Dagur - 29.01.1999, Qupperneq 3
Xfc^MT
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 - 19
LÍFIÐ í LANDINU
'
Hermann Páls-
son hefur
rannsakað
tengsl Sama
og íslendinga.
mynd: E.ÓL.
Tengsl við Sama skyra
áhuga á fj ölkynngi
Dr. Hermann Pálsson erpróf-
fessoríEdinborg. Hann hélt
á dögunum fyrirlesturíNor-
ræna húsinu um tengsl Sama
og íslendinga, og á mánudag-
inn heldurhannfyrirlestur
um Njálu í stofu 101 í
Odda. Hann segirað ííslend-
ingasögunum séufjölmargar
frásagnirafSömum og að
þærgeti skýrtáhuga íslend-
inga á fjölkynngi.
Hermann segir að það hafi verið sam-
gangur milli Sama og Islendinga. Hann
nefnir að í Egilssögu sé staðháttum og
landkostum Finnmerkur lýst. „Finnmörk
var ekki undir konunginum. Finnmörk
var sjálfstætt ríki, en konungur hafði
einkaleyfi á því að versla við Sama. Sam-
arnir keyptu dýrafitu og tin. Tinið notuðu
þeir í svona galdrahluti og skraut. í stað-
inn létu þeir þessi dýru loðskinn, sem
Norðmenn seldu til Englands fyrir marg-
falt hærra verði. Þannig stórgræddu
norskir konungar á þessu. Þessum við-
skiptum er lýst vel í Heimskringlu."
Hermann segir það vera nokkur ár síð-
an hann fór að rannsaka sambandið milli
Sama og íslendinga. I fyrra kom út bók
eftir hann Ur landnorðri. „Þegar ég fór
að athuga málið þá rakst ég á ýmislegt
sem ég held að menn hafi ekki gert sér
grein fyrir. I fyrsta lagi þetta samband
milli fjölkynngi og þeirra landsmanna
sem komu frá Hálogalandi. I öðru lagi
ýmsar óljósar ábendingar um það að
menn hafi verið af Samaættum, þó það
sé ekki sagt berum orðum. Um einn
mann var sagt að hann væri risaættar að
móðurætt. Orðið risi og tröll eru feluorð
yfir Sama,“ segir Hermann.
Prest urínn með blóðugt barn
í fanginu
Hermann nefnir að Gissur Galli, sem bjó
í Víðidalstungu á þrettándu og íjórtándu
öld, hafi verið í beinu sambandi við
Sama. Hann hafi dvalið í Finnmörku vet-
urinn 1310-11 í erindum Noregskon-
ungs. „Hárekur kóngur sendi hann Norð-
ur á Finnmörku því að Samarnir höfðu
ekki greitt neinn skatt um þó nokkur ár.
Þá var tsland skattland Noregskonunga
og Finnmörk var það líka.
Arið 1350 fæddist sonarsonur Gissur-
ar og Jón Hákonarson sem bjó í Víðidals-
tungu og lét skrifa Flateyjarbók. I Flateyj-
arbók er geysimikil frásögn af byggðum
Sama. Þar er til að mynda fyrst notað
Lappar um Sama. Mér hefur dottið í hug
að Gissur hafi komið með þetta heiti frá
Noregi."
Hermann segir að til sé þýðing á lat-
nesku handriti sem kunningi Jóns, séra
Einar frá Breiðarbólstað, hafi látið gera.
Þar sé lýsing á samískum galdramanni
ættuðum norðan af Kólaskaga. „Prestur
úr klaustrinu í Þrándheimi fór norður á
Kólaskaga til þess að versla \ið Sama.
Hann hafði túlk með sér. Báðir aðilar
höfðu túlka, hvorugur aðili treysti hinum
túlknum. Það er Norðmaður sem talar
samísku og Sami sem talar norsku.
, Presturinn messaði inni í tjaldi. Sam-
arnir sem voru heiðnir, voru það raunar
fram á átjándu öld, tróðu sér inní tjaldið
en Samahöfðinginn var utan tjalds. Hann
var galdramaður og verður allt í einu
æfur, og rýkur í burtu.
Túlkurinn norski fór á eftir honum. Þá
liggur hann á bakinu allur skrumskældur.
Túlkurinn spyr þá hvað gangi að. Þá segir
höfðinginn að hann hafi séð sýn. Hann
sá prestinn halda á nýfæddu barni sem
var alblóðugt.
Fólk var að ganga til altaris og prestur-
inn var með oblátu og vín, sem er tákn
fyrir líkama Krists og hlóð. Munkarnir úr
klaustrinu í Þrándheimi skrifuðu þessa
lýsingu niður og síðan var handritið flutt
til íslands.“
Snorri dregur úr kynngi sagnanna
Oddur munkur í klaustrinu á Þingeyrum
skrifaði Ólafs sögu Tryggvasonar. Þar er
lýsing á samískum galdri og fjölkynngi.
Hermann segir að Snorri hafi notað hana
sem heimild þegar hann skrifaði
Heimskringlu en þynnt lýsingarnar út.
„Þetta verður miklu ómerkilegra hjá hon-
um heldur en Iýsingin hjá Oddi.
Oddur lýsir því að Ólafur Tryggvason
er að reyna að snúa manni frá Háloga-
landi til kristni en hann neitar. Hann er
ekki Sami. Ólafur lætur pína manninn til
dauða. Hann segir, áður en þið drepið
mig langar mig að segja ykkur hvernig
stendur á hlutunum. Þá er það þannig að
foreldrar hans gátu ekki átt barn. Þegar
þau eru farin að reskjast svolítið gátu þau
ekki hugsað sér það að deyja erfingjalaus
þá fóru þau til samískra galdramanna og
samískur galdramaður fékk einn af þess-
um öndum sem eru í loftinu til þess að
gera konuna ófríska. Andinn fer inní kvið
hennar, þannig að maðurinn er getinn af
óhreinum anda.
Þetta er mögnuð saga og þú veist ekki
hvort þú átt að hafa samúð með kristni-
boðanum, sem er asskoti mikill fantur,
eða með hinum sem gat ekki tekið
kristni."
Tvö prósent íslendinga komnir af
Sömum
Hermann segir að Samar hafi stundað
fjölkynngi alveg fram á tuttugustu öld.
Hann segir að í Vatnsdæla sögu sé lýsing
á galdri þegar völva skapi Ingimundi
gamla landnámsmanni örlög. „Hún segir
honum að hann muni finna pínulítið
líkneski á Frey, sem sé komið á þann stað
þar sem hann muni setjast að.
Hann fær tvo samíska galdramenn til
þess að sækja þetta líkneski. Þeir fara
hamförum til íslands á þremur dögum og
tilbaka til Hálogalands. Galdramaðurinn
lýsir Vatnsdalnum. Þarna fundu þeir
þennan grip, en hann skrapp alltaf und-
an. Þarna koma fram tvær tegundir af
galdri. Annarsvegar það að geta séð inní
framtíðina og svo það að fara hamförum.
Það eru dæmi um hvorutveggja. I báðum
tilvikum leysist andinn úr viðjum líkam-
ans.“
Hermann segir að ldæði Sama geri
Sama að Sömum. „Eg var í Tromsö síð-
astliðið sumar og hafði ég aldrei komið
þarna áður. Þar hitti ég nokkra Sama.
Ekki nokkur þeirra var á neinn þann hátt
ólíkur Norðmönnum að ég hefði tekið
eftir því. Þegar þeir eru komnir í búninga
þá er þetta náttúrulega öðruvísi. Það er
búningurinn sem náttúrulega undirstrik-
ar uppruna þeirra,“ segir Hermann.
Hann hætir við að um eitt til tvö prósent
íslendinga séu komnir af Sömum. Hann
segir að þetta samband geti útskýrt þann
áhuga sem er hér á Iandi á draumum,
andatrú og fjölkynngi. PJESTA