Dagur - 29.01.1999, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 - 25
Xfc^wr
LÍFIÐ t LANDINU
í lifanda lífi var leikarinn
Rudolph Valentínó sagður vera
„mesti elskhugi allra tíma“. Val-
entínó, sem var veikgeðja og
ekki sérlega áhugaverður per-
sónuleiki, var alla tíð á valdi
viljasterkra kvenna sem ráðskuð-
ust með hann. Það var kona,
June Mathis, sem kom honum á
framfæri í Hollywood og síðan
tók við honum leikkonan Alla
Nazimova sem var Iesbísk og var
sögð hafa komið í kring hjóna-
böndum hans tveim.
Fyrri eiginkona Valentínós yf-
irgaf hann á brúðkaupsnóttina
og sagði hann ekki hafa sinnt
sér á kynferðissviðinu en notið
þess að leggja á sig hendur.
Seinni eiginkona hans Natacha
Rambov'a yfirgaf hann síðasta
árið sem hann lifði. Þau höfðu
ekki lifað kynlífi því Rambova
var lesbía og grunur leikur á að
Valentínó hafi verið hommi, eða
að minnsta kosti haft kenndir í
þá átt. Meðan á hjónabandi Val-
entínós og Rambovu stóð kallaði
hann hana „húsbóndann" og
það var hún sem tók allar mikil-
vægar ákvarðanir sem vörðuðu
starfsferil hans. Dómgreind
hennar var reyndar með þeim
hætti að um tíma var hún vel á
veg komin með að leggja feril
eiginmanns síns í rúst. Velunn-
arar Valentínós vörpuðu því önd-
inni léttar þegar hún loks yfirgaf
hann. Rambova hélt því síðar
fram að þar með hefði samskipt-
um þeirra ekki lokið því eftir
dauða Valentínós gaf Rambova
út bók sem hún sagði geyma
samtöl sem hún hefði átt við
fyrrum eiginmann sinn að hand-
an.
Kvenlegui karlmaður
Leikaðferð Valentínós byggðist á
því að stara á kvenleikarann,
þenja nasirnar og opna varirnar
af ástríðuþunga en halda um
leið fyrirlitningarsvipnum á and-
litinu. Kvenfólki þess tíma
fannst leikarinn ómótstæðilegur.
Einn þeirra sem lét sér fátt
um finnast var blaðamaður
Chicago Tribune sem rúmum
mánuði fyrir lát Ieikarans hædd-
ist að Valentínó í blaðagrein. „Af
hverju kom enginn sér að því
fyrir löngu að drekkja, svo Iítið
bæri á, Rudolph Guglielmi, öðru
nafni Valentfnó?" Blaðamaður-
inn gagnrýndi Valentínó fyrir að
bera armbönd og aðra skartgripi,
anga af ilmvötnum, nota snyrti-
vörur og ganga í skrautklæðum.
Blaðamaðurinn gaf í grein sinni
í skyn að Valentínó væri hommi.
Þegar blaðamenn leituðu álits
Valentínós á ummælunum brást
hann við með því að skora
blaðamanninn á hólm og tók
fram að berjast skyldi með
sverðum. Þegar ekkert svar barst
frá blaðamanninum stakk Val-
entínó upp á því að berjast með
hnefunum. Blaðamaðurinn
þagði enn og málið náði ekki
lengra. Valentínó tók ummæli
blaðamannsins nærri sér og
þótti karlmannsímynd sín hafa
beðið alvarlegan hnekki.
Sunnudaginn 15. ágúst 1926
var Valentínó á hótelherbergi
sínu í New York þegar hann
greip um kvið sinn og hneig nið-
ur. Hann var fluttur á sjúkrahús
og skorinn upp við botnlanga-
bólgu. Blóm og skeyti streymdu
til goðsins frá aðdáendum. Orfá-
um dögum síðar flaug sú saga
York f því skyni að kveðja vin
sinn. Múgæsingin hófst að nýju
og lögreglan varð að ryðja henni
leiðina í útfararstofuna. Þegar
Negri, sem haldin var ólæknandi
sýniþörf, leit Valentínó látinn
féll hún í yfirlið og hálftíma tók
að koma henni úr því ástandi.
Negri hélt því fram við blaða-
menn að þau Valentínó hefðu
skipulagt brúðkaup sitt. Því
mótmælti dansmær sem hélt því
fram að Valentínó hefði beðið
sín daginn áður en hann veikt-
ist.
Við jarðarför Valentínós félck
fyrri eiginkona hans móður-
sýkiskas. og var flutt í neyðar-
móttöku í nágrenni við kirkjuna.
Hugsanlega hefði eitthvað dreg-
ið úr sorg fyrrum eiginkonu
hefði hún vitað að Valentínó var
gjaldþrota þegar hann lést og
hafði í erfðaskrá sinni ánafnað
henni einn dollara. Þegar at-
höfninni lauk gekk Paula Negri,
sem fallið hafði í yfirlið v'ið kistu
Valentínós, framhjá blaðaljós-
myndurum og kvikmyndatöku-
mönnum yfirkomin af harmi.
Þeir Ijósmyndarar sem urðu of
seinir til að mynda hana báðu
hana vinsamlegast að snúa við
og ganga aftur sömu leið. Negri
var reiðubúin að auglýsa sorg
sína allrækilega og endurtók
hina harmrænu göngu af mikilli
samviskusemi.
A dánardægri leikarans árið
1928 kom svartklædd kona að
marmaragrafhýsi Valentínós í
Hollywood og sat þar daglangt. í
áraraðir eftir það komu svart-
Valentínó ásamt hini lesbísku leikkonu Nazimovu í Kamillíufrúnni en hún var
mikii vinkona eiginkvenna hans tveggja.
um borgina að Valentínó væri
látinn. Fréttin var nær sam-
stundis borin til baka. Næstu
fréttir hermdu að Ieikarinn væri
í lífshættu vegna bráðrar líf-
himnubólgu. Sólarhring síðar
var Valentínó Iátinn, einungis
þrjátíu og eins árs að aldri.
Starfsfólk sjúkrahússins gekk
um ganga hágrátandi og utan
dyra söfnuðust saman þúsundir
manna sem grétu enn hærra.
Múgæsing
Lík Valentínós var flutt á útfar-
arstofu við Broadway. Þangað
streymdi fjöldi manna og reyndu
að lauma sér inn á þeim for-
sendum að þeir væru vinir og
kunningjar íeikarans. Akveðið
var að gefa almenningi kost á að
kveðja goð sitt hinstu kveðju.
Sextíu þúsund manns söfnuðust
fyrir framan útfararstofuna.
Stærsti hópurinn var konur sem
grétu hömíulaust og börðust um
að komast fremst í röðina. Föt
voru rifin utan af fólki og hund-
ruðir manna tróðust undir. Rúð-
ur í útfararstofunni brotnuðu og
glerbrotum rigndi yfir viðstadda.
Opna varð neyðarmóttöku í einu
herbergi útfararstofunnar til að
gera að áverkum hinna slösuðu.
Daginn eftir voru tæplega tvö
hundruð lögreglumenn mættir á
svæðið til að hafa hemil á mann-
fjöldanum.
Nokkrir aðdáendur leikarans
gátu ekki hugsað sér líf án hans
og frömdu sjálfsmorð. Meðal
þeirra var lyftudrengur á Ritz
hótelinu í París sem fannst lát-
inn í rúmi sínu þakinn myndum
af Valentínó og ung bresk
leikkon sem tók inn eitur og
Valentínó við upptökur á mynd sinni Blóð og sandur.
skildi eftir skilaboðin: „Með
dauða hans fara síðustu leifar
hugrekkis míns.“
Sex dögum eftir lát leikarans
kom vinkona hans, kvikmynda-
stjarnan Pola Negri, til New
klæddar konur að grafhýsi Val-
entínós og tóku sér þar sæti til
að votta ást sína og virðingu
manninum sem að þeirra dómi
hafði í lifanda lífi verið mesti
elskhugi heims.