Dagur - 21.01.1999, Blaðsíða 2
18 — FIMMTUDAGUR 21. JAHÚAH 1999
ro^ir
LÍFIÐ í LANDINU
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDOR
SIGURDÓRSSON
Sr. Baldur
Vilhelmsson.
Pétur Þór
Gunnarsson.
„Það var það sem
okkur vantaði,
enda var miðjan
ekki naegjanlega
sterk hjá okkur í
fyrra. Agúst þekk-
ir hvert gijót
héma á malarvell-
inum eftir að hafa
alist hér upp og er
afar ánægjulegt að
sjá hann snúa
aftur.“
Asgeir Elíasson,
þjálfari Fram h.f.,
um endurkomu
Ágústs Gylfasonar
til félagsins.
Þrefalt amen
Séra Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatns-
firði, er fyrir Iöngu orðinn þjóðsagnapersóna.
Um hann eru sagðar skemmtisögur, bæði
sannar og Iognar. Eina slíka birti Vestri fyrir
skömmu. Þar segir að þeir Emil R. Hjartarson,
skólastjóri á Flateyri, og Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri á Isafirði, hafi verið samtímis við
afleysingar í Iöggunni á Isafirði 1987. Þetta
sumar gekk Halldór í hjónaband og fór athöfn-
in fram í kirkjunni í Ogri. Ekki fékkst neinn
organisti til að spila við brúðkaupið. Halldór
fékk því Emil vin sinn til að bjarga málunum.
Prestur var séra Baldur Vilhelmsson og vildi
hann hafa messuform á og hjónavígsluna lið í
messunni. Daginn fyrir athöfnina hringdi Emil
í séra Baldur til að forvitnast um hvernig hann
ætlaði að haga athöfninni. Séra Baldur las upp
fyrir Emil hvernig hann ætlaði að hafa athöfn-
ina og sagði að lokum: „Og svo kemur bara
amen í lokin góði.“ Emil spurði séra Baldur
hvort hann ætlaði að sleppa vúdsöng prests og
safnaðar, sem venja er að ljúka messugjörð
með. Þá sagði séra Baldur: „Það er alveg til-
gangslaust. Fólk skilur þetta ekki, sem ekki er
von góði. Eg sleppi þessu bara en þú getur
haft amenið þrefalt ef þú vilt.“
Hótnnarbréfið
Það er bölvaður dónaskapur að senda mönn-
um hótanabréf um líkamsmeiðingar eða dauða
þótt mönnum líki ekki eitthvað í fari manna
eða störfum. Svo er aldrei að vita hvort eitt-
hvað er að marka slík hótunarbréf. Pétur Þór
Gunnarsson, eigandi Gallerí Borgar, sem
grunaður er um málverkafalsanir og er fyrir
rétti um þessar mundir, segir að hann hafi
fengið hótunarbréf upp á ekkert minna en Iíf-
lát. Maður verður að vona, Péturs vegna, að
bréfið sé falsað.
Kekkir í hafragrautimm
Það hafa alla tíð verið til menn sem hafa þráð
að geta ort ljóð og vísur og gert það án þess að
geta það og hafa vísur þeirra og ljóð verið eins
og kekkir í góðum hafragraut. Þessir menn
hafa verið kallaðir leirskáld og kveðskapur
þeirra hafður í flimtingum. Leirskáld hafa
alltaf verið til. Flestir sem komnir eru til vits
og ára kannast við nafn séra Valdimars Briem,
sem orti fleiri sálma en aðrir Islendingar.
Hann orti líka erfiljóð eftir pöntun. Því var
einu sinni Iýst á þennan hátt af einhverjum
„snillingi":
Dauður maður dauður var,
sendimaður sendur var
uppí séra Valdhnar
til að yrkja Ijóðin þar.
Skúli Helgason,
fyrrverandi dag-
skrárstjóri Bylgj-
unnar, hristir núna
menningarkokkteil
fyrir menningar-
borgina Reykjavik
árið 2000.
„Iit á það sem þegnskyldu
að taka þátt 1 þessu“
Það hefur verið ákveðið að
menningarborgir Evrópu árið tvö
þúsund verði níu en auk Reykja-
víkur munu Helsinki, Bergen,
Prag, Bolognia, Santiago de
Compostela á Spáni, Avignion í
Frakklandi, Brussel og Kraká.
Skúli segist Iíta á verkefnið sem
skemmtilega samkeppni við aðr-
ar borgir í Evrópu. Auk hans
gegnir Sigrún Valbergsdóttir
framkvæmdastjórastöðu menn-
ingarborgarinnar.
„Mitt hlutverk er að hafa yfir-
umsjón með innlendum viðburð-
um sem verða á menningarár-
inu. Það er heilmikill her þarna
á bak við og efst trónir Þórunn
Sigurðardóttir stjórnandi verk-
efnisins Reykjavík menningar-
borg Evrópu árið 2000 og hefur
hún unnið að þessu í rúmt ár,“ segir Skúli.
Ekki óánægður á Bylgjiumi
Skúli starfaði áður sem dagskrárstjóri Bylgjunn-
ar. Hann segir ástæðuna fyrir því að hann fari
þaðan ekki vera óánægju heldur þvert á móti.
Hann hafi verið með margar hugmyndir þegar
hann byrjaði en ekki unnist tími til að hrinda
þeim öllum í framkvæmd, en eitt af hans síð-
ustu verkum á Bylgjunni hafi verið samkeppni
um útvarpsþætti sem væri núna í gangi.
Skúli segist hafa unnið við fjölmiðala í 15 ár
og nú sé gott að skipta um starfsvettvang, alla-
vega fram yfír aldamót. „Það sem menn eru að
gera á vegum menningarborgarinnar er í raun-
inni einstakt. Þarna er ríkisvaldið og borgin að
sameinast um gríðarmikið verkefni. Þetta er
stærsta hátíð sem hefur verið sett
upp í þessu landi. Þannig að
þetta er sögulegt tækifæri. Eg leit
þannig á málin að þetta væri í
raun og veru þegnskylda að taka
þátt í þessu fyrst þetta var viðrað
við mig.“
Flétta saman menningu og
náttúru
Skúli segir að ekki sé endanlega
búið að ganga frá dagskránni en
hún verði tilkynnt seinni part
marsmánaðar. Hann segir mark-
miðið vera að allir finni eitthvað
við sitt hæfi. „Þarna verða verk-
efni á sviði allra helstu listgreina
en einnig á sviði umhverfismála,
náttúruverndar, íþrótta og tóm-
stunda, svo eitthvað sé nefnt."
Meðal þess sem ber hæst á dag-
skránni er kór sem kailast „Raddir Evrópu", hann
er skipaður fólki úr menningarborgunum níu.
Með kórnum syngur meðal annars Björk Guð-
mundsdóttir og mun kórinn m.a. frumflytja ný
verk eftir hana. Skúli segir að menningin verði
ekki bara í Reykjavík árið 2000. Sveitarfélög út
um allt komi að verkefninu. Þau ætli að bjóða
uppá ýmislegt til afþreyinjgar fyrir ferðamenn.
„Það má líta á þetta sem Island í sparifötunum
þar sem að allir vinna saman að því að sýna um-
heiminum hvað við getum gert á sviði lista og
menningar. Það er verið að tala um að flétta sam-
an menningu og náttúru. Við tjöldum öllu sem
við eigum sem er þessi hreina og tæra og stór-
kostlega náttúra og svo þessir andans jöfrar frá
Snorra Sturlusyni til Bjarkar,“ segir Skúli.
-PJESTA
„Það má líta á þetta
sem ísland í sparifot-
unumþarsem að all-
irvinna saman að
því að sýna umheim-
inum hvað viðgetum
gertá sviði lista og
menningar. “
SPJALL
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
„Bækur eru saklausir hlutir en rithöf-
undar eru ægilegar verur.“
Þórbergur Þórðarson
Þetta gerðist 21. janúar
• 1918 mældist mesta frost í Reykjavík, -
24,5°C.
• 1925 lýsti þing Albaníu yfir lýðveldis-
skipulagi og Ahmed Zogoe tók við for-
setaembætti.
• 1932 var Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis stofnaður.
• 1959 var söngleikurinn Deléríum bú-
bónis eftir Jónas og Jón Múla frum-
sýndur hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
• 1961 hertóku portúgalskir uppreisnar-
menn farþegaskrpið Santa Maria.
• 1962 var snjgfcbfna í San Francisco.
Þau fæddust 21. janúar
• 1849 fæddist bandaríski golfleikarinn
Jack Nicldaus.
• 1885 fæddist bandaríski blússöngvar-
inn Leadbelly, eða Huddie William
Ledbetter eins og hann hét réttu nafni.
• 1895 fæddist Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi.
• 1905 fæddist franski tískuhönnuðurinn
Christian Dior.
• 1917 fæddist Jón úr Vör (Jónsson)
skáld.
• 1938 fæddist bandaríski plötusnúður-
inn Wolfman Jack, sem hét reyndar
réttu nafni Robert Weston Smith.
• 1941 fæddist spænski tenórinn Plácido
Domingo.
Merkisdagurmn 21. jan.
í dag er Agnesarmessa, en Agnes var róm-
versk stúlka sem vildi heldur píslavætti
en að spjallast og var sögð stungin til
bana með sverði um 350. Agnes var einn
helstu dýrlinga á fyrri hluta miðalda.
Messa hennar var lögtekin á alþingi
1179. Hún var aukadýrlingur í Þerney á
Kollafirði og Bæ í Borgarfirði.
Afmælisbam dagsins
Aristoteles (Telly) Savalas þekkja
flestir aðallega sem lögreglustjór-
ann Kojak úr samnefndum sjón-
varpsmyndaflokki. Þó hafði hann
leikið í fjölmörgum bíómyndum
áður en hann komst í hlutverk
skallans með sleikjóinn. Yfirleitt
fékk hann þó ekki að Ieika annað
en illmenni, og virtist fullsáttur við
það. Hann fæddist 1924 í New
York, en gaf upp andann 70 árum
síðar, nánast upp á dag, þann 23.
janúar 1994.
Lét bara konuna róa!
Gosi vildi breyta til og tók saman við konu.
Ekki var langt um liðið þegar Gosi fór til
fundar við trésmiðinn og bað hann að ráða
sér heilt í vandræðum sínum. „Konan
kvartar sáran undan flísum úr mér, hvað er
til ráða?“ Trésmiðurinn taldi málið einfalt
viðureignar og rétti Gosa örk af fínum
sandpappír. Nokkru síðar hittast þeir fé-
lagar á förnum vegi og trésmiður spyr
hvernig gangi. „Fínt,“ segir Gosi.
„Er konan hætt að kvarta," spyr smiður-
inn. „Konan,“ svaraði Gosi, „mér líkaði svo
vel við sandpappírinn að ég lét bara kon-
una róa.“
Veffang dagsins
Margmiðlunarhópurinn DIGITUS SAPI-
ENS hefur sett upp heimasíðu í samstarfi
við Hringiðuna www.vortex.is, þar sem
finna má efni sem hópurinn hefur unnið
að á sl. fjórum árum. Alveg þess virði að
kíkja á http://www. digitus-sapiens.vor-
tex.is
Sagu daganna