Dagur - 06.02.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 06.02.1999, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1 9 9 9 - VII MINNINGAGREINAR Bergstemn Loftur Gunnarsson Bergsteinn Loftur Gunnarsson var fæddur í Kasthvammi, Lax- árdal í Suður-Þingeyjarsýslu 28. desember 1918. Hann lést af slysförum þann 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóra Gunnarsdóttir og Gunnar Marteinsson bóndi í Kasthvammi. Bergsteinn var næst yngstur 5 systkina, þau eru Gunnlaugur Tryggvi f. 1908, d. 1986, Kristbjörg Þóra f. 1912, d.1994, Yngvi Marinó f. 1915, d.1996 þá Bergsteinn og yngst er Kristín Petrína f. 1922. Þann 6. maí 1956 kvæntist Bergsteinn, Aðalbjörgu Jónas- dóttur f. 30.09. 1928, frá Þverá í Laxárdal. Þeirra börn eru, Gunnar Tryggvi f. 29.11.’56, kona hans er Val- gerður Aðalsteinsdóttir f. 03.08.’6, og eiga þau 2 syni, Bergstein f. 03.07.’80 ogAðal- stein Mar f. 24.04.’85. Halla f. 14.09.’60 og á hún eina dóttur Nönnu Björg Hafliðadóttur f. 18.07.’78. Jónas f. 02.12.’64, sambýliskona hans er Linda Björk Hreiðarsdóttir f. 08.10.’62, hennar börn eru Birkir f. 18.09.85 og Sóley f. 09.09.94, dóttir hans frá fyrra sambandi er Lilja Björk f. 17.10.’90. Bjarni f. 01.01.’70, kona hans er Sigríður Þor- bergsdóttir f. 03.05.’72. Sonur þeirra er Baldur Logi f. 28.06.’97, sonur Bjarna úr fyrra sambandi er Grétar Þór f. 11.07.'92. Bergsteinn var lengst af bóndi í Kasthvammi en vann síðustu árin við endurbyggingu og viðhald gamalla bygginga, aðallega á vegum þjóðminja- safnsins. Bergsteinn var jarðsunginn frá Þverárkirkju í Laxárdal í dag, laugardaginn 30. janúar. *>(■* Á myndum þeim úr Laxárdal, sem ég á fyrir mig, er mikil heið- ríkja og sólskin. Þar standa þeir í varpa Kasthvammsbræður, Gunnlaugur og Bergsteinn. Ævintýrið hófst þegar ellefu ára pottormur var ráðinn til snúninga hjá vandalausum í ein- hverri sveit langt, Iangt í burtu. Af Gljúfrunum sér niðrí Laxár- dalinn og þótt hann sé þröngur nyrst koma helstu einkenni hans fljótlega í ljós. Þar er áin fagra í forgrunni myndarinnar áþekkust silfurþræði sem greiptur hefur verið í landið. Árbakkarnir eru sléttir og frjósamir og ofan þeirra tekur hraunið við með öllum sín- um gjótum og hróum. Úti í ánni er mesti fjöldi gróðursælla hólma þar sem víðir, hvönn og hófsól- eyjar gleðja augað. Og friðurinn umvefur allt. Laxárdalsvegur var hreint ekk- ert hlemmiskeið á þessum árum og ferðamenn sögðu ýmislegt óþvegið um hliðgrindurnar, sem voru ótrúlega margar líkt og tíðk- aðist í Evrópu á miðöldum. Sólin glitaði flóann niður und- an Birningsstaðabænum og skammt fyrir ofan veg voru lág- vaxnir menn og grannholda að bardúsa eitthvað. Bíllinn nam staðar við hliðið á vallargarði Halldórsstaða. Berg- steinn kom vestur yfir ána á flat- botna kænu lítilli, sem heima- menn nefndu byttu, og sótti starfskraftinn. Knálegur ferju- maðurinn stóð aitast-í báti sínum og stjakaði honum áfram með langri stöng. Fyrr en varði bar fleyið aftur að austurbakkanum þar sem mannskapurinn steig á land. Síðan var gengið heim hraunið. Væntanlegum vikapilti þótti góð reykjarlyktin sem lagði frá bæjunum Árhvammi og Kast- hvammi. Þar héngu silungar á lurki uppí kofakverk og drukku í sig keiminn af brennandi lyngi og taði. Þaðan í frá vissi hann ekkert búsældarlegra en lykt úr reyk- húsi. Um þessar mundir voru til heimilis í Kasthvammi systkinin þrjú, Gunnlaugur, Þóra og Berg- steinn ásamt karlægri móður sinni. Nærfærni þeirra systkina við gömlu konuna var alveg eins- tök. Uns yfir lauk hjúkruðu þau henni sjálf og sátu til skiptis við sjúkrabeðinn hvort heldur var á nóttu eða degi. Ævistarf sitt unnu þau í Kasthvammi. Þar var allt byggt upp frá grunni og jafn- an búið góðu búi. Slík tryggð við bæinn sinn og sveitina er aðdá- unarverð. Meðan köld efnis- hyggja ræður ríkjum þykja hug- tök eins og dyggð og tryggð blátt áfram hlægileg og standa í vegi fyrir framförum. Áf þeim sökum leitar hún oft á hugann vísan eða bænin hans Gísla Jónssonar: Drottinn láttu dreifða byggð dalina áfram geyma svo að eigi islensk dyggð einhvers staðar heima. Gunnlaugur stóð fyrir búinu og var andlit þess út á við en Þóra hafði full og óskoruð yfirráð í eldhúsi og búri. Ósjaldan bar hún á borð laxdælskan grasysting og nætursaltaðan Kringil en slíkt góðmeti gleymist þeim seint er bragðað hefur. Hinar rómuðu ítölsku hveitiskrúfur fara mjög halloka í þeim samanburði. Berg- steinn var heimsmaðurinn á bænum. Honum fylgdi ferskur andblær og lífsþróttur. Hann hafði dvalist langdvölum fyrir sunnan og unnið þar á ýmsum stöðum. Tæknin var honum að vissu leyti hugleikin og hann hafði átt hlut í vörubíl og ekið honum um þingeyska malarslóða og gert út dráttarvél stóra á járn- hjólum um eitt skeið og erjað jörð fyrir bændur. Vikapiltur Iaðaðist strax að Bergsteini og fylgdi honum eins og skugginn við öll hugsanleg tækifæri. Þeim kom líka mætavel saman. Sá eldri reyndist þeim yngri ómetanlegur lærimeistari. Hann kenndi honum að vinna, spila á munnhörpu og yrkja. Einn góðan veðurdag kom hann úr kaupstaðnum með tvær munnhörpur og svo settust þeir félagarnir framan í hlaðvarpann og héldu tónleika en hundurinn Laufi spangólaði ámáttlega enda óvanur hljóðfæraslætti. Og sólin skein. Aldrei var vísnagerðin látin undir höfuð leggjast lengi í einu. Sölnuð lauf að hausti og hel- frosnir mófuglar fengu sín grátljóð ómæld en aftur á móti var allt bundið mál um sveitung- ana haft heldur á léttari nótun- um. Öll stærstu afrek andans voru unnin í gamla fjósinu og var engu Iíkara en ljóðadísin ætti þar sitt lögheimili. Fyrsta sumarið fékk vikapiltur nasasjón af vinnubrögðum sem bændur höfðu þekkt síðan á járnöld. Það var ómetanlegt. Slegið var með orfi. og ljá og rak- að með hrífu utan hvað hesta- verkfæri voru notuð á túni og þar sem þeim varð við komið. Heyið úr hólmunum var flutt blautt heim á klakk í heybandslest og fór vikapiltur fyrir ríðandi og hafði á öllu gætur eftir að Berg- steinn hafði lagt honum h'fsregl- urnar. Böggunum var hleypt nið- ur á þurrkvelli og þar þornaði stargresið í sólinni og angaði meira en allt annað hey. Bergsteinn virtist kunna á flestu skil og hann var feikilegur verkmaður. Jafnan þegar ráðist var í eitthvað verulegt svo sem jarðabætur, byggingafram- kvæmdir eða stórhirðingu á heyi gekk hann fram fyrir skjöldu því Gunnlaugur bóndi var brjóst- veikur og varð að halda sér held- ur til hlés í átakavinnu. Þá var stundum líf í tuskunum. Á öðru sumri vikapilts fékk búið dráttarvél og Bergsteinn kenndi honum að fara með hana. Á þessum árum var kaupafólk gjarnan ráðið til vinnu í Kast- hvammi yfir háannatímann. Þar var Þorkell Pétursson eitt sumar og þá var mikið gantast og hlegið. Aðalbjörg Jónasdóttir kom þang- að Iíka sem kaupakona, hlédræg með fallegt bros. Hún átti ekki afturkvæmt þaðan því að þau Bergsteinn ákváðu að gerast hjón og fóru að búa í Kasthvammi og þar hafa þau búið saman þar til nú að dauðinn knýr dyra. Aðal- björg lifir mann sinn. Þeim varð fjögurra barna auðið sem öll standa sig vel í lífsbaráttunni. Á sumrin er söngur árinnar bjartur og glaður en dökkur og tregablandinn á veturna. Treginn hefur áreiðanlega verið yfirgnæf- andi í söngnum þegar snjóílóðið steyptist ofan hlíðina og hreif með sér minn gamla vin. Þetta var átakanlega ótímabært því þótt Bergsteinn væri að sönnu aldraður maður orðinn var svo ótrúlega mikið af æsku eftir í honum. Ifann gaf hinum yngri ekkert eftir í leik og starfi og virt- ist geta átt mörg gleðirík ár framundan. En við deilum víst ekki við þann sem öllu ræður. Áður en að lokaorðum kemur langar mig til að rifja upp tvær vísur sem ég orti eitt sinn er mér varð hugsað heim í Kasthvamm: Djúpur friður dalur mær dásemd griða, sveitahær lækir kliða, lyngið grær Laxá niðar silfurtær. Fólkið gerir allt sem er annast mér á jörðu hér alla her á örmum sér eflist hver sem þangaðfer. Eg votta Aðalbjörgu, börnun- um og öðrum aðstandendum Bergsteins mína dýpstu samúð. Minn gamla vin kveð ég með kærri þökk fyrir árin í sveitinni. Blessuð sé minning Bergsteins Gunnarssonar og þeirra Kast- hvammssystkina. Einar Georg Einarsson * * * Á skammdegiskvöldi í desem- berbyrjun 1946 fórum við Berg- steinn fótgangandi frá Fosshóli austur yfir Fljótsheiðina að Laugum í Reykjadal. Þá var ég nemandi þar og samfyfgdinni lokið. En hann hélt áfram austur yfir heiðina til síns heima að Kasthvammi f Laxárdal. Við vor- um að koma frá jarðarför á kirkjustaðnum Ljósavatni. Þar var kvaddur þennan dag, afi minn og föðurbróðir Bergsteins, Halldór Marteinsson frá Bjarnar- stöðum í Bárðardal. Daginn áður gekk ég vestur yfir heiðina í fylgd þriggja röskra sveina. Þæfings- færi var og þótt við gengjum í sporaslóð og ég síðust mátti ég hafa mig alla við að fylgja þeim. Eg hálfkveið því göngunni í nátt- myrkri þetta kvöld. En veðrið var gott og þegar til kom var færið miklu betra en daginn áður og einhvernveginn fór það svo að ég vissi ekkert hvað tímanum leið fyrri en að leiðarlokum. Við höfð- um nóg umræðuefni og þess er ég fullviss að Bergsteinn stýrði þeim viðræðum. Það man ég að við töluðum um kvæði Guð- mundar Friðjónssonar „Bréf til vinar míns“ og ég sagði við Berg- stein að mér þætti undarleg skýr- ing sem gefin væri í skýringun- um við Lestrarbók Sigurðar Nor- dals við hendingarnar: Viltu heldur þrælnum þjóna þeim sem hefur gull í lendum heldur en Kára klæðabrenndum, kónginum við öskustóna." í skýringunum stóð að „gull í Iendum „ merkti : „að hafa gull í rassvösunum” Bergsteinn var fljótur að gefa mér betri skýringu. „Gull í lendum" þýðir einfaldlega að eiga gull í jörð. Lendur er sama og land. Þegar hann sagði þetta varð það eins og nú er stundum sagt „morgunljóst.” Þetta voru í rauninni okkar fyrstu kynni og urðu mér minnisstæð þvi þessi samfylgd var svo lýsandi dæmi um það hvernig samferða- maður hann var öllum sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga samleið með honum. Gleðin og velvildin, fróðleiksfysnin og um- hyggjan fyrir þeim sem minna máttu sín fylgdi honum hvar sem hann fór. Þegar Gunnar bóndi í Kasthvammi dó úr lungnabólgu vorið 1925 voru heimilisástæður þar erfiðar. Nokkru síðar réðist það að Yngvi Marinó færi í Bjarn- arstaði í Bárðardal til uppfósturs hjá föðurbróður þeirra, Jóni Marteinssyni bónda þar. Háaldr- aður sagði Jón Marteinsson. „Mig langaði að taka Bergstein, mér Ieist svo vel á hann. En Hallgrím- ur á Halldórsstöðum sagði mér að ég mætti ekki taka þennan gleðigjafa frá syrgjandi fjölskyjd- unni og það var áreiðanlega rétt.“ Bergsteinn ólst upp í Kast- hvammi með móður og systkin- um og tók þátt í daglegum störf- um þar heima. Einn vetur fór hann í Laugaskóla. Síðan fór hann „suður" og var í vinnu á fleiri stöðum, m.a. í Laugardæl- um, á Blikastöðum og við um- önnun sjúklinga á Kleppsspítala. En 1946 kom hann heim til að aðstoða systkini sín. Gunnlaugur bróðir hans var þá ekki heill heil- su og skömmu síðar varð móðir þeirra rúmliggjandi sjúklingur um margra ára skeið. Hún átti þá ósk heitasta að þurfa ekki að fara á sjúkrahús og þeim systkinunum auðnaðist að uppfylla þá ósk, en geta má nærri að það hafi ekki alltaf verið auðvelt, en aldrei mæltu þau æðruorð það ég best veit. Það er líka nokkur mannlýs- ing. Inn í þetta heimili kom Aðal- björg Jónasdóttir þegar þau Berg- steinn gengu í hjónaband 10 árum síðar. Hún kom frá Þverá hinum megin \'ið Laxána og var stundum búin að vera þar áður og vissi að hverju hún gekk. Þessi fíngerða, hljóðláta kona varð heilladís og bjargvættur þessa heimilis þótt ekki gustaði mikið um hana. Hún „vó upp björg á sinn veika arm - og vissi ei hik né efa. “ (E. B.) Bergsteinn og Bogga bjuggu fé- lagsbúi með Gunnlaugi og Goggu og nú komu börn í bæinn og ýms- ar framkvæmdir hófust. Þó var ekki allt sem sýndist. Yfir Laxár- dalnum vofði sverð eyðileggingar- innar. Það átti að byggja háa stíflu og sökkva Laxárdal í þágu almennrar rafvæðingar f landinu. Menn vita hvernig því lyktaði. En það varð ekki til þess að flýta fyr- ir uppbyggingu og örva ungt fólk til áframhaldandi búsetu. Börnin tíndust að heiman og eldra fólkið varð lasburða. Kúnum var fargað og um hríð voru refir í íjósinu, síðan fóru þeir líka. Eitt vorið, rétt fyrir sauðburðinn greindist svo riða í einni kind. Það mega þeir best vita sem hafa haft sauð- fjárbúskap að ævistarfi hvílíkt áfall slíkt er bóndanum, þegar all- ir þessir ferfættu vinir fara á ein- um degi í þann mund sem Iömb- in eiga að fara að fæðast. Það var samt búið að byggja við gamla húsið og nú var komið rúmgott og fallegt íbúðarhúsnæði. Þau nutu þess síðustu árin, Gunnlaugur og Gogga, að eiga þau að, Bergstein og Boggu og börnin þeirra. Fleiri nutu þar hlýrra handa þeirra. Yngvi, bróðir Bergsteins, kom hvert sumar og dvaldi í Kast- hvammi eftir að hann var fluttur suður, ekki síst síðustu árin er heilsa og kraftar voru á förum. Hann sótti sér styrk og gleði í fé- lagsskapinn við fólkið sitt og feg- urð dalsins. Börn Yngva og Krist- ínar (Diddu) systur þeirra áttu líka vinum að mæta í Kast- hvammi. Það var ekki tekið sauð- fé aftur eftir riðuniðurskurðinn. Bergsteinn fór nú að vinna við viðhald og endurgerð gamalla húsa á vegum húsfriðunarnefnd- ar. Ennþá var hann teinréttur, léttur í spori og silfurhvítt hárið í fallegum bylgjum sem fyrr. Hann vann ásamt félögum sínum við viðhald gamla bæjarins á Þverá og íjárhúsanna þar. Einnig við viðhald gamla bæjarins á Grenj- aðarstað og síðast í haust var starfsorkan slík að hann fór norð- ur á Reykjaheiði að taka upp grjót sem nota átti við vegghleðslu á Húsavík. Þau hjónin brugðu sér samt í bændaferð, í haust, suður í Evrópu og Bergsteinn hefur efa- laust notið þess út í æsar. Hann naut samvistanna við börn og barnabörn og var áreiðanlega ein- stakur afi. Það geislaði af honum gleðin ennþá og þótt hann héidi upp á áttræðisafmælið sitt 28. desember sl. og væri búinn að ákveða að hætta að vinna nú um áramótin, þá fannst okkur sem þekktum hann að hann væri enn- þá ungur í bókstaflegum skiln- ingi. Þess vegna var höggið svo sárt og þungt við fráfall hans. lnnilegar samúðarkveðjur senda tvíburasysturnar, María og Þuríður á Bjarnarstöðum öllum aðstandendum Bergsteins og þakka alúð hans og hlýju í áranna rás. Kæra Bogga. Við Sigurgeir vottum þér og allri fjölskyldunni einlæga samúð okkar og biðjum algóðan guð að gefa ykkur er fram Iíða stundir, aftur þá hlýju og gleði í sálina sem Bergsteinn var svo ríkur af. Hjördís Kristjánsdóttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.