Dagur - 04.02.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 04.02.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Guðrún Pálmadóttir, lektor og námsbrautarstjóri í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri: „Fólk hefur lært iðjuþjálfun í öðru samfélagi en sínu eigin og hefur þurft að yfirfæra þá þekkingu á íslenskar aðstæður. Þetta er mjög háð þjóðfé- laginu." mynd: brink Nám ílðjuþjálfun er tiltölulega nýtthérá landi en allirþeiriðju- þjálfarsem nú starfa hérhafa numið erlend- is. Við Háskólann á Akureyri ernú boðið upp á þetta nám. „Við erum núna með tvo ár- ganga í gangi. Þetta er fjögurra ára nám til BS-gráðu,“ segir Guðrún Pálmadóttir, lektor og námsbrautarstjóri í iðjuþjálfun við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Kennslan er tvískipt, hluta af náminu, 25 vikur, taka nemend- ur í verknámi á stofnunum und- ir handleiðslu iðjuþjálfa í starfi. Kennslan innan skólans er hvort tveggja í hinu hefðbundna fræðilega formi og verkleg. „Sú aðstaða er smám saman að komast í gang,“ segir Guðrún. „Við erum núna með bráða- birgðahúsnæði að Sólborg sem við höfum látið Iaga til og inn- rétta að okkar óskum. I næsta byggingaráfanga verða byggðar nýjar verklegar námsstofur fyrir þetta nám. Þessi verklega að- staða er nauðsynleg og þó þetta sé bráðabirgðaaðstaða sem við höfum núna þá er hún bara harla góð.“ Hjálpum fóUd - Hvað er iðjuþjálfun? „Það er góð spurning og nokkuð algeng. Það sem iðju- þjálfar einbeita sér að er það sem fólk er að gera dags dag- lega, í sínu hversdagslega lífi. Bæði það sem við þurfum að gera til að hugsa um okkur sjálf og það sem við þurfum að gera til að standast þær kröfur sem gerðar eru til okkar, til dæmis í vinnu og að hugsa um heimili en einnig það sem við gerum til að leika okkur og njóta Iífsins, tómstundaiðjuna. Okkar hlut- verk er að styðja einstaklinginn til að geta sinnt öllum þessum sviðum í sínu daglega lífi þannig að hann geti hugsað um sig, stundað helst einhverskonar vinnu og gert eitthvað sér til gamans þrátt fyrir að hafa kannski fengið sjúkdóm, vera kominn á efri ár, búa við ein- hverja fötlun eða hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli. Við finn- um leiðir til þess.“ Stærsta skref stéttariimar - Hvers virði er það að geta tekið þetta nám hér heima? „Það er mjög mikils virði. Fólk hefur Iært iðjuþjálfun í öðru samfélagi en sínu eigin og hefur þurft að yfirfæra þá þekk- ingu á íslenskar aðstæður. Þetta er mjög háð þjóðfélaginu. Það að geta ekki talað um sína fræðigrein á sínu tungumáli hefur líka verið mikil hindrun. Þetta er stærsta skref sem þessi stétt hefur stigið, enda er mjög vel við það stutt af öllum iðju- þjálfum." Flestir þeirra sem nú stunda nám í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri eru af Norðurlandi, að sögn Guðrúnar. - Breytist þetta eftil vill þegar námsbrautin hefurfest sig ísessi? „Já og kannski þurfum við líka svolítið að sanna okkur. Þegar nám er að byrja treysta ef til vill eltki allir á að það sé eins gott og þar sem það hefur verið til staðar í tugi ára. Það hefur líka sína kosti að þetta eru fyrst og fremst nemendur af lands- byggðinni því eins og staðan er núna starfa eiginlega allir iðju- þjálfar á höfuðborgarsvæðinu. Það er mikill skortur á lands- byggðinni. Við sjáum það lfka úr öðrum deildum hér við Háskól- ann að fólk sem lærir hér sest frekar að á landsbyggðinni. Það er gott ef það gerist í okkar fagi. En við þurfum að auglýsa þetta vel fyrir sunnan og við erum að reyna að gera það.“ - Hl Útlagar og átthagafélög SVOJMA ER LIFIÐ Pjetun St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. :ða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Uppúr síðara stríði fór Reykjavík að byggjast. Þá hófst sú skriða fólksflutninga úr sveitum og þorpum Iandsins, sem ekki sér enn fyrir endann á. Fólkið sem flytur heldur samt tryggð við hvort annað. Enda eðlilegt og alþekkt að fólk sem elst upp saman haldi saman. Þegar sólin fer að hækka á lofti og gægjast upp fyrir ijalls- toppana kætast íbúarnir, sem ekki hafa séð sólina síðan fyrir jól. Sá siður að baka pönnukökur og bera þær fram með sultu og rjóma til þess að fagna sólinni er útbreiddur. Ymis átthaga- félög hafa þann sið að stofna til mannamóta, þar sem fólk hitt- ist til þess að borða sólarpönnukökur. Víðsvegar um heiminn hafa risið upp heilu hverfin þar sem býr útlægt fólk úr sama Iandinu. Frægt er kínahverfið í London, Soho. Við Islendingar eigum okkar hverfi og byggðir. Frægt er Islendingahverfið í Hirtshals í Danmörku. Á tímum þjóðflutninga hefur þjóðin haldið einkennum sín- um. Útum allan heim rekst maður á Islendinga, og víða eru starfandi Islendingafélög. Á síðustu öld fluttu íslendingar til Vesturheims. Vestur-Islendingar nutu aðdáunar víða um land fyrir það að halda menningu sinni og margir þeirra héldu tung- unni við. Þeir sem heima sitja fyllast stolti þegar þeir sem fóru afreka eitthvað. Tveir slíkir afreksmenn bera nafnið Bjarni Tryggvason, annar er vestur-íslenskur geimfari hinn norðfirskur trúbadúr, annar er Vestur-Islendingur hinn Norðfirðingur. Akureyringar þreytast ekki á að minna á að Kristján Jóhannsson sé þeirra maður, og svo má lengi telja. Is- firðingar muna eftir sýslumönnum sínum, og flestir Isfirðingar vita að Jón Baldvin var skólastjóri á Isafirði. Þannig hefur þjóðarstoltið merkingu fyrir þá sem flytja brott og gerast útlagar. Það sama má líka segja um þá sem heima sitja stoltir af sínu fólki. HVAB ER Á SEYBI? NEPURD í KETILHÚSINU I kvöld klukkan 20.00 opna Anna G., Guðjón Tryggvason og Iris Auður Jónsdóttir sýningu í Ketil- húsinu í Listagili á Akureyri. Þau kalla sig VAX og sýningin ber yfir- skriftina Nepurð. Þau sýna ljós- myndir og skjálist sem þau hafa unnið í sameiningu og túlka nep- urð á sinn eigin hátt. Sýningin stendur fram á laugardag. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Músiktilraunir 1999 Félagsmiðstöðin Tónabær mun í mars n.k. standa fyrir Músiktilraunum 1999. Þær hljómsveitir sem hyggja á þátttöku geta skráð sig í Félagsmiðstöðinni Tóna- bæ í síma 553-5935 og 553-6717 alla virka daga milli ld. 10.00 og 22.00 til 1. mars nk. Orgelkonsert Jóns Leifs fluttur í fyrsta sinn á íslandi Á tónleikum í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.00 mun Sinfóníuhljómsveit Island flytja tvö verk eftir Jón Leifs. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Einleikari er Björn Steinar Sólbergsson. Hljómsveitar- stjóri er En Shao, en Hörður Áskellsson er kórstjóri. Ljósmyndasýning í Gerðarsafhi, Kópa- vogi Nú stendur yfir sýning á yfir 200 ljós- myndum tæplega sextíu íslenskra Ijós- myndara í Gerðarsafni í Kópavogi. Það er Blaðamannasamband Islands, Blaða- ljósmyndarasamband Islands og Ljós- myndarafélag Islands sem standa í sam- vinnu að sýningunni. Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Hjálp við skattaskírslur, upplýsingar á skrifstofu s. 588 2111. Brids íd. 13.00, sveitarkeppni í brids hefst mánudaginn 8. febrúar. Skráning á skrifstofu félags- ins. Bingó kl. 19.45. Kaffistofan er opin kl 10.00- 13.00 LANDIÐ Skíðum gegn vímu Lionsldúbbarnir og Skíðafélagið á Dalvík hafa komist að samkomulagi um að halda árlega skíðamót sem bera á nafnið Vímuvarnarmót Lions. Með slagorðinu „Skíðum gegn vímu“ vilja aðstandendur mótsins segja vímuefnum stríð á hendur. Mótið verður haldið dagana 6.-7. febrúar og vilja félögin hvetja alla í Dalvíkur- byggð og nágrenni að koma í fjallið og eiga saman góðan vímulausan dag. Dægurlagakeppnin hafin Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðár- króks 1999 er nú hafin. Þegar hefur ver- ið auglýst eftir lögum í keppnina en henni mun ljúka með úrslitakvöldi í Sæluviku Skagfirðinga föstudaginn 30. apríl n.k. Ollum laga og textahöfundum landsins er heimil þátttaka. Síðasti skila- frestur er 24. febrúar 1999. Nánari upp- lýsingar veitir Ársæll Guðmundsson í síma 453-6400. Ný landhelgi Fimmtudaginn 4. febrúar mun Jakob K. Kristjánsson, rannsóknarprófessor og framkvæmdastjóri íslenskrar hveraörvera ehf., flytja fyrirlestur í húsi Oddfellow á Akureyri um verndun íslenskra erfðaauð- linda í alþjóðlegri samkeppni. Fyrirlest- urinn hefst kl. 16.15 og er öllum opinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.