Dagur - 29.01.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 29.01.1999, Blaðsíða 11
X^«ir. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 - 27 LIFIÐ I LANDINU MEINHORNID • Meinhyrning- ur dagsins styð- ur reykingabann á vinnustöðum nema á sínum eigin. Hann vinnur sem sé einn og stór- reykingar hans á vinnustað er ekki versti mengunarvald- urinn þar. Oft- lega hefur meinhyringur reynt að svæla sjálfan sig út af skrifstofunni, en aldrei tekist. Hinsvegar er hann slík ham- hleypa til verka að endar gjarn- an í svitabaði og meðfylgjandi Iykt og þá er ekki lengur líft á staðnum og hlaupið heim í öðruvísi bað eða úðað 8x4 eða öðru flugnaeitri. Óhófleg táfyla hefur og oft hrakið mein- hyming út í hreina loftið og heim eftir nýj- um sokkum. Og á stundum getur hyrningur ekki setið gegnt tölvuskjánum þegar hans eigin andlyla endur- kastast þaðan framan í hann og þá er ótæpi- lega gleypt ópal. • Reykingar eru ugglaust meira heilsuspillandi en lylur marg- víslegar, en ekki alltaf eins ill- þolandi og þær. FOLKSINS Öfugmælaarkitekt MAGNUS H. GISLASON SKRIFAR Fystu landsmálablöðin sem ég leit aug- um, voru Tíminn, Dagur, Isafold og Vörður. Allt voru þetta vikublöð tengd stjórnmálaflokkunum, Framsóknar- flokknum og íhaldsflokknum, eins og hann hét þá. Framsóknarmenn gáfu út Tímann og Dag. Ihaldsmenn Isafold og Vörð. Öll voru þessi blöð keypt á heimili mínu, Eyhildarholti en algengast hygg ég það þó hafa verið, að menn keyptu aðeins sín eigin flokksblöð. Einstakur maður mun hafa haldið blöðunum saman en ekki fleygt þeim að lestri Ioknum. Þetta var viðráðanlegt með blöðin voru ekki nema 4-8 síður. Nú er slík hirðusemi borin von. Nú er dagblaðaútgáfan orðin alls ráðandi og blaðsíðuijöldinn orðinn slíkur, Morgun- blaðið sem að auki er orðið burðardýr fyrir allskonar auglýsingapésa, að jafna má við þokkalega bók. Auk þess er mik- ið af lesefni blaðanna þannig að það freistar ekki til varðveislu. Eg hef því þann háttinn á að ldippa úr blöðunum það efni sem mér þykir, af einhverjum ástæðum, rétt að geyma um sinn. Fyrir nokkru var ég að blaða í þessum úrklippum. Kom þá upp í hendur mínar grein eftir Jón þingmann Kristjánsson er hann nefnir „Óháð blöð eða frétta- bréf stjórnmálaflokka". Þessi ritsmíð Jóns birtist i Degi-Tímanum 15. ágúst 1997. Nú er það svo að mér finnst Jón alltaf vera heldur þvoglumæltur í skrif- um sínum. Þegar búið er að blása burtu orðafroðunni verður stundum lítið eftir. Háð og óháð Þótt grein Jóns sé alllöng rúmast í raun- inni allt efni hennar í fyrirsögninni. Að dómi Jóns skiptast blöð í tvo flokka „Háð blöð og óháð“. „Háð“ eru þau blöð sem gefin eru út af stjórnmálaflokkum eða tengd þeim. Önnur blöð eru óháð, burt séð frá því hverjir eru eigendur þeirra eða útgefendur. Þetta er fljótfærnisleg ályktun og raunar beinlínis röng. Eg starfaði um skeið við tvö blöð sem tengd voru stjórnmálaflokkum, Tímann og Þjóðvilj- ann. Sérstakt útgáfufélag annaðist rekstur Þjóðtiljans og svo skilst mér að því hafi einnig verið háttað með Tim- ann, þegar hann Ioks andaðist undir rit- stjórn Jóns Kristjánssonar. Að sjálfsögðu túlkuðu þessi blöð sjónarmið þeirra flokka sem að þeim stóðu. Þau voru einnig opin fyrri öðrum sjónarmiðum. Eg fullyrði að á þeim árum þegar ég var innandyra hjá þessum blöðum heyrði það til hreinna undantekninga að al- mennar fréttir væru litaðar pólitískum viðhorfum. Háð eigenduin sinum Að segja að blöð eða fjöimiðlar yfirleitt séu „óháð“ ef þau eru ekki gefin út af stjónmálaflokkum eða tengd þeim er auðvitað tómt rugl. Hver er ekki ein- hveijum eða einhveiju háður hvort heldur er um að ræða einstaklinga eða fyrirtæki'? Hver eru svo þessi „óháðu“ blöð hans Jóns Kristjánssonar? Er það Morgunblaðið? Er það ekki gefið út af hlutafélagi eða útgáfustjórn, hvað sem það nú kallast? Ætli það séu ekki sæmi- lega gildir sjálfstæðismenn sem mynda þann hóp? Skyldi Morgunblaðið í engu vera háð þeim söfnuði. Hvað um DV og Dag? Er ekki útgefandi Dags fyrirtæki sem nefnist Dagsprent? Mér skilst að útgáfustjórinn sé Eyjólfur nokkur Sveinsson. Nefnist ekki útgefnadi DV „Frjáls fjölmiðlun," Er ekki Sveinn nokkur Eyjólfsson stjórnarformaður þess fyrirtækis og útgáfustjóri og fram- kvæmdastjóri áðurnefndur Eyjólfur Sveinsson? Auðvitað eru þessi blöð, eins og Qöl- miðlar yfirleitt háðir eigendum sínum. Menn geta svo deilt um hvort heppi- legra er eignarhald flokkspólitískra aðila eða annarskonar hagsmunasamtaka. Svæðisútvarp Pétur Guðjónsson skrifar Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns iesendasfðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. Undanfarin 10 ár hafa útvarpsstöðvar ráðist inn á markaðinn og er svo komið að úrvalið er mikið. Það hefur alltaf verið ofar mínum skilningi, af hverju skylduáskrift Ríkisút- varpsins hefur ekki verið aflögð. Hvernig getur það talist sann- gjarn leikur að frjálsu stöðvamar keppi við sjálft RÚV, sem þarf ekki eingöngu að byggja rekstur sinn á auglýsingatekj- um. Þó hefur Islenska útvarpsfélagið dafnað vel í harðri samkeppni við ris- ann, þrátt fyrir allt. Það sem einkennir „frjálsu“ stöðvarn- ar í dag, kannski fyrir utan Bylgjuna, er tónlist og Iétt spjall. Þetta kalla frjöl- miðlarýnar „bullútvarpsstöðvar". Af hverju? Ég held reyndar að tilkoma þessara stöðva sé upphaflega vegna þess að þetta er ódýrasta leiðin til að reka út- varp, en þó gefið góða raun. Frostrásin er ein af þess- um „bullútvarpsstöðvum" sem er staðbundin í Eyjafirð- inum. Stöðin hefur verið í fullum rekstri síðan í maí 1997 en var áður tímabund- ið jólaútvarp. A þessum tíma hafa skoðanakannanir sýnt að ótvíræður vilji er hjá aug- lýsendum og hlustendum að hafa útvarp sem þetta á Ak- ureyri. “ Maigir valkostir Það er þó ekki hægt að segja að Frostrásin standi jafnfætis stóra bróður í Fjölnisgötunni í samkeppninni. Þetta eru tveir valkostir af sjö á Akureyri en þó er um ólíka miðla að ræða. Það sem þessir aðilar eiga þó sameiginlegt er sami auglýsingamarkaðurinn. Þar hefur litli bróðir staðið mun betur því það eru einu tekjurnar sem reka þannig útvarps- stöð. Það er ekki nema eðlilegt að ein- hver munur sé á dagskrárgerð þar sem annar aðilinn sækir tekjur sínar í vasa einstaldinga. Komin tU að vera Mér þykir líka ástæða að koma með at- hugasemd varðandi grein í Degi 7. jan- úar 1999 þar sem var viðtal við Björgólf Jóhannsson í „Hvað finnst þér um út- varp og sjónvarp". Þar er spurt: -Hvern- ig finnst þér svæðismiðlarnir, RÚVAK og Aksjón standa sig? Undirritaður bendir góðfúslega á að það er einn kostur eftir. Annað hvort er blaðamður sem spyr illa upplýstur eða svona gleyminn. Ekki nema hvort tveggja sé og einhverjir hagsmuna- árekstrar jafnvel líka. Nema þá að svæðisútvarp sé ekki útvarji sem býður upp á fréttir af svæðinu, fylgist með at- burðum líðandi stundar á Akureyri og gefi bæjarbúum tækifæri að nýta sér nærveru útvarpsins. Það er svo mat hvers og eins hvort það sem Frostrásin býður upp á sé skemmtilegt, en Frostrásin er til staðar fyrir hlustendur - og komin til að vera. VEÐUR Vedriö í dag... Siurnan- og síðan suðvestanátt, víða hvassviðri eða stormur, en sums staðar rok eða 10 vindstig á Vestfjörðum og Norðurlandi þegar liður á daginn. Rigning um land allt, síst þó norðaustan- og austanlands. Sums staðar má gera ráð íyrir mikilli rigningu vestan- og suðvestanlands. Mjög svo hlýnandi veður, hiti allt að 8 til 10 stig norðanlands og austan undir kvöldið. Blönduós Akureyri Fim Fös ■7 1 \ J S / i / M "v* Egilsstaðir v 7 v Bolungarvík Fös Lau Mán Þrt 7*^* j jss jy /-* v Reykjavík Kirkjubæjarklaustur V* J 7/ r* J^ Stykkishólmur ^ / j^^- j j r- j^ Stórhöfði Cel. | , | " | ' ■ j j ^ Flm Fös Mán Þri *t* j j/// v r y ; m^*^ ;./ Veðurspárit 28 1.1999 VEÐURSIOFA W ÍSLANDS Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. k Dæmi: » táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegiun Allgóð vetrarfærð er nú á öllum aðalvegum landsins nema að Breiðdalsheiði er ófær. 66'N SEXTIU OG SEX NORÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.