Dagur - 23.01.1999, Page 2
H-LAUGARDAGUR 23. JAXÚAR 1999
SÖGUR OG SAGNIR
FREYJA
JÓNSDÓTTIR
skrifar
Myndin á forsíðimni
er af dyraloftinu í
Laufási, þar sem er
eius konar altari. Aðr-
ar myudir skýra sig
sjálfar, þar sem vel
sést að höfðingjasetr-
ið sem Laufásvegur
tekur nafn af, er ekki
síður glæsilegt inuau
dyra en utan. Niðjar
Þórhalls hiskups og
Valgerðar hafa húið í
húsiuu og sýnt heimil-
iuu sem þau sköpuðu
íullan sóma og ríkir
þar sami glæsileikiuu
og fyrrum. Myudimar
tók Guuuar V. Audrés-
son fyrir Tímaun árið
1974.
Þórhallur Bjarnarson presta-
skólakennari, síðar biskup,
keypti Móhús 1896. Talið er að
býlið hafi dregið nafnið af mó
sem tekinn var upp í Vatnsmýr-
inni og þurrkaður á holtinu við
bæinn. Sama ár byggir Þórhallur
hús það sem enn stendur á horni
Laufásvegar og Bragagötu. Húsið
var keypt tilhöggvið frá Noregi.
Hann skírði það Laufás eftir fæð-
ingarstað sínum, Laufási við
Eyjafjörð. Jafnframt hóf hann
búskap og byggði gripahús á Ióð-
inni auk heygeymslu. Fjósið
rúmaði átta nautgripi sem heyjað
var fyrir í landi Laufáss. Eftir að
Þórhallur hafði Iátið stækka tún-
ið og endurbæta, kom af því góð-
ur heyfengur enda náði það alla
leið þar sem nú heitir Hljóm-
skálagarður. I þá daga var Laufás
talsvert utan við þéttbýliskjarn-
ann. Þegar Laufásvegur var lagð-
ur dró hann nafn sitt af býlinu. I
Laufási hafa niðjar Þórhalls
Bjarnarsonar og Valgerðar Jóns-
dóttur konu hans búið allt fram á
þennan dag.
Fyrsta brunabótavirðingin á
húsinu var gerð 26. júní 1896
þegar það var í byggingu. Þar
segir að húsið sé byggt úr bind-
ingi, 14 'A x 13 'A álnir að grunn-
fleti, klæddum með tvöfaldri
borðaklæðningu, með pappa og
járni yfir á þijá vegu og með járn-
þaki á súð. Þá var búð að setja
gólf og loft í húsið og skipta því
niður í herbergi, fyrir utan
þakloftið sem var einn geymur.
Kjallari er undir öllu húsinu. Við
vesturhlið hússins eru gaflsvalir
með sjónpalli.
I september sama ár var bygg-
ingu íbúðarhússins lokið. I virð-
ingu sem þá var gerð á húsinu
segir að á aðalhæð séu þrjú íbúð-
arherbergi, eldhús, búr og gang-
ur. Herbergin eru með veggja-
pappír, þiljuð og máluð og öll
með tvöföldum Ioftum. Tvö af
herbergjunum eru með pappa í
Ioftum og eitt með gifsplötum. A
hæðinni eru þrír ofnar og ein
eldavél. Uppi eru fimm herbergi,
þiljuð og máluð, eitt herbergið er
með veggjapappír. Þar eru þrír
ofnar. I kjallara eru þrjú herbergi
og þvottahús með innmúruðum
vatnspotti. Gólf á milli kjallara og
hæðar eru öll tvöföld.
Á sömu lóð hefur verið byggt
hús úr steini og timbri, 9 x 13
álnir að grunnfleti. Austurenda
þess á að nota fyrir heygeymslu.
Veggir á þeim hluta eru úr bind-
ingi klæddir járni og þak er úr
jámi á langböndum. Vesturend-
inn á þessu húsi er að nokkru
leyti bvggður. úr steini og að
norðan úr timhri með járnklædd-
um vegaunj-eg með járnþaki á
langböndum. Þessum hluta
hússins er skipt í þrennt, uppi á
loftinu er íbúð með þremur þilj-
uðum herbergjum. Eitt þeirra er
málað og með lítilli eldavél. Und-
ir íbúðinni er íjós, allt þiljað að
innann, í þvf eru átta básar auk
nokkurra bása fyrir kálfa. Undir
þessum hluta hússins er kjallari
sem í er haughús.
Við norðurhlið hússins er
byggður skúr úr steini nema gafl-
inn sem er úr timbri, hann er
með járnþaki á langböndum, 9 x
4 álnir að grunnfleti.
Við suðurhliðina er skúr með
steinhliðum og timburgafli að
framan, grunnflötur 7 'á x 4 áln-
ir. Á honum er járnþak á lang-
böndum. I íbúðinni á fjósloftinu
bjó fjósamaðurinn með sína fjöl-
skyldu. Aðal bústofninn í Laufási
voru kýr en einnig voru hænsi og
tveir til þrír hestar. I Laufási var
seld mjólk til bæjarbúa.
I Vatnsmýrinni og túninu þar
sem Tívolí og Vetrargarðurinn
voru síðar reist var beitiland fyrir
kýrnar. Þegar búskap var hætt í
Laufási félck Geir í Eskihlíð afnot
af hluta Iandsins.
Árið eftir að Þórhallur Bjarnar-
son varð biskup byggði hann
stóra viðbyggingu við austurgafl
íbúðarhússins sem var bruna-
metin í október 1909. Hún er
14 'A x 9 'á álnir að grunnfleti, tví-
lyft með risi, byggð af bindingi
klædd með plægðum borðum og
járni yfir bæði á þaki og á þrem-
ur hliðum. MiIIigólf er í öllum
bitalögum. Niðri eru tvö íbúðar-
herbergi og gangur, í norðara
herberginu var skrifstofa biskups
en kölluð biskupastofa, allt þiljað
og með striga og pappír á veggj-
um og loftum. Allt málað. Þar er
einn ofn. Uppi eru tvö íbúðarher-
bergi, einn fastur skápur og
gangur sem allt er með sama frá-
gangi og niðri. Þar eru tveir ofn-
ar. Kjallari er undir allri viðbygg-
ingunni, kalkdreginn að innan og
hólfaður í þrennt. Við norðurhlið
er inngönguskúr með risi og
byggður eins. í honum er einn
gangur niðri og íbúðarherbergi
uppi, þiljað og málað. Kjallari er
þar undir sem í er salerni, gang-
ur og geymslukompa.
Þórhallur Bjarnarson var fædd-
ur 2. desember 1855 sonur
Bjöms Halldórssonar skálds og
prests í Laufási við Eyjafjörð og
konu hans Sigríðar Einarsdóttur
frá Saltvík á Tjörnesi. Hann varð
stúdent frá Reykjavíkurskóla
1871 og lauk guðfræðiprófi frá
Hafnarháskóla árið 1883. Þór-
hallur var stundakennari við
Lærða skólann í Reykjavík, síðan
prestur í Reykholti frá 18. mars
1884 til 19. mars 1885, var
einnig skipaður prófastur í Borg-
arfjarðarsýslu. Hann var í eitt ár
prestur á Akureyri og um tíma
kennari í prestaskólanum og
dómkirkjuprestur í Reykjavík.
Skipaður lektor frá 30. maí
1894. Þórhallur Bjarnarson varð
biskup 19. september 1908 og
gegndi því embætti til æviloka.
Hann var formaður Búnaðarfé-
lags íslands frá 1900 til 1907.
Með biskupsembættinu og bú-
skapnum stundaði Þórhallur rit-
störf og eftir hann er til mikið af
frumsömdum og þýddum bókum
og greinum. Kona Þórhalls var
Valgerður, dóttir Jóns Halldórs-
sonar hreppstjóra á Bjarnastöð-
um í Bárðardal og konu hans
Hólmfríðar Hansdóttur. Jón lést
af slysförum áður en börn hans
voru uppkomin og fór Valgerður
tveggja ára gömul í fóstur til
Tryggva Gunnarssonar banka-
stjóra.
Börn Þórhalls og Valgerðar
voru: Tryggvi, prestur að Hesti í
Borgarfirði, síðar forsætisráð-
herra og bankastjóri; Svava kona
Halldórs Vilhjálmssonar skóla-
stjóra á Hvanneyri; Björn sem
lést í Noregi 1916 og Dóra kona
Ásgeirs Ásgeirssonar sem síðar
varð forseti íslands.
Valgerður Jónsdóttir lést 28.
janúar 1913.
Þórhallur Bjarnason biskup
lést 15. desember 1916.
Að föður sínum látnum fluttist
Tryggvi, eldri sonurinn, með ljöl-
skyldu sína frá Hesti til Reykja-
víkur og tók við búi í Laufási.
Hann var síðan settur dósent við
guðfræðideild Háskólans frá des-
ember 1916 til september 1917.
Tryggvi var ritstjóri Tímans sem
þá var nýstofnað stjórnmálablað
og gengdi því starfi til ársins
Úllen, dúllen, doff...
Hfcw m m
Er það þannig sem þú velur þér vörsluaðila fyrir þinn lífeyrissparnað?
• Hér er vænlegri leið.
• Kynntu þér ávöxtun hinna ýmsu sjóða undanfarin ár.
• Avöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð, en ...
• gefur til kynna að árangursríkri fjárfestingarstefnu hafi verið fylgt.
• Það er einfaldlega ekki um aðra betri leið að ræða til þess að velja
vörsluaðila.
• Því skaltu ekki nota "úllen dúllen doff".
Kynntu þér því Lífeyrissjóðinn Hlíf!
Raunávöxtun Hlífar:
1993 8,95%
1994 9,93%
1995 7,93%
1996 17,3%
1997 13,5%
Meðaltöl raunávöxtunar Hlífar:
5 ár 11,5%
4 ár 12,2%
3 ár 12,9%
2 ár 15,4%
Rekstrarkostnaður: 0,17% af eign
Lífeyrissjóðurinn Hlíf var stofnaður árið 1963 og stendur því á gömlum merg.
Séreignardeildin var stofnuð 30. júní 1998 og hefur nú þegar fengið nokkrar
milljónir til vörslu. Þú ert boðin(n) velkominn í sjóðinn til okkar.
Athugið: Allir sem eru með persónubundinn kjarasamninggeta einnig
greitt samtryggingargjaldið (10% )t Lífeyrissjóðinn Hlif.
Lífeyrissjóðurinn Hlíf, Borgartúni 18,105 Reykjavík. Kennit. 620169-3159.
Sími 562-9952, fax 562-9096, netfang: valdimar@hlif.rl.is