Dagur - 23.01.1999, Page 9

Dagur - 23.01.1999, Page 9
8 - LAUGARDAGUR 2 3. JANÚAR 1999 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 - 9 FRÉTTASKÝRING L Tíagur. Prdfkjör samfylMug- ariimar í Reykjavík nálgast og prófkjörs- baráttan er komin á fullt skrið. Dagur kortlagði hiiiar ólíku fylkingar og hér á eft- ir er reynt að gera grein fyrir helstu stuðningsmönnum frambjóðenda í próf- kjörinu. Bryndís Hlöðversdóttir alþingis- maður er talin sigurstranglegust alþýðubandalagsmanna í próf- kjöri samfylkingarinnar í Reykja- vík. Hún sagði breiðan hóp vinna fyrir sig í prófkjörinu og sagðist hún ekki vilja taka út úr þeim ein- hver nöfn og gera þannig upp á milli síns stuðningshóps. Kosningastjóri Bryndísar er Siguijón A. Friðjónsson, fyrrum markaðsstjóri hjá Vífilfelli og þekktur maður í hópi vinstri- manna. Samkvæmt heimildum Dags má nefna meðal virkra stuðningsmanna Bryndísar, Leif Guðjónsson, fyrrum starfsmann Dagsbrúnar, og Guðmund Hjart- arson, fyrrum Seðlabankastjóra. Þar fara tveir menn sem kunna vel til verka í pólitík og þekkja Al- þýðubandalagið og verkalýðs- hreyfinguna út og inn. Ari Skúlason er í stuðningsliði Bryn- dísar Hlöðversdóttur. Úr hópi annarra virkra stuðn- ingsmanna má nefna Ara Skúla- son, framkvæmdastjóra Alþýðu- sambands Islands, Einar Karl • Haraldsson, fyrrum Þjóðviljarit- stjóra og konu hans Steinunni Jó- hannesdóttur rithöfund. Guð- mundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, er í stuðningsmannahópi Bryndísar, sem og Gylfi Arn- 'björnsson/'fyrrum hagfræðingur ASÍ. Þá má nefna Arthur Mortens, Kristinn Karlsson og Gísla Gunnarsson, félaga hennar úr Birtingu og Helga Hjörvar borgarfulltrúa. Einnig Guðnýju Gunnarsdóttur starfsmann al- þjóðaskrifstofu HI, Katrínu Júlí- usdóttur, framkvæmdastjóra Stúdentaráðs, og Reyni Arn- grímsson lækni sem mætti á opn- unarhátíð kosningaskrifstofu Bryndísar. Ekki má gleyma bróð- ur hennar Jóni Hrafni Hlöðvers- syni og föður hennar Hlöðveri Kxistjánssyni. Úr verkalýðshreyfmgiumi Jóhanna Sigurðardóttir sagði að sér fyndist léttara að vinna £ þessu prófkjöri en öðrum próf- kjörum sem hún hefur tekið þátt í. Hún segist finna fyrir góðum meðbyr í prófkjörsbaráttunni en var treg til að nefna ákveðin nöfn stuðningsmanna nema hvað hún sagði að Oskar Guðmundsson væri sinn kosningastjóri. Óskar var hér áður ritstjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum, var í Alþýðubanda- laginu en fór yfir í Þjóðvaka þeg- ar hann var stofnaður. Óskar er margreyndur refur í pólitík og hefur eitthvert næmasta pólitíska nef sem til er. Það er viðurkennt af öllum sem rætt hefur verið við að Jóhanna njóti stuðnings breiðfylkingar úr verkalýðshreyfingunni, bæði sjó- manna, iðnaðarmanna og félaga í BSRB. Meðal virkra stuðnings- Páii Halldórsson er með Jóhönnu f liði. manna Jóhönnu má nefna Pál Halldórsson, fyrrum formann BHMR, Svan Kristjánsson pró- fessor og Guðrúnu Arnadóttur. Einnig Jónas Astráðsson, Gunnar Þórðarson trésmið, Sigurveigu Sigurðardóttur hjúkrunarfræð- ing og Karl Jenssen, svo einhverj- ir séu nefndir. Óskar Guðmundsson sagðist verða mjög mikið var við að fólk úr verkalýðshreyfingunni vilji styðja Jóhönnu. Einnig sagði hann stuðning við hana innan úr hjúkrunargeiranum, starfsfólk á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofn- unum. Eins sé mikið af fólki sem ekki er í A-flokkunum en vill vera í samfylkingunni. Stuðmngur „eðalkrata“ Össur Skarphéðinsson vildi ekki úttala sig um sín sterkustu vígi. „Maður má ekki auglýsa styrk sinn, þá fara aðrir að Ieita á þau mið. En ég tel mig hafa ansi breiðan stuðning bæði innan og utan Alþýðuflokksins," segir Öss- ur. Hann er sterkur innan Alþýðu- flokksins og nýtur ótvíræðrar vel- vildar „eðalkrata“ af gamla skól- anum. Aðdáendur Jóns Baldvins Þeir Svavar Gestsson og Árni Þór eru miklir mátar og eru þau hjónin Svavar og Guðrún Ágústs- dóttir borgarfulltrúi í hópi helstu stuðningsmanna Arna, sem var tregur til að nefna nöfn stuðningsmanna sinna. Hann sagðist ekki vita hvort þeir vildu að nöfn þeirra yrðu birt í íjölmiðl- um. Hann nefndi þó sína hægri hönd í prófkjörsbaráttunni, Jón Ingva Jóhannsson. Dagur hefur heimildir fyrir því að meðal stuðningsmanna Arna Þórs séu Haukur Már Haralds- son, sem um árabil hefur verið í forystusveit Alþýðubandalagsins, Sölvi Ólafsson, Sigþrúður Gunn- arsdóttir og Armann Jakobsson, sem allt er þekkt fólk úr Alþýðu- bandalaginu. Einnig má fullyrða að flestir helstu stuðningsmenn Svavars Gestssonar, sem ekki eru farnir yfir í vinstra/græna fram- boðið, styðji Arna Þór. Fólk úr velferðarkerfmu „Það væri ósanngjarnt af mér að taka út úr einhver nöfn úr þeim fjölmenna pg breiða hópi sem styður mig. Eg vil það ekki en get sagt þér að stuðningsmannahóp- ur minn er breiður,“ sagði Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir al- þingismaður. Það er vitað að hópar innan velferðarkerfisins styðja Astu Ragnheiði enda hefur hún látið mjög að sér kveða á þingi í mál- efnum þeirra. I þessum stuðn- ingsmannahópi er margt starfs- fólk í heilbrigðisgeiranum, fyrr- um samstarfsfólk hennar á Trygg- ingastofnun ríkisins, foreldrar og aðstandendur fólks sem þarf á velferðarkerfinu að halda. Einnig lífeyrisþegar og aldraðir. Þá nýtur Asta Ragnheiður stuðnings ýmiss fjölmiðlafólks frá því hún starfaði sem útvarpsmaður á árum áður. Kolbrún Harðardóttir leik- skólakennari er skrifstofustjóri kosningamiðstöðvar Astu Ragn- heiðar. Af öðrum virkum stuðn- ingsmönnum hennar, samkvæmt heimildum Dags, má nefna Garð- ar Sverrisson, varaformann Ör- yrkjabandalagsins, Gyðu Ragn- arsdóttur formann MS félagsins, Hafdísi Gísladóttur formann Fé- lags heyrnarlausra, Pétur Ólafs- son frá félagi aldraðra, Jarþrúði Þórhallsdóttur, fyrrverandi for- mann Félags einhverfra barna, Björgu Kofoed Hansen þjónustu- fulltrúa, Aðalheiði Fransdóttur, baráttukonu úr Alþýðuflokknum, Halldór Gunnarsson, frá svæðis- skrifstofu fatlaðra og Jóhannes Guðmundsson, formann Félags lunga- og hjartasjúklinga. Sighvatur Björgvinsson hjáipar Össuri. til hans stuðningsmanna Sighvat- ur Björgvinsson formaður og Birgir Dýrljörð, einhver þraut- reyndasti kosningasmali Alþýðu- flokksins um áratugaskeið. Össur þykir einnig höfða vel til menn- ingar- og fjölmiðlageirans. Kunn- ugir merkja að einskonar óform- legt bandalag hafi myndast milli stuðningshópa Össurar og Jakobs Frímanns Magnússonar um þá tvo í efstu sætin, en hið sama er um leið sagt um stuðnings- mannahópa Össurar og Marðar Arnasonar. Víst er að Össur, Jak- ob og Mörður geta á ýmsan hátt talist samhetjar, þar sem tveir hinna síðastnefndu keppa um annað sætið á eftir Össuri. Þá þykjast menn merkja að ýmsir sjálfstæðismenn hyggist taka þátt í prófkjörinu og styðja Össur í þeim tilgangi að hlutur Jóhönnu Sigurðardóttur verði sem minnstur, því hún er í huga íhaldsins hinn mesti skaðræðis- gripur í garð atvinnurekenda. Meðal stuðningsmanna Jakobs Frímanns Magnússonar má nefna Dóru Hafsteinsdóttur, sem um árabil var skrifstofustjóri Al- þýðuflokksins, Helgu Arngríms- dóttur, sem einnig vann á skrif- stofu flokksins og Helga Daníels- son, fyrrum rannsóknarlögreglu- mann. Þessi nöfn styðja þá kenn- ingu að stuðningsmenn Jóns Baldvins Hannibalssonar styðji Jakob Frímann. Meðal þeirra sem starfa nú daglega fyrir hann má nefna Vilhjálm Kjartansson, fyrr- um knattspyrnumann úr Val, Katrínu Símonardóttur og Ár- mann Jónsson úr HÍ og Sæmund Norðfjörð kvikmyndagerðar- mann. Þá nýtur Jakob Frímann stuðn- ings úr listamannaelítu borgar- innar og þá ekki hvað síst úr hópi tónlistarmanna. Gamli kjarninn Því er haldið fram að Arni Þór Sigurðsson, eigi að fylla það skarð sem Svavar Gestsson skilur eftir sig í hinum gamla og rót- gróna kjarna Alþýðubandalags- ins. Hann er sá í hólfi Alþýðu- bandalagsins í prófkjörinu sem talinn er muni veita Bryndísi Hlöðversdóttur harðasta keppni um efsta sætið. Svavar Gestsson er einn afstuðn- ingsmönnum Árna Þórs. Úr hópi listamanna Heimir Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins, var eins og aðrir tregur til að nefna nöfn stuðningsmanna sinna, sagði það eiginlega vera einkamál sitt hverjir þeir væru. Hann nefndi þó Valdimar Birgis- son, sem er kosningastjóri. Dagur hefur heimildir fyrir því að fjölmargir listamenn og þá ekki sfst tónlistarmenn styðji Heimi Má. Þar má fyrstan telja bróður hans Rúnar Þór Péturs- son og Helga Björnsson SSSól. I gær kom út geisladiskur með lög- um og Ijóðum eftir Heimi Má. Ymsir stuðningsmenn hans úr hópi Iistamanna eru þar flytjend- í ÚSiífiÍÞI’ n9811,.ÚVilfe.dÓftÍt söngkona, Páll Óskar Hjálmtýs- son, Felix Bergsson, Rúnar Júlí- usson, Bjartmar Guðlaugsson, Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri, Páii Óskar Hjálmtýsson er í stuðn- ingshópi Heimis Más. Andrés Sigurvinsson leikstjóri og Björn Karlsson leikari. Sá frægi ljósmyndari Spessi er í stuðnings- manna hópi Heimis Más og einn- ig Sigursteinn Másson fjölmiðla- maður. Horft tH hægri krata Stefán Benediktsson er ef til vill vanmetnasta stærðin meðal fram- bjóðenda í hólfi Alþýðuflokksins, en ljóst er að hann nýtur virðing- ar og trausts mjög víða og er tal- inn höfða til stuðningsmanna bæði Össurar og Jóhönnu, sem annars teljast höfða til ólíkra hópa. Sjálfsagt er hans sterkasta vígi að finna meðal „hægri-krata“, einkum þeirra sem rekja má til Bandalags jafnaðarmanna og inn- an Alþýðuflokksins til Félags ftjálslyndra jafnaðarmanna. Stefán vill ekki nefna einstak- linga. „Eg sæki fylgi almennt til alþýðuflokksfólks og til allra sem hafa fengið nóg af ríkjandi mis- rétti og vilja jafnrétti og réttlæti," segir Stefán. Nokkur nöfn eru nefnd í tengslum við Stefán, þeirra á meðal Þórður Ólafsson skrif- stofustjóri, Eiríkur Briem fjár- málastjóri, Jón Bragi Bjarnason prófessor og Vilhjálmur Þor- steinsson „tölvugúrú". Að ógleymdum tengdaföðurnum Binna í Blómaverkstæði Binna og kosningastjóranum Sverri Frið- þjófssyni í Hinu húsinu. Höfðað tU unga fólksms Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er úr hópi ungliða í samfylkingunni, kemur úr Alþýðubandalaginu. Hann segist höfða til unga fólks- ins, bæði innan Háskóla Islands og íþróttahreyfingarinnar. Kosn- ingastjóri hans er Björgvin G. Sigurðsson, helsti talsmaður Grósku. Vilhjálmur er leikmaður í knattspyrnu í meistaraflokki Þróttar og sækir stuðning þang- að, bæði til leikmanna og stjórn- enda félagsins. Einnig nýtur hann víðtæks stuðnings í Röskvu, félags róttækra háskólanema. Margt fólk úr framhaldsskólun- um er að vinna fyrir Vilhjálm sem og margt alþýðubandalagsfólk eins og Einar Örn Davíðsson, Ar- mann Jakobsson og Helgi Hjörvar borgarfulltrúi. Nútima jafnaðarmenn Magnús Arni Magnússon er ung- ur maður á uppleið og situr nú á Alþingi. Hann sækir sitt fylgi einkum til unga fólksins í flokkn- iUfthmratr wJogÁjmihtiláskrtw?- Á mannamótum segir hann gjarnan í léttum dúr að hann sé eini raunverulegi „innfæddi" kratinn meðal ffambjóðendanna; hinir séu „innfluttir" eða ekki í flokknum. Hann er einnig sagður geta höfðað til fólks sem tilheyrir gráa svæðinu milli Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins. „Eg tel mig fyrst og fremst vera nútímajafnaðarmann og tel mig geta skírskotað til breiðs hóps kjósenda, en kannski ekki síst til ungs fólks og frjálslyndra jafnað- armanna, fólks sem t.d. fylgdi Jóni Baldvin Hannibalssyni að málum,“ segir Magnús Arni. í kringum Magnús er að finna fólk á borð við Stefán Hrafn Hagalín ritstjóra, Hrein Hreins- son í Grósku, Eirík Bergmann Ei- ríksson framkvæmdastjóra Iðnó og Hólmfríði Sveinsdóttur stjórn- málafræðing í Kvenréttindasam- bandinu. Mörður Arnason er í framboði í hólfí Alþýðuflokksins. Hann hef- ur ekki opnað kosningaskrifstofu. Hann segir sitt fylgi koma bæði úr báðum A-flokkunum og frá stuðningsfólki Þjóðvaka. Þá nýtur hann ekki síst stuðnings þeirra sem ákafast vinna fyrir Össur Skarphéðinsson. Þeir Mörður eru gamlir vinir og Mörður kepp- ir að sæti á eftir Össuri en ekki við hann. Einheild Frambjóðendur Kvennalistans koma fram sem ein heild og forð- ast eins og heitan eldinn að draga hvora aðra í dilka, auk þess sem prófkjör er óþekkt fyrirbæri hjá samtökunum. Sex konur bjóða sig fram í hólf Kvennalistans, en af þeim eru þrjár taldar standa best að vígi, Guðný Guðbjörns- dóttir þingmaður, Guðrún Ög- mundsdóttir varaborgarfulltrúi og Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálf- ari. Allar eiga þær það sameigin- legt að baldand þeirra er fyrst og fremst Kvennalistinn sjálfur, þar sem engir „armar“ eru sagðir fyr- irfinnast. Engin þeirra vildi nefna sérstaka stuðningsmenn, en nokkuð ljóst má telja að sú þeirra sem tekst að tryggja sér óyggjandi stuðning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra stendur vel að vígi. „Ég vil ekki nefna einstaklinga og tel að mitt bakland liggi í Kvennalistanum í heild. Eg get þó nefnt að ég hef fengið hvatn- ingu í tengslum við vinnu mína hjá Vinnueftirlitinu og sem fyrr- verandi formaður Félags Is- lenskra sjúkraþjálfara,“ segir Hulda. „I mínum huga skiptir litli maðurinn jafn miklu máli og ein- hver nafntogaður. Eg hef fundið fyrir stuðningi hjá alls konar fólki og það er breiður hópur. Eg hef í kringum mig nokkurs konar að- dáendahóp, en stuðningsyfirlýs- ingar hafa ekki tíðkast innan Kvennalistans," segir Guðrún. „Ég sæki stuðning fyrst og fremst innan Kvennalistans, en hef fengið hvatningu frá fólki út fyrir raðir samtakanna, svo sem frá sjómönnum, trillukörlum, kennurum og konum utan sam- takanna. En að öðru Ieyti fínnst mér óviðeigandi að nefna sér- staka hópa eða einstaklinga sem mína stuðningsmenn," segir Guðný. i______________________________j

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.