Dagur - 29.01.1999, Síða 4

Dagur - 29.01.1999, Síða 4
- '*f';Ö S T frhA'GVR 2V$Ví> FRÉTTIR L A Betri byggð í borginni I febrúar verða stofnuð á höfuðborgarsvæðinu ný samtök sem hafa þann tilgang að móta nýjar hugmyndir um umhverfis- og byggðamál. Þau hafa hlotið nafnið „Samtök um betri byggð“ og ætla að leggja sérstaka áherslu á þéttingu og endurnýjun byggðar. Samtökin verða þverfagleg áhugasamtök, óháð flokkslínum og öðr- um sérhagsmunum, að því er segir í fréttatilkynningu. I tilkynningunni segir ennfremur að fyrstu verkefni Samtaka um betri byggð verði kynning á nýjum valkosti í flugsamgöngum á höf- uðborgarsvæðinu, kynning á breyttri nýtingu lands í Vatnsmýrinni og mótun tillagna í tengslum við vinnu við svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins. Nýr meimingarvefur opnaður Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 opnaði vefsíðu fyrir helgi en nú er ár þar til dagskrá menningarársins hefst. A vefnum er að finna allar helstu upplýsingar um menningarborg- arverkefnið, stjórn þess og starfsmenn, fjármögnun, innlend og er- lend samstarfsverkefni. Þegar nær dregur vori verður þar að finna nákvæmari dagskrá verkefnisins. Slóðin er www.reykjavik2000.is LandsbanMnn í framtaksfjármögnun Landsbankinn hefur stofnað dótt- urfélag, Landsbankinn-Framtak hf., sem mun hasla sér völl á sviði fjármögnunar nýsköpunar og vaxtagreina í íslensku viðskiptalífi, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá bankanum. Þar segir að nýja fyrirtækið muni leiða saman áhættuíjárfesta og fyrirtæki í leit að fjármagni og „annast heildarlausnir með vand- aðri áhættufjármögnun." Fyrirtækið mun sérstaklega beina sjónum sínum að hugbúnaðar- gerð, erfðatækni, líftækni, lyfjaiðnaði og upplýsingatækni, segir í til- kynningunni. í upphafi mun Framtak Ijárfesta í sjóðum eða eignar- haldssfyrirtækjum sem sérhæfa sig á þessum sviðum en síðar fjár- festa beint í einstökum fyrirtækjum eða verkefnum. Opmmartími Sundlaugar lengdur Opnunartími Sundlaugar Akur- eyrar hefur verið lengdur og er nú opið frá því klukkan 7 á morgnana til klukkan 21.30 á kvöldin á virkum dögum en til klukkan 18.30 á laugardögum og sunnudögum. Það er hins vegar nýmæli að nú er hægt að komast í sund all- an daginn á veturna en áður var sundlauginn lokuð fyrir miðjan daginn vegna skólasunds. Skóla- sund fer hins vegar fram í nýju lauginni en almenningur hefur að- gang að þeirri gömlu, og þeirri nýju reyndar líka ef lítið er um að vera. I vor áður en ferðamannastraumurinn brestur á verður opnuð ný afgreiðsla að sundlauginni og um leið verða teknir í notkun nýir búningsklefar kvenna. I byggingunni verður lyfta þannig að kröfum fatlaðra um aðgengi verður sinnt. Aðkoma að afgreiðslunni verður þá frá bílastæði Iþróttahallarinnar. A efri hæðinni, þar sem nú eru búningsldefar kvenna, verður aðstaða fyrir fatlaða og þangað flyst Iíklega starfsmannaaðstaða og Ijósabekkirnir. GG Úr kuldammi í kuldagaila Starfsemi 660N-Sjóklæðagerðarinnar nófst á Akureyri í húsnæði Landsbankans á Gleráreyrum í gær. Þar var ullariðnaðarfyrirtækið Folda fyrrum til húsa en nú hafa starfsmenn fengið nýtt hlutverk. Fyrstu framleiðsluvörurnar verða kuldagallar og hafa 15 manns sem tímabundið hafa verið atvinnulausir verið ráðnir til þeirra starfa. Þeir eru allir fyrrum starfsmenn Foldu en aðeins tveir voru komnir í fullan gang í gær. Á þriðjudag í næstu viku er búist við að full af- köst hefjist. Hermann Sigursteinsson, fyrrum framkvæmdastjóri Foldu, hefur tekið til starfa hjá Sjóklæðagerðinni en hann sinnir störfum sínum í Reykjavík. Fyrrum framleiðslustjóri Foldu, Tómas Agnarsson, hefur tekið við framleiðslustjórn hins nýtja útibús á Akureyri. Dagur hef- ur upplýsingar um að Sjóklæðagerðin hafi einfaldlega hringt út í fyrrum starfsmenn Foldu og mönnun hafi verið auðveld, enda ekki mörg önnur atvinnutækifæri á þessu sviði á Akureyri. Ein helsta ástæða þess að Sjóklæðagerðinn stofnaði útibú á Akureyri, var sú mikla fagþekking á sviði sauma sem fyrir er í bænum. BÞ Það verður annað hvort stjórnin sjálf eða uppstillinganefndir hinna ýmsu kjördæmisfélaga okkar sem munu koma með tillögu um skipan lista hreyfingarinnar í hverju kjördæmi, “ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Vanir pólitíkusar í oddvitastöður Steingrímiir J. Sigfús- son hefur ekið um 3.500 km. á síðustu 10 dögum við að stofna kjördæmafélög Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framhoðs um allt land Steingrímur J. Sigfússon, leið- togi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kom nýlega úr 10 daga ferðalagi um landið, þar sem hann hefur verið með í að stofna kjördæmisfélög um allt land. Hann sagðist vera búinn að aka um 3.500 km. á þessu tíu daga ferðalagi og allt gengið vel þótt vetrarfærð sé. Hann segir mikinn móð vera í sfnu fólki út um allt land og því bjartsýni ríkj- andi um útkomu hreyfingarinnar í þingkosningunum í vor. „Það verður annað hvort stjórnin sjálf eða uppstillinga- nefndir hinna ýmsu kjördæmis- félaga okkar sem munu koma með tillögu um skipan lista hreyfingarinnar í hverju kjör- dæmi. Við höfum reynt að verjast því að vera með getgátur um hveijir skipi sæti á listunum og eða hveijir verða oddvitar list- anna en það kemur í Ijós innan ekki langs tíma,“ sagði Stein- grímurj. Sigfússon. Oddvitamir tilbúnir Það virðist liggja nokkuð ljóst fyrir hverjir verði oddvitar lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um allt Iand, þótt ekki sé hægt að slá því endanlega föstu. I Reykjavík mun Ögmund- ur Jónasson Ieiða Iistann. Margir koma til greina í næstu sætin á eftir honum svo sem Svanhildur Kaaber og Kristín Einarsdóttir, fyrrum alþingiskona, svo ein- hveijir séu nefndir. Á Reykjanesi verður það án nokkurs vafa Kristín Halldórs- dóttir alþingiskona sem Ieiðir listann. Þá er hugsanlegt að Anna Ólafsdóttir Björnsson, fyrr- verandi alþingiskona, gefi kost á sér í pólitíska slaginn á ný, en hún býr í Kópavogi. Á Vesturlandi eru þeir títt nefndir og líldegastir leiðtogar listans Ragnar Elínbergsson í Grundarfirði og Gunnlaugur Haraldsson á Akranesi, báðir margreyndir kappar í pólitík fyrir Alþýðubandalagið og Gunnlaug- ur fyrrum varaþingmaður. Á Vestfjörðum er það Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður sem talið er víst að leiði listann þar. Á Norðurlandi eystra verða það að sjálfsögðu þeir Steingrím- ur J. Sigfússon og Árni Steinar Jóhannsson, sem verða í 1. og 2. sæti listans. Ekki er víst að Hjör- leifur Guttormsson gefi kost á sér í framboð. Ef hann gerir það eru allar Iíkur á að hann Ieiði listann á Austfjörðum, ef ekki, þá má telja víst að Þuríður Bach- mann varaþingmaður verði í efsta sætinu. Á Suðurlandi hafa menn helst stöðvast við nafn Guðmundar Lárussonar, varaþingmanns og fyrrverandi formanns Félags kúabænda. Hann hefur hins veg- ar heldur dregið úr því en hitt að hann haldi áfram opinberri þátt- töku í stjórnmálum en ekki gefið afsvar. Þá er eftir Norðurland vestra. Þar stendur nú fyrir dyrum grimmur prófkjörsslagur hjá samfylkingunni og samkvæmt heimildum Dags bíða vinstri/grænir eftir því hver úr- slitin þar verða. Ymsir telja að niðurstaða prófkjörsins geti orð- ið söguleg og dregið dilk á eftir sér eins og svo mörg prófkjör hafa gert að undanförnu.- S.DÓR Skuldir í safj arðarbæj ar aukast á ádnu Skatttekjur á áriuu verða 807 milljónir króua og hækka uin 59 milljónir króna milli ára en almennar rekstrartekjur verða 362 milljónir króna. Rekstrartekjur bæjarsjóðs Isa- fjarðarbæjar og stofnana eru áætlaðar 1.388 milljónir króna á þessu ári en rekstrarútgjöld án vaxta 1.180 milljónir króna. Fjár- festingar verða 130 milljónir króna, afborganir lána og vextir 283 milljónir króna og nýjar lán- tökur nema 219 milljónum króna þegar tekið hefur verið til- lit til eignabreytinga. Fjárhagsá- ætlun Isaljarðarbæjar 1999 var samþykkt sl. fimmtudag. Skatttekjur á árinu verða 807 milljónir króna og hækka um 59 milljónir króna milli ára en al- mennar rekstrartekur verða 362 milljónir króna en rekstrarút- gjöld bæjarsjóðs 1.109 milljónir króna. Mest fer til fræðslumála, eða 273 milljónir króna, 119 milljónir til félagsþjónustu, 69 milljónir til yfirstjórnar, fjár- magnskostnaður 62 milljónir, íþrótta- og æskulýðsmál 58 millj- ónir og til hreinlætismála fara 55 milljónir króna. 10 milljónum króna verður varið til endurbóta á Safnahúsinu við Eyrargötu og 17 milljónum króna til sundlaug- ar á Suðureyri. Gert er ráð fyrir að greiða 155 milljónir króna í afborganir langtímalána og 30 milljónir króna vegna ýmissa skammtímalána. Heildarlántök- ur eru áætlaðar 219 milljónir króna og munu heildarskuldir því aukast um 34 milljónir króna á árinu. Ljóst er því að rekstur Isafjarðarbæjar verður erfiður á árinu 1999. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.