Dagur - 04.02.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 04.02.1999, Blaðsíða 2
18 - FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 Dafptr LÍFIÐ I LANDINU SMflTT OG STÚRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Össur Skarphéðinsson. Eyrað sem Ámi kleip í Kollegar Ossurar Skarphéðinssonar á Alþingi stríddu honum dálítið eftir að Jóhanna Sigurð- ardóttir hafði gjörsigrað hann í prófkjöri sam- fylkingarinnar um sfðustu helgi. DV birti for- síðumynd af Jóhönnu kyssa á eyra Ossurar eft- ir sigurinn aðfaranótt sl. sunnudags. I þetta sama eyra kleip Arni Johnsen í bræðiskasti hér um árið þegar Ossur sagðist hafa heyrt Arna hrista höfuðið í þingsal. Þegar Hjálmar Jóns- son sá myndina af kossi Jóhönnu orti hann: Aforsíðunni merkja má að máli slepptu og orðum, Jóhönnu kyssa eyrað á sem Árni kleip íforðum. Björn Bjarnason. „Ég hef líka feng- ið undirskriftir frá ungliðum hjá Kvennalistanum. Ég hef sagt við fólk að ég ætli að hlusta eftir þess- um viðbrögðum og meta þau. Ég vil engum bregð- ast.“ Guðný Guðbjörns- dóttir í viðtali við DV um að hætta við að hætta. Hemðið „Berin eru súr,“ sagði refurinn og eitthvað svipað hefur Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagt þegar honum varð ljóst að hann ætti ekki möguleika á að verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins á Iandsfundinum f vor. Hann lagði nefnilega til að embætti varafor- manns yrði lagt niður og eins konar fimm manna herráð skipað í staðinn. Þá rak menn minni til Jiess að fyrir einhverjum árum vildi Björn að Islendingar kæmu sér upp her. Síðan hefur snillingurinn Sigmund aldrei teiknað skopmynd af Birni nema sem Don Kíkóta í brynju með alvæpni undir merkinu Björns Army. En að stofna fimm manna herráð innan Sjálfstæðisflokksins gæti verið fyrsta skrefið í hervæðingu Islendinga. Snjallt hjá Birni! EkM enn þá Sjálfsagt muna flestir eftir því þegar utanríkis- ráðherrahjónin Jón Baldvin og Bryndís Schram voru tekin með danska skinku í tollin- um á Keflavíkurflugvelli. Nú var það í fyrra að Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður átti er- indi til Kaupmannahafnar. Þegar hún mætti aftur til starfa á Alþingi kom hún þar að sem þeir sátu að skrafi Agúst Einarsson og Guðni Agústsson. Agúst, minnugur innflutnings ráð- herrahjónanna forðum, spurði Sigríði hvort hún hefði ekki keypt sér danska skinku. Því neitaði Sigríður. Þá skaut Guðni Agústsson inn í svona til skýringar. „Hún er nú ekki orð- inn svo mikill krati ennþá.“ HHlaiy eða Monika Eftir viðtal í Degi við Sigríði Dúnu um komu frú Clinton á jafnréttisfundinn orti Reynir Hjartarson á Brávöllum í Eyjafirði: Sigríði Ditnu nú svarið úr vestrinu kætir og sagði að hrátt yrði um jafnréttið þingað. Víst er það gott efvesalings Hillary mætir en væri ekki nær að fá hana Moniku hingað. Björgvin Harri Bjarnason, nem- andi við Háskól- ann á Akureyri, hefur umsjón með hæfileikakeppni framhaldsskóla- nema, sem fram fer á opnu húsi í Háskólanum á Akureyri. mynd: BRINK Líf eftir menntó! Hæfileikakeppni framhaldsskóla- nema á Norðurlandi verður hald- in í tengslum við opið hús hjá Háskólanum á Akureyri. Björgvin Harri Bjarnason háskólanemi hefur yfirumsjón með keppninni og segir hana í raun verða söngv- arakeppni, því flestir eða allir sem ætla að taka þátt muni verða með söngatriði. Krydd í opna húsið „Það er í sjálfu sér verið að reyna að búa til skemmtilegan dag fyrir eldri framhaldsskólanema, sem eru kannski farnir að hugleiða framhaldsnám," segir Björgvin Harri. - Þetta er þá eins konar krydd i þennan opna dag sem einkum er ætlaður þeim sem eru að huga að sínu fram- haldsnámi? „Já, þetta er hugsað þannig. Við viljum reyna að hafa skemmtilegan dag og vekja upp jákvæð- ar tilfinningar hjá menntaskólanemum gagnvart Háskólanum." - Sýna þeim að það sé lífeftir menntó? „Já, eitthvað í þá áttina.“ Björgvin Harri segir fulltrúa frá öllum framhaldsskólunum á Norð- urlandi taka þátt í keppninni, Fjölbrautaskólan- um á Sauðárkróki, MA, VMA, Laugaskóla og Framhaldsskólanum á Húsavík. Varðandi heim- sóknir framhaldsskólanema af Norðurlandi al- mennt á opna húsið segir Björgvin Harri erfitt að segja til um það fyrirfram. „Það var okkar von að hér kæmu sem flestir og við vorum að vonast til að það yrðu skipulagðar rútuferðir. Við hittum að vísu illa á fyrir Fjölbraut á Sauð- árkróki, þar er heimferðarhelgi einmitt á sama tíma. Annars skilst mér að það sé alveg þokka- legur áhugi fyrir þessu.“ Hæfileikakeppni með sterku söngívafi er semsagt eitt af krydd- um dagsins og hljómsveit úr MA leikur fyrir söngvarana. Breyting á félagslífi - Er mikil breyting áfélagslífi þeg- ar maður kemur úr menntaskóla í háskóla? „Hún er töluverð. Það eru meiri kröfur í náminu og ósjálfrátt fer maður að gera meiri kröfur til sjálfs sín. I stað þess að vera með ofvirkar skemmtinefnd- ir og peninga eins og í mennta- skóla þá eru bæði minna af pen- ingum og færri helgar sem við tökum undir fé- lagslíf. Fólk gefur sér minni tíma til félagslífsins þegar i háskóla er komið, það er alveg greini- Iegt.“ - En það er samt eitthvað lif? „Já, við erum með skemmtinefnd og hennar helsta hlutverk er að sjá um svokallað sprellmót á haustin og svo árshátíðina. Síðan erum við með smærri uppákomur í viðbót við það einu sinni til tvisvar á hvorri önn. Ég var sjálfur for- maður þessarar nefndar í fyrra en dró mig út núna því það fer heilmikill tími í þetta,“ segir Björgvin Harri Bjarnason. Hæfileikakeppnin verður haldin í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri og hefst klukkan 11.00 á laugardagsmorgun. Að henni lokinni verða fríar ferðir upp á Sólborg þar sem hin eig- inlega kynning fer fram. - H1 „ Við viljum reyna að hafa skemmtilegan dag og vekja uppjá- kvæðox tilfinningar hjá menntaskóla- nemum gagnvart Há- skólanum. “ SPJALL ■ FRÁ DEGI TIL DAGS „Lífið er of stutt til þess að gera nokk- uð það sem hægt er að borga öðrum fyrir að gera fyrir sig.“ William Sommerset Maugham Þetta gerðist 4. febrúar • 1783 varð jarðskjálfti á Ítalíu 50.000 manns að bana. • 1794 lýsti franska þjóðþingið yfir af- námi þrælahalds. • 1938 náði Hitler völdum í þýska hern- um og setti nasista í lykilstöður. • 1945 hittust Stah'n, ChurchiII og Roos- evelt á Jöltu. • 1948 lýsti Sri Lanka yfir sjálfstæði. • 1968 féll snjóflóð á tvö hús á Siglufirði. Engin slys urðu. • 1974 var Patriciu Hearst, þá 19 ára, rænt af skæruliðum. • 1984 var kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- son „Hrafninn Ilýgur“ frumsýnd. Þau fæddust 4. febrúar • 1740 fæddist sænski vísnasöngvarinn Carl Michael Bellman. • 1842 fæddist danski gagnrýnandinn Georg Brandes. • 1900 fæddist franska skáldið Jacques Prévert. • 1902 fæddist bandaríski flugmaðurinn Charles A. Lindbergh, sá sem var fyrst- ur til að fljúga einn yfir Atlantshafið. • 1906 fæddist þýski guðfræðingurinn Dietrich Bonhoeffer. • 1921 fæddist bandarfska kvenréttinda- konan Betty Friedan. • 1922 fæddist Hörður Agústsson, list- málari, rithöfundur og nýbakaður verð- launahafi. • 1947 fæddist Dan Quayle, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. Vísan Vísu dagsins orti Níels Skáldi: Hér hefeg brúkað Bakkus fyrir þræl, Flónið sé ei vingull hver sig vefur, vellauðugum mörnum í sem hefur óafvitað skapað sultar skæl. Afmælisbam dagsins Rosa Parks fæddist árið 1913. Hún er konan sem vildi ekki standa upp í strætó til að gefa hvítum manni færi á að setjast - og var handtekin fyrir vikið. Þetta gerðist í bænum Montgomery í Bandaríkjunum þann 1. desember árið 1955. Rúmu ári síðar hafði Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðað að að- skilnaðarreglurnar í Montgomery brytu í bága við stjórnarskrána. Vegir dyggðarinnar... Jónas var á göngu niðri í bæ þegar róni gekk að honum og baó hann að gefa sér hundraðkall. „Hvað ætlarðu að gera við hann, eyða honum í áfengi?“ spurði Jónas. Róninn r.eitaði því. „Vantar þig pening í spilakassana?" spurði Jónas. Róninn neitaði því. „Þarftu að komast inná strippstaðina?" spurði Jónas. Róninn neitaði enn. Þá sagði Jónas: „Má ég ekki bjóða þér í heimsókn, mig langar til að sýna konunni minni hvað verður um menn sem drekka ekki, spila ekki eða stunda strippstaðina." Veffang dagsins Ódysseifskviða Hómers er á Netinu í enskri þýðingu Samuels Butlers. Slóðin er www.uoregon.edu/~joeIja/odyssey.htmI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.