Dagur - 04.02.1999, Blaðsíða 1
Prófastur sem lék prest
Auga biskups og hönd
erhlutverkprófasta í
héraði, en ífyrrakvöld
varHannes Öm
Blandon settur í emb-
ætti prófast í Eyjafirði.
„Guðfræði snertir
margar hliðar mann-
lífsins, “ segirHannes.
„Hlutverk prófasts er að vera
einskonar umboðsmaður biskups
í héraði. Hans auga og hönd,
einsog það er orðað. Hafa um-
sjón með ýmsu í safnaðarstarfi
og líta eftir þvf að öllum reglum
sé fylgt. Þannig er þetta í raun
starf sem er fyrst og fremst á
þessum praktísku nótum," segir
Hannes Orn Blandon, prestur í
Laugalandsprestakalli í Eyja-
fjarðarsveit, sem í fyrrakvöld var
settur í embætti prófasts í Eyja-
fjarðarprófastsdæmi í stað sr.
Birgis Snæbjörnssonar, sóknar-
prests á Akureyri, sem nú lætur
af því eftir áralangt starf sakir
aldurs. Innsetningarathöfnin fór
fram með hátfðlegum hætti í
Grundarkirkju í Eyjafjarðarsveit,
einni fegurstu kirkju landsins.
Athöfnina annaðist herra Karl
Sigurbjörnsson, biskups Islands.
Ólafsfjörður en Eyjafjarðar-
sveitln svo
Hannes hefur þjónað sem prest-
ur síðan 1981. Þá kom hann,
sunnanmaðurinn, norður og varð
sóknarpestur í Olafsfirði. Þar var
hann í fimm ár, uns hann gerðist
prestur í Eyjafjarðarsveit. „Það er
kannski ekki svo mikill munur að
þjóna á þessum tveimur stöðum.
Að lokinni innsetningarathöfninni í Grundarkirkju sl. þriðjudagskvöid. Á myndinni eru, frá vinstri taiið, Hannes Örn Blandon og þá Marianne eiginkona hans
og Sara dóttir þeirra. Lengst til hægri er Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands. - mynd: sbs
Og þó. Úti í Ólafsfirði er allt
mjög nærhendis og hægt var að
fara allra sinna ferða gangandi.
Hér í sveitinni eru vegalengdirn-
ar hinsvegar meiri og kirkjurnar
sem ég annast eru alls sex; það er
Grund, Surbær, Hólar, Möðru-
vellir, Munkaþverá og Kaupang-
ur. Síðan var talsvert meiri sveifla
á öllu mannlífi út frá einsog
gjarnan gerist í sjávarþorpi, en
hér er hinsvegar rólegra yfir öllu
enda er mannlíf hér í mjög föst-
um skorðum," segir Hannes.
Talvert hefur Hannes komið að
menningarmálum í sinni heima-
sveit. Hann starfaði um nokkurra
ára skeið með Freyvangsleikhús-
inu, sem sett hefur upp á síðustu
árum allmargar leiksýningar sem
notið hafa almannahylli. „Mér
fannst sjálfsagt að koma að ein-
hverju menningarstarfi og
kannsld valdi ég leiklistina sakir
þess að þar er gjarnan fjörmikið
fólk sem gaman er að starfa með.
Já, í einni uppfærslu lék ég prest,
það var í Kvennaskólaævintýrinu
sem sett var upp fyrir þremur
árum. Þar lék ég séra Eirík, sem
ég held þó að hafi verið talsvert
ólfkur sjálfum mér. Kannski öllu
virðulegri. Það sem ég held þó að
prestar eigi fyrst og fremst að
vera er að þeir beri virðingu fyr-
ir starfi sínu og séu samstarfsfús-
ir við hvern sem er, bæði sam-
starfsfólk sitt í kirkjunni og sókn-
arbörnin."
Guðfræði er fjölfræði
Að uppruna er Hannes Örn
Blandon Kópavogsbúi en hann er
af þeirri kynslóð fólks sem fyrst
allra raunverulega getur kallast
það. Minnist hann skemmtilegra
tíma í byggðarlaginu meðan það
var enn ekki nema lítið þorp - og
þegar hann lék sér í fótbolta með
Breiðabliki, enda kveðst hann
vera Bliki af lífi og sál.
„Fyrir mér var ekkert val að
fara í guðfræðinám að loknu
stúdentsprófi. Enda er guðfræði
afar skemmtilegt nám sem kem-
ur inn á margar hliðar mannlegs
lífs, er í raun einskonar Ijölfræði.
Þarna er tekin fyrir sálarfræði,
sagnfræði, tungumál fjölmörg,
heimspeki, trúfræði og sitthvað
fleira. Guðfræðin er einskonar
fjölfræði, þó svo að ég vilji ekki
líta á mig sem slíkan. Fyrst og
fremst er ég grúskari, sem hef
gaman af því að glugga í hitt og
þetta á hverjum tíma.“ — sbs
INÐESIT INDBStT INDE5IT INÐE5CT INDE51T INDESIT INDESIT INÐE5IT INDESiT INDESFT IND85IT INDE5H (NDESiT INÐ85IT INÐESIT INÖESiT INDB5IT IN0ESIT INDESiT INDESIT
^►indesih
Frustikistur
.. .. Tommri I ítrar /hr \ QtnorA
a
z
a
z
a
z
■ 'Mi
lilboðsverð sem eru komin til að vera.
BRÆÐURNIR
Í5
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Tegund Lítrar (br.) Stærð Verð Stgr.
GFP4141 146 lítrar 85x60x60 31.263,- 29.700,-
GFP 4220 220 lítrar 88x89x65 37.579,- 35.700,-
GFP 4290 294 lítrar 88x109x65 41.789,- 39.700,-
GFP 4370 370 lítrar 88x132x65 47.053,- 44.700,-
GFP 4435 443 lítrar 88x164x65 52.316,- 49.700,-
Eigum einnig ymsar
GFP 4435
£Q
|Z
§a
+