Dagur - 09.02.1999, Qupperneq 1
T
Afstýrðu meiðmgum
með hjálp myndavéla
Lögregla hefur getað
afstýrt alvarlegitm of-
beldisverkmn í miðbæ
Reykjavíkur með
hjálp löggæslumynda-
véla. Enginn „stóri
bróðir“, segir formað-
ur KÍ.
Böðvar Bragason, Iögreglustjóri í
Reykjavík, segir að lögreglan hafi
gripið inn í óæskilega atburðarás
í miðbæ Reykjavíkur með aðstoð
löggæslumyndavélanna frá því
að þær voru settar upp. „Þessar
myndavélar hafa þegar gert okk-
ur kleift að grípa inn í atburði,
þar sem hætta var á meiðslum og
kannski öðru verra. Því tel ég um
mjög mikilvæga framför að ræða.
Astandið í miðbænum hefur
batnað. Við getum nú haldið
uppi öflugri löggæslu vegna
myndavélanna," segir Böðvar.
Ólíklegustu mál
Böðvar segist hafa verið ötull
talsmaður þess að myndavélarn-
ar yrðu settar upp og fór hann
m.a. til Bretlands til að kynna sér
starfsaðferðir lögreglunnar þar.
Hann segir reynsluna frá útlönd-
um sýna að hægt sé að upplýsa
„hina ólíklegustu hluti“ með að-
stoð vélanna en
fjöldi tilvika þar
sem vélarnar hafa
gagnast á Islandi
liggur ekki fyrir.
Spurður hvort
nokkur hætta sé á
að ofbeldisvettvang-
urinn muni færast
frá miðbænum úr
sjónmáli myndavél-
anna, telur Böðvar
svo ekki vera. „Oll tölfræði sem
við höfum frá útlöndum bendir
til að verulegur árangur náist og
það er engin ástæða til að ætla
annað, en að hið sama muni ger-
ast hér,“ segir lögreglustjóri.
Enginn „stóri bróðir“
Áhyggjur af auknu ofbeldi hafa
ekki síst kristallast í grunnskól-
um að undanförnu. Nýlega
komu upp sex lögreglukærur
vegna nemenda í Hagaskóla og
það leiðir hugann að því hvort
eftirlitsmyndavélar í skólum séu
næsta skref. Eiríkur Jónsson,
formaður Kennarafélags Islands,
vill láta skoða þann möguleika.
„Ef þjóðfélagið er almennt sam-
mála um að mikil-
vægt sé að vakta
ákveðna staði með
myndavélum, held
ég að skólar séu
engin undantekn-
ing. Tilgangurinn
er einkum að koma
í veg fyrir vanda-
mál og í einherjum
tilfellum hjálpa
myndavélar eflaust
einnig við að upplýsa hverjir eru
brotlegir við Iög og reglur. Eg hef
ekki viljað líta á þetta út frá hug-
takinu „stóri bróðir". Hvers rétt
erum við að verja? Við erum að
vernda rétt hins almenna borg-
ara og þess vegna sé ég þetta
ekki undir neikvæðum formerkj-
um,“ segir Eiríkur.
Ofbeldi eykst
Formaður KÍ er nýkominn til
landsins frá alþjóðlegri ráðstefnu
þar sem skólastjórnendur lýstu
þungum áhyggjum af auknu of-
beldi í skólum. Þar var mikið
rætt um aukið eftirlit, ekki síst í
ljósi skelfilegra mála í nágranna-
löndunum, líkt og þegar ráðist
var inn í leikskóla í Skotlandi og
kennari og nemendur myrtir.
Hugmyndir um vopnaleit í skól-
um komu upp en Eiríkur segir
slíka umræðu vonandi ekki
henta Islandi að svo komnu
máli. Samt geti allt gerst hér sem
átt hafi sér stað úti í heimi. „Al-
menn skoðun er að ofbeldi hafi
almennt aukist í vestrænum
samfélögum og hið sama á við
um Island," segir Eiríkur.
Ennþá er ekki vitað til að
skólastjórar grunnskóla hafi sett
upp öryggismyndavélar en á
framhaldsskólastigi hafa mynda-
vélar verið í notkun í heimavást
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkóki. Þar hafa
mál verið upplýst með aðstoð
upptöku og virðist sátt meðal
nemenda og skólastjórnenda um
tiltækið eftir nokkra andstöðu í
fyrstu. - BÞ
Eftirlitsmyndavélar miðborgar
Reykjavíkur skila árangri.
Ungir
viljaí
eina sæng
Ungliðahreyfingar beggja A-
flokkanna, Verðandi og Sam-
band ungra jafnaðarmanna, hafa
sent frá sér yfirlýsingar um að
sameina beri ungliðahreyfing-
arnar og þá þrjá flokka sem
standa að samfylkingu jafnaðar-
manna. „Sameiningin er óhjá-
kvæmileg að mínu mati. Ferlið er
það langt komið að ekki verður
aftur snúið," segir Kolbeinn
Stefánsson, formaður SUJ, í
samtali við Dag. Aðspurður hvort
ungliðahreyfingarnar væru al-
mennt fúsari til sameiningar en
hinir eldri svaraði Kolbeinn neit-
andi. „Það var þannig Árni Þór
Sigurðsson sem hafði frumkvæði
að því að leggja þetta fram eftir
prófkjörið í Reykjavík og ég held
að þetta sé yfirgnæfandi vilji út
yfir öll aldursmörk," segir Kol-
beinn. - FÞG
Bandarískur túristi sem átti leið framhjá Tjörninni í gær lenti óvart á löngu spjalli við grágæsir. Fiðurfénu og
ferðalanginum virtist koma vel saman en engum sögum fer afþví hvaða mál var talað. mynd: hilmar
Uppstillingarnefnd vill að
Kristinn H. leiði listann.
Kristinní
1. sætinu
Nafn Magnúsar Reynis Guð-
mundssonar, stjórnarformanns
Ishúsfélags ísfirðinga, er ekki að
finna á tillögu sjö manna upp-
stillingarnefndar sem skilaði
Kjördæmaráði framsóknar-
manna á Vestljörðum tillögu að
framboðslista um helgina. Ekki
var einhugur um tillöguna en
samkvæmt henni skipar Krist-
inn H. Gunnarsson alþingis-
maður fyrsta sætið og Ólöf Guð-
ný Valdimarsdóttir arkitekt í
Reykjavík 2. sætið, en hún er
fædd og uppalin á Núpi í Dýra-
firði. Tveir af sjö nefndarmönn-
um greiddu atkvæði gegn því að
Ólöf Guðný skipaði 2. sætið.
Kjördæmaþing kemur saman
20. febrúar nk. og þar verður til-
Iaga uppstillingarnefndar lögð
fram. Búast má við að kosið
verði um öll efstu sæti listans.
1. sætið eða ekkert
Magnús Reynir gaf kost á sér í 1.
sætið eftir að ljóst var að Gunn-
laugur Sigmundsson alþingis-
maður mundi ekki leita eftir
endurkjöri þótt uppstillingar-
nefnd hafi verið búin að bjóða
honum það sæti.
„Það var aldrei inni í dæminu
að efnt yrði til prófkjörs um skip-
an framboðslista Framsóknar-
flokksins þ\T á kjördæmaþingi í
haust var ákveðið að stilla upp.
Magnús Reynir Guðmundsson
er ekki á þessum lista uppstill-
ingarnefndar enda gaf hann kost
á sér í 1. sætið, eða ekkert sæti
ella,“ segir Kristinn Jón Jónsson,
formaður uppstillingarnefndar.
„Ég er eina konan sem verður
í baráttusæti á Vestfjörðum við
næstu kosningar. Verði þessi listi
samþykktur á kjördæmaþinginu
mun ég sem og aðrir framsókn-
armenn á Vestfjörðum stefna
ótrauð að því að ná tveimur
mönnum á þing,“ segir Ólöf
Guðný Valdimarsdóttir. — GG
Afgreiddir samdægurs
Venjulegir og
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524