Dagur - 29.01.1999, Qupperneq 4

Dagur - 29.01.1999, Qupperneq 4
20-FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 Tkyptr LÍFID í LANDINU L Mannréttindanefnd Evr- ópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Mannréttindadómstóll Evrópu geti ekki tekið til meðferðar hin íslensku Guðmundar- og Geir- finnsmál. Það hafði Sæv- ar Ciecielski farið fram á að dómstóllinn gerði, en nefndin sem velur mál handa dómstólnum að fjalla um kvað hann ekki geta tekið það lyrir, þar sem alltof langt væri liðið síðan hin ís- lensku sakamál voru útkljáð hér á landi - ef útkljáð skyldi kalla. Ekki ku mega líða nema sex mánuðir frá dómsuppkvaðn- ingu þangað til mál eru send mannrétt- indadómstólnum og þessi mannréttinda- nefnd úrskurðaði því að Guðmundar- og Geirfinnsmálin kæmu ekki til álita - án þess, vel að merkja, að nokkur afstaða væri tekin til málanna í sjálfu sér. Eitthvaö er rotiö í okkar ranui Nú kom þetta að minnsta kosti mér nokkuð á óvart, því ef hin ströngu tíma- mörk mannréttindadómstólsins lágu alla tíð Ijós fyrir er dálítið skrýtið að þessi leið skuli yfirleitt hafa verið farin. En látum það liggja milli hluta. Altént var niður- staðan sem sé sú að réttlætið mun ekki koma að utan að þessu sinni. Ekki þarf að rilja upp fyrir neinum að það hefur gerst öðruhvoru í seinni tíð að við höfum þurft að taka til í okkar ranni beinlínis að skipunum frá útlöndum. Þaðan hafa komið sumir þeir vindar sem hafa blásið kuski út úr nokkrum skúmaskotum þjóð- félagsins - og leiðrétt ýmsar okkar ambög- ur. Vissulega var vonandi að það hefði get- að gerst í þetta sinn. Ég trúi því að svo til allir geti verið sammála um að hvað svo sem kann að hafa gerst þegar þeir Guð- mundur og Geirfinnur Einarssynir hurfu, þá voru framin þvílík afglöp við rannsókn málsins, sókn og vörn og dómsuppkvaðn- ingu að málin eru Ijótur blettur á sam- visku þjóðarinnar sem brýnt er að hreinsa burt - og sem allra fyrst. Og úr því hér á Islandi virtist engin leið að hnika nokkru til - eins og kom svo greinilega fram þeg- ar Hæstiréttur þjóðarinnar lét hjá líða að fyrirskipa endurupptöku málanna - þá var helst að vænta réttlætis að utan, frá Mannréttindadómstólnum, enda Iiggur það hvað sem öðru líður alveg í augum uppi að mannréttindi voru mörg og stór brotin í þessum málum. En nú er sem sagt komið á daginn að réttlætið mun ekki koma að utan. Staðið á eigin fótuin Og þegar að er gáð er það bara ágætt. Við höfum þar með ennþá sjálf tækifæri til að afmá þennan blett af samvisku þjóðarinn- ar, því við getum ekki héðan af eins og Iitlir krakkar treyst á að fullorðna fólkið í útlöndum hafi vit fyrir okkur og taki i taumana þegar við höfum gert skammar- strik en þorum ekki að horfast í augu við það. Við verðum sem sé að standa á eigin fótum og það er gott, þótt auðvitað hefði verið fljótlegra og auðveldara að málin hefðu bara verið endanlega útldjáð í út- löndum. Enda vænti ég þess að ýmsir þeir hér á landi sem eru sannfærðir um að pottur sé mölbrotinn í allri málsmeð- ferð Guðmundar- og Geirfínnsmála hefðu helst kosið að það réttlæti sem enn bíður hefði komið utanlands frá. Það er nefnilega opinbert leyndarmál að það mun veljast mjög fyrir kerfinu hér á landi að takast á við þessi mál, einfald- lega af því þar þarf kerfið að horfast í augu við sjálft sig - margir þeirra sem fengju kusk á hvítflibbann eru enn til staðar í kerfinu, aðrir eru persónulegir vinir og jafnvel lærimeistarar þeirrá sem nú þyrftu að láta til sín taka. Og það virð- ist vera þeim ógnarlega erfíð tilhugsun að gera eitthvað það sem varpað gæti skugga á orðstir þeirra sem ómótmælanlega gerðu sín óteljandi mistök - svo ekki sé nú sterkar að orði kveðið - þegar Guð- mundar- og Geirfinnsmál voru til rann- sóknar og fyrir dómi. Ekki þarf maður Iengi að velta vöngum yfir tregðu hins ís- lenska kerfis til að taka upp að nýju mál, sem svo augljóslega eru maðksmogin, til UMBÚÐA- LAUST „Það er nefnilega opin- bert leyndarmál að það mun vefjast mjög fyrir kerfinu hér á landi að takast á við þessi mál, einfaldlega afþvíþar þarfkerfið að horfast í augu við sjálft sig - margir þeirra sem fengju kusk á hvítflibbann eru enn til staðar í kerfinu, aðrir eru persónulegir vinir og jafnvel læri- meistarar þeirra sem nú þyrftu að láta til sín taka.“ IISSIIÍ kemurekki aðutan að hugsa sem svo að helst vilji kerfíð bíða þar til allir eru dánir sem hlut eiga og áttu að máli. Kurteisi er vissulega dyggð en hér getur hún ekki lengur átt við. Og nú höfum við færi á að hreinsa samviskuna sjálf, ekki tilneydd frá útlöndum, og það er færi sem þarf að nýta. Það væri vissulega skaði ef það eiga að verða eftirmælin um íslenskt samfélag á ofanverðri tuttugustu öld að við höfum ekki haft hugrekki til að taka upp að nýju svo augljós rangindi, einfaldlega af tillitssemi við fáeina emb- ættismenn sem urðu á mistök á sínum tíma. Lexía frá 4. áratugniun Stjórnmálamenn á ofanverðum fjórða áratug þessarar aldar hafa hingað til verið að mestu vammlitlir menn í augum okk- ar, þótt hart hafí verið barist um ýmis mál. Nú er ég aftur á móti smeykur um að ævinlega muni héðan í frá fylgja orðstír sumra þeirra svolítil neðanmáls- grein, sem gæti átt eftir að þenja sig upp í meginmál ævisögunnar og gæti jafnvel átt eftir að verða eilifur fylgifiskur nafns þeirra í sögunni - sem sé hve þeir voru harðbijósta og skilningsvana í garð þeirra Gyðinga sem hingað vildu leita frá Þýska- landi þegar helförin var yfírvofandi. I uppsláttarriti tuttugustu og fyrstu aldar um Hermann Jónasson mun til að mynda ekki aðeins standa að hann hafi hamíað gegn tilraunum þýskra yfírvalda til að fá hér ítök, eins og hefur hingað til verið stór rós í hans hnappagati, og svo sannar- lega með réttu - heldur verður bætt við setningunni: „En hins vegar hamlaði Hermann því líka að ofsóttir Gyðingar gætu fengið hæli á Islandi og lét svo um mælt að Gyðinga vildum við ekki á Is- landi,“ - eða hvernig sem það var nú aftur orðað. íslenskir stjórnmálamenn núna á allra síðustu misserum tuttugustu aldar hafa tækifæri til þess að koma í veg fyrir ekki alveg ósvipaða klausu í sínu æviágripi í uppsláttarbókinni, þar sem gæti staðið að þeir hefðu beitt sér fyrir miklum umbót- um á réttarkerfinu og auknu réttaröryggi, „en hins vegar...“ - Hins vegar hefðu þeir látið hjá líða að láta taka upp að nýju Guðmundar- og Geirfinnsmál, augljós- ustu dæmin um misbrúkun og mistök réttarkerfisins á sínum dögum. Hvað stoðar það manninn... Það er þrátt fyrir allt ágætt fyrir orðstír Islendinga að það skuli ekki þurfa að standa í eftirmælum okkar að við höfum neyðst til að taka upp að nýju hin stór- kostlega gölluðu Guðmundar- og Geir- finnsmál, vegna þrýstings frá útlöndum. En þá þurfum við líka að hafa bein í nef- inu til að gera það sjálf, ótilneydd. I haust er leið gaf Davíð Oddsson forsætis- ráðherra mjög skörulegar yfírlýsingar um skoðanir sínar á þeim réttarmorðum sem framin voru við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna - og í þeirri ræðu á þingi sáum við í einu vetfangi alla kosti Davíðs sem stjórnmálamanns. Vonandi fer hann nú að fylgja þessari ræðu sinni eftir; ekki ætla ég að segja fyrir nákvæm- lega hvernig á að gera það, en það er vel hægt. Enda tóku margir aðrir stjórnmála- menn undir skoðanir Davíðs og álit - sem reyndar kom fram eftir frumkvæði Svav- ars Gestssonar. Frumvarp eða frumvarps- drög um aukið svigrúm til endurupptöku mála er einhvers staðar á kreiki í kerfinu eða kannski bara einhvers staðar i upp- siglingu kannski. Það er gott og blessað í sjálfu sér, en það má þá heldur ekki bíða og dragast endalaust, nú þegar við vitum að þetta verðum við að gera sjálf. Klausan sem byrjar á „hins vegar“ færist nær með hveiju misseri sem líður og eigi þessi mál að verða óafgreiddur arfur tuttugustu aldar til þeirrar tuttugustu og fyrstu, þá verður „hins vegar" kannski aðalatriði setningarinnar og öll góð verk stjórnmála- manna okkar daga í skugga þessara mála, því hvað stoðar það manninn þó hann haldi niður verðbólgu ef hann fyrirger réttlætinu? Pistill Illuga var fluttur i morgunútvarpi Rásar 2 í gær.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.