Dagur - 21.01.1999, Page 1

Dagur - 21.01.1999, Page 1
I Hann hefurað baki mikla reynslu í leikstjóm, hejur leikstýrt einum fimmtán verkum. Tuttugu ogfimm ára reynslu í myndlist. Tvö hund- mð útvarpsþættir, tuttugu og fimm sjónvarpsþættir. Þetta sam- einarhann í vinnslu á myndbönd- um ofýmsu tagi. „Þegar þetta sameinast í einu auga, þá hlýtur að koma eitthvað meira en venjulegt út,“ segir listamaðurinn Om Ingi og hlær við. Dagur heimsótti hann í „kjallarastúdíóið11 hans í Klettagerðinu á Akureyri. Við göngum í gegnum vinnustofuna og niður í kjallarann. Þar er hvorki vítt til veggja né hátt til lofts en þó er þar að finna fullkomið mynd- vinnsluver sem Örn Ingi hefur komið sér upp. Minnimáttarkeimd ekki til „Eg byrjaði sem myndlistarmaður og lét mig mikið dreyma um að gera einhvern tíma Ieik- mynd við leikrit, sem svo rættist með Sveini Einarssyni og leikritinu um Sólon Islandus. Þá varð það ekki stöðvað. I kjölfarið á því og fleiru fór ég að Ieiðbeina úti um allt land fólki sem hungraði og þyrsti í allt. Þá fór ég jafnvel að leiðbeina við eitthvað sem ég nánast kunni ekki en Iærði um leið. Eg hef aldrei uppgötvað þessa háu þröskulda sem menn eru að tala um að hafa miklar áhyggjur af. Minnimáttarkennd og skortur á sjálfstrausti, það á ég bara er ekki til.“ Varðandi peningahliðina er speki Arnar Inga einföld: „Maður gengur fyrir jákvæðri sjálfs- blekkingu, trú á það að aðstæður verði manni hagstæðar, að maður sjálfur standi sig og svo framvegis. En ég hef verið alveg ótrúlega róleg- ur yfir því þó hér hafi skóflast upp milljóna skuldir. Eg er rólegur jafnvel þó ég hafi ekki komið neinu frá mér í eitt ár, bara myndað og myndað en brosað í bankanum." Það sem ég get og vil Örn Ingi tók upp, vann og gaf út íjölbreytt tónlistarmynd- band með norðíenskri tónlist ásamt tveimur þáttum um að fá mér hljóðgræjur og annað slíkt sem er það besta sem gerist í veröldinni. Myndin hefur frekar verið í fyrirrúmi heldur en hljóð- ið.“ - Hvar stendur þitt stúdíó tæknilega séð mið- að við það sem best eða fullkomnast gerist hér ú landi? „Eftir því sem ég best veit er ég fremstur á landinu. Eg segi það vegna þess að inni í þessu myndbandstæki er sérbyggt, rándýrt tengisett sem breytir digital-signali til sam- ræmis við klippisignal tölvuforritsins þannig að það tapast ekkert í myndgæðum sem er gríðarlega mikilvægt atriði. Þetta er eina stykkið á landinu og að því leyti er ég fremst- ur. Sjónvarpsstöðvarnar eru komnar með digital vélar en svo framarlega sem þær eru ekki með þetta stykki þá stend ég að því leyti framar." Tæknilega séð virðist Örn Ingi vel birgur. Utskýringarnar sumar hljóma að vísu eins og latína í eyrum blaðamanns en Ijóst er að hann er komin með öflugt stúdíó í kjallarann hjá sér. Hann segist þó eiga í nokkrum vandræð- um með ýmislegt er varðar „bransann" sjálfan og ber siðferðinu í þeim slag ekki fallega sögu. Höfundarréttur hugmyndasmiða sé til að mynda lítt eða ekki virtur og sé þar mikill munur á hvað varðar höfuðborgarsvæðið annars vegar og Akureyri til dæmis hins veg- ar. I fyrrasumar segist hann til dæmis hafa verið mjög óánægður með Ferðamálamiðstöð Eyjaíjarðar og sjónvarpsstöðina Aksjón vegna myndbands sem hann bjó til fyrir Ferðamála- miðstöðina. „Myndbandið var einungis unnið með það í huga að vera til kynningar fyrir ferðaskrifstofur og ferðaráðstefnur og skýrt tekið fram í samningi að sýningar í sjónvarpi kæmu ekki tii. Engu að síður „gaf‘ Ferða- málamiðstöðin að mér forspurðum sjónvarps- stöðinni Aksjón það til sýningar og þar var höfundalistinn aftan af og sjónvarpsstöðin gerði myndbandið að sinni eigin framleiðslu. Þannig var myndbandið sýnt daglega í hálfan mánuð þar til þeir skildu alvarlegar athuga- semdir mínar. Höfundalistinn var þá settur inn aftur og myndbandið sýnt allt sumarið án þess að nokkur greiðsla kæmi til mín.“ Örn Ingi hefur lagt mikið undir en segir það erfiðast að fást við siðferðið í þessum bransa: „Það sem ég er mest hræddur um er að einhver taki frá manni það sem mað- ur á. Slíkt gæti breyst í sakamál." - HI Úrn Ingi Gíslason íverinu sínu. Myndver, hljóðver, fjölföldunarverksmiðja. „Eftirþví sem ég best veit er ég fremstur á landinu," segir Örn Ingi um ákveðna tækni sem hann hefuryfir að ráða. mynd: brink Eskifjörð og Neskaupstað þar sem mannlíf og menning spiluðu saman. „Frá mínum bæjardyrum séð var mark- miðið með þessum myndböndum að þau væru yfirlýsing af minni hálfu um það hvað ég gæti og hvað ég vildi. Að ná inn fyrir raunverulegum kostnaði er íjarlægt markmið. Eg vil reyndar sérhæfa mig í menningarefni og er búinn 2

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.