Dagur - 06.02.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 06.02.1999, Blaðsíða 2
U-LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 SÖGUR OG SAGNIR Ðagur Kolaportið er við vestanvert Hafnarstræti 18. Hafnarstræti 18 FREYJA JÓNSDÓTTIR skrifar Árið 1795 fékk Christean Adolph Jacobæus kaupmaður, sem lengi verslaði í Keflavík, út- mælda lóð við Hafnarstræti, milli Faneyjarkaupmanna og verslun- arhúsa Bjarna Sívertsen. C.A. Jacobæus lét flytja fiskhús sem hann átti í Keflavík og endur- reisti það á þessum stað. Hann lét innrétta það fyrir sölubúð í öðrum endanum en íbúð í hin- um. Jacobæus flutti síðan annað hús sem hann átti í Keflavík og Iét setja niður á sömu lóð vestan við það sem fyrir var. Hann bjó sjálfur í Keflavík en hafði versl- unarstjóra fyrir versluninni í Reykjavík. Lengst af var Árni Jónsson stúdent verslunarstjóri Jacobæusarverslunar í Reykjavík. Árni átti Hólmfríði Halldórsdótt- ur, Bjarnasonar Vídalíns á Reyn- isstað í Skagafirði. Christen Adolph Jacobæus var fæddur í Keflavík árið 1767. For- eldrar hans voru Holger Jacobæ- us og Christine Marie, danskra ættar; þau voru ein af frumbyggj- um Keflavíkur. Holger lést árið 1788 og tók þá sonurinn, Christ- en Adolph, við versluninni. Hús- in tvö sem hann lét flytja til Reykjavíkur standa enn þó að þeim hafi verið mikið breytt og verður hér á eftir stiklað á stóru í sögu þeirra. Árið 1801 voru þrjú hús á lóð- inni og árið 1818 var reist íbúð- arhús á þessari sömu lóð. Gísli Símonarson var næsti verslunarstjóri á eftir Árna og meðeigandi í versluninni. Gísli var frá Málmey í Skagafirði. Hann lést af slysförum í Kaup- mannahöfn árið 1837. Árið 1836 voru fimm hús á lóðinni. Á svipuðum tíma varð verslunin gjaldþrota en eftir lát Gísla hafði firmað Wejl & Ger- son eignast verslunina og reldð í tvö ár. Eftir það kaupir P.C. Knudtzon eignina og setti upp aðra verslun. Þótti þá mörgum bæjarbúum nóg um því Knudtzon átti þá fyrir tvær versl- anir í Reykjavík og fór svo að árið 1846 að hann seldi Jóni Jónssyni kaupmanni húsin. Jón seldi ein- nig íbúðarhúsið Martin Smith; húsið sem búið var í, Norður- pakkhúsið og kola- og salt- geymsluhúsið. Tveimur árum seinna seldi Jón íbúðarhúsið, Suðurpakkhúsið ásamt fleiri hús- um og bryggjuna, Sigurði Mel- sted kennara, og var íbúðarhúsið síðan kennt við hann og kallað Melstedhús. Árið 1852 byggði Martin Smith einlyft hús á milli búðar- innar og pakkhússins og gerði að einu löngu húsi sem enn stendur en er talsvert breytt. Um svipað Ieyti gerði hann aðrar breytingar á eigninni eins og þær að byggja geymsluhús við eða á stakkstæð- inu sem var nær sjávarbakkanum norðar á lóðinni. Nokkrum árum seinna lét hann rífa kolageymslu- húsið og byggja nýtt í staðinn. Lóðin í Hafnarstræti 18 er með elstu verslunarlóðum í Reykjavík. Við Hafnarstræti stóðu hús kaupmanna en norðan götunnar voru athafnasvæði verslananna, stakkstæði og bryggjur. Lóðin náði frá fjörunni suður að Austurstræti. Sunnan götunnar voru verslunarhúsin en íbúðarhúsið og fleiri hús fyrir sunnan þau. I virðingu sem gerð var á eigninni 1874 segir að verslunarhúsið þ. e. gömlu húsin tvö sem búið var að tengja sam- an séu byggð úr bindingi og múr- að í grind á útveggjum, 42 3/4x10 álnir að grunnfleti, klætt með borðaklæðningu á útveggj- um og þak með hellum á borð- um. Við suðurhlið hússins er tví- lyft geymsluhús byggt úr ómúr- uðum bindingi, með borða- klæddum veggjum og þak klætt hellum á borðum, 12x12 álnir að grunnfleti. Við enda þessa húss er geymsluskúr, 5x8 álnir, byggð- ur úr bindingi, klæddur borðum og með pappa á þaki. Við suður- hlið búðarinnar er geymsluskúr 7 1/2x2 3/4 álnir að grunnfleti byggður úr ómúruðum binding, klæddur borðum og með borða- þaki. Norðan Hafnarstrætis voru tvö hús, annað þeirra var geymsluhús, í brunavirðingu nefnt pósthús, 20x12 álnir byggt úr bindingi múruðum að hluta og klætt með borðum og með helluþaki á plægðum borðum. Norðan við það var svo kolahúsið 26 3/4x9 3/4 byggt úr ómúruðum bíndingi en gaflar og norðurhlið klætt borðum og með spæni á þaki. Frá því um 1850 rak Smith mikla verslun í húsunum. Versl- unin þótti sérstaklega fín og um tíma var þarna sérstök dömubúð. Árið 1885 eignaðist Jón O. V. Jónsson kaupmaður húsin. Eftir lát hans komst verslunarfyrirtæk- ið B. Muus og Co. yfir eignina og rak þar verslunina Nýhöfn. Árið 1902 kaupir H. Th. A. Thomsen kaupmaður Hafnar- stræti 18 og þau hús sem til- heyrðu því. Tomsen átti nokkur nærliggjandi hús í Hafnarstræti og rak verslun sína Thomsens Magasin í Hafnarstræti 20, 21 og 22. Sonur hans, Ditlev Thom- sen, tók við versluninni árið 1899. Hann lét endurbæta versl- unarhúsið árið 1904 og meðal annars var það klætt járni. Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar seldi hann eignir sína hérlendis. Næsti eigandi á eftir Thomsen var Hjalti Jónsson þekktastur undir nafninu Eldeyjar-Hjalti, hann átti eignina í stuttan tíma. Jóhann Eyjólfsson, kaupmað- ur, er skráður eigandi að Hafnar- stræti 18 árið 1925. Hann lætur gera stórfelldar breytingar á aðal- húsinu eftir teikningum Guð- mundar Þorlákssonar húsameist- ara. Þá var gerð brotin þakhæð svokölluð, mansard, með þremur kvistum og fjórum gluggakvistum á norðurhlið þess út að Hafnar- stræti. Á þeirri hæð voru gerð níu íbúðar- og skrifstofuherbergi, tvö vatnssalerni og gangur eftir endi- löngu húsinu. I virðingu frá þess- um tíma segir: Hæðin er öll þilj- uð innan á binding með panel og flest herbergin lögð striga og pappír og ýmist máluð eða vegg- fóðruð. Á neðri hæðinni eru þqár sölubúðir sú stærsta er í austur- hluta hússins, með borðum, skúffum, skápum og hillum. Ennfremur eru á hæðinni tvö skrifstofuherbergi, knattborðs- herbergi, vatnssalerni og tveir gangar. Allt þiljað innan á bind- ing með panel og flest herbergin lögð striga og pappír og allt ýmist málað eða veggfóðrað. Undir rúmlega hálfu húsinu er kjallari með steinsteypugólfi. Þar eru miðstöðvarherbergi, þrjú geymsluherbergi og gangur. Skil- veggir í kjallaranum eru úr stein- steypu. I virðingu sem gerð var 1927 kemur fram að Jóhann Eyj- ólfsson hefur látið byggja á lóð- inni afgreiðsluskúr fyrir bifreiða- stöð sunnan við austurenda hússins. Skúrinn var stækkaður 1961. Sverrir Sigurðsson og Már E. Benediktsson verða eigendur Hafnarstrætis 18 árið 1939. Þá var trésmíðaverkstæði í kjallaran- um, hattabúð Ragnheiðar uppi, sjoppa í austurenda sem seldi kaffi og meðlæti ásamt sælgæti, rakarastofa í vesturenda. I þak- hæðinni var matsala og íbúð þeirra sem sáu um rekstur mat- sölunnar. I innmúraðri hvelfingu í kjallaranum var rammgerður peningaskápur. Þegar Sverrir og Már tóku við eigninni varð ekki komist í skápinn því lyklarnir fundust ekki. I ljós kom að Eld- eyjar-Hjalti geymdi þá. Sverrir fór þva heim til Hjalta vestur á Bræðraborgarstíg og fékk góðar móttökur hjá höfðingjanum og lyklana að skápnum. Skápurinn er enn til og hefur ekki skipt um eiganda en hann var fyrir nokkrum árum fluttur úr hvelf- ingunni í Hafnarstræti 18 og heim til Sverris. Á meðan Tom- senverslun var í húsinu voru gluggar á neðri hæðinni boga- dregnir, þegar viðgerð fór fram á húsinu kom í Ijós að finna má glugga í milli þilja í sinni upphaf- legu mynd. Veitingastaðurinn „Central11 var rekinn í húsinu til margra ára. Sverrir stækkaði húsnæðið með því að byggja út í Kolasund- ið og ráku þeir félagar Már og Sverrir veitingahúsið saman. Breska setuliðið sótti staðinn mikið og einnig það bandaríska. Þarna var Iagt kapp á að fram- reiða ýmsa rétti úr fiski og þótti landanum sumir þeirra dálítið framandi. Margskonar rekstur hefur verið í húsinu og ekki alls fyrir löngu var þar til húsa mál- verkagalleríið Nýhöfn. Verslunin Penninn var þarna um árabil. Einnig gleraugnaverslun og má svo lengi telja. Um 1950 var sett viðarklæðning á neðri hæðina og nokkrar breytingar voru gerðar árið 1984. Núna er í húsinu veit- ingarekstur, gullsmiður, leik- tækjasalur á fyrstu hæð en búið er á efri hæðinni. Sverrir Sigurðsson sem átt hef- ur Hafnarstræti 18 lengst allra er einn af stofnendum Sjóklæða- gerðarinnar. En hún var fyrst stofnuð í litlu húSi sem var á þeim slóðum sem Fiskifélagshús- ið stendur núna. Það er ekki á neinn hallað þó að sagt sé að Sverrir sé einn af frumkvöðlum fyrirtækjarekstrar á íslandi. Hann hefur heldur ekki setið auðum höndum um dagana, þeg- ar hann var ungur maður varði hann frítímum sínum í að sjá um að fylgja tignum gestum sem komu til landsins að veiða í hel- stu laxveiðiánum. Má þar nefna Kristján tíunda, sem Sverrir veid- di lax fyrir í Norðurá. Helstu heimildir eru frá Árhæj- arsafni og Borgarskjalasafni. ) • Staðgreiðsluafsláttur • Tækið er helsta trygg'n5-in • Skattalegt hagræðt • Sveigjanleg greiðslubyrði . AUt að 100% fjármögnun EinffaK daemi mcft SP-Fjármögnun SP-FJÁRMÖGNUN HF SP Fjármögnun • Vegmúla 3-108 Reykjavík • Sími 588 7200 ■ Fax 588 7250 M Skoðaðu vefinn okkar www.sp.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.