Dagur - 29.01.1999, Síða 5
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 - 21
Thyftr------
LEIKHÚS
KVIKMYNDIR
TÓNLIST
SKEMMTANIR
Rafmessa 1999
Haldin verður „ mfmessa “ í
Nýlistasafninu á sunnu-
dagskvöldið kl. 20. Hvað er
nú það???
Spurður hvers vegna ljóð, tónlist og
myndlist er sett á svið undir heitinu raf-
messa svarar Daniel Pollock, einn að-
standenda messunnar, þessu til: „Það er
nú af því að þetta er blanda af ýmsu,
ljóðlestri, tónlist, ambient tónlist, teknó,
ljósasýningu, slides-myndum en svo eru
líka þefðSundnar hljómsveitir eins og
Megasukk og Sigur Rós. Og þegar þessu
er öllu blandað saman er ekki annað
hægt en að kalla þetta rafmessu," segir
Daniel.
Stór hópur fólks sem telur Ijóðskáld, myndlistarmenn og tónlistarmenn heldur messu í Nýló á sunnudags-
kvöldið.
Altmúlígfólk
A messunni verða listamenn úr öllum
áttum, ýmsum greinum og staddir á hin-
um ólíkustu aldursskeiðum. Dagskráin
hefst með raddsyrpu Jóhönnu Hjálmtýs-
dóttur „hún ætlar að syngja án texta,
notar sönginn sem undirspil enda má
segja að söngurinn komi á undan orð-
inu,“ segir Daniel.
Rekur þá hvert atriðið annað. A mess-
unni verða eins og áður segir hljómsveit-
in Megasukk og Sneak Attack (tveggja
manna teknó-hljómsveit með ljósasýn-
ingu). Þá verður þarna dagskrárliðurinn
Voices u’ithout Restraint sem þeir Pollock
bræður, Ron Whitehead og Birgitta Jóns-
dóttir sjá um. Pollock-bræður spila undir
ljóðalestri Rons Whitehead en svo mun
einnig „Stína Bongó, hljóðfæraleikari og
ljóðskáld, lesa upp og spila með okkur.“
Eitt atriðið er framið af hljómsveitinni
Spúnk: Keðjusög i húlsinum sem er sam-
starf tveggja stúlkna sem spila á hljóð-
færi og lesa Ijóð en þær hafa þegar gefið
út 12 tommu skífu. Þá Ieikur Osk Osk-
arsdóttir þjóðlega íslenska tónlist, Tanya
Ies upp en hún er aðeins 17 ára gamalt
ljóðskáld (og spilar reyndar líka með Sneak
Attack) og af öðrum skáldum sem lesa upp
má nefna Braga Ólafsson og Auði Jónsdótt-
ur. Þá verður myndlistarmaðurinn GAK með
slides-myndasýningu þar sem myndum af
Iistaverkum verður varpað upp á vegg en
Rafmessunni 1999 lýkur svo með tónlist
Sigur Rósar.
- Listasafnið á Akureyri,
Listagili: Samsýning 13
færeyskra Iistamanna, Iýkur
28. febrúar. Opið alla daga
nema mánudaga, kl. 14-18.
Ljósmyndakompan, Lista-
gili: Hlynur Hallsson sýnir
misheppnaðar myndir. Lýk-
ur 5. febrúar.
Café Karólína og Karólína
Restaurant, Listagili:
Frans Widerberg, á meðan
Pétur Gautur er sýndur.
Ljósmyndasýning Björns
Gíslasonar og Orra Gauts
Pálssonar stendur fram í
febrúar. Amý - sýningin
stendur fram í mars. Erró -
sýningin stendur fram í
mars.
- Deiglan, Listagili: Verk í
eigu Gilfélagsins sýnd þeg-
ar ekki eru aðrar sýningar í
gangi.
Ketilssaga Flatnefs
Nýtt íslenskt leikrit, Ketils-
saga Flatnefs, eftir Helgu
Arnalds verður frumsýnt í
Tjarnarbiói á sunnudaginn.
Helga bendir á að eftir ný-
liðna Kvikmyndahátíð viti
flestir bfóunnendur hvað
dogma-myndir eru en færri
viti hvað átt er við með Drak-
leiksýningu. Sú aðferð er
upprunnin £ Drak-leikhúsinu
í Tékklandi og byggir á því að
textinn spretti út úr Ieik-
myndinni en ekki öfugt. Einn
höfundur þessarar aðferðar
var fenginn til að vinna að
sýningunni og útkoman er
myndræn sýning þar sem tón-
list, leikur, grímur, brúður,
látbragð og texti vinna náið
saman. Þetta er gamanleikur
og segir frá sögusmettunni
Isafold sem er að bjástra við
þvottinn sinn á meðan hún
hlustar á útvarpsþátt um Is-
lendingasögurnar. Tekur svo
sagan ýmsa útúrdúra...
Norðurleið-Suður-
leið
Á sunnu-
daginn
eftir lok-
un verð-
ur sýn-
ingunni
Norðurleið - Suðurleið í Ný-
listasafninu pakkað saman.
Listamennirnir eru frá Köln,
Stuttgart og frá Frakklandi og
sýna málverk, myndbönd,
ljósmyndir, hreyfanlega
ljósskúlptúra, þrívíð verk,
innsetningar, hljóðskúlptúra
og samsetningar. Aðgangur er
ókeypis og er opið milli kl. 14
og 18.
■UM HELGINA
Sýningar -
Ákureyri
Brecht í Deiglunni
Sif Ragnhildardóttir er meðal þeirra sem fram koma í Deiglunni íkvöld, þar
sem flutt verður dagskrá um Bertholt Brecht. mynd: hilli.
Dagskrá um Brecht á
vegum GöetheZentr-
um verðuríDeiglunni
í kvöld og hefst klukk-
an 20.00.
Dagskráin er haldin í tilefni far-
andsýningar á nokkrum ljós-
myndum af þýska rithöfundin-
um og leikhúsmanninum Bert-
holt Brecht. Ljósmyndasýningin
mun aðeins standa til miðviku-
dagsins 3. febrúar og því ástæða
til að hvetja fólk til að drífa sig
strax í kvöld og njóta tónlistar og
fróðleiks um Brecht í leiðinni. I
tilefni ljósmyndasýningarinnar
kemur þýski sendiherrann í
Reykjavík, Dr. Reinhard Ehni, í
heimsókn til Akureyrar og verð-
ur viðstaddur opnunina. Þá
syngur Sif Ragnhildardóttir
nokkra Brecht / Weil söngv'a við
undirleik tveggja hljóðfæraleik-
ara og forstöðumaður Göethe
Zentrum, Frank Albers, fræðir
gesti um ljósmyndirnar og
Brecht. Ljósmyndirnar eru í
eigu Fotomuseum Múnchen og
slógu á sínum tíma i gegn í
Þýskalandi en koma nú hingað
til lands af sýningu í NewYork.
Heillaðist af Brecht
Þegar Sif Ragnhildardóttir stóð
fyrir dagskrá um Brecht í haust
sagði hún meðal annars í viðtali
að hún hafi fyrst heillast af
Brecht í gegnum höfuðtónskáld-
in hans, þá Kurt Weill og Eisler.
„Mér þóttu þau svo skrýtin.
Flókin og grípandi. Tónlistin
hans Kurt Weill er full af gildr-
um, mjög viðkvæmum tónum
sem jaðra við angurværð. Þannig
að það er mjög auðvelt að detta
ofan í þá gryfju að syngja bara
væmið dægurlag. Svo kemur
Brecht sem var ekki maður
mikilla tilfinninga. Að púsla
Brecht inní Kurt Weill er ekki
auðvelt.“