnuskipulags. Margt hefur verið gert til að bæta að- búnað fiskvinnslufólks síðustu árin, m.a. dregið mjög úr burði á þungum fískikössum og hægt er að stilla vinnuhæð að þörfum hvers og eins. Hins vegar hefur tæknivæðing með aukinni ein- hæfni einnig neikvæðar hliðar í för með sér. Flæðilínur í fisk- vinnslu hafa þannig til dæmis gert störf fiskvinnslukvenna ein- hæfari en áður. Konurnar dvelja í Iengri tíma en áður við sömu einhæfu störfin og fara lítið á milli verka. Þetta er þróun sem hefur átt sér stað víða í heimin- um. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einhæf vinna er mjög lík- leg til að valda bæði andlegu og líkamlegu heilsutjóni. Þessu verður að huga að í umræðum um stöðu fiskvinnslufólks. MiMlvægasta auðlindin Starfsfólk er mikilvægasta auð- lind hvers fyrirtækis. Það hlýtur að vera áhyggjuefni hvers at- vinnurekenda ef hann missir starfsfólkið sitt fljótlega eftir að það hefur verið þjálfað til fulls því þjálfað starfsfólk tryggir gæði og afköst fyrirtækja. Ef einhver heldur að það sé auðvelt og á allra færi að vinna í fiski, þá er það misskilningur. Þeir sem til þekkja telja að það taki a.m.k. 6 mánuði að ná færni og hraða við snyrtingu fiskflaka. Algengur ráðningartími fiskverkafólks sem sótt er til útlanda er einmitt 6 mánuðir. Samkvæmt þessu er er- lenda verkafólkið allan ráðning- artíma sinn að ná fullum tökum á starfi sínu! Af hverju þarf fiskvinnslan á Islandi að leita eftir erlendu vinnuafli? Þrátt fyrir að útlendir starfsmenn séu gott fólk trúi ég ekki að þeir séu að jafnaði dug- legri eða afkastameiri en Islend- ingar og þeir þurfa örugglega ekki minni þjálfun til starfsins en íslendingarnir. Hins vegar þekkja útlendingarnir líklega ekki rétt sinn til Iauna og aðbún- aðar eins vel og heimamenn og gera þar af leiðandi minni kröfur enda oftast ráðnir til skamms tíma. Að byggja afkomu sína á óhag- kvæmri skammtímaráðningu út- lendinga í stað þess að bjóða íslensk- um starfsmönnum upp á ákjósanleg Iramtíðarstörf er eklá sú framtíð sem ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar ætti að hafa. Ég hvet til þess að í umræðu um stöðu fiskverkafólks verði meiri áhersla lögð á vinnuvernd. Umræðan þarf að fara fram meðal verkafólks, atvinnurek- enda, hönnuða og vinnuvist- fræðinga. Slík umræða er líkleg til að leiða til betra vinnuskipu- lags í fiskvinnslu. Misskipt er góðæri ríkisstj ómarpostularaia „Það sem haldið hefur uppi hagvexti á fslandi undanfarin nokkur ár eru fjárfestingar í gamaldags stóriðju. Stjórnvöld hafa ekkert gert til að skjóta stoðum undir nýjar atvinnugreinar, “ segir Heimir Már m.a. í grein sinni. HEIMIRMÁR PETURSSON FRAMBJÖÐANDI i PRÓFKJÖRI SAMFYLKINGARINNAR i ReykjavIk SKRIFAR Postulum núverandi ríkisstjórn- ar er tíðrætt um góðæri. Fullyrt er að kaupmáttur hafi aukist, skuldir ríkissjóðs hafi lækkað og fyrirtækin skili arði sem aldrei fyrr. Forsætisráðherra er marg orður um að efnahagslega hafi Islendingar aldrei haft það eins gott enda teljist íslenska þjóðin nú vera meðal þeirra fimm rík- ustu í heiminum. Allt er þetta gott og blessað og jafnvel satt - en bara að meðaltali. Gögn frá Þjóðhagsstofnun hafa sýnt á þessu kjörtímabili að um fimm þúsund manna hátekjuhópur skiptir á milli sín launum sem rúmlega 50 þúsund manns í lægsta tekjuhópnum skiptir á milli sín. Góðærið hefur vissu- lega skilað sér til þeirra í fimm þúsund manna hópnum, sem fjárfestir í gríð og erg í fyrirtækj- um ríkisins sem færð hafa verið fjárfestum á silfurfati. En sá mikli meirihluti sem eftir situr hefur lítið orðið var við góðærið og skreytir sig ekki með verð- bréfum, utanlandsferðum og jeppum. Hættuleg misskiptmg Sú mikla misskipting sem ríkt hefur í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokksins er siðlaus gagnvart því fólki sem vinnur hörðum hönd- um fyrir launum sem duga vart fyrir helstu nauðsynjum. En misskiptingin er þjóðinni í heild líka hættuleg. Samfélag mis- skiptingarinnar kallar ekki alla til leiks. Þar verður smátt og smátt til forréttindastétt sem nýtur menntunar, heilsugæslu, menningar og frelsis umfram aðra. Slíkt steinaldarsamfélag verður undir í nútíð og framtíð í þeirri miklu samkeppni sem rík- ir milli þjóða um vöru, þjónustu og mannauð. Það sem haldið hefur uppi hagvexti á Islandi undanfarin nokkur ár eru fjárfestingar í gamaldags stóriðju. Stjórnvöld hafa ekkert gert til að skjóta stoðum undir nýjar atvinnu- greinar eða til að virkja ungt fólk sem er með hugmyndir á sviði margmiðlunar og fleira. Þær hugmyndir sem nú bærast með ungu fólki eru forsendur velferð- arríkis á Islandi á næstu öld. Ef þessar hugmyndir eru ekki rækt- aðar og ungu fólki gefið svigrúm, munum við ósköp einfaldlega missa þetta fólk úr landi. Þá ger- ist það sama fyrir landið í heild og verið hefur að gerast með landsbyggðina í stjórnartíð Sjálf- stæðisflokksins. Þá flýr fólk ekki bara landsbyggðina. Þá flýr það Island. Fjárfesttng í framtíðinni Eitt af fimm rfkustu samfélögum heimsins býr enn þannig að ör- yrkjum, atvinnulausum og hluta aldraðra að þeir ná ekki endum saman og búa í raun við fátækt. Þetta er smánarblettur á samfé- laginu sem Samfylkingin á að hafa sem forgangsverkefni að afmá. Félagslegar lausnir hafa verið á undanhaldi undanfarin áratug. Þeirri þróun þarf að snúa við. Til þess að nýta mannauðinn sem best þarf að hvetja alla til náms og þjálfunar. Lykillinn að því er námslánakerfi sem bugar ekki fólk með endurgreiðslum. Samfylkingin hefur það á stefnu- skránni að námslán verði vaxta- laus enda á að skoða námslán að hluta sem fjárfestingu samfé- lagsins í mannauði framtíðarinn- ar. Þá á að afnema það siðleysi að tengja tryggingabætur við tekjur maka. Það er tilræði við virðingu fólks sem á við veikindi eða fötlun að stríða að skerða framfærslu þess og setja það undir útgjaldalið makans. Island 21. aldarinnar á að vera samfé- lag félagslegs réttlætis, lýðræðis og frjálslyndis. Samfélag þar sem sátt ríkir um skiptingu þjóðar- auðsins. Samfélag þar sem mið- stýrt kvótakerfi einkavina er að- eins til sem skjalfærð heimild inni á Þjóðskjalasafni í hyllu með heimildum um einokunar- verslunina og kreppuárin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.