Dagur - 23.01.1999, Page 7

Dagur - 23.01.1999, Page 7
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 - VII MINNINGAGREINAR Guðni Kristinsson Skarði Rangárþing grætur og fjölskyld- an. Ættarmótin verða ekki söm eða mannfagnaðir hestamanna. Sorgin knýr dyra. Eyjólfur í Hvammi og tveir elstu synir hans, Kristinn og Agúst, síðan mamma og áður Hákon og Einar, allt á rúmu ári. Lengi skal mann- inn reyna og fjölskylduna. En gagnvart drottni, erum við ekk- ert. Við leyfum okkur ekki að spyija, en lútum vilja hans. Hon- um fæddust vér og í hans náðar- faðm förum við öll að lokum. Hvort, sem við Iifum eða deyjum, erum við hendi almáttugs guðs. Guðni var allt, sem prýtt getur besta frænda og vin. Umhyggju- samur, uppörvandi, tillitsamur, tryggur og voldugur. Stundum hringdi hann. „Frétti ég rétt að þú værir austanfjalls án þess að heimsækja frænda þinn? Til hvers eru vinir eiginlega að þínu mati“? Svona yfirsjón þýddu auð- vitað margra daga bæjarflakk, hestamót og unað heima í Skarði. Guðni bar svipmót síns fræga og mikilfenglega héraðs. Stærsti bóndi landsins og hin undur- fögru bláu augu og miklar auga- brýr voru sívakandi og alltaf til í tuskið. Nokkuð háði honum, að á unga aldri var honum vart hugað líf í veikindum, og gat skollans mjöðmin stundum verið grábölv- uð eða að tungan fylgdi ekki al- veg móðnum í mestu yfirferð- inni. Þá setti hann bara þumal- fingurinn við neðrivörina, yppti öxlum og augu glóðu. Þetta merki var álíka þýðingarmikið fyrir viðstadda, eins og þegar Nelson flotaforingi setti lú'kinn við leppinn og sá ekki uppgjafar- merkið. Guðni var alltaf í stuði. Hreppstjóri Landmanna hafði sína háttu og meiningar. Fegurð sveitarinnar var honum nánast trúarbrögð og ást, enda er vægast sagt víða hægt, að taka andköf þar um slóðir. Síðsumar sérstak- lega drýpur höfgi af hverjum reit og við beygjuna neðan Skarðs- fjalls fyllir Hekla skyndilega allt útsýni. Við fyrstu upplifun eru áhrifin eins og á skólaballi forð- um, að fá fallegustu dömuna í dansinn, sem maður einmitt kunni. „Hérna stoppum við,“ sagði Guðni um miðja nótt eftir hesta- mót og fór út. „Aktu nú hægt og fylgstu með.“ Fjallið eina leið fram hjá vinstra megin, hraunið hægra megin og eldljallið nálgað- ist. Skyndilega víkkaði allt útsýn- ið í víðan dal með Skarðið eins og ævintýrahöll í miðjunni. „Mikið á ég gott,“ sagði yfirvaldið, „og svo er hún Dóra mín með heitt á könnunni heima.“ Sigríður Theódóra, ást hans og gyðja, var reyndar með heitar pönnukökur Iíka. Guðni þekkti alla og allir voru vinir hans. Skarð er í þjóðbraut og þangað áttu margir erindi. „Hreppi" líka einstaklega áhuga- samur um þjóðmál, búskap, við- skipti, afurðir, félagsmál, alltaf til í hestakaup og stoltur meðhjálp- ari Skarðskirkju. Vinahópurinn var einstakur, Ingólfur á Hellu, Geir Hallgrímsson, Sigurjón í Raftholti, Vigdís Finnbogadóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Steinþór Gestsson, Sr. Emil Björnsson, Pétur á Egilsstöðum, Sigfinnur í Stórulág, Þorkell á Laugarvatni, Sveinn Guðmunds- son og Omar Ragnarsson, svo að- eins nokkrir séu nefndir af þjóð- kunnum mönnum, sem Guðni leit á, sem persónulega einkavini sína. Starfsfólk Landsvirkjunar og verktakar við virkjanafram- kvæmdir á hálendinu voru t.d. allir meira eða minna til heimilis í Skarði, þegar mest gekk á og bílar Landsvirkjunar allir á L- númerum. Einar „High“ heilsaði alltaf uppá Guðna á hestamótum og Halldór Eyjólfs sá um fána- borgina á Landréttum. Fjöldi barna ólst upp í Skarði við sveitastörf og allir telja það merkilegast við veru sína þar, að þeir fundu engan mun á sjálfum sér, sem aðkomubarni, og sjálfri Qölskyldunni. I Skarði eru ein- faldlega allir ein stór fjölskylda. Guðni og Dóra studdu líka per- sónulega fjölda barna og ein- staklinga, þótt þau væru fyrir löngu hætt að vera í sveit hjá þeim. Margir komu undir sig fót- unum í lífinu með góðu orði einu saman frá Guðna og Dóru. Búrfell var vígt og Hekla gaus. Fjallferð framundan. Skrínur og kistur fullar af mat. Riðið í ein- um rikk inní Laugar, - 80 km. AHt úrtökugæðingar og þrír skoskir fjárhundar með í ferð. Valur, Snati og Kátur. Eg kominn uppí koju með hundana inní Laugum. Væri ekki rétta að kíkja í skrínurnar. Hangikjötslæri, stórsteikur, nýjar kartöflur, flat- braut og smjör. Hundarnir dingl- uðu skottinu. Hangikjötið og steikurnar skornar ofaní hund- ana, ég nagaði beinin. „Eg gæti grátið," sagði stórbóndi af Rang- árvöllum. „Hundarnir fá betri mat hjá þér, heldur en ég fékk nokkurntíma fram yfir ferm- ingu,“ tók góðbóndi úr Holtun- um undir. Snjóáhlaup, \dtlaust veður og allir smalarnir komnir uppá fjöll að bjarga kindunum. Eg settur yfir safnið, - fór nánast einn með það ásamt hundunum frá Helli niður í Sölvahraun. „Aldrei skulu þeslir hundar þínir fá of góðan mat,“ hljómaði nú kórinn í Afangagili. „Húsbænd- urnir í Skarði kunna að nesta á fjallið," sagði ég og lék mér við hundana. Sr. Emil Björnsson, fréttastjóri Sjónvarpsins, orti eitt sinn um Guðna: Guðni í Skarði gætir hjarðar sinnar, ellefu hundruð ær á beit, úrvalsfé i sinni sveit. Ótal gripir eru þar í fjósi, hundruð kiía. - Hrossa stóð, hátt er ris á vorri þjóð." Stórbændur hafa yndi af búfé og ekki síður að geta sagst eiga það. Allir hafa eitthvað. Stjórn- málamenn tala um fylgið og ten- órarnir háa C-ið. Guðni gat nán- ast einn Islendinga farið um heil- an hundraðshluta af landinu, frá Jökulgili í austri og niður í mið Holt, og ef hann sá kind, þá gat hann sagt: „Þessi er örugglega frá mér.“ „Mestu framfarir í sauð- ljárrækt á Islandi, undanfarna áratugi, eru í Landsveitinni," sagði Hjalti Gestsson ráðunautur í Landréttum í haust. „Það er gott að eiga hjá góð- um,“ segir máltækið og alltaf verður þjóðarauðurinn best geymdur hjá göfugmönnum. „Afi þinn sagði bændunum að leysa hnútana af böggunum, en skera þá ekki, þegar þeir lögðu ullina sína inn í Tryggvaskála," sagði yf- irvaldið, þegar Fellsmúli kom í ljós austan Skarðsíjalls. „Hann fæddist hér. Gekk einn og sjálfur, sem ungur Ijallamaður á Land- mannaafrétti, upp með Tungnaá inní Jökulheima í Vatnajökli, þegar margir þorðu nánast ekki útá bæjarhelluna fyrir útilegu- manna hræðslu. - Farðu svo uppá Skarðsfjall á morgun og finndu naglbítinn, sem þú tapað- ir, ég fann fyrir þig beislið af þeim brúna á Skagafjarðarafrétti, sem þú týndir fyrir norðan. Það verður enginn ríkur af draslara- gangi.“ Guðni kenndi mér, að það stæði enginn Iengur, en hann væri studdur. Hann var einlægur trúmaður, mótaður í harðri lífs- baráttu uppsveitarbóndans, veik- indum á unga aldri og leið best, þegar hann gerði öðrum gott. Samt var alltaf stutt í létta lund og kími. „Reyndu nú að rétta úr þér, þegar þú ríður fram hjá þess- um bæ þarna, svo það sjáist, að þú er á hesti frá Skarði.“ Bljúgur, konungslundaður, sí- vakandi búhöldur, örlátur, skarp- skyggn, næmur á tilfinningar annarra, mátulega kærulaus, fyndinn og umfram allt, - yndis- legur. Síðasti hestakaupahestur- inn alltaf besti hestur á Islandi. Besti frændi og vinur. Leiðtogi í lífsins ólgusjó. Margt, sem mér er svo kært vaknar í minningunni um Guðna. Mamma, amma, Gunna í Ingólfi, Eyjólfur, Kristinn, frændfólkið í sveitinni, einstakl- ingar og atburðir, ættarmót, hestamót, réttir og hátíðir í Brú- arlundi. Nú verður hann lagður til hinstu hvíldar í eldvígðri há- tign Landsveitarinnar. „Reyndu ekki að teyma á honum, þegar þú kemur uppúr vaðinu á Þjórsá. Gefðu honum Iausan tauminn, hann fer sjálfur, hestarnir rata heirn." Eg votta Dóru minni, Kristni og Helgu Fjólu, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnunum mína dýpstu samúð, sem og ættingum öllum, sveit- ungum, vinum og félögum. Guð ástar og eilífs kærleika taki Guðna minn sér að hjarta og veiti honum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Páll Kristjánsson Páll Kristjánsson var fæddur á Hermundarfelli í Þistilfirði 17. apríl 1909. Hann lést 8. janú- ar sl. á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Foreldrar Páls voru hjónin Guðrún Pálsdóttir frá Her- mundarfelli, f. 1. september 1880, d. 13. maí 1923 og Kristján Einarsson frá Garði, f. ó.febrúar 1875, d. 10. febrúar 1969. Systkini Páls: Þórdís, f. 23. febrúar 1901, d. 14. desember 1986, Einar, f. 11. janúar 1906, d. 16. september 1910 og Einar, f. 26. október 1911, d. 6. júlí 1996. Maki: Guðrún Kristjánsdóttir. Börn þeirra: Angantýr, Óttar, Bergþóra, Hildigunnur, Einar Kristján. Hálfsystkini Páls, börn Krist- jáns og Sveinbjargar Péturs- dóttur: Lilja, f. 12. febrúar 1929. Maki: Már Ársælsson. Börn þeirra: Áskell, Ársæll, Karólína, Þórdís og Ottó. Fjóla, f. 28. nóvember 1931, d. 23. ágúst 1975. Maki: Karl A. Maríusson. Börn: Viðar Þór- hallsson, Björgvin Guðmunds- son, Örn, Sveinbjörg og Steinn Karlsbörn. Pálmi, f. 20. júní 1933, d. 17. nóvember 1997. Maki: Elsa Georgsdóttir. Börn þeirra: Sveinbjörg Fjóla og Guðfinnur Georg. Árið 1935 kvæntist Páll Sig- ríði Jónsdóttur frá Svalbarði, f. 2. mars 1911. Þau skildu árið 1950 og eftir það hélt Páll heimili með Þórdísi systur sinni. Páll hóf búskap á Hermund- arfelli í Þistilfirði árið 1935, en brá búi árið 1944 vegna heilsubrests. Á búskaparárun- um bjó hann lengst af félags- búi með Einari, bróður sínum. Árið 1946 hóf hann störf hjá Almenna byggingafélaginu og síðar Almennu verkfræðistof- unni hf. við skrifstofu- og gjaldkerastörf. Hann lét af störfum í árslok 1985. Útför Páls Kristjánssonar fór fram 14. janúar sl. frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfra- heima. Blessað sé nafn þitt hæði á himni og jörðu. Davíð Stefánsson Það er svo margt sem mig langar að þakka þér, Palli frændi. Allar minningarnar af Grundar- stígnum. Kaffiboðin þín voru engu Iík, því þú varst yndislegur gestgjafi og sannur herramaður. Á tónleikum og öðrum manna- mótum varst þú ósjaldan fylgdar- maður minn og sessunautur. Ég og þú virtumst yfirleitt vera eina einhleypa fólkið i þessari IJöl- skyldu. Ég var stolt að vera í fylgd þinni og sitja við hlið svo fágaðs og vel klædds herra- manns. Þú varst smekkmaður og alltaf flott klæddur. Allir sem þig hittu hrifust af þér og þinni ein- stöku persónu. Eg minnist gjafa þinna sem voru smart og frumlegar og hittu í mark jafnvel hjá sérvitrustu unglingum. Þú varst sá sem allir vilja líkjast. Elsku Palli, takk fyrir allar fal- legu minningarnar sem þú gafst mér. Hvíldu í friði. Þín frænka, w*. fí \\J /Sl.ANDS Markmið Útfararstotu islands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað I likhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstað í kirkjugarðí. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - - Likbrennsluheimild. Duftker ef likbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skiiti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsios og frá landinu. Sverrir Einarsson. útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa ísiands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. Ragítheiður.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.